Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 22.07.2012, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 22.07.2012, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Penna- vinir Hvers vegna ákváðuð þið að fara á siglinganámskeið? Svava: „Mig langaði bara til þess. Ég hef aldrei farið áður og vildi prófa.“ Ágúst: „Ég hafði heldur aldrei prófað og langaði til þess að fara. Ég sé ekki eftir því, þetta er mjög gaman. Þetta er eitt af skemmti- legustu námskeiðum sem ég hef farið á.“ Hvernig gengur dagurinn fyrir sig á nám- skeiðinu? Svava: Við byrjum daginn á því að vera inni í sal og erum lesin upp. Síðan förum við í björgunarvesti og við fáum að vita hvað við erum að fara að gera og kennararnir kenna okkur á nýja báta. Svo erum við bara að sigla allan daginn og förum svo í pottinn í lokin.“ Ágúst: „Við förum í pottinn til að skola allt saltið sem er á okkur.“ Þið voruð svo blaut áðan, blotn- ið þið svona á hverjum degi? Ágúst: „Já, þess vegna þurfum við alltaf að hafa aukaföt með okkur.“ Hvernig fannst ykkur fyrst þegar þið átt- uðuð ykkur á því að þið væruð að fara að busla í sjónum? Svava: „Mér leist bara vel á það.“ Ágúst: „Já, mér líka, það er mjög gaman.“ Nú eruð þið ekki í eins fötum Halló! Ég heiti Ísabella Sóley og ég er 10 ára. Ég óska eftir pennavini á aldrinum 10 til 12 ára. Áhugamálin mín eru körfubolti, skíði, hestar og að baka. Kveðja, Ísabella Sóley Einarsdóttir Gónhóli 17 260 Reykjanesbæ Halló! Ég heiti Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og ég er 9 ára. Mig langar rosalega mikið í pennavin sem er á aldrinum 9-12 ára, helst stelpu. Áhugamál mín eru ballett, kór, skátar, lestur, að teikna, lita og hamstrar. Ég vona að bréfalúgan fyllist. Bless, bless, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir Gnitanesi 9 101 Reykjavík PS. Hér er einn brandari. Af hverju lifa hákarlar í söltu vatni? Svar: Af því að þeir hnerra alltaf í pipruðu. Svava og Ágúst segja að þe þau fara út í en það sé fl Allir verð að b ...að þú finnur ekki bragð af mat ef hann blandast ekki munnvatni. ...að froskar geta ekki kyngt með opin augu. ...að hvalir geta ekki synt aftur á bak. ...að snákar geta ekki blikkað augunum. ...að snákar geta ekki bitið í vatni, þá myndu þeir drukkna. ...að gíraffar geta ekki hóstað. ...að þú getur ekki kitlað sjálfa/n þig. ...að ljón geta ekki öskrað fyrr en þau eru orðin tveggja ára. ...að blóð í humri er litlaust en komist það í snertingu við súrefni verður það blátt. ...að það er ekki til nein blá fæða í náttúrunni. ...að dalmatíuhundar eru alltaf hvítir þegar þeir fæðast. ...að hvítir kettir með blá augu eru oftast heyrnarlausir. ...að í Skotlandi býr flest rauðhært fólk. ...að ljóst skegg vex hraðar en dökkt. Vissir þú ... Í fjöruborðinu í Nauthólsvík má sjá fjölda barna á aldrin- um 9-12 ára í gulum björg- unarvestum sem ýmist busla í sjónum eða sigla á ýmsum gerðum á bátum. Öll eiga þessi börn það sameiginlegt að vera blaut upp fyrir haus og skælbrosandi. Þessi hóp- ur er á siglinganámskeiði í Siglunesi og er aðeins lítill hluti af þeim 6.500 börnum sem mæta þangað árlega til að fá grunnfræðslu í siglingafræðum og líka til þess að skemmta sér og blotna. Óttarr Hrafnkelsson, forstöðumaður Sigluness, segir illa takast til fari börnin þurr heim. Hvað heiti ég? Lausn aftast Barnablaðið hitti á systkini sem voru á leiðinni upp úr sjónum, yngri systirin, Svava Þóra Árnadóttir, var í blautbúningi en eldri bróð- irinn, Ágúst Beinteinn Árnason, var klæddur í stuttermabol og þunnar buxur. Með bláar varir þvertók hann fyrir að honum væri kalt en skellti sér þó í heitan pott til að hlýja sér aðeins áður en hann skipti yfir í þurr föt. Barna- blaðið tók tali þessi tvö börn sem báru af sér einstakan systkinakærleik. „Manni verður stundum kalt fyrst þegar maður fer út í en svo verður þetta alltaf betra.“

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.