Morgunblaðið - 20.03.2013, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.03.2013, Blaðsíða 3
KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Keflvíkingar voru ekki sviknir af því að fá bandaríska leikmanninn Michael Craion til sín í vetur. Þótt Craion sé á fyrsta ári í atvinnumennsku hefur hann spilað eins og herforingi eins og tölurnar bera með sér. Hefur hann skorað 22,6 stig að meðaltali í leik og tekið 14 fráköst fyrir Keflavík sem hafnaði í 5. sæti í Dominos-deildinni. Craion er 24 ára gamall og kemur frá Kansas City í Missouri. Hann spil- aði með Oral Roberts University í há- skólaboltanum en skólinn er í Tulsa í Oklahoma. „Ég spilaði þar stöðu framherja í þrjú ár og gekk nokkuð vel. Við vorum góðir miðað við okkar riðil og unnum hann á síðasta árinu mínu. Þetta var góð reynsla en ég missti úr eitt ár í körfuboltanum í há- skólanum vegna fótbrots,“ sagði Crai- on þegar Morgunblaðið ræddi við hann á blaðamannafundi í gær þar sem tilkynnt var að hann hefði verið kjörinn leikmaður umferða 12-22 í Dominos-deildinni. Fín deild til að byrja ferilinn Craion vissi ekkert um Ísland áður en hann kom hingað sem skiljanlegt er. „Umboðsmaðurinn hringdi í mig á síðustu stundu og sagðist vera með þetta starf fyrir mig. Ég var ánægður með að fá eitthvað að gera en ég vissi ekki neitt um Ísland. Ég varð bara ánægður þegar ég áttaði mig á því að hér talar fólk ensku. Það er plús,“ sagði Craion og hló. Hann segir ís- lensku deildina vera heppilega fyrir sig til að byrja atvinnumannsferilinn. „Þetta er fín deild fyrir mig á mínu fyrsta ári. Ég hef náttúrlega ekki samanburð við neinar aðrar atvinnu- mannadeildir. Í Keflavíkurliðinu erum við með Darrel Lewis sem er mjög góður leikmaður og bættum Billy Baptist við okkur. Vonandi erum við komnir með síðasta púslið í púslu- spilið til þess að vinna titilinn. Við eig- um virkilega góða möguleika á því ef okkur tekst að sýna okkar bestu hlið- ar. Við getum unnið hvaða lið sem er í deildinni og þess vegna tel ég okkur eiga möguleika á titlinum,“ sagði Michael Craion í samtali við Morg- unblaðið í gær en hans bíður það verk- efni að mæta bikarmeisturum Stjörn- unnar í átta liða úrslitum. Úrvalsliðið: Justin Shouse Stjörnunni Elvar Már Friðriksson Njarðvík Guðmundur Jónsson Þór Þ. Kristófer Acox KR Michael Craion Keflavík Dugnaðarforkurinn: Þorleifur Ólafsson Grindavík Besti þjálfarinn: Sverrir Þór Sverrisson Grindavík Umboðsmaðurinn hringdi á síðustu stundu Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Sterkur Michael Craion freistar þess að skora framhjá Sigurði Þorsteinssyni í leik með Keflavík gegn Grindavík.  Keflvíkingurinn Michael Craion valinn bestur í seinni hluta deildarinnar ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2013 Jóhann Jó-hannsson, markahæsti leik- maður Aftureld- ingar í N1-deild karla, var í gær úrskurðaður í eins leik bann á fundi aganefndar Handknattleiks- sambands Íslands en hann fékk rautt spjald með skýrslu fyrir leik- brot á síðustu sekúndum við- ureignar Aftureldingar og ÍR í 19. umferð deildarinnar á Varmá síð- asta fimmtudag.    Jóhann verður þar með ekki í leik-mannahópi Aftureldingar þegar liðið sækir Akureyri heim í 20. um- ferð N1-deildarinnar á morgun. Aft- ureldingarliðið er í harðri baráttu um að forðast fall úr deildinni nú þegar tvær umferðir eru eftir. Mos- fellingar sitja í sjöunda sæti af átta liðum með 12 stig, einu fleira en Valsmenn sem reka lestina.    Sergio Ramos leikmaður RealMadrid nær þeim áfanga á föstudaginn að spila sinn 100. lands- leik fyrir Spán þegar Spánverjar etja kappi við Finna í undankeppni heimsmeistaramótsins. Ramos bæt- ist í hóp samherja sinna hjá Real Madrid þeirra Iker Casillas og Xabi Alonso sem báðir hafa náð að spila 100 leiki sem og Barcelona- leikmennirnir Xavi Hernandez og Carles Puyol ásamt Fernando Tor- res, sem leikur með Chelsea.    Þýski landsliðsmaðurinn í hand-knattleik Michael Kraus mun yfirgefa þýska liðið Hamburg eftir tímabilið og ganga til liðs við félagið sem hann hóf ferilinn með, Göpp- ingen. Kraus, sem er 29 ára gamall leikstjórnandi, hefur leikið með Hamburg síðustu þrjú árin og varð meistari með liðinu 2011 en þar áður var hann í herbúðum Lemgo þar sem hann lék með Loga Geirssyni. Kraus gerði þriggja ára samning við Göppingen.    Óheppninheldur áfram að elta þýska liðið Rhein-Neckar Löwen sem Guð- mundur Guð- mundsson þjálf- ar og þeir Alexander Pet- ersson og Stefán Rafn Sigurmanns- son leika með. Hornamaðurinn Mar- ius Steinhauser meiddist illa á hné á lokamínútunum í leik Löwen og Tatran Presov í Evrópukeppninni á sunnudaginn og nú hefur komið í ljós að krossband í hné leikmannsins gaf sig sem þýðir að hann verður frá keppni í 6-8 mánuði. Hann er fjórði leikmaður liðsins sem meiðist illa á leiktíðinni en hinir voru Uwe Gens- heimer, Kim Ekdahl og Denni Djo- zic. Enginn þeirra leikur meira með á tímabilinu. Fólk folk@mbl.is Helena Sverrisdóttir og samherjar í Good Angels Kosice frá Slóvakíu steinlágu gegn Ekaterinburg frá Rússlandi, 41:72, í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í körfuknatt- leik í gær. Staðan í hálfleik var 43:19 fyrir rússneska liðið en úrslitakeppnin fer fram á þeirra heimavelli. Helena skoraði 5 stig í leiknum, tók 3 frá- köst og eina stoðsendingu. Hún lék í 18 mín- útur. Good Angels er með einn sigur eftir tvo leiki en Ekaterinburg hefur unnið báða sína. Tvö lið fara úr riðlinum í undanúrslit og vinni Helena og samherjar pólska liðið Polkowice á morgun komast þær þangað. Polkowice hafði betur á móti tyrk- neska liðinu Galatasaray í gær, 58:51. vs@mbl.is Stórt tap hjá Helenu Helena Sverrisdóttir Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason, leik- maður danska úrvalsdeildarliðsins FC Köb- enhavn, hefur mátt sætta sig við að verma varamannabekkinn töluvert hjá Kaupmanna- hafnarliðinu á sinni fyrstu leiktíð með liðinu. Rúrik hefur komið við sögu í níu leikjum með liðinu í deildinni og í þremur þeirra hefur hann verið í byrjunarliðinu. Meiðsli hafa einnig sett strik í reikninginn hjá Rúrik en hann hefur nú jafnað sig af þeim. „Það er auðvitað hundfúlt að vera meiddur en það er nokkuð sem maður getur ekki ráðið við. Ég er núna kominn í gott form en það er líka klárt að ef liðið vinnur alla leiki er erfitt fyrir þjálfarann að breyta liðinu. En ég er tilbúinn og hungrar í að fá að spila,“ sagði Rúrik á vef KC Kö- benhavn. gummih@mbl.is Rúrik hungrar í að spila Rúrik Gíslason Evrópumeistaramót U19 ára í badminton hefst í Ankara í Tyrklandi á föstudaginn og í dag halda átta íslensk ungmenni áleiðis til Tyrklands til þáttöku á mótinu. Þau eru: Daníel Jóhannesson, Kristófer Darri Finnsson, Stefán Ás Ingvarsson, Thomas Þór Thomsen, Margrét Finnbogadóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Sara Högnadóttir og Sigríður Árnadóttir. Þau eru öll frá TBR. Evr- ópumótið er bæði liðakeppni og einstaklings- keppni og verður byrjað á liðakeppninni. Í liða- keppninni eru löndunum skipt niður í 7 riðla og sigurvegari hvers riðils fer í átta liða úrslit. Ís- land er í riðli með Englandi, Króatíu og Svíþjóð. Liðakeppnin stendur til 26. mars og þá hefst einstaklingskeppnin. Í einliðaleik karla er Matthias Almer frá Danmörku raðað númer eitt en Thom- as Thomsen mætir honum í fyrstu umferð. gummih@mbl.is 8 frá TBR keppa á EM Sara Högnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.