Morgunblaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2012 „Þið hinir vitru menn vitið ekki hvernig það er að vera foráttu- heimskur.“ Hér fer lausleg þýðing greinarhöfundar á niðurlagi Thick As A Brick, hinni mögnuðu kons- eptplötu sem eðalsveitin Jethro Tull gaf út árið 1972. Er hér var komið í sögu sveitarinnar var hún óstöðv- andi, búin að gera hverja merkisplöt- una á fætur annarri og nú var komið að umfangsmiklu „verki“ sem sló rækilega í gegn. Tull, leidd af hinum ofursjarmerandi Ian Anderson gat bara ekki tekið feilspor á þessum ár- um. Snúið En tildrög verksins voru snúnari en margan grunaði. Anderson var pirraður á því að litið var á plötuna þar á undan, Aqualung, sem heild- stætt verk og ákvað því að hræra í yf- irdrifið konseptverk, viljandi. Þetta var því verknaður sem var „tunga upp við tönn“ eða „tongue-in-cheek“ eins og enskir orða það. Eins og til að undirstrika þetta er söguþráður verksins illskiljanlegt torf, snýst um ljóð eftir uppdiktað undrabarn, Ger- ald Bostock eða „Little Milton“. Upp- runalega platan var í líki dagblaðs og voru tilvísanir í textann á víð og dreif þar um. Anderson var þannig að snúa upp á formið um leið og engu var til kastað í vinnubrögðum, platan enda stórkostleg. Þessi tvíræðni verksins gefur því mögulega þessa töfra og þennan mikla og góða endingartíma en útgáfunni verður fagnað í ár með tónleikum, verkið flutt í heild sinni í völdum tónleikasölum víða um ver- öld. Ekki nóg með það, heldur verður framhaldsverk, Thick As A Brick 2, flutt einnig en platan sú kom út fyrir stuttu, eignuð Ian Anderson eða Jethro Tull’s Ian Anderson. Verkin verða m.a. flutt hérlendis í næstu viku, á tvennum tónleikum í Hörpu þann 21. og 22. júní. Endurnýjun Ian Anderson útskýrir upplegg nýju plötunnar á þá leið að þar sé verið að skoða mögulega útkomur á lífi téðs Bostock, sem var tólf ára er upprunalega platan kom út og því á sextugsaldri nú. Anderson nýtir per- sónuna í þessar hugleiðingar sínar og leyfir skáld- og heimspekijöfrinum sem hann býr yfir að fara á rækilegt hlemmiskeið. Enn er unnið með dag- blaðavinkilinn en hið skáldaða dag- blað er nú að að sjálfsögðu orðið að vefsíðu! Anderson segir að ef einhver hefði sagt honum fyrir nokkrum árum að hann væri að fara að gera nýja kons- eptplötu árið 2012 hefði hann talið þann sama mann geggjaðan. Gamlir félagar hans frá útgáfufyrirtækinu Chrysalis sem fóstraði þónokkrar Tull-plötur ámálguðu þessa hug- mynd hins vegar við hann en honum leist lítt á. Það var hins vegar Derek Shulman, fyrrverandi söngvari proggsveitarinnar Gentle Giant, sem var uppi á blómaskeiði Tull og ekki langt frá henni hugmyndafræðilega, sem þrýsti enn frekar á Anderson. Shulman er útgáfumógúll mikill í dag og Anderson lét að lokum undan, segir að Shulman hafi verið sannfær- andi mjög. Hann hafi svo sjálfur séð undir rest að þetta væri nú kannski ekki svo vitlaust enda proggrokkið í náðinni nú um stundir. Nýjar sveitir eins og Dream Theater, Porcupine Tree og jafnvel Opeth halda kyndl- inum hátt á lofti og þessi stefna, sem lengi vel mátti ekki nefna vegna hættunnar á að vera tjargaður og fiðraður, er nú tekið höndum tveim bæði af nýjum áheyrendum og þess- um gömlu sem voru búnir að sverja hana af sér. Hvað næst? A Passion Play 2. Ein- hver? Foráttuheimskur fjörutíu árum síðar »Upprunalega platanvar í líki dagblaðs og voru tilvísanir í textann á víð og dreif þar um. Hugmyndafræðingur Ian Anderson lætur hugann reika, skipulega þó. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is  Báðir hlutar Thick as a Brick fluttir í Hörpu Gallerí Nútímalist opnar í dag kl. 14 sýningu á nýlegum grafíkverkum Errós í Brekkugerði 19, húsi sem teiknað er af Högnu Sigurðardóttur arkitekt. „Tilefni sýningarinnar er áttræðisafmæli Errós nú í lok sum- ars. Til sýnis verða þrjátíu verk sem eru unnin á árunum 1990-2010. Verkin koma úr eigu Errós, en Að- alsteinn Ingólfsson listfræðingur valdi þau í samráði við Erró,“ segir Sveinn Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Gallerís Nútímalistar. Spurður um sýningarstaðinn tek- ur Sveinn fram að um einstakan sýningarstað sé að ræða. „Við höf- um sl. þrjú ár rekið galleríið á Skólavörðustígnum, en fórum það- an um páskana þar sem við erum að leita okkur að stærra húsnæði í mið- borginni. Í þessu millibilsástandi fannst okkur fara vel á því að nota tækifærið til að kynna saman verk eftir tvo þekktustu listamenn Ís- lendinga á franskri grundu. Þau Erró og Högna eru nánast jafn- aldrar, hafa þekkst um árabil og bæði verið búsett í París mestan hluta ævi sinnar,“ segir Sveinn og tekur fram að svo skemmtilega vilji til að í húsinu að Brekkugerði sem reist var árið 1963 sé gosbrunnur sem Guðmundur frá Miðdal, faðir Errós, gerði. „Þarna vill því svo skemmtilega til að þeir feðgar eru að hittast í húsinu með sína mynd- list.“ Þess má að lokum geta að sýn- ingin stendur til 2. júlí og er opin daglega milli kl. 12 og 17. Grafík Errós í húsi Högnu Morgunblaðið/Árni Sæberg Veggprýði Þrjátíu verk eftir Erró prýða veggina í Brekkugerði 19. Salon Islandus og Diddú koma fram á hátíðartónleikum í Garðabæ á sunnudagskvöld kl. 20. Tónleikarn- ir eru haldnir í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og aðgangur er ókeypis í boði Garðabæjar, en tónleikarnir eru hluti af 17. júní dagskrá í Garðabæ. Salon Islandus hefur starfað í átta ár og kemur reglulega fram á tónleikum víða um land. Hljóm- sveitin hefur verið fastagestur í Garðabæ undanfarin ár. Á sunnudaginn skipa hljómsveit- ina fiðluleikararnir Zbigniew Du- bik og Pálína Árnadóttir, sellóleik- arinn Margrét Árnadóttir, Hávarður Tryggvason kontra- bassaleikari, Martial Nardeau flautleikari, Sigurður I. Snorrason klarínettuleikari, Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari og Pétur Grétarsson slagverksleikari. Söng- kona Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, verður gestur hljómsveitarinnar á tónleikunum Salon Islandus og Diddú í Kirkjuhvoli Hátíðartónleikar Salon Islandus og Diddú leika í Garðabæ á sunnudagskvöld. Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Lau 16/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Lau 23/6 kl. 19:30 Allra síð.sýn. Mið 20/6 kl. 19:30 AUKASÝN. Fös 22/6 kl. 19:30 Níu Grímutilnefningar! Allra síðasta sýning 23. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Lau 16/6 kl. 19:30 Allra síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Allra síðasta sýning 16. júní. Afmælisveislan (Kassinn) Lau 1/9 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30 Þrenn Grímuverðlaun! Sýningar í september komnar í sölu. Hringurinn - athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins (Kassinn) Fös 22/6 kl. 19:30 Aeðins þessi eina sýning! Vesalingarnir HHHHH - SÍÐUSTU SÝNINGAR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.