Morgunblaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 20
SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ráðgert er að reisa gosminjasafn í Vestmannaeyjum til að minnast þess að á næsta ári verða 40 ár liðin frá því að eldgosinu í Vestmannaeyjum lauk. Var auglýst eftir tilboðum í fyrsta áfanga hússins í vikunni. Safnið, sem heitir Eldheimar, er hluti af svonefndri þriggja heima sýn Vestmannaeyja í ferðaþjónustu sem var samþykkt árið 2007. Þegar er búið að taka Sagnheima í notkun, en það er byggða- og sögu- safn fyrir eyjarnar. Nú er röðin komin að Eldheimum, og að lokum verða reistir Sæheimar, en þá verð- ur nýtt húsnæði reist frá grunni yfir þá starfsemi sem nú er í fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Eldheimar munu rísa við rætur Eld- fells, þar sem nú er uppgröfturinn „Pompei norðursins“. Auk þess að vera safn um Vestmannaeyjagosið 1973 verður einnig sýning um jarð- sögu eyjanna til húsa í Eldheimum. Þá mun Surtseyjarstofa einnig flytja starfsemi sína þangað. Rústin verður þungamiðjan Margrét Kristín Gunnarsdóttir, arkitekt Eldheima, segir að grunn- hugmyndin sé sú að rústin sem áður var Gerðisbraut 10 verði að þunga- miðju byggingarinnar. Eldheimar verða á tveimur hæðum, en gert er ráð fyrir því að húsið verði um 1200 fermetrar að stærð. Byggt verður í kringum Gerðisbraut 10, og verður hún í miðju neðri hæðarinnar, þann- ig að gestir geti gengið um og í kringum húsið. Á efri hæðinni verður göngubrú yfir bygginguna, þannig að hægt verður að skoða rústina frá mörgum mismunandi sjónarhornum, sem annars væri ekki kostur á að sjá. Hluti af þakplötu hússins verður þá líklega fjarlægður til að hægt verði að horfa ofan í Gerðisbraut 10. Einn- ig mun sjást í Suðurveg 25 og í horn á nokkrum húsum sem enn eru niðurgrafin. Þá er gert ráð fyrir fyrirlestrasal, kaffihúsi, almennu sýningarrými og minjagripaverslun í rýminu. Margrét Kristín segir stefnt að því að ljúka fyrsta áfanga Eldheima fyrir goslokahátíðina á næsta ári, en hún verður í byrjun júlí. Þá verður því fagnað að 40 ár eru liðin frá eld- gosinu í Eyjum. Húsið sjálft og sýn- ingin verða ekki síðan ekki full- kláruð fyrr en á goslokahátíðinni 2014. Mikill áhugi á gosinu Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vest- mannaeyja, segir að áhugi hafi verið fyrir því að halda upp á 40 ára af- mæli gosloka. „Áhugi heimamanna og ferðamanna á öllu sem snertir Heimaeyjargosið er mjög mikill, og við teljum að við getum með þessu gert þessu fólki, bæði þeim sem fundu fyrir þessum einstæðu nátt- úruhörmungum á eigin skinni og svo gestum eyjanna, kleift að njóta þess- arar mögnuðu sögu.“ Elliði segir að bærinn reyni að vera bara með eina stóra fram- kvæmd í gangi í einu, og að stefnt sé að því að ljúka Eldheimum innan tveggja ára og Sæheimum innan næstu fimm ára. Bæjarstjórinn segir að með þeirri uppbyggingu í ferðaþjónustu sem hafi orðið síðan Landeyjahöfn var opnuð hafi ferðamannafjöldinn til Vestmannaeyja margfaldast. Þriggja heima sýn bæjarins sé því viðleitni til þess að auka afþreying- armöguleika staðarins. Eldgosið kom að óvörum Það var að kvöldi 23. janúar 1973 sem eldgosið í Vestmannaeyjum hófst og stóð það alveg fram til 3. júlí sama ár. Gosið kom öllum að óvörum og grófst stór hluti af byggð aust- anmegin á eyjunni undir ösku. Var um tíma óttast að gosið myndi loka höfninni alveg, en það tókst að koma í veg fyrir það með því að dæla sjó- vatni á hraunstrauminn. Var það lán í óláni því úr varð betri höfn en sú sem fyrir var. Eldheimar rísa í Eyjum  Gosminjasafn við rætur Eldfells þar sem Gerðisbraut 10 var  Ætlunin að ljúka fyrsta áfanga fyrir 40 ára goslokaafmæli á næsta ári  Hluti af þriggja heima sýn bæjarins í ferðaþjónustu Ljósmynd/ Margrét Kristín Gunnarsdóttir Eldheimar Hér sést hvernig gert er ráð fyrir að Eldheimar, fyrirhugað gosminjasafn í Vestmannaeyjum, líti út séð frá Austurgerði, við rætur Eldfells. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Eldgosið í Heimaey Hér sést vel strókurinn úr Eldfelli í gosinu 1973. Flytja þurfti alla íbúa Vestmannaeyja úr landi meðan á björgunaraðgerðum stóð. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2012 Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að Eldheimar verði eingöngu fjár- magnaðir með eigin fé sveitarfé- lagsins og að engin lántaka sé áætluð vegna fram- kvæmdanna við þriggja heima sýn- ina, en kostn- aður verður á bilinu 5-600 milljónir króna. Elliði segir söfnin dæmigerð verkefni sem sveitarfélög ættu ekki að taka lán fyrir: „Það er ekki óeðlilegt ef sveitarfélög skuld- binda sig þegar þau reisa t.d. grunn- og leikskóla og fráveitu- kerfi en við höfum verið á því að verkefni þessa eðlis eigi að fjár- magna með eigin fé eða sjóðum.“ Fjármögnuð með eigin fé ELLIÐI VIGNISSON BÆJARSTJÓRI Elliði Vignisson Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri tóku fyrstu skóflustunguna að byggingu fyrir Framhaldsskól- ann í Mosfellsbæ í gær. Skólinn var formlega stofnaður 19. febr- úar 2008 og í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir fjögur þúsund fer- metra byggingu sem rúmi 400- 500 bóknámsnemendur. AF arkitektar teikna húsið og við hönnun þess var lögð áhersla á sveigjanleika og möguleika til nýbreytni. Gert er gert ráð fyrir möguleikum til verulegrar stækkunar í framtíð- inni. Verktakafyrirtækið Eykt var lægstbjóðandi í byggingu fram- haldsskólans með tilboð að fjár- hæð 1.049 þúsund krónur. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við framkvæmdir strax í næstu viku. Verklok eru áætluð í nóvember 2013. Skóflustungur að framhaldsskóla í Mosfellsbæ S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 ▪ 200 KÓPAVOGUR ▪ SÍMI: 557 6677 ▪ WWW.SHELGASON.IS SAGAN SEGIR SITT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.