Morgunblaðið - 16.06.2012, Síða 53

Morgunblaðið - 16.06.2012, Síða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2012 „Þið hinir vitru menn vitið ekki hvernig það er að vera foráttu- heimskur.“ Hér fer lausleg þýðing greinarhöfundar á niðurlagi Thick As A Brick, hinni mögnuðu kons- eptplötu sem eðalsveitin Jethro Tull gaf út árið 1972. Er hér var komið í sögu sveitarinnar var hún óstöðv- andi, búin að gera hverja merkisplöt- una á fætur annarri og nú var komið að umfangsmiklu „verki“ sem sló rækilega í gegn. Tull, leidd af hinum ofursjarmerandi Ian Anderson gat bara ekki tekið feilspor á þessum ár- um. Snúið En tildrög verksins voru snúnari en margan grunaði. Anderson var pirraður á því að litið var á plötuna þar á undan, Aqualung, sem heild- stætt verk og ákvað því að hræra í yf- irdrifið konseptverk, viljandi. Þetta var því verknaður sem var „tunga upp við tönn“ eða „tongue-in-cheek“ eins og enskir orða það. Eins og til að undirstrika þetta er söguþráður verksins illskiljanlegt torf, snýst um ljóð eftir uppdiktað undrabarn, Ger- ald Bostock eða „Little Milton“. Upp- runalega platan var í líki dagblaðs og voru tilvísanir í textann á víð og dreif þar um. Anderson var þannig að snúa upp á formið um leið og engu var til kastað í vinnubrögðum, platan enda stórkostleg. Þessi tvíræðni verksins gefur því mögulega þessa töfra og þennan mikla og góða endingartíma en útgáfunni verður fagnað í ár með tónleikum, verkið flutt í heild sinni í völdum tónleikasölum víða um ver- öld. Ekki nóg með það, heldur verður framhaldsverk, Thick As A Brick 2, flutt einnig en platan sú kom út fyrir stuttu, eignuð Ian Anderson eða Jethro Tull’s Ian Anderson. Verkin verða m.a. flutt hérlendis í næstu viku, á tvennum tónleikum í Hörpu þann 21. og 22. júní. Endurnýjun Ian Anderson útskýrir upplegg nýju plötunnar á þá leið að þar sé verið að skoða mögulega útkomur á lífi téðs Bostock, sem var tólf ára er upprunalega platan kom út og því á sextugsaldri nú. Anderson nýtir per- sónuna í þessar hugleiðingar sínar og leyfir skáld- og heimspekijöfrinum sem hann býr yfir að fara á rækilegt hlemmiskeið. Enn er unnið með dag- blaðavinkilinn en hið skáldaða dag- blað er nú að að sjálfsögðu orðið að vefsíðu! Anderson segir að ef einhver hefði sagt honum fyrir nokkrum árum að hann væri að fara að gera nýja kons- eptplötu árið 2012 hefði hann talið þann sama mann geggjaðan. Gamlir félagar hans frá útgáfufyrirtækinu Chrysalis sem fóstraði þónokkrar Tull-plötur ámálguðu þessa hug- mynd hins vegar við hann en honum leist lítt á. Það var hins vegar Derek Shulman, fyrrverandi söngvari proggsveitarinnar Gentle Giant, sem var uppi á blómaskeiði Tull og ekki langt frá henni hugmyndafræðilega, sem þrýsti enn frekar á Anderson. Shulman er útgáfumógúll mikill í dag og Anderson lét að lokum undan, segir að Shulman hafi verið sannfær- andi mjög. Hann hafi svo sjálfur séð undir rest að þetta væri nú kannski ekki svo vitlaust enda proggrokkið í náðinni nú um stundir. Nýjar sveitir eins og Dream Theater, Porcupine Tree og jafnvel Opeth halda kyndl- inum hátt á lofti og þessi stefna, sem lengi vel mátti ekki nefna vegna hættunnar á að vera tjargaður og fiðraður, er nú tekið höndum tveim bæði af nýjum áheyrendum og þess- um gömlu sem voru búnir að sverja hana af sér. Hvað næst? A Passion Play 2. Ein- hver? Foráttuheimskur fjörutíu árum síðar »Upprunalega platanvar í líki dagblaðs og voru tilvísanir í textann á víð og dreif þar um. Hugmyndafræðingur Ian Anderson lætur hugann reika, skipulega þó. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is  Báðir hlutar Thick as a Brick fluttir í Hörpu Gallerí Nútímalist opnar í dag kl. 14 sýningu á nýlegum grafíkverkum Errós í Brekkugerði 19, húsi sem teiknað er af Högnu Sigurðardóttur arkitekt. „Tilefni sýningarinnar er áttræðisafmæli Errós nú í lok sum- ars. Til sýnis verða þrjátíu verk sem eru unnin á árunum 1990-2010. Verkin koma úr eigu Errós, en Að- alsteinn Ingólfsson listfræðingur valdi þau í samráði við Erró,“ segir Sveinn Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Gallerís Nútímalistar. Spurður um sýningarstaðinn tek- ur Sveinn fram að um einstakan sýningarstað sé að ræða. „Við höf- um sl. þrjú ár rekið galleríið á Skólavörðustígnum, en fórum það- an um páskana þar sem við erum að leita okkur að stærra húsnæði í mið- borginni. Í þessu millibilsástandi fannst okkur fara vel á því að nota tækifærið til að kynna saman verk eftir tvo þekktustu listamenn Ís- lendinga á franskri grundu. Þau Erró og Högna eru nánast jafn- aldrar, hafa þekkst um árabil og bæði verið búsett í París mestan hluta ævi sinnar,“ segir Sveinn og tekur fram að svo skemmtilega vilji til að í húsinu að Brekkugerði sem reist var árið 1963 sé gosbrunnur sem Guðmundur frá Miðdal, faðir Errós, gerði. „Þarna vill því svo skemmtilega til að þeir feðgar eru að hittast í húsinu með sína mynd- list.“ Þess má að lokum geta að sýn- ingin stendur til 2. júlí og er opin daglega milli kl. 12 og 17. Grafík Errós í húsi Högnu Morgunblaðið/Árni Sæberg Veggprýði Þrjátíu verk eftir Erró prýða veggina í Brekkugerði 19. Salon Islandus og Diddú koma fram á hátíðartónleikum í Garðabæ á sunnudagskvöld kl. 20. Tónleikarn- ir eru haldnir í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og aðgangur er ókeypis í boði Garðabæjar, en tónleikarnir eru hluti af 17. júní dagskrá í Garðabæ. Salon Islandus hefur starfað í átta ár og kemur reglulega fram á tónleikum víða um land. Hljóm- sveitin hefur verið fastagestur í Garðabæ undanfarin ár. Á sunnudaginn skipa hljómsveit- ina fiðluleikararnir Zbigniew Du- bik og Pálína Árnadóttir, sellóleik- arinn Margrét Árnadóttir, Hávarður Tryggvason kontra- bassaleikari, Martial Nardeau flautleikari, Sigurður I. Snorrason klarínettuleikari, Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari og Pétur Grétarsson slagverksleikari. Söng- kona Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, verður gestur hljómsveitarinnar á tónleikunum Salon Islandus og Diddú í Kirkjuhvoli Hátíðartónleikar Salon Islandus og Diddú leika í Garðabæ á sunnudagskvöld. Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Lau 16/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Lau 23/6 kl. 19:30 Allra síð.sýn. Mið 20/6 kl. 19:30 AUKASÝN. Fös 22/6 kl. 19:30 Níu Grímutilnefningar! Allra síðasta sýning 23. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Lau 16/6 kl. 19:30 Allra síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Allra síðasta sýning 16. júní. Afmælisveislan (Kassinn) Lau 1/9 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30 Þrenn Grímuverðlaun! Sýningar í september komnar í sölu. Hringurinn - athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins (Kassinn) Fös 22/6 kl. 19:30 Aeðins þessi eina sýning! Vesalingarnir HHHHH - SÍÐUSTU SÝNINGAR!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.