Morgunblaðið - 05.10.2012, Page 19

Morgunblaðið - 05.10.2012, Page 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Spænski efnahagsráðherrann hitti í gær fjárfesta í London með það að markmiði að freista þess að fá þá til að fjárfesta í svonefndum „slæmum banka“, sem er eignaum- sýslufélag sem mun ráðstafa ótraustum fasteignalánum í eigu spænskra fjármálastofnana að andvirði milljarða evra. Frá þessu greinir Reuters. Ráðamenn í Madrid vonast til að með því að koma á fót slíku eigna- umsýslufélagi myndi það greiða fyrir því að fjármálastofnanir myndu á ný fara að auka útlán til fyrirtækja og heimila. Atvinnu- leysi hefur aukist mikið á Spáni á undanförnum árum og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn spáir sam- dráttarskeiði fram til ársins 2014. Eitt af skilyrðunum sem var sett fyrir 100 milljarða evra láni AGS og ESB til Spánar fyrr á þessu ári til að endurfjármagna bankakerfið var einmitt að stofna „slæman banka“ utan um þær eignir sem líkur eru á að muni aðeins end- urheimtast að hluta til baka. Spænsk stjórnvöld vilja að eign- arhald ríkisins á eignaumsýslu- félaginu verði undir 50% í því augnamiði að koma í veg fyrir frekari skuldsetningu ríkissjóðs. Vonir standa til að fjárfestar á markaði muni eiga að minnsta kosti 55% hlut í félaginu, að því er fram kom í ræðu efnahagsráð- herra landsins fyrir skemmstu. AFP Spánn Luis de Guindos efnahagsráðherra reynir að selja fjárfestum hlut í fyrirhuguðu eignaumsýslufélagi utan um „slæmar“ eignir bankanna. Reyna að selja „slæman banka“  Spánn stofnar eignaumsýslufélag Föt til sölu Bækur                              !" Allskonar skemmtilegt dót til sölu úr geymslum Hafnfirðinga Opið frá 10  12 sandblástursfilmur bolaprentun skilti bílamerkingar Kíktu á signa.is strigaprentun heimskort texti á vegg skjaldamerkisbolir Vertu þjóðlegur 1 á 2900 kr. 2 á 5 000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.