Morgunblaðið - 21.03.2013, Síða 8

Morgunblaðið - 21.03.2013, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2013 8 VIÐSKIPTI Bráðum verða liðin tvö ár síðan David Ant- hony Noble opnaði á Laugavegi veitingastað- inn Litla bóndabæinn. Staðurinn hefur vakið töluverða lukku bæði meðal heimamanna og ferðamanna en David leggur mikið upp úr að elda úr hreinu hráefni gómsæta rétti sem gest- ir geta auðveldlega kippt með sér ef þeir vilja. Þeir sem leggja leið sína til Davids ættu líka að taka eftir breskum áhrifum á matseðlinum en eigandi staðarins ólst upp í bænum Higham í Kent. „Ég var mjög áhugasamur um íslenska tungu og hélt af stað í nám við University Col- lege London. Ég var ekki langt kominn í nám- inu þegar það rann upp fyrir mér að ég vildi í raun mest af öllu búa á Íslandi. Þar ætlaði ég að halda náminu áfram en á endanum varð lítið úr því að ég settist á skólabekk,“ útskýrir Dav- id. Þetta var árið 2007 og segir David frá hvernig hann átti auðvelt með að fá vinnu í góðærinu. Hann hóf störf sem uppvaskari á veitingastað og færðist bæði á milli veit- ingastaða og kaffihúsa um leið og hann færðist smám saman upp í starfi. Einhvers staðar á leiðinni kynntist David íslenskum eiginmanni sínum, Pálmari Þóri Hlöðverssyni kaffibar- þjóni, sem David segir að hjálpi til við að tryggja að enginn verði svikinn af lífræna kaffinu sem boðið er upp á hjá Litla bónda- bænum. Það var svo í kjölfar bankahrunsins að tæki- færi bauðst til að leigja á Laugavegi 41. „Það tók tímann sinn að koma húsinu í rétt horf því hér hafði áður verið verslun. Það tók drjúgan tíma að fá öll tilskilin leyfi og úttektir að ógleymdri vinnunni við innréttingar og frá- gang. Við opnuðum í apríl 2011 eftir nokkuð langa fæðingu,“ segir David og gantast með að hafa sennilega aldrei vaskað meira upp en núna þegar hann á sinn eigin veitingastað. Ekki fer milli mála þegar David lýsir staðn- um að mikil alúð og metnaður er lagður í stað- inn. „Ég hef sérstaklega mikla ástríðu fyrir vönduðum landbúnaðarvörum og stend mig að því að sakna helst frá Kent alls kyns góðgætis sem bændurnir þar framleiða. Þessi áhugi sést í matarvalinu hjá Litla bóndabænum en hér leggjum við okkur fram við að kaupa helst beint frá býli og hampa mörgum af þeim af- bragðsgóðu matvælum sem íslenskir bændur búa til – og gefa þeim bresku ekkert eftir.“ ai@mbl.is Svipmynd David Anthony Noble Byrjaði á að vaska upp í góðærinu Morgunblaðið/Rósa Braga Streð „Það tók drjúgan tíma að fá öll tilskilin leyfi og úttektir að ógleymdri vinnunni við inn- réttingar og frágang. Við opnuðum í apríl 2011 eftir nokkuð langa fæðingu,“ segur David. Neytendum er ekki sama hvern- ig vara verður til. Uppruni og hver framleiddi hana skiptir máli, svo og heilnæmi. Sumir spyrja úr hverju varan er, hvort hún er líf- ræn, hvort gengið hafi verið á gæði náttúrunnar við framleiðslu hennar og hverjar séu aðstæður starfsfólks. Rekjanleiki og sjálfbærni eru nefnd í sömu andránni. Að hluta til snýst þetta um upp- lifun og að hluta öryggi. Fyrir það eru sumir neytendur tilbúnir að greiða hærra verð. Með nýjustu tækni aflar neytand- inn sér þekkingar um vörur beint í smartsímann. Þar með skapast ný tækifæri við að tengja saman til- tekna vöru og sérstakar þarfir við- skiptavina. Virðiskeðjan verður styttri í raun, tækifæri gefast fyrir fyrirtæki til að vera nær mark- aðnum og fækka þar með milliliðum. Verkfærin sem fyrirtæki í far- arbroddi nýta til að byggja upp innra verklag nýsköpunar, tryggja eiginleika vöru og miðla til neytenda eru m.a. vottuð umhverfismerki s.s. Norræni svanurinn, Evrópublómið, MSC og KRAV, Fairtrade, auk staðla um umhverfis- og gæða- stjórnun, samfélagsábyrgð og yfirlit um kolefnisspor eða vistspor. Þau sem skara framúr hafa tileinkað sér þessi tæki, skilja orðfærið og eru hluti af lausninni. Lykillinn er nýskapandi hugsun þar sem sérstaðan er skilgreind og sett í samhengi með þeim verkfær- um sem neytandinn þekkir. Hér á landi höfum við það sem til þarf; úr- vals hráefni, hreint vatn, staðaranda og fyrirtæki sem fylgja lögum um vinnuvernd. Reynslan hefur sýnt að með því að nýta verkfærin og miðla þessum eiginleikum um hágæða vöru, má skila meiri hagnaði. ________________________ Höfundur er framkvæmdastjóri Alta Pistill frá Stjórnvísi Tækifæri á breyttum tímum Halldóra Hreggviðsdóttir www. stjornvisi.is Ágúst Hrafnkelsson fékk í síðustu viku heiðursverðlaun Félags um innri endurskoðun, en 10 ár eru frá því fé- lagið var stofnað. Afmælishátíðin var haldin að loknum innri endurskoð- unardeginum. Félagsmenn í félaginu eru um 100 talsins. Félagið hefur lagt sig fram við að byggja upp tengsl við atvinnulífið, ráðuneyti og stofnanir sem hafa með málefni innri endurskoðunar að gera. Félag um innri endurskoðun er aðili að alþjóðasamtökum innri endurskoð- enda (IIA), Evrópusamtökum (ECIIA) auk þátttöku í undirbúnings- hópi um stofnun norræns samstarfs. „Þegar við lítum yfir farinn veg er- um við stolt af okkar störfum und- anfarin tíu ár en jafnframt horfum við fram á við og erum tilbúin til að takast á við það framtíðarverkefni að byggja áfram upp faggrein innri endurskoð- unar á Íslandi,“ segir Anna Margrét Jóhannesdóttir, formaður Félags um innri endurskoðun, í fréttabréfi félags- ins. Heiðursverðlaun Félags um innri endurskoðun Morgunblaðið/Styrmir Kári Heiðraður Ágúst Hrafnkelsson ásamt stjórn félagsins. Frá vinstri: Sif Ein- arsdóttir, Albert Ólafsson, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Ágúst Hrafnkels- son og Nanna Huld Aradóttir. Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákærur vegna rannsókna sem tengj- ast starfsemi Kaupþings. Þar á meðal eru ákærur á hendur þremur núverandi starfsmönnum Arion banka vegna starfa þeirra fyr- ir Kaupþing á sínum tíma. Þar á meðal er framkvæmdastjóri fyr- irtækjasviðs bankans, Björk Þór- arinsdóttir. Í tilkynningu frá Arion banka seg- ir að starfsmennirnir þrír hafi allir farið í leyfi frá störfum sínum fyrir bankann. Þrír í leyfi frá Arion banka Stangveiði í ám og vötnum á Íslandi veltir um 20 milljörðum á ári. Hún er því mikilvæg atvinnugrein og nýting veiðihlunninda er ein af stærstu bú- greinum landsins, segir forstjóri Veiðimálastofnunar, Sigurður Guð- jónsson í grein í ársskýrslu stofn- unarinnar sem kom út í gær. Um þriðjungur þjóðarinnar stundar að sögn Sigurðar stangveiði sem sýnir að um mjög vinsæla tóm- stundaiðju er að ræða. „Sá árangur sem náðst hefur í veiðinýtingu, arð- semi veiða og stöðu fiskistofna hér á landi hefur vakið athygli á al- þjóðavettvangi,“ segir Sigurður. Stangveiði velt- ir 20 milljörðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.