Morgunblaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.12.2012, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2012 Þrír íslenskir sundmenn taka þátt í heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem hefst í Istanbúl í Tyrkalandi í dag en um 1.000 sund- menn frá 170 löndum taka þátt í mótinu. Sundmennirnir sem munu verja heiður Íslands á mótinu verða þau Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH, Orri Freyr Guðmundsson úr SH og Anton Sveinn McKee úr Ægi. Öll verða þau í eldlínunni í dag en þá mun Hrafnhildur taka þátt í 50 metra bringusundi, Anton Sveinn í 100 metra bringusundi og Orri Freyr í 100 metra flugsundi. Fjórði Íslendingurinn sem verður viðloðandi heimsmeistaramótið er Ólafur Baldursson en hann verður einn af dómurunum sem munu starfa á mótinu. gummih@mbl.is Þrjú með á HM í sundi í Tyrklandi Keppni í deildabikar HSÍ í karla- flokki hefur verið færð til vegna leikja íslenska landsliðsins gegn Túnisum sem fram fara 28. og 29. desember. Deildabikarinn verður spilaður helgina 26. og 27. janúar en vanalega hefur keppnin farið fram á milli jóla og nýárs. Fjögur efstu liðin í N1-deildinni taka þátt í deildabikarnum. Ljóst er að Hauk- ar og FH taka þátt í honum en slag- urinn um hin tvö sætin stendur á milli ÍR, HK og Akureyrar. Það skýrist eftir umferðina í N1- deildinni annað kvöld hvaða lið mætast. Konurnar halda hins vegar sínu striki og spila sinn deildabikar á milli hátíðanna. Fimmtudaginn 27. desember leikur Valur á móti Stjörnunni og Fram mætir ÍBV og fara báðir leikirnir fram í íþrótta- húsinu við Strandgötu í Hafn- arfirði. Sigurliðin mætast síðan í úrslitaleik i Laugardalshöllinni 28. desember. gummih@mbl.is Deildabikar karla seinkað um mánuð 1974 en hann skoraði sigurmarkið á móti Hollendingum í úrslitakeppni HM 1974 og það á heimavelli sínum í München. Gerd Müller heitir fullu nafni Ger- hard Müller. Hann fæddist í Nördl- ingen í Þýskalandi 3. nóvember 1945. Hann hóf knattspyrnuferil sinn hjá 1861 Nördlingen árið 1963. Hann lék eitt tímabil með liðinu áður en hann gekk í raðir Bayern Münch- en. Hann lék með Bayern frá 1964 til 1979 en lauk svo ferlinum með liði Fort Lauderdale Strikers í Banda- ríkjunum sem hann lék með frá 1979 til 1981. Tók til starfa hjá Bayern eftir áfengismeðferð Müller var útnefndur knatt- spyrnumaður Evrópu árið 1970 en það ár skoraði hann 10 mörk fyrir V-Þýskaland í úrslitakeppni HM. Lengi vel átti Müller markametið í úrslitakeppni HM með 14 mörk samtals en Brasilíumaðurinn Ron- aldo bætti það þegar hann skoraði sitt 16. mark í úrslitakeppni HM í Þýskalandi árið 2006. Fyrrverandi félagar Müllers með Bayern München og landsliðinu, leikmenn á borð við Franz Becken- bauer, Paul Breitner og Karl-Heinz Rummenigge, komu Müller í áfeng- ismeðferð eftir að knattspyrnuferli hans lauk árið 1981 en framherjinn frábæri átti við áfengisvandamál að stríða um skeið. Að henni lokinni fékk hann starf hjá Bayern Münch- en sem aðstoðarþjálfari varaliðsins og hann gegnir ennþá því starfi hjá félaginu. Sjö sinnum markakóngur í Bundesligunni Müller varð fjórum sinnum þýsk- ur meistari með Bayern München, 1969, 1972, 1973 og 1974. Hann varð Evrópumeistari með félaginu í þrí- gang, 1974, 1975 og 1976, og Evr- ópumeistari bikarhafa með liðinu ár- ið 1967. Hann varð sjö sinnum markakóngur þýsku Bundeslig- unnar og var útnefndur leikmaður ársins í Þýskalandi í tvígang, 1967 og 1969. Þá má geta þess að Müller náði því einstæða afreki að skora 32 þrennur í þýsku 1. deildinni og þar er hann með vinninginn á snillinginn Messi sem hefur á ferli sínum með Börsungum náð að skora 15 þrennur í spænsku 1. deildinni. AFP Mark Gerd Müller skorar fyrir Vestur-Þjóðverja gegn Austur-Þjóðverjum í úrslitakeppni HM 1974. Hann gerði fjögur mörk í þeirri keppni. Eini gallinn við Messi að hann er ekki í Bayern  Gerd Müller er glaður yfir því að Lionel Messi skuli hafa bætt markamet sitt AFP Þjálfar Gerd Müller starfar enn við þjálfun hjá Bayern München. FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Þýska goðsögnin Gerd Müller er ánægður með að Lionel Messi skuli hafa tekist að bæta met sitt yfir markfjölda á einu almanaksári en metið féll á sunnudagskvöldið þegar Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2:1-sigri gegn Real Betis. „Metið mitt, 85 mörk í 60 leikjum sem stóð frá árinu 1972, var bætt af besta fótboltamanni í heimi, Lionel Messi, og ég er afar ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Müller í viðtali við þýska fjölmiðla en Messi hefur nú skorað 86 mörk á árinu sem er að líða. Müller, sem gerði garðinn frægan með vesturþýska landsliðinu og Bayern München, finnst Messi hreint ótrúlegur leikmaður sem er ekki bara stórkostlegur fótbolta- maður heldur viðkunnanlegur og fágaður atvinnumaður í alla staði. Vonar að metið standi næstu 40 árin „Ég vona að honum takist að skora eitt eða fleiri mörk í leikjunum sem eftir eru á árinu og að metið standi næstu 40 árin,“ sagði Müller sem bar viðurnefnið „Der Bomber“. Müller gantaðist með Messi og sagði hann hafa einn galla: „Hann spilar ekki með Bayern München.“ Müller var eitraður í vítateig and- stæðinganna en hans stjarna skein skærast á árunum 1964 til 1979. Müller er 67 ára gamall og sá leik- maður sem hefur skorað flest mörk í þýsku Bundesligunni. Hann skoraði 365 mörk í 427 leikjum. Þá á Müller markametið í landsliðinu en hann skoraði 68 mörk fyrir Vestur- Þjóðverja í 62 landsleikjum. Næstur kemur Miroslav Klose með 67 mörk. Müller lék sinn síðasta landsleik árið Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Markahrókurinn Aron Jóhannsson sem farið hefur á kostum með AGF frá Árósum í dönsku úrvals- deildinni í fótbolta var valinn í úr- valslið fyrri hluta mótsins af danska blaðinu Ekstra bladet. Það þarf ekki að koma neinum á óvart enda er Aron markahæstur í deildinni með 14 mörk ásamt ung- stirninu Andreasi Cornelius, fram- herja toppliðs FC Köbenhavn. Ragnar Sigurðsson, miðvörður FCK, var ekki valinn í úrvalsliðið þrátt fyrir að hafa spilað mjög vel en félagi hans í hjarta varn- arinnar, Kris Stadsgaard, var verðlaunaður fyrir sína frammi- stöðu. Met og stöðugleiki Aron hefur verið sjóðheitur með AGF á tímabilinu en hann setti meðal annars met þegar hann skoraði fljótustu þrennu í sögu deildarinnar. Það tók Aron ekki nema 3 mínútur og 50 sekúndur að skora þrjú mörk í leik gegn Hor- sens fyrr á tímabilinu. Aron hefur einnig verið stöð- ugur í sinni markaskorun og hjálp- að Árósa-liðinu mikið með sínum mörkum. Þegar hann meiddist og var frá í nokkrar vikur fór liðinu að ganga verr en það er í sjötta sæti úrvalsdeild- arinnar dönsku nú þegar komið er vetrarfrí. Danir hafa það einstaka kerfi að vetrarfríið er lengra en fríið á milli tímabila og hefst deildakeppnin ekki aftur fyrr en í mars. Áhugi annars staðar frá Þrátt fyrir velgengnina hefur Aron ekki enn leikið fyrir íslenska landsliðið en hann var í fyrsta skipti valinn í hópinn fyrir leikina gegn Sviss og Albaníu. Hann þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Danskir miðlar greindu frá því fyrr í vetur að hollensku félögin Vitesse, Heerenveen og AZ væru öll að fylgjast með Aroni en AGF getur ekki bókað að hann verði í herbúðum liðsins þegar deildin hefst aftur í mars. Áhugi er fyrir hendi. Fjórtán mörk og sæti í úrvalsliðinu  Aron Jóhannsson fer kátur í fríið Aron Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.