Morgunblaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2013 6 VIÐSKIPTI VIÐTAL Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is I ngólfur Guðmundsson hef- ur átt í nokkurs konar varn- arbaráttu við Fjármálaeft- irlitið í hartnær þrjú ár og telur sig hafa rétt hlut sinn að nokkru leyti fyrir dómi og umboðsmanni Alþingis. Ingólfur féllst á að útskýra sína hlið fyrir lesendum Morgunblaðsins, og hún fer hér á eftir, ásamt völdum tilvitnunum í úrskurð umboðsmanns Alþingis og í ákveðna kafla í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, frá því 5. janúar 2012. Ingólfur undirbýr nú, ásamt lögmanni sínum, Jónasi Fr. Jónssyni, skaðabótamál á hendur FME. FME vék Ingólfi einhliða úr starfi Forsaga málsins er sú að Fjármála- eftirlitið ákvað að víkja Ingólfi Guð- mundssyni úr starfi sem fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga haustið 2010. Hann taldi þá ákvörðun ólögmæta enda var ákvörðunin felld úr gildi með fulln- aðardómi Héraðsdóms Reykjavíkur í janúar 2012. Hæstiréttur hafnaði beiðni FME um áfrýjunarleyfi. Í apríl og maí 2011 fjallaði Fjár- málaeftirlitið um mál Ingólfs á vef- síðu sinni með því sem Ingólfur taldi meiðandi hætti fyrir æru hans. Í kjöl- far kvörtunar Ingólfs hefur umboðs- maður Alþingis gert alvarlegar at- hugasemdir við umfjöllun FME. Umfjöllun FME ólögmæt Ingólfur segir ljóst af áliti umboðs- manns að umfjöllun Fjármálaeft- irlitsins hafi verið ólögmæt, meiðandi fyrir mannorð hans og skaðað at- vinnumöguleika hans. Með henni hafi FME brotið gegn jafnræðisreglu, þagnarskyldu, góðum stjórn- sýsluháttum og eigin verklags- reglum, auk þess sem umboðsmaður geri alvarlegar athugasemdir við efni gegnsæisstefnu FME. Ingólfur kveðst hafa orðið fyrir verulegu fjártjóni og miska vegna ólögmætra aðgerða Fjármálaeft- irlitsins og það, ásamt því að hann vilji gjarnan endurheimta mannorð sitt, séu meginástæður þess að hann ætlar í skaðabótamál gegn FME. „Ég starfaði í 20 ár í Lands- bankanum og hætti þar störfum haustið 2009. Ég var svo ráðinn sem framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga, að undangengnu hefð- bundnu ráðningarferli, sem var í höndum Capacent og þar hóf ég störf í febrúar 2010. Sú ráðning var að sjálfsögðu til- kynnt til Fjármálaeftirlitsins þegar í stað. Reyndar hafði ég verið endur- kjörinn í stjórn Íslenska lífeyr- issjóðsins skömmu áður og sömuleið- is voru FME send gögn um þá kosningu. Það voru engar at- hugasemdir gerðar af hálfu FME við kjörið í stjórn lífeyrissjóðsins né í upphafi við ráðningu mína. Svo var það í byrjun maí 2010, sem ég fæ bréf frá FME, með ákveðnum ávirðingum sem komu mér í opna skjöldu. Í fyrsta lagi snér- ust þær um það að ég hafði verið í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins, sem ásamt 4 öðrum lífeyrissjóðum, var með rekstrarsamning við Lands- bankann. Í ljós hafði komið að bank- inn hafði sent inn fyrir þá skýrslur, sem ekki voru réttar, vegna ein- hverra mistaka í Excel-skjali. Málið hafði farið til sérstaks saksóknara en rannsókn hans beind- ist aldrei að stjórnum þessara fimm lífeyrissjóða, heldur rekstrarað- ilanum sjálfum, þ.e. Landsbank- anum. Þetta fann Fjármálaeftirlitið mér til foráttu, einum af öllum stjórnarmönnum þessara fimm sjóða – en aðrir stjórnarmenn hafa áfram sinnt ábyrgðarstörfum fyrir lífeyr- issjóði. Í öðru lagi var því haldið fram að breyting á fjárfestingastefnu einnar sjóðsdeildar Íslenska lífeyrissjóðsins, árið 2007, hafi ekki verið gerð sam- kvæmt lögum. Sú fullyrðing kom mér í opna skjöldu, þar sem við höfðum breytt stefnunni, alveg með sama hætti og Frjálsi lífeyrissjóðurinn, og þessi breyting Íslenska lífeyrissjóðsins hafði verið tilkynnt til Fjármála- eftirlitsins. Í þriðja lagi vildi FME í bréfi sínu meina að ég hefði svarað spurn- ingum á eyðublaði þeirra rangt. Þetta var fremur undarlegt og stóðst vitaskuld ekki. Síðan líður og bíður og ég óska eftir því að fá aðgang að upplýsingum um það á hverju þessar ávirðingar FME byggðust, því ég hafði skilið eftir öll gögn um sjóðinn, þegar ég hætti í bankanum. Ég bað um það í þrígang að fá aðgang að gögnum málsins frá FME, en því var ávallt synjað. Þetta var ólögmætt eins og síðar var staðfest.“ FME beitti stjórnarmenn þrýstingi Ingólfur segist vita til þess að ákveðnir starfsmenn FME hafi hitt stjórnarmenn frá Lífeyrissjóði verk- fræðinga sumarið 2010, þar sem þeir hafi verið beittir miklum þrýstingi af hálfu FME um að segja honum upp störfum. „Þetta hafa þeir staðfest fyrir dómi. Hefðu þeir látið undan þrýst- ingi og sagt mér upp, þá hefði ég aldrei getað farið í mál við Fjármála- eftirlitið. Svona þvingunaraðgerðir stjórnvalda stangast gróflega á við réttindi manna og réttláta máls- meðferð. Ég er stjórnarmönnum sjóðsins mjög þakklátur og einnig öðrum sem hafa stutt mig í þessum slag og vil ég þá sérstaklega nefna Ólaf Pál Gunnarsson, lögmann í Landsbankanum.“ Fordæmalaus ákvörðun Ingólfur segir að hann hafi undrast þau vinnubrögð FME, að reyna að vísa ábyrgðinni af röngum upplýs- ingum frá rekstraraðila lífeyrissjóð- anna, þ.e. Landsbankanum, yfir á stjórnarmenn sjóðanna. „Eftir þennan öldugang allan sumarið 2010 fæ ég niðurstöðu 1. september 2010 frá FME, þar sem mér er einhliða og skilyrðislaust gert að víkja úr starfi. Þetta er for- dæmalaus ákvörðun og ég veit ekki til þess að stjórnvald hafi látið reka mann sem er ekki einu sinni undir grun um nokkurt refsivert athæfi.“ Í kjölfar þessa brottreksturs, segist Ingólfur hafa lagst í grúsk, gagnasöfnun og leit, til þess að átta sig á því hvernig hann með sem áhrifaríkustum hætti, gæti komið sínum andmælum að. „Ég fæ svo nið- urstöðu frá umboðsmanni Alþingis, þar sem hann staðfestir að FME neitaði mér um gögn á röngum laga- grundvelli. Dómur í málinu staðfesti síðan að FME braut gegn andmæla- reglu stjórnsýslulaga með því að neita mér um gögnin. Þetta var auð- vitað ótrúlegt mannréttindabrot, því ef maður hefur ekki aðgang að gögn- um, hvernig á maður þá að geta varið sig?“ spyr Ingólfur. Aðalkrafa FME frávísun Ingólfur segir að eftir að hann stefndi FME í nóvember 2010, hafi stofnunin fengið langan frest til að skila greinargerð, og loksins þegar hún barst var aðalkrafa Fjármálaeft- irlitsins að málinu yrði vísað frá, þar sem Ingólfur væri hættur störfum! (upphrópunarmerki blaðamanns) „Ég átti ekki einu sinni að fá að leggja mál mitt fyrir dóm. Í Dan- mörku og Noregi, ef eitthvað í þessa veru kemur upp á, þá er það sérstök áfrýjunarnefnd sem tekur ákvörð- unina, og réttarvenjan er sú, að fjár- málaeftirlit viðkomandi lands hefur einn mánuð til þess að leggja málið fyrir dómara. Þessari frávís- unarkröfu FME var hafnað.“ Ingólfur segir að það hafi verið mjög skaðlegt fyrir sig þegar FME, níu mánuðum efir að stofnunin bolaði honum úr starfi, hafi gefið út frétta- tilkynningu um málið, þann 25. maí 2011, án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við hann. „Þá kom strax frétt á Vísi, þar sem ég var brennimerktur. Það sem FME var að gera með þessari frétta- tilkynningu, var að bendla mig við rannsóknir Sérstaks saksóknara, án nokkurs tilefnis. Það hafði líka verið reynt með frétt á vef stofnunarinnar þann 12. apríl 2011. Staðreynd máls- ins er á hinn bóginn sú, að ég var aldrei til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara og þeir hjá FME vissu það mætavel. Ætlar í skaðabótamál á  Ingólfur Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga, segir sínar farir ekki sléttar í samskiptum við FME, allt frá árinu 2010  FME vék honum úr starfi haustið 2010 og taldi hann vanhæfan, vegna fyrri starfa sem stjórnarformaður Íslenska lífeyrissjóðsins  Héraðsdómur dæmdi Ingólfi í vil  Umboðsmaður Alþingis úrskurðaði að FME hefði brotið á Ingólfi og m.a. ekki gætt að jafnræðisreglunni  Hæstiréttur hafnaði áfrýjunarbeiðni FME Í Héraðsdómi Reykjavíkur var kveð- inn upp dómur þann 5. janúar í fyrra, þar sem ákvörðun Fjármála- eftirlitsins um að víkja Ingólfi Guð- mundssyni úr starfi fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga var felld úr gildi og FME dæmt til þess að greiða Ingólfi 1,3 milljónir króna í málskostnað. Það var Ásmundur Helgason hér- aðsdómari sem kvað upp dóminn. Dómurinn er viðamikill í sniðum, 54 síður, og ekki tök á að gera hon- um efnislega skil í stuttri blaða- grein. Í inngangi segir m.a.: „Mál þetta, sem var dómtekið 11. nóvember s1., er höfðað 26. nóv- ember 2010 af Ingólfi Guðmunds- syni....gegn Fjármálaeftirlitinu.... Dómkröfur stefnanda eru þær að ógilt verði ákvörðun stjórnar Fjár- málaeftirlitsins um hæfi stefnanda, sem tilkynnt var honum 3. sept- ember 2010, með svohljóðandi ákvörðunarorðum: „Starfsferill Ing- ólfs Guðmundssonar, sem stjórn- arformanns Íslenska lífeyrissjóðs- ins á árunum 2007 og 2008, er með þeim hætti að ekki er tryggt að hann geti gegnt stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga. Samkvæmt því upp- fyllir Ingólfur Guðmundsson ekki hæfisskilyrði … um skyldutrygg- ingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. … fer Fjármálaeft- irlitið fram á að stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga sjái til þess að Ing- ólfur Guðmundsson gegni ekki stöðu framkvæmdastjóra lífeyr- issjóðsins. Verði ekki orðið við þeirri kröfu innan tveggja vikna..., mun Fjármálaeftirlitið víkja honum einhliða frá störfum.“ Þá krefst stefnandi málskostnaðar að mati dómsins. Stefndi krafðist þess aðallega að málinu yrði vísað frá dómi. Til vara krefst hann sýknu af öllum kröfum stefnanda. Í báðum tilvikum krefst stefndi málskostnaðar.... Með úrskurði, sem kveðinn var upp 16. maí sl., var frávísunarkröfu stefnda hafnað auk þess sem tekið var fram að ákvörðun um máls- kostnað biði lokaniðurstöðu máls- ins.“ Dómsorð fimm línur Eftir að málið hefur verið reifað fram og til baka á 54 blaðsíðum koma dómsorðin og þau eru aðeins fimm línur: „Felld er úr gildi ákvörð- un stefnda, Fjármálaeftirlitsins, frá 31. ágúst 2010, sem tilkynnt var stefnanda, Ingólfi Guðmundssyni, 3. september 2010 og laut að því að stefnandi uppfyllti ekki hæfisskil- yrði 6. mgr. 31. gr. laga nr. 129/1997 um skuldatryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Stefndi greiði stefnanda 1.300.000 krónur í málskostnað. Ásmundur Helgason.“ Ákvörðun FME felld úr gildi HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.