Morgunblaðið - 29.12.2011, Qupperneq 23
in frá Reykjavík til Akureyrar og til
baka. Metangas er mun ódýrara
eldsneyti heldur en bensín og dísil-
olía. Árlegur sparnaður við rekstur
bíls eins og Passat Ecofuel getur
numið um 100 þús. kr. miðað við 15
þús. km akstur á ári. Einnig fá met-
anbílar frítt í stæði í Reykjavík.
Kia Rio
Góður og
gullfallegur
Einn af mörgum endurhönnuðum
bílum s-kóreska bílaframleiðand-
ans Kia er hinn smái Rio. Hann er
hannaður af Peter Schreyer eins og
brátt allir bílar Kia og því kemur ekki
á óvart að hann sé gullfallegur. En
þar með er ekki öll sagan sögð því
aksturseiginleikar þessa bíls, sem
er í b-flokki bíla, eru einstaklega
góðir og bíllinn er ótrúlega vel búinn
miðað við bíla almennt í þessum
stærðarflokki.
Kia Rio er í boði með bæði bens-
ín- og díselvélum og mæla verður
sérstaklega með díselvélunum.
Með þeirri minni er hann eyðslu-
grennsti bíll heims að sögn fram-
leiðandans, með 3,2 lítra á hundr-
aðið. Með þeirri stærri eyðir hann
samt litlu en verður fyrir vikið að
skemmtilegu leiktæki og sérlega
sportlegur í akstri. Einn af stærri
kostunum við að kaupa Kia bíla er
að þeir eru allir með 7 ára ábyrgð
sem færist milli eigenda. Því eru
áhyggjulaus kaup í þessum bíl og
það eitt að bjóða þessa ábyrgð seg-
ir kannski mest um þau smíðagæði
sem framleiðandinn treystir. Kia Rio
er í boði með frísklegum og fal-
legum litaútfærslum í innanrými og
leðurklæddur fær hann yfirbragð
mun dýrari bíla.
Honda CR-V
Traustvekjandi
jepplingur
Jepplingurinn Honda CR-V hefur
ávallt fengið frábæra dóma hjá
bílaáhugamönnum og fór langt
framúr væntingum reynsluöku-
manns. Honda er sífellt að bæta
þennan vel heppnaða bíl, sem í
upphafi var byggður á sama und-
irvagni og Civic fólksbíllinn og hef-
ur því um margt eiginleika slíkra
bíla þrátt fyrir að vera háfættur. Í
hinu kröfuharða bílalandi Banda-
ríkjunum selst hann í 200 þúsund
eintökum á ári og það segir meira
en mörg orð.
Bíllinn er miklu stærri að innan
en ytra útlit hans segir til um. Rúmt
er um alla farþega og sérdeilis gott
pláss í aftursætum. Auk þess er
farangursrými yfrið fyrir flesta
notkun. Akstur Honda CR-V er eins
traustvekjandi og hugsast getur,
fjöðrun einstök og tilfinning fyrir
vegi alger enda stýring hárná-
kvæm. Bíllinn er mjög vel búinn og
fjölmörg akstursaðstoðarkerfi
hans vinna svo vel saman að öku-
manni finnst hann fljótt eins og
snillingur í akstri. Þrátt fyrir að vera
mjög vel búinn er Honda CR-V á
mjög lágu verði hvað jepplinga
varðar, á 5,5 millj. króna.
Range Rover Evoque
Frábær og fram-
úrstefnulegur
Af mörgum góðum jeppum sem
í boði eru kom þessi frekar litli jeppi
einna mest á óvart þetta árið. Það
sem ræður mestu þar um er ein-
stakt og framúrstefnulegt útlit
hans, frábær akstursánægja og
geta bílsins sem og gullfallegt inn-
anrými. Segja má að hann sé á
mörkunum í verði en fyrir öll þau
gæði og lúxus sem fæst þarf að
greiða hátt í 9 millj. kr.
Fæstir tilraunabílar sem komast
í framleiðslu enda svo til eins í útliti
og upphaflega hugmyndin að
þeim. Range Rover Evoque er
ánægjuleg undantekning á því.
Hann var fyrst kynntur sem til-
raunabíll á Detroit bílasýningunni
2008 og komst í gegnum allt þró-
unarferlið án þess að nokkur breyt-
ing sjáist. Það var full ástæða til að
halda útliti hans gersamlega
óbreyttu því hann er gullfallegur og
vandfundinn er sportlegri jeppi.
Smæð hans hefur fengið marga til
að kalla hann Range Rover-barnið
en hann er sannarlega ekkert barn
þegar að því kemur að akstri. Því
ber hann með stolti hið eðla merki
Range Rover með öllum sínum lúx-
us en með tilkomu hans er kominn
jeppi þeirrar gerðar á viðráðanlegu
verði.
finnur.orri@gmail.com
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Range Rover Evoque er gullfallegur smájeppi sem kom fólki nokkuð á
óvart. Lúxusbíll eins og tegundin segir til um en verðið er þó viðráðanlegt
Honda CR-V er vel búinn bíll.
Aðstoðarkerfin vinna vel
saman að ökumanni finnst
hann fljótt snillingur í akstri.
29. desember 2011 finnur.is 23
SUBARU LEGACY SEDAN GL
Skr. 2/2006 - ekinn 130 þús. km
Bensín, 5 gíra, 4 dyra, 4x4, verð: 1.690.000,-
HYUNDAI SANTA FE LUX
Skr. 5/2007 - ekinn 88 þús. km
Dísel, Sjálfsk, 5 dyra, 4x4, verð: 3.950.000,-
HONDA CR-V STW ADVANCE
Skr. 4/2000 - Ekinn 82 þús. km
Bensín, Sjálfsk, 4x4, verð: 1.090.000,-
MITSUBISHI OUTLANDER
Skr. 4/2006 - Ekinn 95 þús. km
Bensín, Sjálfsk, 4x4, verð: 1.690.000,-
SUZUKI GRAND VITARA
Skr. 12/2010 - Ekinn 27 þús. km
Bensín, 5 gíra, 4x4, verð: 3.720.000,-
KIA CEED
Skr. 6/2010 - Ekinn 29 þús. km
Bensín, 5 gíra, verð: 2.270.000,-
SKODA OCTAVIA AMBIENTE
Skr. 6/2006 - Ekinn 98 þús. km
Bensín, 5 gíra, verð: 1.490.000,-
KIA SORENTO
Skr. 12/2010 - Ekinn 23 þús. km
Dísel, 5 gíra, 4x4, verð: 4.290.000,-
HONDA CR-V EXECUTIVE
Skr. 10/2010 - Ekinn 36 þús. km
Bensín, Sjálfsk, 4x4, verð: 5.150.000,-
VW POLO COMFORTLINE
Skr. 5/2010 - ekinn 36 þús. km
Bensín, 5 gíra, 4 dyra, verð: 1.990.000,-
SUBARU LEGACY
Skr. 12/2007 - Ekinn 71 þús. km
Bensín, Sjálfsk, 4x4, verð: 2.950.000,-
SKODA OCTAVIA AMBIENTE COMBI
Skr. 6/2010 - Ekinn 41 þús. km
Dísel, 6 gíra, 4x4, verð: 3.890.000,-
HYUNDAI GETZ
Skr. 6/2004 - Ekinn 82 þús. km
Bensín, 5 gíra, verð: 890.000,-