Morgunblaðið - 21.03.2013, Page 7

Morgunblaðið - 21.03.2013, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2013 VIÐSKIPTI 7 Í mínum huga var hér klárlega um hefndaraðgerðir að ræða af hálfu FME, vegna þess að ég hafði notað stjórnarskrárvarinn rétt minn til að leggja brottvikningu FME fyrir dómstóla. Jafnframt held ég að til- gangurinn hafi verið að búa til fjöl- miðlaþrýsting eftir að frávís- unarkröfu þeirra var hafnað. Það sem mér þótti sérstaklega ámælisvert í fréttatilkynningu FME var að þeir voru með ávirðingar þar, sem þeir vissu að voru rangar. Þeir höfðu fengið upplýsingar úr fjár- málaráðuneytinu og frá Sérstökum saksóknara, sem sýndu fram á það að túlkun þeirra varðandi breytingar á fjárfestingarstefnunni frá 2007 var röng. Með birtingunni var jafnframt brotin á mér jafnræðisregla því á sama tíma var birt mun efnisminni frétt um fráhvarf annars fram- kvæmdastjóra, sem þó var undir sakamálarannsókn. Þetta staðfestir umboðsmaður Alþingis í áliti sínu.. Þarna sá ég svart á hvítu, að stjórnvaldið beitti fantabrögðum, gegn betri vitund og það var aðal- ástæða þess að ég kvartaði til um- boðsmanns Alþingis.“ FME biðst ekki afsökunar Ingólfur segir að FME hafi aldrei haft samband við hann og aldrei hafi nokkuð í þeirra rangfærslum verið leiðrétt. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í máli Ingólfs þann 5. janúar 2012 þar sem Ingólfur fékk við- urkenningu á því að FME hafði borið hann röngum sökum, jafnframt því sem í dómnum er staðfest að brotið hafi verið á Ingólfi hvað varðar and- mælarétt. (Sjá tilvitnanir í dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur hér í opnunni – innskot blaðamanns). Ingólfur segir að það sé ekki síst athyglisvert að í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur komi fram að FME hafi ekki verið með réttar upplýsingar í höndum, þegar ákvörðun um einhliða brottvikningu hans var tekin. „Dóm- urinn segir að við ákvörðun FME hafi ekki verið horft til upplýsinga í leiðréttum skýrslum um fjárfest- ingar lífeyrissjóðsins. Hið rétta í þessu máli er að það kom fram villa í eftirlitskerfi Landsbankans, sem varðaði alla fimm lífeyrissjóðina sem bankinn var með í eignastýringu og enginn af stjórnarmönnum allra sjóð- anna hafði hugmynd um, fyrr en eftir hrunið.“ Hæstiréttur synjaði um áfrýjun Ingólfur segir að FME hafi viljað áfrýja dómi Héraðsdóms til Hæsta- réttar, en Hæstiréttur synjaði beiðni um áfrýjun í júní síðastliðnum. Þar með hafi legið fyrir að dómur Hér- aðsdóms Reykjavíkur var endanlegur. „Svo kom álit umboðsmanns Al- þingis, þann 18. febrúar sl., þar sem ítrekað er að FME hafi brotið á mér réttarreglur og augljóst að fram- ganga þeirra var mjög ámælisverð. Ég fékk bréf frá FME 20. febrúar sl., sem var afar snubbótt, svo að ekki sé meira sagt. Þeir staðfesta brotið og tilkynna mér að þeir hafi fjarlægt fréttina um mig af heimasíðu FME, en þeir biðja mig ekki afsökunar á einu eða neinu. Það er aldrei gert. Fréttin var þá búin að vera á vef FME í tæp tvö ár en stofnunin sá ekki sóma sinn í að láta fjölmiðla vita að hún hefði verið fjarlægð eða af hvaða tilefni það var gert. Þetta bæt- ir á engan hátt þann skaða sem frétt- in olli mér.“ Óttuðust hermdaraðgerðir FME Ingólfur kveðst hafa kallað til 15 vitni, þegar málflutningur var fyrir héraðsdómi. Tvö möguleg vitni, ungir menn sem starfi í fjármálageiranum, hafi beðist undan því að bera vitni, hreinlega vegna þess að þeir hafi ótt- ast hermdaraðgerðir af hálfu FME gegn þeim fyrirtækjum sem þeir vinna hjá og þeim sjálfum, ef þeir bæru vitni. - Hver er þá staðan hjá þér núna Ingólfur? Hvað ætlar þú að gera? „Ég er í þeirri stöðu, að hafa verið brennimerktur og einhliða rek- inn úr starfi af FME. Ég hef orðið fyrir miklum fjárhagslegum skaða og málið hefur tekið mikið á alla fjöl- skylduna. Þegar maður er kominn í slíka stöðu, og ítrekað verið ranglega bendlaður við lögbrot og saka- málarannsóknir, þá er það einfald- lega útilokað að útskýra það fyrir fólki, hvað gerst hefur. Ég hef fengið meira en nóg af valdníðslu af hálfu FME. Þegar ekki einu sinni er beðist afsökunar eða boðnar fram bætur þegar valdi er misbeitt, þá er ég til- neyddur til að höfða skaðabótamál. Þó að fjártjónið fáist kannski bætt, þá verður skaðinn á mannorðinu og þjáningar fjölskyldunnar seint bættar. Ég tel mig mjög heppinn að hafa fengið Jónas Fr. Jónsson sem lög- mann minn, Við undirbúum nú skaðabótamál gegn Fjármálaeftirlit- inu. Það er kannski ekki skynsamlegt að segja mikið meira að svo stöddu um þessa ótrúlegu samskiptasögu við þetta mikilvæga embætti, en við spyrjum að leikslokum.“ Morgunblaðið/Kristinn hendur FME Valdníðsla „Ég hef fengið meira en nóg af valdníðslu af hálfu FME. Þegar ekki einu sinni er beðist afsökunar eða boðn- ar fram bætur þegar valdi er misbeitt, þá er ég tilneyddur til að höfða skaða- bótamál,“ segir Ingólfur Guðmundsson. Umboðsmaður Alþingis segir m.a. í áliti sínu að orðalag fréttar Fjár- málaeftirlitsins sem birtist á heim- síðu FME þann 12. apríl 2011 sem svar við fréttaflutningi Frétta- blaðsins um brottvikningu Ingólfs- hafi verið með þeim hætti að það tengdibeiðni Ingólfs um aðgang að gögnum við „rannsókn mála“ hjá sérstökum saksóknara. Slík- ar tengingar hafi hvorki verið mál- efnalegar né nauðsynlegar eða gera grein fyrir forsendum synj- unar Fjármálaeftirlitsins á þeirri beiðni Ingólfs sem fjallað hafði ver- ið um í áliti umboðsmanns Alþing- is. „Framsetningin var ónákvæm og gaf hvorki nægjanlega skýra né glögga mynd af því máli sem um var fjallað. Auk þess var hún til þess fallin að vekja ákveðnar hug- myndir um tengsl Ingólfs við rann- sókn sakamála án þess að varpað væri réttu ljósi á raunverulega stöðu hans vegna þeirra. Fram- setning fréttarinnar var því ekki í samræmi við vandaða stjórn- sýsluhætti, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Al- þingis,“ sgir orðrétt í álitinu. Afdrifarík áhrif Hér fara á eftir nokkrar tilvitnanir í mismunandi kafla í áliti umboðs- manns Alþingis í máli Ingólfs Guð- mundssonar frá 18. febrúar sl.: „Um er ræða einstakling sem hafði um árabil starfað á fjármálamark- aði og m.a. sinnt stjórnunar- störfum þar. Afstaða Fjármálaeft- irlitsins í þessu máli hans var því til þess fallin að hafa veruleg áhrif á atvinnuhagi hans og aflahæfi. Ing- ólfur hafði nýtt sér stjórn- arskrárbundinn rétt sinn til að bera ákvörðun Fjármálaeftirlitsins undir dómstóla og krefjast ógildingar hennar í opinberum réttarhöldum. Tilkynning Fjármálaeftirlitsins um efni ákvörðunar þess í máli Ingólfs var fyrst birt eftir að um níu mán- uðir voru liðnir frá því að hún var tekin og birt honum. Áðurnefnt dómsmál hafði þá verið fyrir dóm- stólum í um sex mánuði. Í ljósi þessara atvika í máli Ingólfs þurfti sérstaklega, áður en tekin var ákvörðun um birtingu á grundvelli 9. gr. a laga nr. 87/1998, að leggja mat á það hvort birting tilkynn- ingar svo löngu eftir að ákvörðun um hæfi Ingólfs var tekin væri þess eðlis að hún gæti valdið hlutaðeig- andi aðila tjóni sem ekki væri í eðli- legu samræmi við það brot sem um ræðir, eins og það er orðað í lok lagagreinarinnar. Ég minni á að Fjármálaeftirlitið hefur í skýringum sínum fyrst og fremst vísað til hagsmuna fjármálamarkaðarins af því að fá upplýsingar um efni ákvörðunarinnar og þá m.a. vegna þess dómsmáls sem Ingólfur hafði höfðað. Með vísan til framangreinds, og einkum með tilliti til þess tíma sem liðið hafði frá því að ákvörðun um hæfi Ingólfs var tekin og þess hversu afdrifarík áhrif hún og op- inber umfjöllun um hana gat haft á atvinnuhagi Ingólfs, er það nið- urstaða mín að ákvörðun Fjármála- eftirlitsins um að birta umrædda tilkynningu um mál hans 25. maí 2011 hafi ekki samrýmst áð- urgreindum lokaorðum 1. mgr. 9. gr. a laga nr. 87/1998.“ Ekki í samræmi við jafnræðisreglu „Ég tel rétt að árétta mikilvægi þess að gætt sé samræmis við úr- lausn mála sem þessara þar sem slík opinber birting getur varðað mikilsverða hagsmuni hlutaðeig- andi aðila. Í lögum nr. 87/1998 er auk þess sérstaklega mælt fyrir um að Fjármálaeftirlitið skuli birta þá stefnu sem það fylgir við ákvörðun um að birta slíkar nið- urstöður. Sá áskilnaður er settur til að reyna að tryggja að öll eðlislík mál séu meðhöndluð með sam- bærilegum hætti og að starfsemi eftirlitsins sé samræmd, eins og nánar er rakið í athugasemdum að baki 9. gr. a laga nr. 87/1998. Í samræmi við það sem ég hef rakið hér að framan er það niðurstaða mín að sú ákvörðun Fjármálaeft- irlitsins að gera þann mun sem áð- ur er lýst á efni þeirra tilkynninga sem það birti 25. apríl 2011 um nið- urstöðu sína um hæfi tveggja stjórnenda hafi ekki verið í sam- ræmi þær kröfur sem leiða af jafn- ræðisreglu stjórnsýsluréttarins, sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/ 1993.“ Brot á þagnarskyldu „Ég hef hér að framan jafnframt gert grein fyrir því að í ljósi þessa verði að túlka heimildina í 9. gr. a í lögum nr. 87/1998 með þeim hætti að tekið sé eðlilegt tillit til þeirra þagnarskyldureglna sem gilda samkvæmt öðrum ákvæðum lag- anna og öðrum reglum bæði skráð- um og óskráðum. Ég tel að svo af- dráttarlaus regla um birtingu á nafni hlutaðeigandi aðila, eins og fram kemur í 2. og 3. mgr. 3. gr. gagnsæisreglnanna, fái ekki sam- rýmst þeim reglum sem gilda um meðferð á þagnarskyldum upplýs- ingum hjá stjórnvaldi eins og Fjár- málaeftirlitinu. Núverandi orðalag 9. gr. a í lögum nr. 87/1998 er ekki svo afdráttarlaust að það geti vikið umræddum þagnarskyldureglum til hliðar. Ég minni þar á þær grund- vallarreglur sem fram koma í 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu, og nauðsyn sérstakrar lagaheimildar ef takmarka á þau réttindi. Þá þurfa stjórnvöld einnig að gæta að reglu 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrár- innar í störfum sínum. Tilmæli mín til stjórnar Fjármálaeftirlitsins eru því að 3. gr. gagnsæisstefnu stofn- unarinnar verði tekin til endur- skoðunar með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem ég hef lýst í áliti þessu og að gættum þeim sérstöku og almennu reglum sem gilda um meðferð þagnarskyldra upplýsinga hjá stjórnvöldum.“ „Afstaða Fjármálaeftirlitsins í þessu máli hans var því til þess fallin að hafa veruleg áhrif á at- vinnuhagi hans og aflahæfi.“ „Með vísan til framangreinds, og einkum með tilliti til þess tíma sem liðið hafði frá því að ákvörðun um hæfi Ingólfs var tekin og þess hversu afdrifarík áhrif hún og op- inber umfjöllun um hana gat haft á atvinnuhagi Ingólfs“. Ekki vönduð stjórnsýsla UMBOÐSMAÐUR ALÞINGIS Bréfið sem Ingólfur fékk frá Fjármálaeftirlitinu þann 20. febrúar sl. var svohljóðandi: „Efni: Tilkynning fjarlægð af vef Fjármálaeftirlitsins. Í tilefni af áliti Umboðsmanns Alþingis í máli nr. 6518/2011 upplýsir Fjármálaeftirlitið að eftirfarandi tilkynning hefur verið fjarlægð af vef Fjármálaeftirlitisins, www.fme.is. Ákvörðun um hæfi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga til að gegna starfinu, dags. 25. maí 2011. Virðingarfyllst, Fjármálaeftirlitið“. Fjarlægðu tilkynninguna HEIMASÍÐA FME

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.