Morgunblaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2013 ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur Efsta lið úrvalsdeildar kvenna lenti í kröppum dansi gegn KR á heimavelli og Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu stóran sigur á Grindavík eftir jafnan fyrri hálfleik 2 Íþróttir mbl.is Sænska hand- knattleiksfélagið Guif frá Eskils- tuna er enn og aftur með Aron Rafn Eðvarðs- son, markvörð Hauka og ís- lenska landsliðs- ins, í sigtinu og vill fá hann strax að loknu heims- meistaramótinu á Spáni, sam- kvæmt frétt í Ekuriren í gær. Aron hafnaði tilboði frá Guif síð- asta vetur en Ekuriren segir að samkvæmt sínum heimildum sé fé- lagið afar áhugasamt um að fá ís- lenska markvörðinn lánaðan út þetta tímabil, með það fyrir augum að kaupa hann síðan næsta sumar. Aron lék mjög vel með íslenska landsliðinu í vináttulandsleiknum í Gautaborg 8. janúar. Ekuriren seg- ir að þá hafi hann hitt fulltrúa Guif, sem hafi fengið staðfest að Aron hefði áhuga á að koma til félagsins. Blaðið ber þetta undir Bosse Åsl- und, íþróttastjóra Guif, sem kveðst ekkert vilja segja um málið. Kristján Andrésson þjálfar Guif, Haukur bróðir hans er fyrirliði liðs- ins og línumaðurinn Heimir Óli Heimisson kom til félagsins frá Haukum. vs@mbl.is Aron Rafn á leið til Guif? Aron Rafn Eðvarðsson Manchester United komst í gær- kvöldi í fjórðu umferð ensku bik- arkeppninnar í knattspyrnu eftir að hafa unnið West Ham 1:0 á Old Trafford með marki frá Wayne Rooney. Liðin höfðu gert 2:2 jafn- tefli á Upton Park fyrir 10 dögum. Rooney, Nani og Anderson léku allir sinn fyrsta leik eftir meiðsli og átti Anderson stóran þátt í sig- urmarkinu. sport@mbl.is United áfram í bikarnum Jón Ólafur Jóns- son úr Snæfelli var í gær valinn besti leikmaður fyrri umferðar Dominos- deildarinnar í körfuknattleik. Ásamt Jóni í úrvalsliðinu eru þeir Justin Shouse, Stjörn- unni, Samuel Zeglinski, Grindavík, Darrel Lewis Keflavík og Marvin Valdimarsson, Stjörnunni. Sigmar Egilsson úr Skallagrími fékk viðurkenninguna „Dugnaðar- forkurinn“. Benedikt Guðmundsson, Þór Þor- lákshöfn, var valinn besti þjálf- arinn. Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn. kris@mbl.is Jón Ólafur valinn bestur Jón Ólafur Jónsson Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Ætli strákarnir okkar í íslenska handboltalands- liðinu að forðast fjórða sætið í B-riðlinum á HM á Spáni og þar með væntanlega viðureign gegn heims- og ólympíumeisturum Frakka í 16-liða úr- slitum þarf tvennt að gerast. Fyrst og fremst þarf Ísland að vinna Katar í lokaumferð riðilsins á morgun. Það er vissulega skylduverkefni fyrir íslenska liðið en Katar sýndi í gær að það er þó með betra lið en Síle með sigri í leik liðanna, 31:23. Íslensku strákarnir eru þó ekki með örlögin í eigin höndum fyrst Makedóníumenn náðu í mik- ilvægt stig með ótrúlegu jafntefli, 29:29, gegn Rússlandi í gær. Makedónía er með fimm stig, stigi meira en Ísland, og mætir Danmörku á morgun. Vinni Ísland sigur á Katar verða Danir í það minnsta að ná jafntefli gegn Makedóníu til að Ís- land endi í þriðja sæti riðilsins. Liðin yrðu þá bæði með sex stig en Ísland fengi þriðja sætið á sigri í innbyrðis viðureign. Vinni Makedónía aftur á móti Danmörku endar Ísland í fjórða sæti með sigri á Katar og mætir þá Frakklandi nær örugglega í 16-liða úrslitum. Þetta miðast allt við sigur Rússa gegn Síle sem ætti að vera nokkuð borðleggjandi. Fari allt á versta veg og Ísland tapi óvænt fyrir Katar á föstudaginn enda strákarnir í fimmta sæti og fara þá ekki í útsláttarkeppnina heldur forseta- bikarinn. Þar sem liðin í A-riðli skiptast á að vinna hvort annað er ekki enn hægt að spá hverjum Íslend- ingar myndu mæta í 16-liða úrslitum. Mótherjinn verður Þýskaland, Túnis, Brasilía eða Argentína. Í 8-liða úrslitum yrði mótherjinn nær örugglega sigurvegari D-riðils sem verður Króatía eða Spánn. Þurfum aðstoð frá Dönum  Enn möguleiki á 3. sæti en strákarnir eru ekki með örlögin í eigin höndum HM Á SPÁNI Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Sevilla gummih@mbl.is ,,Danirnir voru bara klassa betri en við í þessum leik. Þeir áttu svör við öllum okkar varnaraf- brigðum og við áttum hreinlega engin svör á móti þeim,“ sagði Aron Pálmarsson við Morgunblaðið eftir átta marka tap gegn Dönum á heimsmeist- aramótinu í handknattleik í gærkvöldi. ,,Danir eru sigurstranglegir á mótinu en ég veit ekki hvort leikurinn á móti Makedóníu sat eitthvað í okkur. Það á samt ekki að vera nein afsökun. Við urðum að reyna að gera breytingar á vörninni þar sem hutirnir virkuðu ekki sem skyldi. Því miður voru Danirnir bara allt of sterkir. Ég og Kári náð- um að vinna vel saman í fyrri hálfleik en Danirnir brugðust við því með að skerma mig af. Það kom okkur í raun ekkert í opna skjöldu og við brugð- umst svona ágætlega við því,“ sagði Aron sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið en Danir voru betri á öllum sviðum og fögnuðu sigri, 36:28. ,,Sóknarleikurinn var annars ekki vandamálið. Varnarleikurinn brást að þessu sinni og þar af leið- andi kom engin markvarsla. Þetta helst í hendur. Það er stuttur tími til að sleikja sárin. Nú verðum við bara að koma okkur í rétta gírinn. Við vinnum Katar. Ég hef engar áhyggjur af því og ég trúi ekki öðru en að Danirnir vinni Makedóníumennina á öruggan hátt. Það er það mikill klassi yfir danska liðinu að það fer ekki að fara í 16-liða úrslitin með tap á bakinu.“ Tökum það jákvæða sem var sóknin „Við vorum bara rassskelltir í dag. Við náðum að hanga í Dönum í fyrri hálfleik en við byrjuðum seinni hálfleikinn afar illa og misstum þá allt of langt fram úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guð- jónsson við Morgunblaðið eftir ósigurinn gegn Dönum. „Það var ekki eins og við reyndum ekki að breyta okkar leikskipulagi bæði í vörn og sókn en allt kom fyrir ekki. Vörnin sem var svo góð á móti Makedóníu var ekki til staðar í kvöld en sókn- arleikurinn var miklu betri og við tökum það já- kvæða út úr þessum leik,“ sagði Snorri Steinn sem átti mjög góðan seinni hálfleik en hann skoraði alls 6 mörk í leiknum. „Ég fann mig vel og var ánægður með seinni hálfleikinn en það dugði því miður skammt.“ Danir voru klassa betri  Aron Pálmarsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir skell á móti Dönum  Sóknarleikurinn ekki vandamálið heldur var vörnin léleg að mati Arons Ljósmynd/Hilmar Þór Guðmundsson Erfitt Snorri Steinn Guðjónsson, hinn reyndi leikstjórnandi íslenska landsliðsins, vaknaði til lífsins í gær og skoraði sex mörk en það dugði ekki til gegn ógnarsterku liði Danmerkur á HM í handbolta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.