Morgunblaðið - 04.01.2013, Síða 1
FÓTBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Ég get ekki séð fyrir mér að ég verði ennþá hérna
hjá Wolves þegar þessi janúarmánuður er á enda.
Ég vil fara að spila fótbolta reglulega enda er leið-
inlegt að vakna á laugardagsmorgnum og eiga eng-
an leik fyrir höndum þann daginn,“ sagði Eggert
Gunnþór Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu,
við Morgunblaðið í gær.
„Ég og umboðsmaðurinn minn erum að vinna í
því að losna héðan og miðað við fyrstu viðbrögð for-
ráðamanna Wolves þá sýna þeir minni stöðu skiln-
ing og verða vonandi ekki of erfiðir þegar á reynir.“
Eggert, sem er 24 ára gamall miðjumaður frá
Eskifirði, kom til enska félagsins Wolves um síð-
ustu áramót, frá Hearts í Skotlandi, og er samn-
ingsbundinn þar til vorsins 2014. Eggert lék aðeins
þrjá leiki með Úlfunum í úrvalsdeildinni til vorsins,
og undir stjórn nýs stjóra, Norðmannsins Ståle Sol-
bakken, hefur hann verið úti í kuldanum og aðeins
komið við sögu í einum leik í B-deildinni á tíma-
bilinu. Eggert var lánaður til Charlton í sömu deild
í nóvember og spilaði tvo leiki, þannig að allt árið
2012 lék hann aðeins sex deildaleiki. Það voru mikil
viðbrigði eftir að hafa verið fastamaður í liði Hearts
í hálft fimmta ár.
Eggert spilaði fleiri landsleiki en deildaleiki á
árinu 2013 því hann kom við sögu í sjö af tíu A-
landsleikjum Íslands á nýliðnu ári.
Fyrsta alvöru mótlætið á ferlinum
„Þetta var mjög svekkjandi ár í heildina, hrein-
lega leiðinlegt, en nú er komið nýtt ár og ég vonast
til þess að geta rifið ferilinn aftur í gang með því að
skipta um lið. Þetta er fyrsta alvöru mótlætið sem
ég hef lent í á ferlinum og eflaust nýtist þessi
reynsla mér síðar meir,“ sagði Eggert en hjá Úlf-
unum hefur allt gengið á afturfótunum.
„Þetta hefur gengið hrikalega illa. Miðað við
mannskapinn, og að liðið féll úr úrvalsdeildinni,
ætti það að vera í miklu betri stöðu í þessari deild.
En hún er reyndar geysilega jöfn, við erum sex
stigum frá fallsæti en um leið aðeins níu stigum frá
umspilssæti, þannig að með einum góðum mánuði
er hægt að snúa blaðinu við. En liðið hefur tapað
þremur síðustu leikjum illa, spilamennskan er ekki
góð og mórallinn frekar slæmur,“ sagði Eggert,
sem hefur setið á varamannabekknum leik og leik
að undanförnu.
„Það hefur svo sem engu máli skipt. Þó hann hafi
stöku sinnum valið mig í hópinn þá sé ég engar lík-
ur á að hann setji mig inná, sama hvað ég geri.“
Möguleiki hjá Charlton?
Eggert var hjá Charlton í einn mánuð, eins og
áður sagði, og þar líkaði honum lífið. „Það var góð-
ur tími, ég var reyndar óheppinn því ég meiddist
strax og var frá í eina til tvær vikur. Svo þegar ég
náði mér var félagið líka búið að fá Emmanuel
Frimpong lánaðan frá Arsenal. En það var gaman
hjá Charlton, sem er mjög flottur klúbbur, og ég
býst við því að eiga jafnvel möguleika á samningi
þar. Stjórinn Chris Powell er úrvalsmaður og hann
sagði við mig þegar ég fór að hann ætlaði að athuga
með mig í janúar. En ég veit ekkert hvort eitthvað
verður af því eða hvert ég fer. En ég geri fastlega
ráð fyrir því að verða kominn í annað lið um næstu
mánaðamót,“ sagði Eggert Gunnþór Jónsson.
Leiðinlegt að vakna á
laugardagsmorgni án leiks
Eggert Gunnþór Jónsson lék fleiri leiki með landsliði Íslands en með félagslið-
um á árinu 2012 Vonast til að vera farinn frá Wolves fyrir næstu mánaðamót
Morgunblaðið/Ómar
Leiðindaár Eggert Gunnþór Jónsson í baráttu við svissneska miðjumanninn Gökhan Inler í landsleik
þjóðanna í haust. Eggert segir að leiðinlegt ár sé að baki og hann vonist eftir öðru og betra ári 2013.
FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2013
ÍÞRÓTTIR
Körfubolti Íslandsmótið hefst á ný í kvöld eftir jólafríið. Þórsarar frá Þorlákshöfn eru á toppnum og taka
á móti Skallagrími. Guðmundur Jónsson segir að liðið sé betra en í fyrra þegar það lék óvænt til úrslita. 4
Íþróttir
mbl.is
Rory McIlroy,
besti kylfingur
heims um þess-
ar mundir, segir
að svo geti farið
að hann sleppi
því að fara á Ól-
ympíuleikana í
Río de Janeiro
árið 2016, en þá
verður keppt í
golfi á leikunum
á ný, í fyrsta sinn í 112 ár.
McIlroy sagði við BBC í gær að
hann væri kominn í klípu því
hann yrði að velja á milli þess að
keppa fyrir Bretland eða Írland.
Hann er frá Norður-Írlandi, sem
er ekki sjálfstæð þjóð og því ekki
með keppnisrétt sem slík á Ól-
ympíuleikum, og því getur
McIlroy hvort sem er keppt fyrir
Breta eða Íra.
Hef þrjá kosti í stöðunni
„Ég er í afar erfiðri stöðu. Mér
finnst ég vera norðurírskur, og
þar með er ég tengdur Írlandi, en
um leið tengdur Bretlandi. Ég
vildi að það væri hægt að senda
norðurírskt lið á leikana, þá
myndi ég keppa fyrir það. Ég hef
þrjá kosti til að velja á milli,
keppa fyrir aðra hvora þjóðina
eða sleppa því að fara svo ég
valdi ekki of mörgum hugar-
angri. Nú þarf ég að skoða alla
þessa möguleika mjög vel,“ sagði
McIlroy sem er efstur á heimslist-
anum og vann það einstaka afrek
á árinu 2012 að verða efstur á
peningalistum íþróttarinnar, bæði
í Evrópu og Bandaríkjunum.
Á síðasta ári varð talsvert upp-
nám vegna fréttar í ensku dag-
blaði þar sem fullyrt var að
McIlroy myndi helst vilja spila
fyrir hönd Breta á Ólympíu-
leikunum í Ríó. vs@mbl.is
Sleppir Rory
McIlroy ÓL
í Ríó 2016?
Rory
McIlroy
Þjóðverjar sigr-
uðu Svía, 26:20, í
vináttulandsleik
karla í hand-
knattleik sem
fram fór í Växjö í
Svíþjóð í gær-
kvöld. Staðan í
hálfleik var
10:10.
Þjóðverjar búa
sig undir úr-
slitakeppni HM á Spáni en þar eru
þeir í hópi mögulegra andstæðinga
Íslendinga í 16 liða úrslitum, ef
bæði liðin komast þangað. Svíar
eru hinsvegar ekki að fara neitt því
þeir voru slegnir út af Svartfell-
ingum í umspilinu síðasta sumar.
Markverðirnir Silvio Heinevetter
hjá Þjóðverjum og Andreas Palicka
hjá Svíum voru útnefndir bestu
menn sinna liða í leikslok. vs@mbl.is
Þýskur sigur
gegn Svíum
Silvio
Heinevetter
Handknattleiksmaðurinn Kristinn Björgúlfsson,
færði sig í gær frá Hollandi til Þýskalands. Krist-
inn fékk sig lausan frá hollenska liðinu Hurry Up
og mun spila fram á vorið með þýska liðinu VFL
Fredenbeck í norðurriðli 3. deildar.
Kristinn sagðist í samtali við Morgunblaðið í
gær hafa lent upp á kant við þjálfara Hurry Up
sem tók við liðinu fyrir þetta tímabil af bróður sín-
um. „Leikmenn fengu að tjá sig á fundi og þar
sagði ég mínar skoðanir á þjálfun liðsins. Ég var
tekinn í blaðaviðtal skömmu síðar og sagði þá það
sama og ég sagði á fundinum. Það varð til þess að
ég var settur upp í stúku. Ef ég hefði lýst slíkum
skoðunum við íslenskan þjálfara hefði slíkt aldrei
orðið stórmál,“ sagði Kristinn sem verður annar
Íslendingurinn til að spila Fredenbeck en stór-
skyttan Héðinn Gilsson spilaði með liðinu í 2. deild
tímabilið 1996-1997.
„Eftir að hafa byrjað tímabilið mjög vel lenti
liðið í miklum vandræðum meðal annars vegna
meiðsla. Fredenbeck er núna í 13. sæti af sextán
liðum og er því í fallbaráttu eins og er,“ sagði
Kristinn. Spurður um hvort hann fari heim í ÍR og
sláist í hópinn með gömlu samherjunum útilokar
hann það ekki. „Planið er að koma heim í ÍR og
það gerist einn daginn. Spurningin verður bara
hvort rétti tíminn til þess verði í vor.“ kris@mbl.is
Kristinn fetar í fótspor Héðins