Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 Phil Mickel-son púttaði fyrir 59 höggum á 9. holunni á Scott- sdale í Arizona þegar Opna Phoenix-mótið hófst á PGA- mótaröðinni í vik- unni en Mickel- son hóf leik á 10. teig. Boltinn vildi hins vegar ekki fara í holuna í það skipti og Mickelson skilaði því inn 60 höggum sem er frábær frammistaða.    SA Ásynjur héldu áfram sigur-göngu sinni á Íslandsmóti kvenna í íshokkí í fyrrakvöld þegar þær unnu Björninn örugglega, 11:2, á Akureyri. Ásynjurnar hafa ekki tapað leik og eru með 34 stig eftir 12 leiki. SA Ynjur eru með 14 stig eftir 8 leiki, Björninn 9 stig eftir 10 leiki en SR hefur tapað öllum 8 leikjum sínum. Þær Hrund Thorlacius, Birna Baldursdóttir og Anna Ágústsdóttir skoruðu tvö mörk hver fyrir Ásynjurnar í leiknum.    Úrvalsdeildarlið Selfoss í knatt-spyrnu kvenna hefur fengið liðsauka fyrir sumarið því Andrea Ýr Gústavsdóttir, sem lék með ÍBV í fyrra, er komin til liðs við félagið. Andrea er uppalin í Val en lék einnig með Aftureldingu og Breiðabliki í efstu deild áður en hún gekk til liðs við ÍBV fyrir síðasta tímabil. Hún er 21 árs og á að baki 56 leiki í efstu deild, og þá hefur hún spilað 27 leiki með yngri landsliðum Íslands. Þá er staðfest að bandaríski leikmaðurinn Valorie O’Brien spili áfram með Sel- fyssingum en hún var í stóru hlut- verki hjá liðinu í fyrra þegar það kom mjög á óvart og hélt sæti sínu í deildinni, þar sem það lék í fyrsta skipti.    Matthías Vil-hjálmsson hóf undir- búningstímabilið með Start, nýlið- unum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, eins og best verður á kosið. Start vann B-deildarlið Bryne, 3:0, í fyrsta æf- ingaleiknum í gær og Matthías skor- aði tvö markanna og lagði eitt upp. Hann gerði 18 mörk í 30 leikjum fyr- ir liðið í fyrra þegar það vann sann- færandi sigur í B-deildinni en Guð- mundur Kristjánsson leikur einnig með Start.    Knattspyrnumaðurinn HlynurAtli Magnússon er genginn til liðs við Þórsara á Akureyri og skrif- ar undir tveggja ára samning við þá um helgina. Hlynur Atli er 22 ára, varnar- eða miðjumaður, sem hefur leikið með Fram allan sinn feril en er laus allra mála þaðan eftir úrskurð samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ á dögunum þar sem honum var heimilað að rifta samningi sínum við Safamýrarfélagið. Hlynur á að baki 52 leiki með Fram í efstu deild, þar sem hann hefur skorað tvö mörk, og hann hefur spilað með U21 og U19 ára landsliðum Íslands.    Enska knatt-spyrnu- sambandið hefur staðfest að Eden Hazard, belgíski kantmaðurinn hjá Chelsea, fari í þriggja leikja bann vegna rauða spjaldsins í leikn- um við Swansea á dögunum þegar hann sparkaði í boltastrák sem vildi ekki skila bolt- anum af sér undir lok leiksins. Bann- ið verður því ekki þyngt en þriggja leikja bann er hefðbundinn úrskurð- ur fyrir að fá beint rautt spjald. Fólk sport@mbl.is Líkt og í fyrra hefur Skautafélagið Björninn fengið liðsstyrk fyrir lokasprettinn á Íslandsmótinu í ís- hokkí. Gunnar Guðmundsson, fyrrverandi fyrirliði, og landsliðsmaðurinn Róbert Freyr Pálsson eru búnir að hafa félagaskipti frá danska félaginu Ama- ger yfir í Björninn. Gunnar og Róbert skiptu yfir í Íslendingaliðið Amager í Kaupmannahöfn úr Birninum haustið 2011 en liðið var þá þjálfað af Olaf Eller, þáverandi landsliðsþjálfara Íslands. Hann tók síðar við liði Esbjerg í efstu deild. Gunnar og Róbert komu heim eftir áramót í fyrra og styrktu lið Bjarnarins tals- vert á lokaspretti mótsins ásamt Úlfari Jóni Andr- éssyni. Björninn sigraði þá Skautafélag Reykjavík- ur 3:1 í úrslitarimmunni og tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil. Þeir fóru aftur út í haust til Amager og eru nú aftur komnir heim til að taka þátt í tit- ilvörn Bjarnarins sem reyndar hefur gengið vel því liðið er í efsta sæti deildarinnar. Björninn og Skautafélag Akureyrar koma til með að berjast um titilinn í úr- slitarimmunni og ljóst er að koma Gunnars og Róberts eykur breiddina hjá liðinu. Landsliðsmennirnir Jón Bene- dikt Gíslason og Jónas Breki Magnússon leika hins vegar áfram með Amager út keppnis- tímabilið. Jón hefur verið atkvæðamikill að und- anförnu en hann var einnig kosinn leikmaður ársins hjá félaginu í fyrra. Brynjar Þórðarson var einnig hjá Amager en hefur ekkert getað beitt sér í vetur vegna meiðsla. kris@mbl.is Gunnar og Róbert aftur í Björninn Gunnar Guðmundsson markinu. Hann varði 20 skot í leiknum. Þegar fjórar mínútur voru eftir munaði þremur mörkum á liðunum en ótímabær skot Stjörnu- manna undir lokin urðu gestunum endanlega að falli. Markahæstir hjá Víkingi voru þeir Jóhann Gunnlaugsson og Hlynur Matthíasson sem skor- uðu fimm mörk hvor en Jón Hjálmarsson skoraði fjögur mörk eins og hornamaðurinn Egill Björg- vinsson. Víglundur Jarl Jóhannsson, leikstjórn- andi Stjörnunnar, skoraði sex mörk og var at- kvæðamestur sinna manna. Í Grafarvogi vann Selfoss svo auðveldan sigur á Fjölni, 27:18, en aðeins munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 13:15. Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga en hann skoraði sjö mörk í leiknum. tomas@mbl.is s á toppliðinu Gunn hittir úr sínum fyrsta þristi og fær víti að auki og síðan er dæmd tæknivilla á Brynjar og Maggi skorar sex stig á sömu sekúndunni, staðan 77:85. Strax í kjölfarið setur Maggi níunda stig sitt í röð og Valur snið- skot og leiknum í raun lokið þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Farg- ið var of þungt fyrir KR-inga að lyfta og eftirleikur auðveldur fyrir gestina. Gríðarlega sterkur útisigur hjá Keflavík; eftir hræðilega byrjun kom liðið til baka og afgreiddi leikinn á nánast sömu sekúndunni á lokakafla leiksins. Liðið var mjög dapurt í upp- hafi en sóknarbaráttan skilaði því sigrinum; 19 sóknarfráköst segja sína sögu. Eftir að hafa verið ósýnilegur kom Maggi og kláraði leikinn þegar á reyndi og þakkaði KR-ingum fyrir kyndinguna sem þeir létu vaða á netið fyrir leikinn (það er mikilvægt að þekkja andstæðinginn!). Craion, Lewis og Babtist voru frábærir (78 stig og 35 fráköst!); þeir smíðuðu kistuna og Maggi rak síðasta nagl- ann. KR í hlutlausum KR-ingar byrjuðu leikinn í frábær- um gír en voru svo komnir í hlut- lausan á lokamínútunum. Fjórði hlut- inn var algjör martröð; leikmenn í tómu rugli í sókninni og áttu engin svör við þríeykinu hinum megin. Brynjar og Helgi fundu aldrei sókn- arfjölina sína og í fjórða hluta voru sóknaraðgerðir oft undarlegar í besta falli. Erlendir leikmenn liðsins voru ekki sannfærandi; Richardson var góður í vörninni í upphafi leiks en það dró af honum, McClellan var skelfi- legur í vörninni og frákastaði illa en var með 100% skotnýtingu! KR gaf sér gott tækifæri til að vinna leikinn með góðri baráttu en vitleysisgang- urinn í lokin gengur ekki upp gegn svona nautsterku Keflavíkurliði. KR- ingar voru greinilega tilbúnir að spila leikinn, eins og upphafið sýndi, en svo sannarlega ekki tilbúnir að klára hann og sigra. Magnús Þór rak síðasta naglann í vel smíðaða kistu  Frábær endasprettur Keflavíkur tryggði liðinu sigur, 100:85, gegn KR Morgunblaðið/Kristinn Barátta Það var hart tekist á í DHL-höllinni í gær en menn komust upp með eitt og annað. Keflvíkingar voru sterkari á endasprettinum og unnu góðan sigur. Í VESTURBÆNUM Kristinn Friðriksson sport@mbl.is Einn einn stórleikinn rak á fjörur í Skerjafirðinum í gær þegar Keflvík- ingar heimsóttu KR; liðin jöfn að stig- um, 2.000 augu að góna og undir niðri kraumaði spenna þeirrar tegundar sem Hitchcock gerði ódauðlega í sturtuatriði Janet Leigh. Bæði lið buðu upp á frábær tilþrif og skemmti- legan leik sem gestirnir unnu, 85:100, eftir skelfilegan kafla heimamanna á lokamínútum leiksins. Jafnaðarstemning KR byrjaði vel á meðan gestirnir virkuðu hálfrænulausir. Hraðinn mik- ill og baráttan meiri. Sóknarleikur Keflvíkinga átti erfitt gegn ferskum fótum KR-inga, sem mættu grjót- harðir. Vörn Keflavíkur var hræðileg í upphafi; menn alveg á hælunum og seinir aftur í vörn. Á vængjum yf- irburðaferskleika tóku KR-ingar völdin á vellinum og náðu mest 11 stiga forskoti en með stórbættum sóknarleik og frákastabaráttu náði Keflavík að setja leikinn á parið; stað- an í hálfleik 45:43 í yndislegum bolta- leik. Jafnaðarstemningin hélst; fagur- fræði boltans varð eftir inni í búnings- herbergjum en baráttan ekki. Kefl- víkingar náðu undirtökunum um miðjan hlutann með frábærum sókn- arleik; KR-ingar voru sem áhorf- endur í vörn á köflum en náðu hins vegar að komast yfir með góðum þristum við lok hlutans og staðan 71:70. Tæknivilla vendipunkturinn Upphaf fjórða hluta einkenndist af baráttunni um veldissprota leiksins; allt lagt undir og hvert stig rándýrt. Baráttan bar sóknargæðin ofurliði en það dró engar tennur úr leikmönnum sem voru „all in“. Vendipunktur leiks- ins kom þegar 3:36 lifðu leiks; Maggi KFÍ vann Tindastól, 92:85, í fallslag í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöldi en þetta var þriðji sigur Ísfirðinga í röð. Með sigrinum komst KFÍ upp í 9. sæti deild- arinnar. Jafnt var í hálfleik hjá liðunum, 41:41, en KFÍ tók forustuna snemma í þriðja leikhluta sem liðið vann með átta stig mun og lagði þannig grunninn að sigrinum. KFÍ tapaði níu af ellefu fyrstu leikjum sínum í deildinni en hefur nú unnið þrjá í röð. Bandaríkjamaðurinn Damier Pitts átti enn einn stórleikinn fyrir KFÍ en hann skoraði 30 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsend- ingar. Pitts hefur verið magnaður í vetur. Kristján Andrésson bætti svo við 20 stigum fyrir Ísfirðinga. Tindastóll mætti með nýjan Kana í Ísafjarðarbæ, Roburt Sallie, en hann skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þröstur Leó Jóhannsson var þó stigahæstur gestanna með 25 stig. tomas@mbl.is Þrír í röð hjá KFÍ DHL-höllin, úrvalsdeild karla, Dom- inos-deildin, föstudag 1. febrúar 2013. Gangur leiksins: 9:2, 13:4, 19:12, 24:17, 34:22, 36:31, 38:38, 45:43, 50:49, 53:59, 60:64, 71:68, 73:75, 75:77, 77:90, 85:100. KR: Darshawn McClellan 21/8 frá- köst, Brynjar Þór Björnsson 12/7 stoðsendingar, Finnur Atli Magn- usson 12/4 fráköst, Martin Her- mannsson 11/6 stoðsendingar, Krist- ófer Acox 11/5 fráköst, Brandon Richardson 10/5 fráköst/5 stolnir, Helgi Már Magnússon 5/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 3. Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn. Keflavík: Darrel Keith Lewis 30/8 fráköst, Michael Craion 27/13 frá- köst/4 varin skot, Billy Baptist 21/14 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 11, Valur Orri Valsson 6/7 stoðsend- ingar, Snorri Hrafnkelsson 4, Almar Stefán Guðbrandsson 1/4 fráköst. Fráköst: 27 í vörn, 19 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Björgvin Rúnarsson, Jakob Árni Ísleifsson. KR – Keflavík 85:100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.