Morgunblaðið - 29.12.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 29.12.2011, Síða 20
bílar Volkswagen Golf er mest seldi bíll ársins í Evrópu. Smábíllinn Polo er í öðru sæti. Til nóvemberloka höfðu selst 449.882 nýir Volkswagen Golf í Evrópu sem er þó 1,7% fækkun frá sama tímabili í fyrra. Toyota í Kópavogi mun frá og með áramótum bjóða upp á eins árs ábyrgð á öllum notuðum Toyota og Lexus-bílum sem fyrirtækið selur og standast ítarlega ábyrgðar- og gæðaskoðun þess. „Við höfum til þessa boðið bílana með þriggja til tólf mánaða ábyrgð. Nú stígum við skrefið hins vegar til fulls, skoðum þá uppítökubíla sem við fáum mjög nákvæmlega og getum í krafti þess tryggt ábyrgð til lengri tíma en áð- ur,“ segir Hilmar Böðvarsson, sölustjóri notaðra bíla hjá Toyota. Til þessa hefur Toyota í Kópavogi selt notaða bíla undir merkjunum Gæðabílar og Úrvalsbílar, oft í kringum 1.000 bíla á ári. Nú verða þessi vörumerki lögð til hliðar enda miðað við að allir notaðir bílar sem í sölu fara séu í allra hæsta gæðaflokki. „Þetta einfaldar ferlið og er öryggismál fyrir kaupendur. Fyrir Toyota eru þessa breytingar eru hluti af þeirri endurskoðun á sölu notaðra bíla sem staðið hefur yfir hjá okkur að undanförnu og er reksturinn nú þegar farinn að skila jákvæðum niðurstöðum,“ segir Hilmar. Alls 125 punktar verða athugaðir í söluskoðun Toyota-manna á notuðum bílum. Má þar nefna að farið verður mjög nákvæmlega yfir vél, kælibúnað, eldsneytiskerfi, drifrás, rafbúnað, fjöðrun, dekk, og svo mætti áfram telja - en bílarnir verða skoðaðir og yfirfarnir á verkstæði Toyota í Kópavogi. sbs@mbl.is Toyota í Kópavogi tryggir gæði notaðra sölubíla Ábyrgðartíminn lengdur í eitt ár Á lögur á bíleigendur aukast verulega nú um áramót- in. Eldsneytisverð hækk- ar auk vörugjalda á megnunarmeiri og stærri bíla, til dæmis jeppa. Verð á eldsneyti hækkar skv. þeim lögum sem Al- þingi samþykkti fyrr í mánuðinum en tilgangurinn er meðal annars sá að afla aukinna tekna í ríkissjóð sem og draga úr útblæstri gróð- urhúsalofts skv. grænum sjón- armiðum sem ráðandi eru orðin. Hækkun á vöru- og kolefnisgjaldi á bensín og dísilolíu frá áramótum er 3,50 kr. á lítra, þá að meðtöldum virðisaukaskatti. Í byrjun líðandi árs var algengt lítraverð á bensíni 207,50 kr. en var í gærmorgun, miðvikudag, komið í 227,70 kr. á helstu sjálfsafgreiðslustöðvum. Á nýársnótt verður lítraverðið 231,2 kr. Alls er hækkunin 11,4% á einu ári. „Okkur reiknast svo til að þessi hækkun á bensínverði þýði að út- gjöld vegna reksturs fjölskyldubíls- ins aukist um 6.000-10.000 kr. á ári miðað við fimmtán þús. km akstur,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Vörugjöld á netta og útblást- ursminni bíla hafa síðustu misseri verið lækkuð. Hvað stærri bíla varðar, til dæmis jepplinga og jeppa, hafa skrefin verið tekin í hina áttina. Gjöldin eru hækkuð í áföng- um og verða komin í botn að ári. Vörugjöld á bíla í svonefndum G- flokki jepplinga sem blása frá sér 181 til 200 grömmum af gróð- urhúsalofti á hvern ekinn km hækka úr 36 í 41%. Í þeim flokki eru bílar eins og til dæmis Mitsub- ishi Outlander, Kia Sportage og Toyota RAV4 svo einhverjir séu nefndir. Hækkun hálfgerð rökleysa Skv. upplýsingum frá Heklu hf. leiðir hækkun vörugjalda á bíla í G- flokki til þess að dæmis Mitsubishi Outlander hækkar um rúmlega 200 þús. kr. á ári. Það hefur orðið til þess að allmargir hafa pantað nýja bíla nú fyrir áramótin. „Mér finnst þessi hækkun ekki eiga rétt á sér nema að mjög takmörkuðu leyti því dísilútgáfan af Outlander- bílunum mengar sáralítið. Þessi skattlagning er hálfgerð rökleysa,“ segir Stefán Sandholt, sölustjóri hjá Heklu. Í I-flokki eru ýmsir stærri jeppar og má þar nefna Toyota Land Cruiser 150 en algengt verð á þeim bíl er í kringum 10 millj. kr. Vörugjaldsprósentan á þeim bíl fer nú um áramótin úr 44% í 50% og sem leiðir til þess að verðið hækkar um allt að hálfa milljón. sbs@mbl.is Eldsneytisverð og vörugjöld á mengunarmeiri bíla hækka um áramótin Álögurnar aukast áfram Reuters Land Rover voru vinsælir góðærisjeppar á Íslandi og seldust vel á tímabili. Vörugjöld á þessa bíla hækka veru- lega nú um áramótin auk þess sem eigendur þeirra munu finna öðrum meira fyrir hærra eldsneytisverði. Breytingar á vörugjöldum á bifreiðum Vörugjaldsprósenta Vörugjaldafl. CO2 2011 2012 2013 Dæmiumbíla Flokkur G 181-200 36% 41% 45% Toyota Rav4 D4D og fleiri jepplingar Flokkur H 201-225 44% 50% 55% LandCruiser 150, BMWX3 bensín, Jeep Grand Cherokee 3,0 CRD, Flokkur I 225-250 48% 54% 60% LandCruiser 200,Hilux,AudiQ73,0TDI, Mercedes Benz GLK 300 4 Matic, Land Rover Discovery, BMWM5, MMC Pajero Flokkur J 250- 52% 59% 65% Audi Q7 4.2 TDI, JeepGrandCherokee með stærri bensínvélar. Einfalt og öruggt, segir Hilmar Böðvarsson sölustjóri notaðra bíla hjá Toyota í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.