Morgunblaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 2
FRAKKLAND Jón Heiðar Gunnarsson sport@mbl.is „Auðvitað eru þetta mikil von- brigði að vinna ekki leikinn og það er alltaf hundfúlt að fá silf- urverðlaun,“ sagði handboltamað- urinn Gunnar Steinn Jónsson þeg- ar Morgunblaðið náði tali af honum eftir að liðið hans, Nantes, tapaði tapaði úrslitaleiknum í franska deildabikarnum gegn Dun- kerque, 24:28, á sunnudaginn. „Þetta var gullið tækifæri fyrir klúbbinn að taka sinn fyrsta titil þar sem risarnir tveir voru ekki í úrslitum, Montpellier og París,“ en Gunnar Steinn og félagar gerðu sér lítið fyrir og slógu út stórlið Parísar í átta liða úrslitum. „Dunkerque-menn voru kaldari í dag og eftir á getur maður sagt að þeir hafi spilað betur. Markmað- urinn þeirra gerði gæfumuninn og tók okkur á tauginni. Við misstum einnig af Evrópusæti með tapinu, sem er gríðarlega svekkjandi en þó að allir séu gríðarlega svekktir eftir tapið þá held ég að fólk kringum klúbbinn sé nokkuð sátt, þar sem þetta er fyrsti úrslita- leikur félagsins. Nantes er klúbbur á uppleið. Í ár er fyrsta árið sem liðið fékk til sín heimsklassa- leikmenn, þeir eru með mestan fjölda áhorfenda í deildinni og það er gríðarlega gaman að vera hluti af þessu ævintýri.“ Óvænt gengi hjá Nantes Nantes hefur komið mörgum á óvart með góðu gengi sínu í deild- inni en liðið er í 4.-5. sæti eftir ell- efu umferðir. Lið- ið fékk meðal annars til sín spænsku stór- skyttuna Alberto Entrerrios en hefur spilað mjög vel á sína fyrsta tímabili í Frakk- landi. Þessi 36 ára leikmaður var verðlaunaður með landsliðssæti í spænska lands- liðinu á dögunum en margir voru búnir að afskrifa hann sem lands- liðsmann eftir að hann var ekki valinn í liðið fyrir Ólympíuleikana í London. Gunnar Steinn segist vera nokk- uð sáttur við sitt hlutverk í liðinu. „ Ég er búinn að vera í vandræð- um með öxlina á mér og hef ekki getað æft af fullum krafti und- anfarið. Ef ég næ mér heilum af því er ég mjög bjartsýnn á fram- haldið og hef fulla trú á sjálfum mér. Ég spilaði helminginn í hvor- um leik, í undanúrslitum og úrslit- um, og finnst ég vera að komast meira og meira inn í hlutina. Ég er einnig kominn betur inn í félags- skapinn núna, en það var erfitt til að byrja með þar sem ekki er hægt að halda uppi gáfulegum samræð- um á ensku hér.“ Spurður út í markmið vetrarins segir hann: „Við stefnum á topp 4 í deildinni og það er mjög raunhæft þar sem 5-6 lið eru að berjast um þessi sæti. Við þurfum að gyrða okkur fljótt í brók þar sem við eig- um útileik á móti París á fimmtu- daginn.“ „Alltaf hundfúlt að fá silfurverðlaun“ Gunnar Steinn Jónsson FÓTBOLTI Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Með því að vinna nágrannana í Man- chester City síðastliðinn sunnudag náði Manchester United sex stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeild- arinnar þegar 16 umferðum er lokið og mótið nærri því hálfnað. Man. United var yfir í hálfleik, 2:0, en fékk á sig tvö mörk í seinni hálf- leik áður en hérahjartað í Samir Nasri hjálpaði Robin van Persie að skora dramatískt sigurmark, 3:2. Án efa var fagnað vel og lengi í rauða hluta Manchester-borgar enda trónir liðið á toppi deildarinnar með fínt forskot og þægilegt jólapró- gramm framundan. Það er þó ein tala sem Sir Alex Ferguson hefur án efa áhyggjur af: 23 mörk fengin á sig. Versti varnarleikurinn í 15 ár Það eru engin ný tíðindi að varn- arleikur Manchester United hefur verið afburðaslakur á köflum á tíma- bilinu. Liðið hefur fengið 23 mörk á sig í fyrstu 16 umferðunum eða 1,44 mörk að meðaltali í leik. Enska blaðið Times tók saman varnarleik efstu sex liðanna í ensku úrvalsdeildinni undanfarin 15 ár og þar kom í ljós að ekkert lið hefur staðið sig verr en Manchester United í ár. Ef strákar Sir Alex Fergusons laga ekki varnarleikinn mun liðið státa af verstu vörn liðs í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin 15 ár. Það kannski skiptir ekki öllu ef titill- inn kemur aftur á Old Trafford en hversu lengi getur liðið unnið leiki með svona hripleka vörn? Halda sjaldan hreinu Vissulega hefur nánast allt gengið upp hingað til enda skorar liðið mörk. Man. United er búið að skora 40 mörk í úrvalsdeildinni sem er það mesta eftir 16 leiki síðan liðið end- urheimti titilinn tímabilið 2006/2007. United er á toppnum og er búið að vinna Man. City, Liverpool og Chelsea á útivelli og Arsenal á heima- velli. Ekki slæmt það. Það er líka eins gott fyrir Man. United að skora nóg því liðið hefur ekki fengið á sig fleiri mörk eftir 16 umferðir í sjö ár. Tuttugu og þrisvar sinnum hefur boltinn legið í netinu hjá Man. United en það er það lang- mesta á þessu sjö ára tímabili. Síðan Ferguson kom Man. United aftur á toppinn eftir þriggja ára eyði- merkurgöngu 2006/2007 hefur vörn og markvarsla verið aðalsmerki liðs- ins. Þegar liðið vann titilinn þrjú ár í röð, 2007-2009, hélt liðið hreinu sam- tals 27 sinnum í fyrstu 16 leikjum hvers tímabils. Í byrjun tímabils 2008 og 2009 skoraði United ekki neitt sér- staklega mikið en þökk sé varnar- leiknum var liðið með 21 og 17 mörk í plús. United er ekki með nema 17 mörk í plús á yfirstandandi tímabili þrátt fyrir að vera búið að skora 40 mörk. Rót á vörninni Það hefur ekki hjálpað Manchester United á tímabilinu hversu mikið rót hefur verið á vörninni. Sjaldan er sömu varnarlínunni stillt upp og vinstri bakvörðurinn Patrice Evra nánast sá eini sem er alltaf heill. Nemanja Vidic er meiddur, Chris Smalling og Phil Jones hafa verið meiddir og Jonny Evans tæpur. Það er af sem áður var þegar Vidic og Rio Ferdinand réðu ríkjum í vörn Man. United með Edvin Van der Sar fyrir aftan sig. Það er erfitt að mót- mæla því að þar var á ferðinni eitt besta þríeykið í Evrópuboltanum í nokkur ár. Auðvelt er að benda á „markvarð- arvandræðin“. Hvorki David De Gea né Anders Lindegaard eru búnir að negla niður byrjunarliðssæti sem er erfitt fyrir markverði. Þrátt fyrir að það sama hafi verið upp á teningnum í fyrra var liðið samt sem áður bara búið að fá á sig 14 mörk eftir 16 um- ferðir og hafði haldið átta sinnum hreinu. Fótboltinn er oft skrítinn og nú er lið sem getur ekki varist með sex stiga forustu á toppi ensku úrvals- deildarinnar með jafnmörg stig og í fyrra þegar liðið skoraði nánast jafn- mikið og fékk á sig mun færri mörk. Varnarleikur Manchester United hefur vissulega sjaldan verið slakari en liðið er samt sem áður á toppnum. Hvað gerist ef Ferguson tekst að stoppa í götin og liðið heldur áfram að raða inn mörkum? Þá gæti bilið á toppnum breikkað enn frekar. Efstir með hripleka vörn  Varnarleikur Man. Utd sjaldan verri  Skora meira en geta illa haldið hreinu Árangur Manchester United eftir 16 leiki síðustu 7 ár 2006/ 2007 Meistarar Vörnin: 8mörk fengin á sig,8 sinnum haldið hreinu Sóknin: 35mörk skoruð,mest 5 gegn Fulham Árangur: 43 stig, markatala 35:8 (+27) Vörnin: 8mörk fengin á sig,9 sinnum haldið hreinu Sóknin: 29mörk skoruð,mest 4 í leik 4 sinnum Árangur: 36 stig, markatala 29:8 (+21) Vörnin: 10mörk fengin á sig, 10 sinnum haldið hreinu Sóknin: 27mörk skoruð,mest 5 gegn Stoke Árangur: 32 stig, markatala 27:10 (+17) Vörnin: 14mörk fengin á sig,5 sinnum haldið hreinu Sóknin: 34 mörk skoruð,mest 5 gegnWigan Árangur: 34 stig, markatala 34:14 (+20) Vörnin: 16mörk fengin á sig, 7 sinnum haldið hreinu Sóknin: 36mörk skoruð,mest 7 gegn Blackburn Árangur: 35 stig, markatala 36:16 (+20) Vörnin: 14mörk fengin á sig,8 sinnum haldið hreinu Sóknin: 37mörk skoruð,mest 8 gegn Arsenal Árangur: 39 stig, markatala 37:14 (+23) Vönin: 23mörk fengin á sig, 2 sinnum haldið hreinu Sóknin: 40mörk skoruð,mest 4mörk í leik 3 sinnum Árangur: 39 stig, markatala 40:23 (+17) 2007/ 2008 Meistarar 2008/ 2009 2009/ 2010 2010/ 2011 2011/ 2012 2012/ 2013 1. sæti 2. sæti Meistarar 2. sæti Meistarar 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2012 Barcelona, sem enn er ósigrað á Spáni á leiktíðinni, mætir B- deildarliðinu Cordoba í konungsbikarnum annað kvöld. Cor- doba sló út Real Sociedad í síðustu umferð. Tito Villanova, þjálfari Barcelona, segir Cordoba með gott lið og vonast til að sínir menn vanmeti ekki andstæðinginn. „Þetta er ótrúlega erfið og flókin viðureign. Ég hefði miklu frekar viljað mæta toppliði. Ég er ekki að grínast. Svona líð- ur mér. Frekar hefði ég viljað fá andstæðing úr efstu deild. Cordoba spilaði vel gegn Sociedad og sló það úr keppni. Sem betur fer elska mínir leikmenn að spila fótbolta og þeir segj- ast vera tilbúnir í þetta,“ segir Tito Villanova. Andrés Iniesta, Victor Valdés og Adriano verða ekki með í bikarleiknum sem Villanova segir ekki minna mikilvægan en leikinn gegn Atlé- tico um næstu helgi. „Það eru allir leikir mikilvægir þegar þú spilar fyrir Barce- lona. Þessi vika er ekkert merkilegri en aðrar fyrir okkur. Við eigum bara tvo erfiða leiki í vændum,“ segir Tito Villanova. tomas@mbl.is Vill frekar mæta toppliði Andrés Iniesta Spænski tenniskappinn Rafael Nadal tilkynnti það óvænt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að taka þátt í heims- mótinu í lok mánaðarins. Þar berjast sex tenniskappar á hverju ári um 250 þúsund dollara en mikil tennishátíð er í kringum mótið á hverju ári. Nadal hefur ekki keppt síðan í júní þegar hann tapaði óvænt í annarri umferð Wimbledon-mótsins. Spánverjinn hefur glímt við erfið meiðsli í hné síðan og ætlaði sér ekki að snúa aftur fyrr en á næsta ári. „Get ekki beðið eftir því að komast út á völlinn aftur. Ég vann heimsmótið 2010 og 2011 og mig langar mikið að lyfta bikarnum aftur,“ segir Nadal á Facebook-síðu sinni. Nadal líður greinilega betur í hnénu því hann hafði áður sagst ætla að fara sér afar rólega og býst ekki við því að vera kominn í almennilegt keppnisform fyrr en í apríl á næsta ári. „Ég sný aftur þegar ég er heill. Ég ætla ekki að spila og hafa áhyggjur af hnénu,“ sagði Nadal í síðustu viku. tomas@mbl.is Nadal snýr aftur í Abu Dhabi Rafael Nadal England A-deild: Sunderland – Reading ............................ 3:0 James McClean 3., Steven Fletcher 28., Stéphane Sessegnon 90.  Brynjar Björn Gunnarsson var á vara- mannabekk Reading. Staða neðstu liða: Fulham 16 5 5 6 27:27 20 Newcastle 16 4 5 7 18:23 17 Sunderland 16 3 7 6 17:21 16 Southampton 16 4 3 9 22:32 15 Aston Villa 16 3 6 7 12:23 15 Wigan 16 4 3 9 17:30 15 Reading 16 1 6 9 19:31 9 QPR 16 0 7 9 13:29 7 Deildabikarinn, 8-liða úrslit: Bradford – Arsenal ................................. 4:3 Garry Thompson 16. - Thomas Vermaelen 87.  Bradford sigraði 3:2 í vítaspyrnukeppni. Norwich – Aston Villa............................. 1:4 Steve Morison 19. - Brett Holman 21., Andreas Weimann 79., 85., Cristian Ben- teke 90. Bikarkeppnin, 2. umferð: Notts County – Rotherham............. frestað  Kári Árnason leikur með Rotherham. Ítalía Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Roma – Atalanta....................................... 3:0 Spánn Bikarkeppnin, 16-liða, fyrri leikur: Osasuna – Valencia................................... 0:2 KNATTSPYRNA Þýskaland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Minden – N-Lübbecke......................... 27:26  Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk fyrir Minden. HANDBOLTI NBA-deildin Philadelphia – Detroit........................ 104:97 Charlotte – Golden State ................... 96:104 Miami – Atlanta .................................. 101:92 Houston – San Antonio .................... 126:134  Eftir framlengingu. Dallas – Sacramento .......................... 119:96 Portland – Toronto............................... 92:74 Efstu lið í Austurdeild: New York 15/5, Miami 14/5, Atlanta 12/6, Chicago 11/8, Brooklyn 11/8, Philadelphia 12/9, Boston 11/9, Milwaukee 10/9. Efstu lið í Vesturdeild: San Antonio 18/4, Oklahoma 17/4, Memphis 14/4, LA Clip- pers 14/6, Golden State 14/7, Utah 12/10, Dallas 11/10, Minnesota 9/9. Áskorendabikar Evrópu Pyrinto – Norrköping......................... 84:80  Pavel Ermolinskij skoraði 4 stig, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendignar fyrir Norr- köping. KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Schenkerhöll: Haukar – Grindavík..... 19.15 Dalhús: Fjölnir – Keflavík ................... 19.15 Stykkishólmur: Snæfell – KR ............. 19.15 1. deild karla: Smárinn: Breiðablik – Haukar................. 18 Hveragerði: Hamar – Valur ................ 19.15 Kórinn: Augnablik – ÍA ....................... 20.30 Í KVÖLD! MILLIRIÐILL 1 Tékkland – Frakkland ......................... 22:24 Noregur – Svíþjóð ................................ 28:25 Serbía – Danmörk ................................ 29:26 Staðan: Noregur 4 4 0 0 107:89 8 Serbía 4 2 1 1 106:101 5 Danmörk 4 2 0 2 113:113 4 Frakkland 4 2 0 2 94:97 4 Svíþjóð 4 1 1 2 92:101 3 Tékkland 4 0 0 4 95:106 0  Noregur í undanúrslit. Lokaumferðin á morgun: 15.10 Tékkland – Svíþjóð 17.10 Serbía – Frakkland 19.10 Noregur – Danmörk MILLIRIÐILL 2 Spánn – Rússland................................. 25:25 Þýskaland – Svartfjallaland ................ 27:20 Ungverjaland – Rúmenía .................... 25:19 Staðan: Svartfjallaland 4 3 0 1 101:100 6 Ungverjaland 4 3 0 1 107:99 6 Rúmenía 4 1 1 2 91:95 3 Spánn 4 1 1 2 105:108 3 Rússland 4 0 3 1 99:102 3 Þýskaland 4 1 1 2 94:93 3  Svartfjallaland og Ungverjaland í undan- úrslit. Lokaumferðin á morgun: 15.15 Spánn – Svartfjallaland 17.15 Þýskaland – Rúmenía 19.15 Ungverjaland – Rússland EM KVENNA 2012 Í SERBÍU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.