Morgunblaðið - 28.02.2012, Page 2

Morgunblaðið - 28.02.2012, Page 2
SKÍÐAGANGA Kristján Jónsson kris@mbl.is Akureyringurinn Brynjar Leó Krist- insson, hefur tekið miklum framförum í skíðagöngu á undanförnum misserum og virðist eiga ágæta möguleika á því að vinna sig inn á Vetrarólympíuleik- ana í Rússlandi árið 2014. Brynjar hefur lokið keppni á FIS- mótaröð í Svíþjóð og Noregi og gerði það með glæsibrag. Á Sverigecupen í U 1 n a in sé ja þ Þ ar h n Brynjar u 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 Anna María Baldursdóttir, 17 ára stúlka úr Stjörnunni í Garðabæ, hef- ur verið kölluð inn í A-landslið kvenna í knattspyrnu fyrir Algarve- bikarinn sem hefst í Portúgal á morgun. Anna María kemur í hópinn fyrir Sif Atladóttur, leikmann Kristianstad í Svíþjóð, sem þurfti að draga sig út úr landsliðshópnum vegna meiðsla. Þrátt fyrir ungan aldur lék Anna María talsvert hlutverk í Íslands- meistaraliði Stjörnunnar síðasta sumar og á að baki 27 leiki með því í efstu deild. Þá hefur hún spilað 16 leiki með yngri landsliðum Íslands og var í U17 ára liðinu sem komst alla leið í undanúrslit Evrópukeppn- innar á síðasta ári. Hún átti einmitt að fara með U19 ára landsliðinu til La Manga á Spáni í næsta mánuði. Vegna Algarve-ferðarinnar fer Anna ekki í þá ferð og Sandra María Jes- sen úr Þór var valin í U19 ára liðið í hennar stað. Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leiknum á Algarve-mótinu á morg- un. Á föstudaginn leikur Ísland á móti Svíþjóð og gegn Kína næst- komandi mánudag. Á miðvikudaginn í næstu viku verður síðan spilað um endanleg sæti á mótinu en Ísland fékk silfurverðlaunin í fyrra eftir tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik og sigraði bæði Svíþjóð og Danmörku í fyrsta skipti. vs@mbl.is Sautján ára nýliði fór með til Algarve Anna María Baldursdóttir. KÖRFUBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummi@mbl.is Ísfirðingar spila í deild þeirra bestu á ný í körfu- bolta karla á næstu leiktíð en lið KFÍ tryggði sér á dögunum sæti í Iceland Express-deildinni. Liðið hefur haft umtalsverða yfirburði í 1. deildinni í vetur og hefur þegar tryggt sér sigur í deildinni, unnið 16 af 17 leikjum sínum í vetur og fær bikarinn afhentan á heimavelli sínum 9. mars en þá tekur KFÍ á móti Skallagrími í lokaumferðinni. Pétur Már Sigurðsson er þjálfari Ísafjarðarliðs- ins en hann gerði tveggja ára samning við liðið síð- astliðið sumar og undir hans stjórn hefur KFÍ-liðið staðið sig virkilega vel. Það komst í undanúrslit í bikarkeppninni, þar sem liðið tapaði fyrir nýkrýnd- um bikarmeisturum Keflvíkinga, og er með 10 stiga forskot á næsta lið í deildinni en KFÍ féll úr úrvals- deildinni á síðustu leiktíð. „Við settum okkur það takmark að vinna deildina og komast aftur upp í úrvalsdeildina. Það tókst og við erum að vonum mjög ánægðir og með tímabilið í heildina. Við lentum í öðru sæti í okkar riðli í Lengjubikarnum og fórum svo alla leið í undanúrslit í bikarkeppninni,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari KFÍ, við Morgunblaðið. Hann er öllum hnútum kunnugur hjá KFÍ en hann lék með liðinu í sex ár, síðast árið 2005. Margar hendur vinna gott starf Hverju þakkar þú þennan góða árangur á tíma- bilinu? „Fyrst og fremst eiga leikmenn mínir skilið mjög mikið hrós. Þeir hafa lagt á sig gríðarlega mikla vinnu. Þegar ég tók að mér þjálfun liðsins síðastliðið sumar gerði ég leikmönnum grein fyrir því að þeir yrðu að æfa mjög mikið og það gerðu þeir svo sann- arlega. Stjórnin hefur líka unnið geysilega gott starf og á bakvið hana eru góðir menn. Það er margt gott fólk sem kemur að þessu og allur þessi hópur hefur verið mjög samhentur. Margar hendur vinna gott verk,“ sagði Pétur Már. Útlendingarnir góð fyrirmynd Ísfirðingar hafa í sínum röðum þrjá útlendinga, Bandaríkjamennina Christopher Miller-Williams og Craig Schoen, og Bosníumanninn Edin Suljic og hafa þeir reynst liðinu ákaflega vel að sögn Péturs. „Bandaríkjamennirnir eru atvinnumenn og fá borgað fyrir að spila með okkur en Bosníumaðurinn vinnur í fiski hér fyrir vestan. Bandaríkjamennirnir eru líka að vinna með spilamennskunni enda lagði ég ríka áherslu að þeir gerðu það í stað þess að hanga heima allan daginn. Útlendingarnir hafa reynst okkur mjög vel. Þeir eru duglegir, mjög dagsfarsprúðir og ná mjög vel til okkar ungu leik- manna. Þeir eru lausir við allan hroka og hafa bara fallið frábærlega inn í þennan hóp. Þeir eru góð fyr- irmynd fyrir ungu strákana og við munum reyna að halda þeim hjá okkur. Stefnan er að reyna að halda nær öllum leikmönnum og fá einn til tvo leikmenn til viðbótar fyrir baráttuna í úrvalsdeildinni á næsta tímabili,“ sagði Pétur Már. Förum hægt upp metorðastigann Það hefur verið töluverð körfuboltahefð á Ísafirði og áhuginn á íþróttinni fyrir vestan hefur verið til staðar. KFÍ-liðið féll úr úrvalsdeildinni í fyrra en nú stefna Ísfirðingar á að festa sig í sessi meðal þeirra bestu. „Við erum að byggja upp lið og vitum að það tek- ur tíma. Við förum hægt upp metorðastigann. Það er búið að ganga vel í vetur en við vitum að það verður erfitt á næsta tímabili. Menn þurfa bara að gíra sig upp í það og leggja aðeins meiri vinnu á sig. Það er efniviður til staðar hjá okkur en stefnan hjá okkur er að reyna að fjölga iðkendum. Við þurfum að halda vel utan um yngri flokka starfið,“ sagði Pétur en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfar hann meistaraflokk kvenna og yngri flokka félagsins. Eigum heima í úrvalsdeildinni Pétur segir að mætingin á leikina í „Ísjakanum“ hafi verið í minna lagi til að byrja með en áhugi fólks á liðinu hafi aukist þegar liðið hafi á veturinn. „Ég trúi ekki öðru en að við fyllum húsið í síðasta leiknum sem verður á móti Skallagrími. Það er mik- ilvægt að undirbúningurinn fyrir næsta tímabil hefj- ist með þessum leik og fólk viti hvað sé í vændum. Það verður hátíð í lokaleiknum og ég hvet alla til að koma og fagna með okkur. Það er mikill hugur í okkur og það er mikil tilhlökkun fyrir næsta tímabil. Það eru margir ungir sprækir strákar í liðinu sem fá eldskírn í úrvalsdeildinni næsta vetur. Við sáum það í vetur að við eigum heima í úrvalsdeildinni. Við höf- um unnið mörg af úrvalsdeildarliðunum í vetur og ef við getum styrkt liðið með einum til tveimur mönn- um þá verðum við í fínum málum. Það verður æft stíft í vor og sumar,“ sagði Pétur Már. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lykilmaður Craig Schoen hefur verið í stóru hlutverki hjá Ísfirðingum í vetur en hann hefur skorað 17,2 stig og átt 7,4 stoðsendingar að meðaltali í leikjum KFÍ. Hann á flestar stoðsendingar allra í 1. deildinni. „Leikmenn mínir hafa lagt á sig gríðarlega vinnu“  Ísfirðingar komnir í úrvalsdeildina í körfubolta á ný  Yfirburðir í 1. deildinni  Pétur Már Sigurðsson þjálfari ánægður með liðið og starfið í kringum það Morgunblaðið/Árni Sæberg Liðsauki Bosníumaðurinn Edin Suljic vinnur í fiski á Ísafirði og spilar körfubolta með KFÍ. Helgi ValurDaníels- son, sem var fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu þeg- ar það mætti Jap- an á föstudaginn, meiddist í baki í leiknum í Osaka og spilaði ekki með liði sínu, AIK frá Svíþjóð, í nótt þegar það mætir Chi- vas USA í Portland í Bandaríkj- unum. Helgi skýrði frá þessu á Twit- ter í dag. Helgi fór beint frá Japan til Bandaríkjanna og mætti þar í gær, sólarhring á eftir samherjum sínum, en þangað kom lið AIK á laugardaginn. Þar búa Helgi og fé- lagar sig undir keppnina í sænsku úrvalsdeildinni sem hefst í lok mars.    Mahamadou Diarra, knatt-spyrnumaður frá Malí, er genginn í raðir enska úrvalsdeild- arliðsins Fulham. Samningur hans við Lundúnaliðið gildir út tímabilið með möguleika á framlengingu um eitt ár. Diarra, sem er 30 ára gamall, hefur leikið 74 landsleiki fyrir Malí og hefur í þeim skorað 11 mörk. Hann leikur í stöðu varnartengiliðs. Diarra hóf feril sinn með gríska lið- inu OFI. Hann hefur síðan leikið með Vitesse í Hollandi, Lyon og Mónakó í Frakklandi og Real Ma- drid, sem hann lék með í fjögur ár.    Kyle Walkerbakvörður úr liði Tottenham hefur dregið sig út úr enska lands- liðshópnum í knattspyrnu fyrir vináttuleikinn gegn Hollend- ingum annað kvöld. Walker varð fyrir hnjaski í tapleik Tottenham gegn Arsenal á sunnudag og er ekki leikfær. Þar með hafa fjórir leikmenn helst úr lestinni en þeir Wayne Rooney, Tom Cleverley og Darren Bent boð- uðu allir forföll um helgina.    Grétar Ólafur Hjartarson,markaskorarinn reyndi frá Sandgerði, er kominn aftur á heima- slóðir og leikur með Reyni í 2. deild- inni í knattspyrnu í sumar. Grétar, sem er 34 ára, lék með Keflavík á síðasta ári en missti af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Hann hefur skorað 66 mörk í efstu deild, fyrir Keflavík, Grindavík og KR, og er sá 19. markahæsti í deildinni frá upphafi. Grétar lék síðast með Reyni fyrir 15 árum.    Þýski landsliðsmaðurinn í hand-knattleik, Oliver Roggisch, segist gjarnan vilja framlengja samning sinn við Rhein-Neckar Lö- wen. Núverandi samningur hans við félagið rennur út í vor. Roggisch er 32 ára gamall og harður í horn að taka sem varnarmaður. Þrátt fyrir mikla uppstokkun hjá liðinu upp á síðkastið segist Roggisch hafa tröllatrú á liðinu og þjálfara þess, Guðmundi Þórði Guðmundssyni.    Arnór ÞórGunn- arsson, leik- maður hjá TV Bittenfeld, er fjórði marka- hæsti leikmaður þýsku 2. deild- arinnar í hand- knattleik um þessar mundir. Arnór Þór, sem er á sínu öðru keppnistímabili með liðinu, hefur skorað 141 mark í 21 leik, þar af 65 mörk úr vítakasti. Hann er eini Ís- lendingurinn á lista yfir fimmtán markahæstu leikmenn deildarinnar. Ole Rahmel hjá Tusem Essen er markahæstur með 170 mörk. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.