Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 1
FRJÁLSAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Næsta maraþonhlaup Íslands-
methafans Kára Steins Karlssonar
úr Breiðabliki verður í Berlín í lok
september ef allt gengur að óskum.
Kári Steinn tjáði Morgunblaðinu að
hann hefði ákveðið að skrá sig aftur
í Berlínarmaraþonið en þá verða
slétt tvö ár liðin frá því að hann setti
þar Íslandsmet og náði Ólympíulág-
marki í sínu fyrsta maraþoni á ferl-
inum. Rúmt ár verður þá liðið frá
öðru hlaupi hans á ferlinum sem var
á Ólympíuleikunum í London. Berl-
ínarmaraþonið verður því hans
þriðja maraþon á ferlinum.
„Ég hef ákveðið að taka stefnuna
á Berlínarmaraþonið. Ef eitthvað
kemur upp á þá er nóg af góðum
maraþonhlaupum í Evrópu um svip-
að leyti. Nú er ég bara á eftir hröð-
um maraþonum og er svo sem alveg
sama um sæti. Berlín reyndist alla
vega vel síðast. Fram að því ætla ég
að stíla inn á styttri vegalengdir og
bæta mig síðan vel í haust. Markmið
númer eitt, tvö og þrjú er að bæta
Íslandsmetið. Ég tel mig eiga það
mikið inni að ef allt gengur vel í
sumar þá stefni ég bara á hörkubæt-
ingu,“ sagði Kári í samtali við
Morgunblaðið í vikunni en hann var
þá nýkominn frá Bandaríkjunum
þar sem hann var í æfingabúðum í
1700 – 2700 metra hæð en Kári hef-
ur tvívegis áður æft í háfjallalofti á
ferlinum.
Morgunblaðið/Golli
Methafi Kári Steinn Karlsson setti Íslandsmet í sínu fyrsta maraþonhlaupi í
Berlín og náði síðan 42. sæti á Ólympíuleikunum í London síðasta sumar.
Hálft maraþon í Gautaborg
„Við vorum í Colarado og var það
gert í þeim tilgangi að hlaupa marga
kílómetra í mikilli hæð. Það eykur
súrefnisupptökuna enda finnur mað-
ur að mun erfiðara er að æfa í slíku
loftslagi. Maður varð móður og tók
ekki jafn erfiðar æfingar fyrir vikið
en í leiðinni fékk ég góða súrefn-
isupptökuþjálfun sem er góður
grunnur fyrir þær gæðaæfingar sem
ég fer nú að setja inn í bankann. Ég
er mjög sáttur við æfingaferðina því
nú er kominn góður grunnur fyrir
sumarið og fljótlega fer keppn-
istímabilið að byrja. Í apríl og í byrj-
un maí þá hleyp ég í litlum hlaupum
en fer út til Gautaborgar um miðjan
maí og hleyp þar hálft maraþon. Það
verður fyrsta stóra hlaupið og mun
eiginlega marka upphafið að þessu
keppnistímabili,“ útskýrði Kári en
eins og Morgunblaðið greindi frá í
vetur þá verður hann ekki á meðal
keppenda í maraþonhlaupinu á
heimsmeistaramótinu í sumar.
Missti nokkuð úr í vetur
Kári er ánægður með formið
þessa dagana og virðist vera að ná
sér á strik eftir heldur leiðinlegan
vetur. Hann lenti í fyrsta skipti á
ferlinum í meiðslum sem orð er á
gerandi og í framhaldinu lagðist
hann í nokkuð skæða flensu. Hann
var því lengi að komast almennilega
af stað á sinn mælikvarða en hefur
nú æft af nokkrum krafti í um það
bil sex vikur.
„Núna er allt að smella en það var
svolítið erfið fæðing á æfingaferlinu
að þessu sinni. Fyrst voru það hné-
meiðsli sem ég var í basli með í þrjá
mánuði. Loksins þegar ég komst af
stað aftur þá fékk ég skæða flensu
sem sló mig niður. Ég var hálf ryðg-
aður fyrstu vikurnar eftir hana og í
kjölfarið veiktist ég aftur og fékk
sýkingu í kinnholurnar. Þetta var
því ansi langt tímabil þar sem ég
náði aldrei meira en tveimur vikum á
fullu. Ég var alltaf að byggja mig
upp og byrja upp á nýtt,“ sagði Kári
ennfremur og segist vera orðinn
hungraður í að æfa og keppa.
„Eftir Ólympíuleikana þá vantaði
kannski aðeins upp á hungrið þó
maður hafi ekki viljað viðurkenna
það á þeim tíma. Ég fékk eiginlega
aukahvíld vegna meiðslanna og finn
núna að hungrið er komið aftur. Ég
var orðinn hrikalega pirraður í vetur
og kann betur að meta það að vera
heill. Ég hafði aldrei verið lengur frá
en í tvær vikur á ferlinum fram að
þessu,“ sagði Kári Steinn Karlsson.
Kári snýr á söguslóðir
Kári Steinn ætlar að skrá sig í Berlínarmaraþonið í haust Þar setti hann
Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki í fyrsta maraþoni á ferlinum haustið 2011
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
ÍÞRÓTTIR
Íshokkí Íslenska karlalandsliðið er komið til Króatíu og mætir Belgum í fyrsta leik heimsmeistaramótsins
í Zagreb á morgun. Geysilega mikilvægur leikur í baráttunni um að halda sætinu í 2. deild A 4
Íþróttir
mbl.is
Tiger Woods færðist nær efstu
mönnum á Opna bandaríska meist-
aramótinu í golfi eftir ágæta
frammistöðu á Augusta-vellinum í
Georgíu í gær. Hann var reyndar
með eindæmum óheppinn á 15. holu
þegar hann hitti af löngu færi beint
í flaggstöngina og af henni skaust
kúlan út í vatn. Tiger lét það hins-
vegar ekki slá sig útaf laginu og
átti annað nánast nákvæmlega eins
högg þar sem kúlan lenti snyrtilega
rétt við holuna. Tiger fór þó illa að
ráði sínu á 18. holunni með þeim af-
leiðingum að hann er á þremur
höggum undir pari.
Fred Couples og Marc Leishman
voru á fimm höggum undir pari að
loknum tveimur hringjum.
Þegar Morgunblaðið fór í prent-
un var Jason Day með bestu stöð-
una, sex undir pari, en átti eina
holu eftir. Angel Cabrera, Jim Fu-
ryk og Brandt Snedker voru á fjór-
um undir pari, David Lynn, Lee
Westwood og Justin Rose voru á
meðal þeirra sem voru á þremur
undir pari og Rory McIlroy, Sergio
Garcia, Bernhard Langer og marg-
ir fleiri voru á tveimur undir pari.
Hinn 14 ára gamli Kínverji Guan
Tianlang fékk á sig víti fyrir of
hægan leik og það þótti umdeilt.
Hann var á fjórum höggum yfir
pari eftir gærdaginn og öruggur
með að komast áfram. vs@mbl.is
Góð tilþrif hjá
Tiger Woods
á Augusta
Horfir Tiger Woods fylgist spenntur
með því hvert kúlan stefnir.
AFP
Stella Sigurð-
ardóttir, stór-
skytta Fram,
meiddist á þum-
alfingri hægri
handar eftir
fimm mínútna
leik í síðari hálf-
leik í fyrsta leik
liðanna í undan-
úrslitum Íslands-
mótsins í hand-
knattleik í gærkvöldi. Hún kom
ekkert meira við sögu. Ekki lá fyrir
í gærkvöldi hvort um brot væri að
ræða eða þá að liðband hefði skadd-
ast. Vonast er til að nánari greining
liggi fyrir í dag. iben@mbl.is
Verður Stella
frá keppni
með Fram?
Stella
Sigurðardóttir
en væntanlega hafði það sitt að segja
að ég missti nærri því af mér sund-
gleraugun í sundinu,“ sagði Hrafn-
hildur að sundinu loknu.
„Ég einbeitti mér kannski aðeins
og mikið að gleraugunum. En engu
að síður er ég ánægð með þennan ár-
angur. Þessi tími er nærri því sem
ég gerði mér vonir um,“ sagði
Hrafnhildur ennfremur en hún er
aðeins hér heima í nokkra daga
vegna mótsins. Hrafnhildur stundar
háskólanám á Flórída.
„Þessi árangur gefur mér byr í
seglin fyrir undirbúninginn vegna
heimsmeistaramótsins í sumar,“
sagði Hrafnhildur ennfremur en hún
keppir einnig í 50 og 100 m bringu-
sundi á mótinu sem lýkur síðdegis á
sunnudaginn.
Greint var nánar frá mótinu á
mbl.is/sport. iben@mbl.is
Sundkonurnar Egló Ósk Gústafs-
dóttir úr Ægi og Hrafnhildur Lúth-
ersdóttir, Sundfélagi Hafnarfjarðar,
voru nærri eigin Íslandsmetum í 200
m baksundi og 200 m bringusundi á
Íslandsmeistaramótinu í sundi í
Laugardalslaug. Þær unnu bestu af-
rek mótsins í gær en ekkert Íslands-
met féll. Eygló Ósk synti 200 m bak-
sund á 2.11,98 mínútum sem er um
hálfri annarri sekúndu frá Íslands-
metinu.
Hrafnhildur synti einnig afar vel
keppnislaust í 200 m bringusundi og
var á betri tíma eftir 50, 100 og 150
metra en þegar hún setti Íslandsmet
sitt í fyrra, 2.27,11. Hún gaf hins-
vegar eftir á síðustu 50 metrrunum,
vantaði samkeppni, og kom í mark á
2.27,81, 0,7 sekúndum frá Íslands-
metinu.
„Ég veit ekki alveg hvað gerðist
Gleraugun settu
strik í reikninginn
Eygló og Hrafnhildur stóðu upp úr
Morgunblaðið/Golli
Nálægt Hrafnhildur Lúthersdóttir var skammt frá Íslandsmetinu sínu.