Morgunblaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2012 Starf sjúkraliða er gefandi og skemmti- legt. Námið veitir aukið starfsöryggi og þokkaleg laun miðað við það launaumhverfi sem kvennastéttir á Íslandi búa við. Sjúkraliðar hafa getað stýrt starfshlutfalli sínu og á hvaða tíma starfið er unnið, allt eftir þörfum fjölskyld- unnar. Starfsmöguleikar eru góðir, fjölbreytilegir og krefjandi. Starfs- krafta sjúkraliða er óskað víða, enda eftirsóttir starfsmenn um land allt. Sjúkraliðanámið er góður undirbúningur undir lífið, uppeldi, samskipti við annað fólk og gerir einstaklinginn færan um að meta sjálfur þörf fjölskyldunnar á heil- brigðisþjónustu. Sjúkraliðanámið er á heil- brigðis-, náttúru- og félagssviði og er einnig góður undirbúningur fyr- ir þá sem huga að lengra námi í háskóla. Af hverju sjúkraliðabrú? Á árunum í kringum tvítugt eða jafnvel fyrr kemur að því að flestir velja sér sitt ævistarf og fara þá sumir út á vinnumarkaðinn en aðr- ir fara í áframhaldandi nám. Það starf sem valið er, er líklegt til að standa undir þeim lífsgæðum sem hver og einn ætlar sér og er innan hans áhugasviðs. Ekki eru þó allir sem njóta þeirra forréttinda að geta stundað það nám og þá vinnu þar sem áhugasviðið er. Þó hafa þeir möguleikar aukist til muna nú á dögum með tilkomu fjarnáms. Árið 1993 bauðst okkur nokkrum kon- um á besta aldri sem unnum á sjúkrahúsi á Norðurlandi að taka sjúkraliðanám í fjar- námi frá Fjölbrautaskóla Norð- ulands vestra. Með fjarnáminu komu möguleikarnir til að ná sér í réttindi til sjúkraliðastarfsins en við höfðum unnið inni á stofnuninni sem ófaglærðar, möguleikar sem voru ekki fyrir hendi á yngri árum eða ekki nýttir. Það má segja að þetta hafi verið fyrsti vísirinn að sjúkraliðabrú. Með góðum stuðningi Fjöl- brautaskólans, samstarfsfélaga og þeirrar stofnunar sem við unnum hjá útskrifuðust 4 sjúkraliðar árið 1996. Það voru stoltar konur sem settu upp merki Sjúkraliðafélags- ins á þessum tímamótum. Árið 2000 var sjúkraliðabrúin lögfest í aðalnámskrá framhalds- skóla. Það nám stendur ein- staklingum til boða sem hafa náð 23 ára aldri, hafa 5 ára starfs- reynslu og meðmæli frá sínum vinnuveitanda. Auk þess þarf við- komandi að hafa lokið starfs- tengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga og/eða annarra aðila með það að markmiði að auka kunnáttu og færni til starfa á hjúkrunarsviði. Ekki voru allir sammála um ágæti þessa náms, en miðað við mína reynslu er þetta frábært námstækifæri fyrir þá sem ekki höfðu tækifæri til náms á sínum yngri árum en vinna inni á heil- brigðissviði. Ef ég væri í þeirri stöðu í dag að hafa starfað sem ófaglærð við að- hlynningu inni á heilbrigðisstofn- unum myndi ég ekki hika við að nýta mér möguleika brúarnámsins eða setjast á skólabekk ef mögu- legt væri. Sjúkraliðanámið er gott og fjölbreytt nám sem veitir góðan faglegan grunn og veitir þeim sem starfa við aðhlynningu/hjúkrun aukið sjálfstraust í starfinu. Sjúkraliðastarfið gefur í allar áttir, er faglegt og traust starf sem við erum stolt af að sinna. Hugleiðing mín í tilefni Evr- ópudags sjúkraliða 26. nóv 2012. Sjúkraliðanámið er gott og fjölbreytt nám sem veitir góðan faglegan grunn Eftir Jóhönnu Þorleifsdóttur » Sjúkraliðastarfið gefur í allar áttir, er faglegt og traust starf sem við erum stolt af að sinna. Jóhanna Þorleifsdóttir Höfundur er sjúkraliði og er formaður Deildar sjúkraliða á Norðurlandi eystra. Að undanförnu hef- ur mikið verið rætt og ritað um framlag landsstjórnarinnar til afreksíþróttafólks og sitt sýnist hverjum. Sögulega hefur fram- lag landsstjórnarinnar til íþróttamála al- mennt verið af skorn- um skammti og má segja að ekkert hafi breyst þar en sveitarstjórnarstigið hefur víða um land stutt vel við starfið og ekki síst uppbyggingu íþróttamannvirkja. Framlag lands- stjórnarinnar 2012 til íþróttamála er 425 milljónir króna (skák og brids undanþegið). Stærstu fram- lögin eru til ÍSÍ, 156 milljónir, UMFÍ, 99 milljónir, ferðasjóðs, 65 milljónir, og afrekssjóðs, 35 millj- ónir. Ferða- og afrekssjóður Ferðasjóðinn þarf landsstjórnin að styrkja og í raun ætti hann að vera þannig uppbyggður að aðeins félög og íþróttafólk utan Stór- Hafnarfjarðar ættu kost á að fá út- hlutað úr sjóðnum. Landstjórnin þarf að auka fram- lag til afrekssjóðsins ásamt því að við í íþróttahreyfingunni næðum fram hagræðingu innan okkar raða sem færðist yfir í sjóðinn. Framlag til landsstjórnarinnar Raunar má segja að sl. 20-30 ár hafi ríkisvaldið haft verulegar tekjur af íþróttastarfi, t.a.m. tekju- skatt og tryggingagjald af launum, virðisaukaskatt af rekstrarvörum, þjónustu og byggingu mannvirkja. Ljóst er að tekjur þessar hafa hlaupið á milljörðum á undanförnum árum, verulega hærri en framlag landsstjórn- arinnar hefur verið til málaflokksins. Vegna þessa hefur manni oft þótt hjákátlegt þegar ýmsir ráðherrar og þingmenn birtast á há- tíðarstundu og til- kynna um peninga- gjafir eftir glæsta sigra og vitleysan slær öll met þegar þetta sama fólk hefur upp raust sína og gagnrýnir ýmis sérsambönd í nafni jafnréttis. Mismunandi staða íþróttagreina Ljóst er að fjármagn er mismun- andi í hinum ýmsu íþróttagreinum. Þannig hefur það verið og mun allt- af verða. Því breyta stjórnvöld ekki. Það hefur í för með sér að íþróttamenn og -konur, í þeim greinum þar sem fjármagn er af skornum skammti, þurfa að fórna miklu til að ná árangri og taka þátt í alþjóðlegu starfi, þetta veit íþróttafólkið þegar lagt er af stað og lítið land eins og Ísland getur ekki haldið úti fjárfrekri afreks- stefnu í öllum greinum. Fámennið veldur því að við verðum aldrei samkeppnisfær á við stærri þjóðir. Uppbygging íþróttahreyfingarinnar Hvað skal gera? Veita eitthvert fé til allra eða gera vel við fáa? Þessu þarf íþróttahreyfingin að svara en um leið þarf hún að skoða hvar hún getur gert betur. Sveit- arfélögin hafa sameinast og hag- rætt í rekstri. Það þarf íþrótta- hreyfingin líka að gera. Uppbygging íþróttahreyfing- arinnar á Íslandi er barn síns tíma (ÍSÍ stofnað 1912). Þurfum við UMFÍ og ÍSÍ? Þurfum við 25 hér- aðssambönd? Hvað með íþrótta- mannvirkin sem við erum að byggja, getum við hagrætt þar? Geta félögin unnið betur saman til hagræðingar? Eru íþróttafélögin of mörg? Lítið mál væri að bæta hér við ýmsum spurningum en ég læt þetta duga í bili. Sjálfboðaliðsstarf og stuðningur atvinnulífsins Íþróttahreyfingin má þó alls ekki festast í einhverju þrasi um afreksstyrki. Við sem í hreyfing- unni erum vitum að þar er unnið frábært starf, öflugt barna- og unglingastarf um allt land, afreks- starfið blómstrar víða. Þetta getum við þakkað öflugum sjálfboðaliðum, stuðningi fyrirtækjanna í landinu gegnum súrt og sætt og mynd- arlegum stuðningi sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Gaman væri eftir einhver ár að geta bætt landsstjórninni í hóp öflugra sam- starfs- og stuðningsaðila. Íþróttahreyfingin og landsstjórnin Eftir Viðar Halldórsson » Sveitarfélögin hafa sameinast og hagrætt í rekstri. Það þarf íþróttahreyf- ingin líka að gera. Viðar Halldórsson Höfundur er formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar. „Fagnið, þér rétt- látir, yfir Drottni“ (Sálm. 33:1). Fagn- aðarerindið um hjálp- ræðisverk Jesú Krist lýsir fögnuði vegna síns boðskapar. Gleðin skín líka af andlitum þeirra sem segja frá krossi Krists, því fylgir fögnuður að geta frelsað aðra frá glötun. Við þekkj- um þetta þegar við förum í kirkju hvernig gleðin skín af ásjónu prestanna og hvernig þeir eins og takast á loft í stólnum þegar þeir vitna um að Jesús sé persónulegur guð og frelsari og hafi dáið fyrir syndir þeirra sem hjálpræði hans vilja þiggja. Manni hlýnar þá um hjartaræturnar og minnist Stefáns píslarvottar sem grýttur var forð- um. Ofsóknir eru fylgifiskur kristni- boðs og á fyrstu þremur öldum kristninnar voru ofsóknir mjög hatrammar. Heiðingjarnir gerðu kristna menn útlæga og rétt- dræpa. Til eru frásagnir af því að á meðan böðlarnir pyntuðu og kvöldu lífið úr kristna fólkinu, hafi ásjóna þess ljómað eins og ásjóna Stefáns og það bað Guð að fyr- irgefa morðingjum sínum. Fólkið söng Jesú Kristi lofsöngva í kvöl- um sínum og stundum var þessi vitnisburður fólksins svo sterkur að böðlarnir frelsuðust og urðu kristnir. Í þessum ofsóknum fjölg- aði kristnum svo að veraldleg stjórnvöld hættu ofsóknum til að stöðva vakninguna. Sumir prestar kenna reyndar að bera eigi virð- ingu fyrir trúarbrögðum annarra, líklega til að sleppa við ofsóknir, en sú fræðsla rímar illa við kristniboðsskipunina. Það er reyndar ekkert einkamál presta að vitna um Krist, allir kristnir menn eru ábyrgir fyrir því að út- breiða boðskap hans og hjálpræði. Náttúran sjálf er kristniboði þar sem Guð opinberar dýrð sína og sá lífsins fingur getur snert menn til frelsis og fagnaðar. Sköpunarsagan á marga vini meðal vísindamanna, líffræðinga, jarðfræðinga og steingervinga- fræðinga og hafa þeir sumir hverj- ir snúist til kristni þegar rann- sóknir hafa bent þeim á mótsagnir þróunarkenningarinnar. Benda má á ágæta bók sem vísar til rann- sókna þessara manna „Óvæntar staðreyndir um sögu jarðar“ eftir dr. Harold Coffin. Sígild bók sem byggist á niðurstöðum rannsókna. Vísindin hafa löngu sannað að ekki er líf að finna á öðrum plán- etum en jörðinni. Gríðarlegir ver- aldlegir hagsmunir þróunarsinna halda þó kenningunni gangandi þó margir vísindamenn hafi látið sér segjast. Neil Armstrong var einn þeirra vísindamanna sem játuðu smæð sína fyrir Guði og frelsaðist. Hann er nú nýlátinn og fjallaði m.a. fréttastofa RUV um för hans til tunglsins, heimsókn hans á öræfi Íslands og að hann hafi lok- ið starfsferli sínum sem kúabóndi. Séra Árni Þórarinsson próf. segir í ævisögu sinni að menn ljúgi með þögninni, en samkv. um- fjöllun RUV voru týndu árin í sögu NA hálf ævi hans þar sem ætla mætti að hann hafi ekki gert annað en að mjólka belj- urnar. Fagmennskan á RUV lætur ekki að sér hæða þegar kristni og gyð- ingdómur eru annars vegar. Minningarorð. Neil Armstrong er látinn, hann var sannur vinur mannkyns, ekki vegna þess að hann fór til tunglsins heldur vegna þess að hann helgaði hálfa ævi sína kristniboði. Á 8. áratug 20. aldar kom hann til Íslands og hélt vakn- ingarsamkomu í Háskólabíói. NA sagði þar frá því að þegar hann kom til jarðar frá tunglinu hafi fegurð Jarðar verið svo ótrúleg mikil í litadýrð sinni og ólík öllu öðru í himin geimnum að hann sannfærðist um að Guð alfaðir í Drottni Jesú væri skapari alls lífs á Jörðinni. Hann hét Kristi því að gerast boðberi hans og stóð við það. NA ferðaðist um heiminn og predikaði hjálpræðið í Jesú Kristi. Hann hefði mjög líklega, í skjóli frægðar sinnar, getað orðið for- seti USA og mikill áhrifamaður á veraldlega vísu. NA kaus heldur að þjóna Guði og gladdist í of- sóknunum þegar þróunarsinnar sögðu hann geðveikan og smá- borgaralegir fjölmiðlar reyndu að þegja hann í hel. Hann var alltaf hinn prúði yfirvegaði maður eins og honum var lýst í andlátsfrétt- inni á RUV og mestur í hópi jafn- ingja þegar hann dvaldi í æfing- arbúðum á öræfum Íslands fyrir tunglferðina. Í Háskólabíó ljómaði ásjóna hans og hann predikaði „Kross Krists“ fullur af friði og fögnuði hins endurfædda manns. Hann sýndi Íslendingum þann sóma og Guði þá hollnustu að heimsækja þjóðina aftur og vitna um frelsun sín frá syndum. Bless- uð sé minning kristniboðans Neil Armstrongs. Fagnaðarerindið kallast ekki svo eingöngu vegna boðskaparins heldur eigum við hinir kristnu að vera svo glaðir yfir að geta sagt öðrum gleðifréttirnar að við ljóm- um og fögnum og gleðjumst yfir því. Samkv. Biblíunni eru ofsóknir vegna Jesú forréttindi, hann segir „Sælir eruð þér þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna. Gleðjist og fagnið því að laun yðar eru mikil á himnum.“ (Mt. 5:11-12). Himnafaðirinn stendur við sitt og blessar píslarvottana sbr. „Og þau hafa sigrað hann fyrir blóð lambs- ins og fyrir orð vitnisburðar síns og eigi var þeim lífið svo kært að þeim ægði dauði“ (Opb. 12:11). Kristið fólk býr við grimmar of- sóknir þar sem kommúnistar og múslímar ráða löndum. Minnumst þeirra bræðra og systra í bænum okkar. Ég bið Íslendingum Guðs friðar. Sigrandi trú Eftir Ársæl Þórðarson Ársæll Þórðarson » Ofsóknir eru fylgi- fiskur kristniboðs og á fyrstu þremur öldum kristninnar voru ofsókn- ir mjög hatrammar. Höfundur er húsasmiður. ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.