Morgunblaðið - 08.06.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.06.2012, Qupperneq 6
Oleg Blokhin, þjálfari Úkra- ínu, er goðsögn í lifanda lífi sem einn mesti knatt- spyrnukappi sem Úkraína hefur af sér alið, ásamt nú- verandi fyrirliða, Andriy Shevchenko. Það er ef til vill ástæðan fyrir því hversu heimakær maður hann er þegar kemur að vali í landsliðið. Nær allir leik- mennirnir koma frá úkraínskum félagsliðum, þar af langfestir frá Dynamo Kiev og Shakhtar Donetsk. Dynamo hefur löngum verið útung- unarstöð fyrir afburðaknattspyrnumenn og þaðan komu þrír handhafar nafnbótarinnar „Knattspyrnumaður Evrópu“; Blokhin sjálfur 1975, Igor Belanov 1986 og Shevchenko 2004. Nýjasti framherja-krónprinsinn blasir hins veg- ar ekki við og „Sheva“ þarf því enn að draga vagninn um sinn, á 36. aldursári. Þó eru tveir leikmenn í hópnum á EM 2012 sem gætu slegið í gegn, og báðir eru þeir sókndjarfir miðjumenn – þeir Yehven Konoplyanka og Andriy Yarmo- lenko. Allt veltur þó á því að Shevchenko, á sínu síðasta stórmóti, nái að setja einhver mörk. Andriy Shevchenko er á sínu síðasta stórmóti. Úkraína Sænska liðið mætir í góðum gír á EM 2012 og er umtal- að að þjálfarinn Erik Ham- ren hafi náð að skapa betri anda í liðinu en verið hafi um langa hríð. Munar ekki minnstu að stórstjarnan Zlatan Ibrahimovich, sem einatt hefur þótt heldur forn í skapi, er hinn hress- asti og spilamennskan eftir því. Margir bíða því spenntir eftir að sjá hvernig hann plumar sig því þrátt fyrir fá- heyrðan árangur með félagsliðum sínum und- anfarin áratug vill loða við „Ibracadabra“ að hverfa þegar allt er undir í stærstu leikjunum. Ef hann er hins vegar til staðar er leitun að betri framherja; 195 cm, nautsterkur og tekn- ískur svo undrun sætir. Með þá Johan Elm- ander og Ola Toivonen sér til fulltingis í fremstu línu er ljóst að Ibra getur gert usla gegn hvaða liði sem er. Svíþjóð í stuði er ekki óskamótherji fyrir nokkurt landslið – spyrjið bara Hollendinga sem töpuðu tvívegis fyrir Svíum í undankeppninni. AFP „Ibracadabra“ - einn besti framherji heims í dag. Svíþjóð Franska landsliðið hef- ur ekki riðið feitum hesti frá síðustu stór- mótum, allt frá því liðið tapaði í úrslitum fyrir Ítalíu á HM 2006. Þrátt fyrir að hafa innan sinna raða mannval sem á fáa sína líka hefur stemningin verið með allra versta móti og náði vitleysan há- marki á HM 2010 með uppreisn nokkurra leikmanna, undir forystu fyrirliðans Patrice Evra. Raymond Domenech er á braut og brýnið Laurent Blanc kominn í staðinn. Batamerkin á leik liðsins eru ótvíræð og liðið mætir til leiks taplaust í síðasta 21 landsleik. Miðað við mannskapinn og gengi liðsins í að- dragandanum verða bláliðar Blancs að teljast sigurstranglegastir í D-riðli og ef allt smellur geta þeir farið í úrslitaleikinn. Gnægð ungra hæfileikamanna á borð við Giroud, M’Vila, Martin og Cabaye er hér að finna í bland við reynslurefi eins og Ribéry, Malouda og Evra. Frakkar geta loks hlakkað til að sjá liðið taka á þeim bestu, í fyrsta sinn í mörg ár. AFP Olivier Giroud verður í framlínu Frakka. Frakkland Ef einhver fylgist tauga- trekktur með gengi enska landsliðsins í fyrstu leikj- unum þá er það Wayne nokkur Rooney. Sökum ein- staklega heimskulegs brots í leik gegn Svartfjallalandi í undankeppni EM, sem hann hlaut verðskuldað rautt spjald fyrir, er hann í banni í fyrstu tveimur leikjum liðsins. Það er afleitt fyr- ir England því Rooney er þeirra öflugasti markaskorari og rúmlega það. Bjartsýnismenn vona að þeir Andy Carroll og Alex Oxlade- Chamberlain grípi tækifærið höndum tveim og láti til sín taka í fjarveru stjörnunnar og fari svo er enginn skaði skeður. Mörgum þykir þá taug- in helst til römm milli þjálfarans Roys Hodg- sons og klúbbsins sem rak hann úr starfi snemmárs 2011, Liverpool, en sex leikmenn liðsins eru í hópnum, fleiri en frá nokkru öðru liði - og það í kjölfar herfilegrar leiktíðar. Fari svo að leikur Englands og Úkraínu í 3. umferð verði úrslitaleikur um 2. sætið í riðlinum mun nærvera Rooneys aftur hafa sitt að segja. AFP Steven Gerrard er fyrirliði Englands á EM. England D -RIÐILLEM 2012 6 | MORGUNBLAÐIÐ Besta landslið undanfar- inna ára, núverandi heims- og Evrópumeistarar Spán- verja, hefur leik í C-riðli. Ekki einasta hafa leik- mennirnir leikið saman um árabil heldur er byrjunarlið Spánar nærfellt í heild sinni skipað leikmönnum Barcelona og Real Ma- drid. Meðal annarra eru David Silva hjá Man- chester City, Santi Cazorla hjá Malága, Fern- ando Llorente hjá Athletic de Bilbao og Juan Mata hjá Chelsea. Að sönnu skuggalegt mann- val og ekki einu sinni allir upp taldir. Í fjarveru Davids Villa, helsta sóknartrompsins und- anfarin ár, munu augu allra beinast að Fern- ando nokkrum Torres – er hann búinn eða náði Roberto Di Matteo að vekja hann aftur til lífs- ins á síðustu vikum tímabilsins hjá Chelsea? Vopnabúr Spánverjanna er reyndar ríflegt jafnvel þótt „El Niño“ finni ekki taktinn, og það segir sitt að hinn frábæri Iker Muniain hjá Bilbao komst ekki í hópinn. Við blasir að „La Furia Roja“ kemst langt. Liðið er einfaldlega alltof gott til annars og gæti vel farið alla leið. AFP Torres - smellur eða skellur á EM? Spánn Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Ítalir urðu heimsmeistarar árið 2006. Flestir úr þeim hópi eru komnir á aldur – aðeins hinn sígræni markvörður Gigi Buffon og leikstjórn- andinn Andrea Pirlo eru þar enn. Liðinu gekk afleit- lega á síðasta heimsmeist- aramóti og til að bæta gráu ofan á svart skekur nú nýtt hneykslismál ítalska boltann þar sem grunur leikur á um víðtæka hagræðingu úr- slita. Afleiðing þess er meðal annars sú að þjálfarinn Cesare Prandelli ákvað að vísa fyrsta valkostinum í vinstri bakvörð, Dome- nico Criscito, úr hópnum þar eð mál hans eru til rannsóknar. Það má því búast við að stemn- ingin sé dælduð í ítalska búningsherberginu. Sóknin er eitt stærsta spurningarmerkið hjá Ítölum. Enginn efast um hæfileika Marios Balotellis og Antonios Cassanos, en þeir bera hins vegar báðir kurteisisheitin „ólíkindatól“ og það er aldrei að vita hvenær þeir fuðra upp í ruglið. Væntingarnar eru því hóflegar í ár. AFP Balotelli - bandbrjálaður snillingur. Ítalía Fyrir mót hefur verið talað um að Króatar eigi óum- deilda hæfileikamenn innan sinna raða en megi ekki við meiðslum. Illu heilli hefur bölvunin þegar dunið yfir því Ivica Olic, sókn- arleikmaður FC Bayern, dró sig út úr hópnum vegna meiðsla í læri viku fyrir upphafsdag EM. Það þýðir að markaskorun mun mæða á nýja manninum í hópnum, Nikola Kalinic, sem lék áður með Blackburn, nú með Dnipro Dnipropetrovsk í Úkraínu. Með honum frammi eru þeir Nikica Jelavic, leikmaður Everton, og Eduardo sem er á mála hjá Shakt- ar Donetsk. Sem fyrr hverfist leikur króatíska liðsins um töfrabrögð Luka Modric og telst hann í nokkrum sérflokki í króatíska liðinu um þessar mundir. Til fulltingis á miðjunni hefur hann félaga sinn frá Tottenham, Niko Kranjc- ar, sem farinn er til Dynamo Kiev, og mun lið- inu ekki veita af hugmyndaríku spili frá þeim kumpánum ef það á að eiga möguleika gegn Spánverjum og Ítölum í riðlakeppninni. AFP Modric er hjarta og heili króatíska liðsins. Króatía Írskur eldmóður og ítölsk knattspyrnunálgun er kok- teill sem þjónað hefur landsliði Íra býsna vel síðan 2008 er núverandi þjálfari tók við. Undir stjórn hins reynsluhokna Giovannis Trapattonis munaði minnstu að liðið kæmist á HM 2010 í Suður-Afríku – aðeins höndin á Thierry Henry kom í veg fyrir það – en í þetta sinn komust þeir í lokakeppni EM, í fyrsta sinn síðan 1988. Írar eru reyndar ekkert sér- staklega hrifnir af stíl „Il Trap“, sem er sam- kvæmt þjóðerninu með báða fætur kirfilega í catenaccio-hefðinni. Varnarleikurinn er sumsé í öndvegi enda er „catenaccio“ ítalska orðið yf- ir slagbrand. Dugnaður, skipulag og skynsemi eru lykilorðin, í bland við skyndisóknir þar sem Robbie Keane og Damien Duff eru oftar en ekki í aðalhlutverki, ásamt því að framherj- inn Kevin Doyle, sem leikur með Úlfunum á Englandi, er býsna frár á fæti. Írar eru grjót- harðir að eðlisfari og gefa ekkert eftir fyrr en í fulla hnefana, en feiknin öll af fjögurra laufa smárum þarf til að koma þeim upp úr riðlinum. AFP Robbie Keane, markahrókur Íra undanfarin ár. Írland C -RIÐILLEM 2012

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.