Morgunblaðið - 15.03.2012, Qupperneq 1
FÓTBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Það styttist óðum í endurkomu
Kolbeins Sigþórssonar inn á fót-
boltavöllinn en landsliðsmiðherjinn
hóf í vikunni æfingar á nýjan leik
með liði Ajax í Hollandi. Kolbeinn
hefur verið frá keppni síðan í byrj-
un október vegna álagsbrots í
ökkla.
„Það er virkilega ánægjulegt að
vera kominn af stað með liðinu og
það lítur allt út fyrir það að ég nái
að spila nokkra leiki áður en tíma-
bilinu lýkur. Endurhæfingin hefur
gengið vel síðustu vikurnar og ég
hef ekki fundið fyrir neinum verkj-
um á þessum æfingum í vikunni.
Þetta lítur vel út,“ sagði Kolbeinn
við Morgunblaðið í gær en áður en
hann meiddist átti hann frábæru
gengi að fagna og skoraði 5 mörk í
átta leikjum með liðinu í deildinni.
Kolbeinn segir að ef allt gangi
að óskum muni hann spila leik með
varaliðinu annan mánudag og eftir
það muni svo þjálfarinn meta það
hvenær hann muni tefla honum
fram í aðalliðinu.
Búinn að vera frá allt of lengi
„Það er níu leikir eftir í deild-
inni og ég hef sett mér það mark-
mið að verða tilbúinn að spila í
kringum mánaðamótin svo ég ætti
að geta náð sex til sjö leikjum. Ég
get ekki beðið eftir því að byrja að
spila aftur og beita mér á fullu. Ég
er búinn að vera frá allt of lengi
en ég verð að passa mig að vera
ekki oft æstur heldur koma mér
hægt og bítandi inn í þetta,“ sagði
Kolbeinn.
Gríðarleg spenna er í toppbar-
áttu deildarinnar en það stefnir í
sex liða baráttu um meistaratit-
ilinn. Ajax er eitt þeirra en liðið er
í öðru sæti, þremur stigum á eftir
AZ Alkmaar, sem Jóhann Berg
Guðmundsson leikur með og Kol-
beinn var á mála hjá þar til síðasta
sumar þegar Ajax keypti hann.
„Það er rosaleg barátta fram
undan. Deildin hefur spilast ótrú-
lega. Toppliðin hafa tapað á víxl og
það stefnir í æsilega baráttu. Ég
held að úrslitin ráðist ekki fyrr en
í síðustu umferð. Okkar liði hefur
gengið vel síðustu vikurnar og það
hefur náðst að púsla liðinu vel
saman miðað við hvað eru margir
meiddir hjá okkur.
Mér finnst það bara gott að vera
ennþá í baráttunni um titilinn mið-
að við þær hremmingar sem við
höfum lent í á tímabilinu,“ sagði
Kolbeinn en Ajax á titil að verja
og stefnir að því að landa honum í
31. sinn.
Reuters
Fjarvera Kolbeinn Sigþórsson hefur
verið frá keppni síðan í október.
Get ekki beðið eftir að byrja
Kolbeinn af stað á ný með Ajax Vonast til að spila síðustu 5-6 leikina
FIMMTUDAGUR 15. MARS 2012
íþróttir
Íshokkí Birkir Árnason, fyrirliði nýrra Íslandsmeistara úr Birninum, kom heim frá Danmörku
og vann titil með ungu strákunum. Góð blanda af eldri og yngri leikmönnum, segir Birkir 2
Íþróttir
mbl.is
Englendingar eiga eftir allt saman
lið í átta liða úrslitum Meist-
aradeildar Evrópu í fótbolta.
Chelsea sá til þess með fræknum
sigri á Napoli í framlengdum leik,
4:1, á Stamford Bridge í gærkvöld.
Serbneski varnarjaxlinn Branislav
Ivanovic skoraði markið sem skildi
liðin að með þrumuskoti í lok fyrri
hálfleiks framlengingarinnar – 5:4
samanlagt.
Það voru jaxlarnir þrautreyndu
Didier Drogba, John Terry og
Frank Lampard sem skoruðu mörk
Chelsea í venjulegum leiktíma. Gok-
han Inler skoraði fyrir Napoli og
minnkaði þá muninn í 2:1, sem hefði
nægt ítalska liðinu til að komast
áfram.
Sjö lönd eiga lið í keppninni
Þetta þýðir að sjö lönd eiga lið í 8
liða úrslitunum, sem er óvenjumikil
dreifing. Spánn (Real Madrid og
Barcelona), England (Chelsea),
Þýskaland (Bayern München),
Frakkland (Marseille), Ítalía (AC
Milan), Kýpur (APOEL Nicosia) og
Portúgal (Benfica). Dregið er til 8
liða úrslitanna á morgun.
„Þetta er ein stærsta stund okkar
í langan tíma og við sýndum fyrir
hvað Chelsea stendur. Við vorum
traustir og seigir, og börðumst til
síðustu mínútu. Í kvöld sýndum við
og sönnuðum að við erum samstillt
lið,“ sagði fyrirliðinn John Terry
sem kom Chelsea í 2:0 með skalla-
marki í byrjun síðari hálfleiks.
Real Madrid vann CSKA frá
Moskvu sannfærandi, 4:1, á San-
tiago Bernabéu þar sem Cristiano
Ronaldo skoraði tvívegis. Real vann
þar með samanlagt 5:2 en liðin gerðu
áður jafntefli í Moskvu. vs@mbl.is
Englendingar enn með
Frækinn sigur Chelsea á Napoli eftir framlengingu
Jaxlarnir í liðinu skoruðu Ronaldo með tvö fyrir Real
AP
Skoraði Frank Lampard gerði þriðja mark Chelsea úr vítaspyrnu og sá til
þess að leikurinn á Stamford Bridge færi í framlengingu.
Framarar héldu upp á fyrsta opinbera leik sinn á
nýja félagssvæðinu í Úlfarsárdal í gærkvöld með
því að sigra Hauka, 5:1, í deildabikar karla í knatt-
spyrnu.
Það voru þó Haukarnir sem komust yfir og
fyrsta markið á vellinum skoraði Magnús Páll
Gunnarsson eftir hálftíma leik. Staðan var 1:0 fyrir
lærisveina Ólafs Jóhannessonar þar til hálftími var
eftir. Þá jafnaði Steven Lennon og Ásgeir Gunnar
Ásgeirsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fram í
kjölfarið, 2:1.
Á lokakaflanum bættu síðan Kristinn Ingi Hall-
dórsson, Almarr Ormarsson og Steven Lennon við
mörkum en tveimur leikmönnum Hauka var vikið
af velli á síðustu 20 mínútunum eftir að hafa feng-
ið tvívegis gula spjaldið hvor.
Fram hefur þar með unnið alla fimm leiki sína í
1. riðli keppninnar og er með 15 stig á toppnum.
Staðan er á bls. 2. vs@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Nýr Ásgeir G. Ásgeirsson úr Fram og Guðmundur Mete úr Haukum eigast við í Úlfarsárdal.
Fimm mörk í fyrsta
leik Framara í
Úlfarsárdalnum
Sigurbergur Sveinsson sneri sig illa
á ökkla þegar 15 mínútur voru liðnar
af landsleik Þjóðverja og Íslendinga
í Mannheim í gærkvöldi. Hann kom
ekkert meira við sögu í leiknum en
hafði fram að því leikið vel og skorað
eitt mark að sögn Guðmundar Þórð-
ar Guðmundssonar landsliðsþjálf-
ara.
Ekki er nema mánuður síðan Sig-
urbergur fór að spila á ný eftir að
hafa verið í þrjá mánuði frá keppni
vegna meiðsla í hné. Af þeim sökum
var hann ekki í íslenska landsliðinu
sem tók þátt í Evrópumeist-
aramótinu í Serbíu í janúar.
Íslenska landsliðið tapaði leiknum
í Mannheim í gærkvöldi, 33:22, eftir
að hafa verið tveimur mörkum undir
í hálfleik, 16:13. iben@mbl.is »3
Sigurbergur
meiddist í
Mannheim