Barnablaðið - 22.07.2012, Blaðsíða 5
þegar þið eruð að busla í sjón-
um, hvernig stendur á því?
Svava: „Ég er í blautbúning sem
við Ágúst keyptum saman og við
eigum hann saman.“
Ágúst: „Við skiptumst svo á að
vera í honum. Það er ekkert
mikill munur að vera
í blautbúning eða
ekki nema þegar
maður er lengi
í sjónum, þá er
það mjög mikill
munur. Manni
verður stundum kalt
fyrst þegar maður fer út
í en svo verður þetta alltaf betra.“
Þú varst með svolítið bláar
varir áðan, var þér kannski orðið
örlítið kalt?
Ágúst: „Já, mér var dálítið kalt en
svo fer maður bara í pottinn og
hlýjar sér.“
En eruð þið ekki búin að læra
eitthvað meira en að blotna á
námskeiðinu?
Svava: „Jú, við erum búin að læra
að sigla á kajak, malibú og litlum
seglbát.“
Ágúst: „Það er búið að vera
skemmtilegast að sigla á Laser
Pico (lítill seglbátur).“
Svava: „Já, mér finnst það líka.
Það kemur sko kennari með
okkur.“
Ágúst: „Svo fáum við kannski að
prófa að vera ein á morgun.“
Hafið þið prófað að sigla eitt-
hvað ein?
Ágúst: „Já, bæði á kajökunum og
malibú-bátunum.“
Eigið þið eftir að koma
aftur á siglinganám-
skeið?
Svava: „Já, örugglega.“
Hvernig finnst þér,
Ágúst, að vera með litlu
systur á siglinganámskeiði?
Ágúst: Bara mjög gaman.
Semur ykkur alltaf vel?
Ágúst: „Við rífumst eiginlega
aldrei.
Svava: „Mér finnst mjög gaman
að vera með honum. Við erum
eiginlega alltaf saman á nám-
skeiðinu.“
Ágúst: „Ef við rífumst þá erum við
bara að rífast um i-padinn.“
En hver eru áhugamálin ykkar?
Svava: „Fimleikar, sund og píanó.
Ég er að æfa fimleika hjá Gróttu.“
Ágúst: „Helsta áhugamálið mitt
er rapp. Ég er eiginlega rappari.
Uppáhalds rappararnir mínir eru
Erpur og Eminem. Mig langar til
að verða rappari þegar ég verð
eldri.“
eim verði kalt þegar
fljótt að jafna sig.
ða
blotna
„Mér
finnst mjög
gaman að vera
með honum. Við
erum eiginlega alltaf
saman á nám-
skeiðinu.“
BARNABLAÐIÐ 5
Gæslubáturinn
með vakandi
gæslumönnum
Allir í björgunarvestum
Sæll í sjósundi
Líf og fjör