SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Side 10

SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Side 10
10 11. desember 2011 Að klæða sig gegn veðri og vindumeða samkvæmt venjum og siðum,valdastöðu eða samstöðu, eðaeinungis til að skreyta og skilja sig frá öðrum er ein af mikilvægustu grunnþörfum manneskjunnar og þess vegna verður alltaf þörf fyrir fatnað,“ skrifar Ás- dís Jóelsdóttir í bókinni Fatasaumur – Saumtækni í máli og myndum fyrir byrjendur og lengra komna, sem er nýkomin út á vegum IÐNÚ. „Þetta er kennslubók. Hún er látlaus en ég vil hafa forsíðuna og kápuna frekar hlutlausa þannig að þetta sé fyrir alla. Þetta er stílhreint en sá sem opnar bókina á að búa til flíkina. Ég vil ekki móta neinar fyrirfram hug- myndir, þetta er hrein leiðbeiningabók,“ segir Ásdís sem hefur kennt fata- og text- ílhönnun á framhaldsskólastigi í fjöldamörg ár. Áður útgefnar bækur eftir hana eru Tíska aldanna og Saga fatagerðar og fata- hönnunar á Íslandi. Þetta er fyrsta íslenska sauma- leiðbeiningabókin sem kemur út síðan á sjötta áratugi síðustu aldar, þó þessi sé mun viðameiri. Megininnihaldið er saumtækni- aðferðir í máli og myndum og er lögð áhersla á að allt vinnuferlið sé skýrt. „Þetta er hlekkurinn á milli þess að fá hugmynd og láta flíkina verða að veruleika. Að þora að fara út í að gera flókna vasa og fína rennilása,“ segir Ásdís en það getur vissulega verið ógnvekjandi fyrir nýgræðinga að byrja að sauma. „Maður þarf að klippa í eitthvað,“ segir hún og það er kannski ekki hægt að bæta tjónið ef vitlaust er klippt. „Þetta er ólíkt prjóninu þar sem hægt er að rekja upp en þarna geturðu staðið frammi fyrir gati sem er ekki hægt að laga. Það er önnur ábyrgð í saumaskapnum,“ segir hún. Lesa myndir og texta saman Getur fólk oft gert meira en það heldur? „Já, já,“ segir hún sannfærandi en „það þarf að æfa sig að lesa myndir og texta saman,“ segir Ásdís en hún handteiknar allar leiðbein- ingamyndirnar í bókinni. Hún segir saumamálið hafa verið mikið í dönskuslettum í gegnum tíðina. „Það sem ég er að vanda í þessu er málfarið að leiðbein- ingarnar séu skýrar og þetta sé gott tungu- mál. Og að myndir og texti vinni saman. Það er verið að leggja meiri áherslu á það en að þetta sé einhver skrautbók,“ segir Ásdís, sem telur bókina eiga að höfða sérstaklega vel til Íslendinga. „Ég er búin að kenna fatasaum síðan 1986 og veit hvað Íslendingar vilja læra. Þetta er ekki eins og þýtt erlent efni en það eru oft þungir doðrantar sem skila ekki alltaf sínu. Þetta er mjög íslensk bók.“ Það er gaman að klæðast flík, sem er eigin sköpun og þessi bók ætti að hjálpa til við það. En er ekki orðið of seint að sauma jólakjól- inn? „Nei, alls ekki,“ segir Ásdís sem hvetur landann áfram í saumaskapnum. Ekki of seint að sauma jólakjólinn Ásdís Jóelsdóttir var að senda frá sér viðamikla saumaleiðbeiningabók, þá fyrstu frá sjötta ára- tugi síðustu aldar. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Mynd: Ragnar Axelsson rax@mbl.is Fatasaumur Í titilljóðinu er því haldiðfram að ljóðið sé tann-bursti skíðafélagsins.Með þeim orðum vísa ég til þess að ljóð eru oft mjög persónuleg, en á einhvern undanlegan hátt eru þau líka samt fyrir allan heiminn,“ segir Anton Helgi Jónsson sem sent hefur frá sér ljóðabókina Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð. Aðspurður segir Anton Helgi bókina að mestu hafa orðið til á síðustu tveimur árum. Segir hann ljóðin leið hans til þess Ljóðin leið til að skilja heiminn Í ljóðabók Antons Helga Jónssonar eru persónuleg ljóð en líka ort fyrir allan heiminn. Ljósmynd/Jóhann Páll Valdimarsson Anton Helgi Jónsson sendi frá sér ljóðabókina Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð fyrir stuttu, en bókin varð til á síðustu tveimur árum.. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Málverkið Ólafur Jóhann Sigurðsson Vaka-Helgafell Meistaraverkið og fleiri sögur Ólafur Gunnarsson JPV Myrkfælni Þorsteinn Mar Gunnlaugssonm Rúnatýr Nóvember 1976 Haukur Ingvarsson Mál og menning Sálumessa Ari Trausti Guðmundsson Uppheimar Sláttur Hildur Knútsdóttir JPV Nytjabækur Bankastræti núll Einar Már Guðmundsson Mál og menning Hrossafræði Ingimars Ingimar Sveinsson Uppheimar Íslensk listasaga – frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Ritstjóri Ólafur Kvaran. Höfundar Júlíana Gottskálksdóttir, Æsa Sigurjónsdóttir, Hrafnhildur Schram, Gunnar J. Árnason. Jón Proppé, Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Laufey Helgadóttir, Dagný Heiðdal, Halldór Björn Runólfsson, Gunnar B. Kvaran, Harpa Þórsdóttir og Eva Heisler Listasafn Íslands & Forlagið Íslenskir kommúnistar 1918-1998 Hannes H. Gissurarson Almenna bókafélagið Kristín Gunnlaugsdóttir - Undir rós Pál Valsson og Ásdís Ólafsdóttir Eyja útgáfufélag Rosabaugur yfir Íslandi Björn Bjarnason Ugla Saga Akraness I og II Gunnlaugur Haraldsson Uppheimar Sjálfstæð þjóð Eiríkur Bergmann Bjartur Þræðir valdsins Jóhann Hauksson Veröld 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu Sigmundur Ó. Steinarsson Knattspyrnusamband Íslands Ævisögur Á afskekktum stað Arnþór Gunnarsson Hólar Brautryðjandinn - Ævisaga Þórhalls Bjarnarsonar 1855-1916 Óskar Guðmundsson Skálholtsútgáfan Ekki líta undan Elín Hirst JPV Fallið Þráinn Bertelsson Sögur Götumálarinn Þórarinn Leifsson Mál og menning Konan með opna faðminn Sigríður Hrönn Sigurðardóttir Salt Melastelpan, minningabók I Norma Samúelsdóttir Útgáfa höfundar Í björtum Borgarfirði Helgi Kristjánsson Vestfirska forlagið Ríkisfang: Ekkert – Flóttinn frá Írak á Akranes Sigríður Víðis Jónsdóttir Mál og menning Öll þau klukknaköll Ritnefnd Ágúst Sigurðsson frá Möðru- völlum og Guðrún L. Ágústsdóttir Vestfirska forlagið

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.