Morgunblaðið - 22.03.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.03.2012, Qupperneq 6
6 finnur.is 22. mars 2012 Þ að er skáldjöfurinn René Gosc- inny sem skrifaði sögurnar um Nikulás litla, eða Le Petit Nicolas eins og hann kallast á frummál- inu. Goscinny var maður eigi einhamur þegar kom að því að skrifa sögur því Ástríkur gallvaski og Fláráður stórvésír eru sköp- unarverk ímyndunarafls hans, ásamt því að hann reit þann hluta bókaflokksins um Lukku-Láka sem jafnan þykir bera af. Teiknarinn sem léði Nikulási og fjölskyldu hans ásjónu var svo aftur Jean-Jacques Sempé. Í lokaðri veröld leiðir af sjálfu að þar myndist jafnan eigin siðir, tákn og trú. Stundum þykir það raunar sýna styrk og stöðu sé öllu haldið undir huliðs- hjálmi – enda þótt umbúðir séu yfirleitt veigameiri en innihald. En slíkt vek- ur þó athygli almennings. Pistlahöfundur dagsins veltir því til dæmis stund- um fyrir sér hvað sé í gangi og hver séu skilaboðin þegar sjónvarpið sýnir fréttaágrip á táknmáli. Handapatið er öllum þorra almennings óskiljanlegt en þó ber að taka fram að í dag er táknmál kennt víða, til dæmis í leik- og grunnskólum sem er býsna þarft framtak. Almenningur þarf raunar grundvallarfræðslu um sitthvað fleira. Þekkja Íslendingar til dæmis eitthvað til reginafla fjármálalífsins og hugsanlegrar inngöngu í ESB? Málin eru býsna flókin og efalaust hafa einhverjir hafa ein- hverjir hag að því að halda fólki fávísu – að minnsta kosti virðast sumir þeir háloftaspekingar sem fram koma í sjónvarpi beinlínis kosta kapps að halda sig í þokunni og tala þannig að við hin skiljum ekki. Slíkt á víst að sýna styrk og gáfur. Fréttamenn eiga hins vegar og verða að greiða úr þessari flækju. Málflutningur í fjölmiðlum um helstu mál samtímans má ekki vera eins og fréttaágrip á táknmáli eða ræða á fundi í frímúr- arareglunni – sbr. þá kröfu sem búsáhaldafólkið kom með forðum: Allt upp á borðið! SÓFAKARTAFLAN RAUSAR Fréttir af frímúrarafundi DAGSKRÁIN UM HELGINGA Taken er hörkugóður tryllir þar sem Liam Neeson flýgur til Parísar, grár fyrir járnum í víga- hug, til að bjarga dóttur sinni úr klóm misind- ismanna. Stöð 2 Bíó. Fimmtudagur Það eru gríðarlegar væntingar til fjór- menning- anna í Mið- Íslandi og nýju þáttaraðarinnar þeirra. Þetta verður eitt- hvað! Stöð 2. Fimmtudagur 30 Days of Night ætti að höfða til okkar á Fróni, en þar segir frá vamp- írum sem þrífast vel í skammdegi Alaska. Hví þá ekki hér? Sýnd á RÚV. Föstudagur RÚV sýnir þátt um Ólaf heit- inn Þórð- arson, stofn- meðlim Ríó tríós, en hann féll ný- verið frá fyrir aldur fram. Mætur maður, merkur músíkant. Elizabeth var með betri myndum ársins 1999 og fram- haldið, Elizabeth: The Golden Age, kom 2007. Dramatískt og mikið stór- myndabíó, sýnt á RÚV. Sunnudagur Stór- stjarnan Nikulás litli Frakkar hafa um langan aldur verið í fremstu röð þegar teiknimyndasögu- gerð er annars vegar. Nikulás litli er þar með stærstu nöfnunum og færsla hans á hvíta tjald- ið er bráðvel heppnuð. * Næsta mynd leikstjóra myndarinnar, Laurent Tirard, er um annað sköpunarverk Goscinny - sjálfan Ástrík. *Anne Goscinny, dóttir René, fann fyrir nokkrum árum töluvert af óútgefnu efni um Nikulás litla. * Meira en 10 milljónir bóka hafa selst um Nikulás litla. Hann hefur verið gefinn út í yfir 30 löndum. *Efnið var gefið út í tveim bindum 2004 og 2006 og sló samstundis í gegn. *René Goscinny lést árið 1977, aðeins 51 árs að aldri. Hann fékk hjartaáfall meðan á læknis- skoðun stóð. Vissirþú að... Sögurnar um Nikulás litla lýsa mestanpart áhyggjulausri æsku söguhetjunnar í Frakklandi á árunum upp úr 1950, og hugljúf nostalgía er aldrei langt undan. Eins og gengur lendir okkar maður í ýmsum ævintýrum sem tilheyra aldr- inum og göldrótt hnyttni Goscinnys skín iðulega í gegn, ekki síst þar sem hann fangar sjónarhorn Nikulásar óviðjafnanlega og lætur heimsmynd fullorðinna oftar en ekki koma heldur hjákátlega út. Þar sem Nikulás litli er þjóðargersemi í Frakklandi er ekki að undra þó menn hafi haft fyrirvara á færslu hans yfir á hið hvíta tjald kvik- myndanna. En allar áhyggjur þar að lútandi reyndust ástæðulausar og myndin, sem gerð var 2009, er óborganlega skemmtileg og hægt að sjá aftur og aftur. Myndin um Nikulás litla er sýnd á RÚV á laug- ardagskvöldið. Sunnudagur Flestir myndu sjálfsagt segja það löngu tímabært, en í fyrra- dag, 20. mars, kom loks að því að Prúðuleikararnir fengju stjörnumerkta gangstétt- arhellu í Hollywood Walk Of Fame, gangstétt fræga fólks- ins í kvikmyndaborginni. Við þetta tækifæri voru flestir hinna goðsagnakenndu góð- kunningja mættir til leiks, þeirra á meðal Kermit, Svínka, Fossi Björn, Gunnsi hinn mikli og hinn dýróði trommuleikari Dýri. Þá lét Sæti, eða Sweetums eins og hann kallast á frummálinu, sig ekki muna um að leggjast og stilla sér fallega upp fyrir myndatökuna. Eins og öllum ætti að vera í fersku minni var ný mynd um Prúðuleik- arana frumsýnd á síðasta ári og glæddust vonir margra við það um að ný syrpa sjónvarpsþátta væri ef til vill á teikniborðinu. Í millitíðinni mætti vel kalla eftir því að Ríkissjónvarpið endursýndi þættina sem voru á dagskrá hér á landi um 1980. Ljóst má vera að margir ættu þar fagn- aðarfundi við gömlu góðu brúðukempurnar. Prúðuleikararnir komnir með stjörnu Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.