Morgunblaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 21. MARS 2013 VIÐSKIPTABLAÐ Gina Rinehart er ein auðugasta kona heims, en fjölskyldu- erjur skyggja á. Fjölskylda í járnum 4 Ungt íslenskt leikja- fyrirtæki fékk góðan stuðning í Sílíkondal Gera það gott í Hollywood 10 Fær um 40 milljónir dollara á ári, um 5 milljarða króna, til rannsókna. Íslensk erfða- greining 2 Hin alþjóðlega fjármálakreppa leiddi í ljós að eiginfjárkröfur banka voru alltof vægar. Bankar stóðu berskjaldaðir um leið og það gaf á bátinn á mörkuðum. Kröfur um hærra eigið fé, ekki síst það sem fellur undir eiginfjárþátt A, minnka ekki aðeins kerfisáhættu á falli banka heldur gerir kostnað hins opinbera minni við að forða þeim frá þroti – og sú stund mun alltaf renna upp. Eftir fall fjármálakerfisins hafa endurreistu bankarnir á Íslandi verið skikkaðir til að viðhalda að lágmarki 16% eigið fé. Á árunum fyrir banka- hrun var þetta hlutfall aðeins 8%. Væntingar um að dregið yrði úr þessum kröfum samfara minni óvissu í fjármálakerfinu munu ekki ganga eftir. FME hefur gert þá kröfu á Landsbankann að eigið fé hans verði framvegis að lágmarki 19,5%. Þessi þróun kallar á aukinn vaxtamun. Svo verð- ur að vera. Kröfur um aukið eigið fé til að lág- marka hættu á reglulegu fjármálaáfalli – með óheyrilegum kostnaði fyrir raunhagkerfið og skattgreiðendur – þurfa að vega þyngra en sjón- armið um að slíkt muni leiða til meiri fjármögn- unarkostnaðar. Þetta nýja landslag mun auka þrýsting á banka um að breyta viðskiptalíkani sínu. Fyrirtæki þurfa samtímis að bregðast við þeirri staðreynd að miðlun fjármagns í gegnum bankakerfið verð- ur dýrari. Í dag eru íslensk fyrirtæki nánast ein- ungis fjármögnuð í gegnum fjármálafyrirtæki – aðeins 10% fjármögnunar þeirra er á skulda- bréfamarkaði. Þessi staða mun hins vegar að öll- um líkindum taka stakkaskiptum á næstu árum. Skoðun Bankakerfið Hörður Ægisson hordur@mbl.is Nýtt landslag Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ingólfur Guðmundsson hefur átt í nokkurs konar varnarbaráttu við Fjármálaeftirlitið í hartnær þrjú ár og telur sig hafa rétt hlut sinn að nokkru leyti fyrir dómi og umboðsmanni Alþingis. Hér- aðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ingólfi í vil í jan- úar í fyrra og umboðsmaður Alþingis úrskurðaði sömuleiðis í máli Ingólfs í febrúar á þann veg að FME hefði gerst brotlegt gagnvart Ingólfi „Ég er í þeirri stöðu að hafa verið brennimerktur og einhliða rekinn úr starfi af FME. Ég hef orðið fyrir miklum fjárhagslegum skaða og málið hefur tekið mikið á alla fjölskylduna … Ég hef fengið meira en nóg af valdníðslu af hálfu FME. Þegar ekki einu sinni er beðist afsökunar eða boðnar fram bætur þegar valdi er misbeitt, þá er ég til- neyddur til að höfða skaðabótamál,“ segir Ing- ólfur m.a. í samtali við Viðskiptablað Morg- unblaðsins í miðopnu blaðsins í dag. » 6-7  Fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga segir FME hafa valdið sér miklu fjártjóni og mannorðsmissi  Hann undirbýr nú ásamt lögmanni sínum skaðabótamál á hendur Fjármálaeftirlitinu Morgunblaðið/Kristinn Reiður Ingólfur Guðmundsson telur FME hafa brotið gróflega á sér, þegar honum var einhliða vikið úr starfi af FME haustið 2010. Ætlar í mál við FME OYSTER PERPETUAL DATEJUST II 1 2 -2 0 7 4 - H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA F INGRAFÖRIN OKKAR ERU ALLS STAÐAR!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.