SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 1

SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 1
11. desember 2011 1 m 11. desember 2011 Bækur Rætt við rithöfunda um jólabækur, birtir bókakaflar og rótað í bókastaflanum Fyrir stuttu kom út bókin Braut-ryðjandinn, ævisaga ÞórhallsBjarnarsonar 1855-1916 eftirÓskar Guðmundsson, en Þór- hallur var biskup Íslands 1908-1916, en einnig bæjarfulltrúi í Reykjavík, þing- maður Borgfirðinga, einn helsti hvata- maður að stofnun Búnaðarfélags Íslands, ritstjóri og útgefandi, kennari og skóla- maður, en seinni tíma mönnum er hann kannski helst kunnur af landsþekktum börnum sínum; Tryggva forsætisráð- herra, Dóru forsetafrú og Svövu lista- manni og húsfreyju á Hvanneyri. Óskar Guðmundsson segir að á bak við bókina liggi þriggja ára vinna og verkið hafi orðið meira að vöxtum en hann hefði gert ráð fyrir fyrirfram, ekki síst vegna þess hvað hann komst í mikið af merkilegum heimildum. „Þannig háttar til að ég fékk aðgang að óvenju miklu bréfa- og gagnasafni og varð mér ómet- anlegur brunnur, bæði sem formleg gögn og persónuleg, en Þórhallur skrif- aðist á við hundruð manna alla ævi, skrifaði sjálfur tugi bréfa á dag.“ Óskar segist hafa vitað það þegar verkið hófst að Þórhallur hefði komið víða við, verið mikilvirkur útgefandi tímarita og bóka, alþingismaður og bæj- arfulltrúi, „en hinsvegar kom mér á óvart hversu heill maður hann var, hversu mikill hugsjónamaður og eins hvað hann var frumkvöðull á mörgum sviðum, en mér finnst eins og það hefði legið í þagnargildi. Hugsanlega hefur það verið vegna þess að hann var ekki orr- ustumaður eins og brautryðjendur eru mjög oft. Hann var engin stríðshani heldur fór hann hina leiðina, leið mýktar og málamiðlana að markmiðum sínum. Hann var þó heitfengur, barðist fyrir framförum með orðinu,“ segir Óskar og segir að ekki megi gleyma því að þótt Þórhallur hafi verið leiðtogi kirkjunnar og barist þar fyrir framförum, fyrst inn- an hennar og síðan sem biskup, þá hafi hann ekki síður verið veraldlegur brautryðjandi og rutt braut nýjum at- vinnuháttum í landbúnaði og á stjórn- málavettvangi, m.a. barðist hann fyrir nýjungum í fræðslumálum – alþýðu- fræðslu. „Einn galdurinn við Þórhall er að hann var ótrúlegur hugsjónamaður í forystu fyrir marga málaflokka en hélst ekki sjálfur í stjórnmálaflokki. Hann vann til dæmis mjög með Valtýingum, sem voru framfaramenn og vildu hrað- ari umbætur en höfðingjaflokkurinn, en í höfðingjaflokknum voru samt vinir Þórhalls og venslamenn. Hann leit alla tíð á sig sem fulltrúa almennings frekar en höfðingjanna eins og sjá má til dæmis á Kirkjublaðinu sem hann gaf út, en undirtitill þess var Mánaðarrit handa ís- lenskri alþýðu og blaðið var opið fyrir umræðu um trúmál og stjórnmál.“ Orðræða undir lok nítjándu aldar var mjög grimm og ofstækisfull en Óskar segir að Þórhallur hafi ekki tekið þátt í neinum leðjuslag, heldur lagt áherslu á hófsemd í allri umræðu og ekki síst inn- an kirkjunnar. „Hann vildi að kirkjan rúmaði alla þjóðfélagsþegna og lagði áherslu á umburðarlyndi í öllum störf- um sínum, sem á ekki síður erindi til okkar samtíma en samtíðar Þórhalls Bjarnarsonar.“ Ótrúlegur hugsjónamaður Óskar Guðmundsson ritaði ævisögu Þórhalls Bjarnasonar, sem var biskup Íslands 1908-1916, bæjarfulltrúi í Reykjavík, þingmaður Borgfirðinga, hvatamaður að stofnun Bún- aðarfélags Íslands, ritstjóri og útgef- andi, kennari og skólamaður. Morgunblaðið/Kristinn Biskupshjónin frá Laufási í Reykjavík sumarið 1908: Valgerður Jónsdóttir og Þórhallur Bjarnason með börnum sínum; Dóru, Tryggva, Birni og Svövu. Í bókinni Brautryðj- andinn rekur Óskar Guðmundsson sögu Þórhalls biskups Bjarnarsonar. Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.