Morgunblaðið - 22.03.2012, Side 19

Morgunblaðið - 22.03.2012, Side 19
22. mars 2012 finnur.is 19 K veldúlfsgata í Borgarnesi er botnlangi sem liggur út á Dílatanga og gengur út frá Borgarbraut sem er aðalgatan sem liggur langsum eftir Digranesi sem Borgarnes stendur á. Gatan er nefnd eftir einni af sögupersónum Eglu en sú hefð var lengi ríkjandi í Borg- arnesi. Má þar nefna Egilsgötu, Gunnlaugsgötu, Helgugötu, Skúlagötu og svo mætti svo áfram telja – aukheldur sem skrúðgarður bæjarins er nefndur eftir Skallagrími sem var sonur Kveldúlfs. „Við erum afar vel í sveit sett hér við Kveldúlfsgötuna. Þegar ekið er inn götuna eru oddatölu- húsin til vinstri og snúa niður að Borgarvogi. Ég er í einu þeirra og nánast innst í götunni og bak- garðurinn snýr niður að flæð- armálinu. Útsýnið hér er alveg frábært; hér blasa við Mýrarnar, fjallgarður Snæfellsnessins og jökullinn ystur. Og hinum megin fjarðar rísa tignarlegir fjallatindar sem kenndir eru jafnan við Hafn- arfjallið. Annars þarf maður ekki að líta langt til að sjá fallegt um- hverfi,“ segir Olgeir Helgi Ragn- arsson íbúi við götuna. Íbúinn um allan Borgarfjörð „Leirurnar hér í Borgarvoginum eru rómaðar fyrir fallegt fuglalíf sem er gaman að fylgjast með – sérstaklega þegar líða fer að vori. Þá sér maður stundum og heyrir í syngjandi sandlóum, hvellum tjaldinum og úandi æðarkollum. Einstaka sinnum sér maður svo örninn, konung fuglanna, sveima hér yfir. Og aldrei finnst mér vera komið vor fyrr en ég heyri í hrossagauknum sem stundum gerist raunar ekki fyrr en kemur fram í júní. Stundum uni ég mér á kvöldin og sit úti á verönd, fylgist með fuglalífinu í fjörunni og seg- ist þá vera að horfa á sjóvarpið. Sleppi n-inu og þá skilst þetta,“ segir Olgeir Helgi sem er fæddur og uppalinn í Lundarreykjadal. Fór svo til náms og starfa annars staðar á landinu og hefur búið í Borgarnesi sl. tuttugu ár eða þar um bil. „Við Theodóra Þorsteinsdóttir, eiginkona mín, erum bæði ættuð héðan úr héraðinu, hún uppalin í Borgarnesi. Hún er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar og söngkennari og við kynntust þannig að ég fór í söngtíma hjá henni. Eitt leiddi svo af öðru og fáum mánuðum síðar höfðum við ruglað saman reytum og eigum í dag tvær dætur sem eru á ung- lingsaldri,“ segir Olgeir Helgi sem er rekstrarfræðingur og starf- rækir prentþjónustu. Gefur m.a. út fréttapésann Íbúann sem dreift er um allt Borgarfjarð- arhérað; frá Hvalfjarðarbotni og vestur á Nes. „Fyrstu húsin hér við Kveldúlfs- götu voru byggð laust fyrir 1970. Eitt fyrsta og ysta húsið hér við götuna er númer 27 og var reist af Einari heitnum Ingimundarsyni málarameistara. Það er reisulegt, stendur á svolitlum höfða yst á Dílatanganum sem skagar út í Borgarvoginn og lengi vel nefndu Borgnesingar þetta hús Stór- höfða. Frumbyggjarnir við götuna eru margir fallnir frá eða fluttir annað, þó að nokkrir séu hér enn – til dæmis það fólk sem býr í húsum beggja vegna við okkar. Margir nágranna okkar hér eru innfæddir Borgnesingar eða eiga rætur sínar í nærliggjandi sveit- um. Svo er hér líka meðal annars fólk vestan úr Dölum, norðan úr Húnavatnssýslum, Pólverjar, fólk frá ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu og víðar að. Þá bjó hér lengi þjóð- sagnapersónan Sæmundur Sig- mundsson rútubílstjóri og gjarn- an var bílafloti fyrir utan húsið hans,“ segir Olgeir Helgi og hann heldur áfram frá sögn sinni: „Ástæður þess að þetta fólk hefur kosið að gera Borgarnes að heimahöfn sinni eru líklega jafn margar og fólkið er margt. Sjálf- um finnst mér miklu skipta að búa í öruggu og fjölskylduvænu samfélagi þar sem íbúarnir eru samtaka. Hér í Borgarnesi eru til dæmis góður grunnskóli, menntaskóli, tónlistarskóli, dans- skóli, frábær íþróttaaðstaða og fjölbreytt tómstundastarf fyrir unga fólkið, til dæmis skátafélag sem ég hef fengið að taka þátt í að byggja upp með góðum hópi fólks. Já, og svo eru starfandi að minnsta kosti fimm kórar fyrir ut- an alla kirkjukórana og í nánast hverri byggð Borgarfjarðar hafa í vetur verið uppfærslur á leikritum – sem jafnvel eru samin og skrif- uð í heimaranni. Með ýmsum hætti leggja íbúarnir hver með sínu móti eitthvað til samfélags- ins og í slíku felast mikil hlunn- indi.“ sbs@mbl.is Gatan mín Kveldúlfsgata í Borgarnesi Útsýnið mikið og örninn er á sveimi Ljósmynd/Hanna Ágústa Olgeirsdóttir „Finnst miklu skipta að búa í samfélagi þar sem íbúar eru samtaka,“ segir Olgeir Helgi Ragnarsson sem býr við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi. Borgarnes Kveldúlfsgata Kja rta nsg ata Bo rg ar br au t Vesturlandsvegur Bo rg ar br au t Bö ðv ar sg at a Ánahlíð 20% afsláttur af sóttum pizzum af matseðli 55 12345 Hlíðasmára 15 - beint fyrir ofan Smáralind Vinsælustu pizzurnar eru: 30% afsláttur af sóttum pizzum ef þú velur áleggið sjálf/ur GODFATHER Sósa, ostur, pepperoni, beikon, rjómaostur COMO Sósa, ostur, marineraður humar, hvítlaukur, chilli PARMA Sósa, ostur, parmaskinka, klettasalat, parmesanostur TOSCANA Sósa, ostur, pepperoni, sveppir, ananas, svartar ólífur, hvítlaukur, rjómaostur, svartur pipar, oregano GLADIATOR Sósa, extra ostur, pepperoni, bananar, piparostur, jalapeno, þurrkað chilli SICILIAN Sósa, ostur, kjúklingur, nachos, laukur, jalapenos, rjómaostur, ferskur hvítlaukur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.