Morgunblaðið - 07.05.2012, Side 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012
0:1 31. Hilmar Geir Eiðssonskoraði fyrsta mark Kefla-
víkur í sumar eftir góða sendingu
frá Jóhanni Birni. Hann stakk bolt-
anum inn fyrir varnarlínu Fylkis og
þar var Hilmar Geir með varn-
armann í bakinu, vinstra megin í
teignum. Gott skot hans í fjærhorn-
ið hafnaði í netinu án þess að
Bjarni Þórður næði að koma vörn-
um við.
1:1 61. Ingimundur Níels Ósk-arsson skoraði eftir stungu-
sendingu frá Magnúsi Þóri Matt-
híassyni. Svipað mark og hjá
Keflavík en Ingimundur var einn í
miðjum vítateignum gegn Ómari
Jóhannssyni.
I Gul spjöld:Elebert (Fylki), 66. (brot),
Jóhann Birnir (Keflavík) 78. (brot).
MMM
Enginn.
MM
Enginn.
M
Ingimundur N. Óskarsson (Fylki)
Árni Freyr Guðnason (Fylki)
David Elebert (Fylki)
Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylki)
Ómar Jóhannsson (Keflavík)
Jóhann B. Guðmundsson (Keflavík)
Hilmar Geir Eiðsson (Keflavík)
Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
Ásmundur Arnarsson hjá Fylki
og Zoran Daníel Ljubicic hjá
Keflavík voru að stýra liðum sínum
í fyrsta skipti á Íslandsmótinu.
Gregor Mohar, Grétar Atli Grét-
arsson og Jóhann Ragnar Bene-
diktsson spiluðu sinn fyrsta leik
fyrir Keflavík á Íslandsmóti en þeir
komu í vetur.
David Elebert, Magnús Þórir
Matthíasson, Árni Freyr Guðnason
og Finnur Ólafsson spiluðu sinn
fyrsta deildaleik fyrir Fylki. Allir
byrjuðu þeir inni á nema Finnur
sem kom inn á eftir 80 mínútur.
Þetta gerðist
í Árbænum
Fylkisvöllur, Pepsi-deild karla, 1. um-
ferð, sunnudag 6. maí 2012.
Skilyrði: Hægur vindur, sól en kalt
og þurrt. Völlurinn góður.
Skot: Fylkir 17 (11) – Keflavík 9 (4).
Horn: Fylkir 3 – Keflavík 5.
Lið Fylkis: (4-4-2) Mark: Bjarni
Þórður Halldórsson. Vörn: Ásgeir
Örn Arnþórsson, Kristján Valdimars-
son, David Elebert, Kjartan Ágúst
Breiðdal. Miðja: Tómas Þorsteinsson
(Finnur Ólafsson 81.), Ásgeir Börkur
Ásgeirsson, Davíð Þór Ásbjörnsson,
Ingimundur Níels Óskarsson. Sókn:
Magnús Þórir Matthíasson (Jóhann
Þórhallsson 71.), Árni Freyr Guðna-
son (Rúrik Andri Þorfinnsson (88.).
Lið Keflavíkur: (4-5-1) Mark: Ómar
Jóhannsson. Vörn: Grétar Atli Grét-
arsson, Gregor Mohar, Haraldur
Freyr Guðmundsson, Jóhann Ragnar
Benediktsson. Miðja: Hilmar Geir
Eiðsson, Einar Orri Einarsson, Arnór
Ingvi Traustason, Frans Elvarsson
(Sigurbergur Elísson 54.), Jóhann
Birnir Guðmundsson. Sókn: Guð-
mundur Steinarsson (Bojan Stefán
Ljubicic 76.).
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson – 8.
Áhorfendur: 1.076.
Fylkir – Keflavík 1:1
Í ÁRBÆNUM
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
Bæði Fylki og Keflavík hefur í
flestum spám sem gerðar hafa verið
fyrir Pepsi-deild karla í knatt-
spyrnu verið spáð nokkuð erfiðu
sumri. Miðað við fyrri hálfleik hjá
Fylki og seinni hálfleik hjá Keflavík
gæti það ræst. Ef mið er hinsvegar
tekið af fyrri hálfleik hjá Keflavík
og þeim seinni hjá Fylki geta liðin
gert mun betur en svo. Það er hins-
vegar einmitt stöðugleikinn sem
gæti verið akkilesarhæll beggja
liða. Keflavík spilaði mjög vel í fyrri
hálfleik og stjórnaði miðjunni. Þeir
uppskáru flott mark og annað sem
þó var dæmt af vegna rangstöðu.
Það var tæpt en leikmenn sýndu að
þeir geta skorað mörk þrátt fyrir
efasemdir margra um það.
Betra eftir að ísinn var brotinn
Fylkir byrjaði leikinn frekar illa
og leyfði gestunum að leika sér með
boltann. Það var hinsvegar allt ann-
að að sjá til liðsins eftir að það
braut ísinn með marki eftir um
klukkutíma leik. Þá spiluðu þeir af
miklu öryggi og sköpuðu sér mörg-
færi. Jóhann Þórhallsson kom
sprækur inn á og ógnaði marki
gestanna í tvígang. Þá vantaði Árna
Frey Guðnason lítið upp á að skora.
Enn er ótalinn Björgólfur Takefusa
sem er meiddur.
Varnarleikur Fylkis var hins-
vegar vandamál liðsins á síðustu
leiktíð. Ef Skotinn David Elebert
spilar áfram eins og hann gerði í
gær og liðið nær að þétta miðjuna,
ætti Fylkir að eiga meiri möguleika
á að fá á sig færri mörk en í fyrra.
Elebert virtist nýtast liðinu vel og
verður því væntanlega afar mik-
ilvægur í sumar. Hann og fyrirliði
Fylkis, Kristján Valdimarsson, virk-
uðu ágætlega saman, sérstaklega
eftir því sem líða tók á leikinn.
Lykilleikmenn náðu sér
ekki á strik í 45 mínútur
Keflavík er með marga reynslu-
bolta en inn á milli eru ungir strák-
ar sem þurfa tíma í sumar. Keflavík
gæti því átt í erfiðleikum í byrjun.
Liðið þarf þá að treysta á reynslu-
bolta eins og Guðmund Steinarsson,
sem náði sér reyndar ekki á strik í
gær, Jóhann Birni Guðmundsson,
Harald Frey Guðmundsson og Óm-
ar Jóhannsson. Þeir eins og allt
Keflavíkurliðið gáfu eftir í seinni
hálfleik ef undan er skilinn Ómar,
og þá var liðið ekki spennandi. Það
vantaði, hjá þeim leikmönnum sem
taldir voru upp hér fyrir ofan, að
taka af skarið. Geri þeir það ekki í
sumar verður það liðinu erfitt.
Bæði lið þurfa að treysta á
heimavöll sinn til að safna stigum.
Það má því segja að Fylkir hafi
komið verr út úr þessari viðureign
en Keflavík. Fyrir þá er gott að ná í
stig á útivelli í fyrsta leik, sér-
staklega þegar mið er tekið af því
að lykilleikmenn náðu sér ekki á
strik í 45 mínútur.
Myndbandsviðtöl við Ásmund
Arnarsson, þjálfara Fylkis, Ingi-
mund Níels Óskarsson, markaskor-
ara Fylkis, Zoran Daníel Ljubicic,
þjálfara Keflavíkur, og Harald Frey
Guðmundsson, fyrirliða Keflavíkur,
er að finna á mbl.is.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mark Hilmar Geir Eiðsson býr sig undir að senda boltann í mark Fylk-
ismanna en hann kom Keflvíkingum yfir í Árbænum í gærkvöld.
Stöðugleikinn
akkilesarhæll?
Keflvíkingar geta skorað mörk
Morgunblaðið/Árni Sæberg
1:0 12. Eftir stuttahornspyrnu
vinstra megin sendi Óskar
Örn Hauksson boltann
fyrir mark Stjörnunnar
og Emil Atlason skoraði
með hörkuskalla úr
miðjum vítateig í vinstra
hornið.
2:0 68. KjartanHenry Finn-
bogason fékk boltann inn
í vítateiginn vinstra megin
frá Óskari Erni og lyfti
honum laglega yfir Ingvar
markvörð og í vinstra
hornið.
2:1 73. Halldór OrriBjörnsson tók
hornspyrnu frá vinstri og
renndi boltanum út að
vítateigslínu. Hörður
Árnason kom á ferðinni
og þrumaði glæsilega í
þverslána og inn.
2:2 86. Darri SteinnKonráðsson
skaut að marki KR frá
vítateigslínu hægra meg-
in. Atli Jóhannsson var
rétt utan markteigs og
breytti stefnu boltans
framhjá Hannesi og í
vinstra hornið.
I Gul spjöld:Tryggvi (Stjörn-
unni) 9. (brot), Scholz
(Stjörnunni) 27. (brot), Jó-
hann (Stjörnunni) 34.
(brot), Viktor (KR) 45.
(brot), Bjarni (KR) 53.
(brot).
I Rauð spjöld: Engin.
MMM
Enginn.
MM
Enginn.
M
Haukur Heiðar Hauksson
(KR)
Kjartan Henry Finn-
bogason (KR)
Emil Atlason (KR)
Alexander Scholz (Stjörn-
unni)
Hörður Árnason (Stjörn-
unni)
Atli Jóhannsson (Stjörn-
unni)
Halldór Orri Björnsson,
lykilmaður í sóknarleik
Stjörnunnar á síðustu ár-
um, byrjaði á vara-
mannabekknum en hann
þótti tæpur fyrir leikinn
vegna meiðsla. Hann var þó
ekki búinn að vera inni á
nema í liðlega mínútu þegar
fyrra mark Garðbæinga
kom eftir hornspyrnu Hall-
dórs.
Walesverjinn Rhys We-
ston, sem KR-ingar fengu
til sín á dögunum, fór beint
inn í byrjunarliðið hjá Ís-
landsmeisturunum og lék
við hlið Grétars í hjarta
varnarinnar.
Stjarnan tefldi fram
tveimur Dönum í byrj-
unarliðinu sem komu til
liðsins í vetur. Kennie
Chopart var á kantinum
vinstra megin og Alexand-
er Scholz var í miðvarð-
arstöðunni við hlið Tryggva.
Þetta gerðist í
Vesturbænum