Morgunblaðið - 22.03.2012, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 22.03.2012, Qupperneq 25
22. mars 2012 finnur.is 25 Á laugardag milli kl. 12 og 16 frum- sýnir BL nýjan Hyundai i30. Þessir bílar eru fulltrúar nýrra tíma hjá Hyundai þar sem nýtískulegar ávalar línur fara saman við fram- úrskarandi gæði og endingu sem fleytt hefur Hyundai-merkinu til hæstu metorða, eins og segir í frétt frá umboðinu. i30 tilheyrir nýju bílunum frá Hyundai sem allir eru seldir eru með 5 ára ábyrgð og ótakmörkuðum akstri, árleg- um endurgjaldslausum gæða- skoðunum auk vegaaðstoðar. Nýju i30 bílarnir verða fáanlegir með 1,4 lítra bensínvél sem gefin er upp með 4,9 lítra eyðslu á hverja 100 km í langkeyrslu en einnig dísilvélum sem gefnar eru upp með allt niður í 3,7 lítra eyðslu á hundraðið í lengri ferð- um. Útblástur gróðurhúsalofts er uppgefinn 109 grömm á kílómetra á beinskiptu bílunum með bensín- eða díselvélinni. Átta púðar í bílnum Öryggisbúnaður í i30 er með besta móti. Átta loftpúðar eru samstilltir og veita þannig vörn við árekstur. Meðal staðalbúnaðar er MP3 spilari, iPod tengi, vegleg hljómtæki með 6 hátölurum auk aðgerðahnappa í stýri. „Þessi bíll er frábært innlegg í flóru Hyundai og hönnun hans tekur öll mið af evrópskum gildum fremur en hinum bandarísku eins og áberandi hefur verið hjá fram- leiðandanum síðustu árin. Bíllinn liggur vel á vegi, er þægilegur í akstri og ökumönnum ætti að líka vel við díselvél þessa bíls sem er 128 hestöfl,“ segir Bjarni Þórarinn Sigurðsson sölumaður hjá BL. Nýr i30 með 1,4l bensínvélinni kostar frá rétt tæplega 3,2 millj. kr. og um helgina verður hægt að reynsluaka bæði bensín- og dís- ilgerðunum hjá BL við Sæv- arhöfða í Reykjavík og hjá um- boðsmönnum fyrirtækisins sem eru Bílahúsið í Reykjanesbæ, Bí- lás á Akranesi og Bílasala Ak- ureyrar. sbs@mbl.is BL frumsýnir nýjan Hyundai i30 um helgina Hönnunin er góð og liggur vel á veginum Hyundai i30 hefur fengið góða dóma og reynsluakstur hjá BL um helgina er því mörgum tilhlökkunarefni. Hönnun bílsins er í evrópska stílnum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þeir kynna nýja bílinn um helgina. Heiðar J. Sveinsson og framkvæmda- stjóri Hyundai hjá BL, t.v, og Bjarni Þórarinn Sigurðsson sölumaður. Öflugir TUDOR High Tech rafgeymar fyrir jeppa. Gott úrval af notuðum bílum Komdu og skoðaðu úrvalið! Suzuki bílar hf • Skeifan 17 • 108 Reykjavík • Sími 568 5100 • www.suzuki.is Suzuki Swift GL Skr. 06.2010 Ek. 47.000 km. Bensín, beinsk. Verð kr. 2.090.000 Suzuki Grand Vitara Skr. 01.2005 Ekinn 78.000 km Bensín, beinsk. Verð kr. 1.560.000 Suzuki Grand Vitara LUXURY Skr. 06.2007 Ekinn 74.000 km Bensín, sjálfsk. Verð kr. 2.680.000 Toyota Land- Cruiser 150 Skr. 12.2010 Ek. 24.000 km. Dieses, sjálfsk. Verð kr. 8.390.000 Chevrolet Lacetti Stw. Skr. 01.2011 Ek. 28.000 km. Bensín, beinsk. Verð kr. 1.990.000 M. Benz Skr. 03.2004 Ek. 87.000 km. Dieses, sjálfsk. Verð kr. 8.850.000 Honda Jazz Comf. Skr. 05.2011 Ek. 26.000 km. Bensín, sjálfsk. Verð kr. 2.690.000 Suzuki Swift GL Skr. 06.2009 Ek. 63.000 km. Bensín, beinsk. Verð kr. 1.620.000 Suzuki SX4 4wd Skr. 12.2009 Ekinn 48.000 km Bensín, beinsk. Verð kr. 2.530.000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.