Morgunblaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2013 9 Á Krúsku færðu: heilsusamlegan mat, kjúklingarétti, grænmetisrétti, fersk salöt, heilsudrykki, súkkulaðiköku, gæðakaffi frá Kaffitár og fallega stemningu. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI Næring fyrir líkama og sál Framtíðin er á netinu Sævar segir jákvæð teikn á lofti um að mannekluvandi vef- og hug- búnaðargeirans fari að lagast. Hann segir íslensku háskólana hafa verið að vinna gott starf við að byggja upp og efla nám í tölv- unarfræðum og unga námsfólkið sé orðið áhugasamara um forritun og vefsíðugerð. „Ásóknin í námið er góð og vitundarvakning sem átt hefur sér stað um hvað menntun af þessu tagi býður upp á skemmtilegan starfsvettvang og góðar tekjur.“ Að vera góður í vefsíðugerð kall- ar ekki endileg á að vera algjör erkitýpa af tölvunörd. „Ýmis tæki standa okkur til boða sem gera vinnuna einfaldari og auðveldari og þarf enginn að hræðast það ferli að læra á þessi tól og aðferðir og byggja svo upp góða reynslu þar ofan á. Fjölbreyttir verkþættir í vefsíðugerð kalla á ólíka menntun og hæfileika og kallar starfið t.d. oft á að hafa mjög gott auga fyrir uppsetningu efnis og litanotkun. Forritun vefsíðuviðmóta krefst í raun aðeins einfaldrar stærð- fræðiþekkingar og það er ekki fyrr en komið er í dýpstu grunnein- ingar að kalla þarf til mestu tölvu- nördana – þá sem dreymir kóða á nóttunni.“ Ekki bara fyrir algjöra nörda ÁHUGINN Á FORRITUN OG VEFSÍÐUGERÐ FER VAXANDI Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Reksturinn er í örum vexti hjá vef- stofunni Skapalóni. Í upphafi árs 2012 voru starfsmen 14 talsins en eru í dag orðnir 24 og virðist lítið lát ætla að verða á stækkun fyrirtækisins. Sævar Örn Sævarsson, fram- kvæmdastjóri Skapalóns, segir stækkunina einkum drifna áfram af verkefnum innanlands og svo að ný tækni er að skapa þörf á markaðinum fyrir nýjar lausnir, t.d. fyrir snjall- síma. „Íslensk fyrirtæki eru farin að leggja mjög ríka áherslu á góðan sýnileika á vefnum og reyna að halda í við þróunina sem er að eiga sér stað í notkun farsíma og spjaldtölva. Fram til þessa hefur það verið talin góð þumalputtaregla að endurnýja vefsíður fyrirtækja á 3-4 ára fresti en í íslensku atvinnulífi er stefnan í dag sú að líta á vefinn sem eitthvað sem er í stöðugri þróun. Mikið af vinnu okkar í dag felst í því að halda við, bæta við virkni og nýjum liðum á vef- síður okkar föstu viðskiptavina.“ Verkefnin eru ekki öll fyrir inn- lenda kaupendur. Meðal stærstu við- skiptavina Skapalóns er alþjóðlegt stórfyrirtæki og hefur vefstofan tekið að sér verkefni fyrir aðila bæði í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Sævar segir þó að ekki hafi gef- ist tækifæri til að nýta veika krónu til að sækja af hörku á erlenda markaði. Veik króna þýðir vissulega að íslensk vefsíðugerð verður mun samkeppn- ishæfari á alþjóðamarkaði en eft- irspurnin innanlands hafi verið svo mikil að ekki hafi gefist ráðrúm til að huga að útrás. „Við vorum nýlega að opna litla starfsstöð í Berlín og kann vel að vera að sú starfsemi verði víkk- uð út þegar fram í sækir. Stækkunin til Berlínar var þó fyrst og fremst komin til vegna þess að skortur er á reyndum og vel menntuðum veffor- riturum og gripum við tækifærið þegar við vissum af flinkum Íslend- ingi í Berlínarborg sem hafði áhuga á að starfa með okkur.“ Enginn tími til að sigra heiminn Íslensk vefsíðugerð gæti hæglega átt erindi við erlenda markaði og segir Sævar að vinnubrögð íslenskra vef- stofa gefi erlendu keppinautunum ekkert eftir. „En allar hugmyndir um útrás virðast stranda á því að eft- irspurnin innanlands er meiri en hægt er að anna og gott fólk liggur ekki á lausu til að stækka starfs- mannahópinn. Sagan er sú sama hjá flestum íslensku vefstofunum að þar hafa allir yfirdrifið nóg að gera og enginn tími aflögu til að sigra heim- inn.“ Íslenski vefstofuheimurinn er stærri en margan grunar. Sævar Örn slumpar á að í þessum geira séu um 2-4 fyrirtæki sem kalla mætti stór, frá 6-10 sem kalla mætti meðalstór og svo er hópur einyrkja og lítilla fyr- irtækja sem fást við vefsíðugerð. „Undir þennan hatt falla viðmóts- hönnuðir, framendaforritarar, sér- forritarar, ásamt ráðgjöfum og sér- fræðingum í efnisvinnslu. Þegar allt er talið skiptir fólkið sem fæst við vefsíðugerð hér á landi einhverjum hundruðum.“ Fyrir 10 árum þóttu vefsíður dýrar og ekki á færi allra fyrirtækja að láta hanna fyrir sig síðu. Þróunin hefur verið ör og er nú svo komið að margir geta klambrað saman brúk- legum vef upp á eigin spýtur en fyrsta flokks vefir hafa ekki endilega orðið ódýrari. „Raunin er að það er orðið mun umfangsmeira verkefni í dag en fyrir t.d. fimm árum að búa til framúrskarandi vef. Til verksins þarf mun fleiri tæki og víðtækari þekk- ingu og ef vefurinn á virkilega að vera af bestu sort þarf að fara dýpra ofan í alla liði en áður,“ útskýrir Sæv- ar. „Við sjáum t.d. miklar breytingar bara í einföldum þáttum eins og textagerð og efnisfrágangi því sam- hliða því að viðmót vefsíðna tekur stöðugum framförum er áherslan að aukast á mjög vandaða textasmíð og orðið æ algengara að vefsíðutextar eru sérskrifaðir fyrir þennan miðil með eiginleika og notendur netsins í huga.“ „Allir hafa yfirdrifið nóg að gera“  Með hverju árinu verður umfangsmeira verkefni að gera framúrskarandi vef  Góð verkefnastaða hjá vefstofum og skortur hjá geiranum á fólki með rétta menntun og reynslu  Vefstofan Sapalón opnar vinnustöð í Berlín sem gæti orðið stökkpallur út í fleiri verkefni erlendis Morgunblaðið/Rósa Braga Möguleikar „Allar hugmyndir um útrás virðast stranda á því að eftirspurnin innanlands er meiri en hægt er að anna og gott fólk liggur ekki á lausu til að stækka starfsmannahópinn,“ segir Sævar Örn Sævarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.