Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 4
Í ZAGREB Kristján Jónsson kris@mbl.is Karlalandsliðið í íshokkí lagði land undir fót í gær og hélt til Zagreb í Króatíu. Fyrir dyrum stendur keppni í A-riðli 2. deildar heimsmeist- aramótsins. Ísland var gestgjafi riðilsins í fyrra og þá hafnaði íslenska liðið í 4. sæti eftir tvo sigra og þrjú töp. Eins og í fyrra mætir Ísland landsliðum Spánar, Króatíu og Serbíu. Ástralía kemur niður úr B-riðli 1. deildar og Belgía kemur upp úr B-riðli 2. deildar. Eistland fór upp í 1. deildina í Laugardalnum í fyrra og Nýja- Sjáland féll niður í B-riðilinn. Fyrsti leikur Íslands er í fyrramálið klukk- an 11 eða klukkan 13 að staðartíma. Leik- urinn er mikilvægur en þá munu Íslendingar takast á við Belga. Með sigri þar væri stórt skrefið stigið í þá átt að tryggja áframhald- andi veru í sterkari riðli 2. deildarinnar. Belgía gæti reynst hættulegur andstæðingur þó liðið sé að koma upp úr veikari riðlinum. Ef úrslitin hjá liðinu í fyrra eru skoðuð þá vann Belgía þjóðir eins og Ísrael, Kína og Búlgaríu býsna sannfærandi. Það hefur Ísland svo sem einnig gert á síðustu árum en þessi fyrsti leik- ur keppninnar gæti hæglega orðið jafn og spennandi. Króatar sterkir Í fyrra vann Ísland lið Serbíu í fyrsta skipti 5:3 með frábærri frammistöðu. Ísland á því möguleika á móti þeim andstæðingi þó Serbar eigi að vera sterkari á pappírunum. Króatar verða mjög erfiðir á heimavelli en Ísland tapaði 9:0 í Zagreb fyrir tveimur árum. Í Laugardalnum í fyrra vann Króatía 5:1. Kró- atar koma til með að berjast um að komast upp um deild ef allt er eðlilegt en Ástralía er svolítið spurningamerki. Ástralar hafa oft á tíðum teflt fram leikmönnum sem uppaldir eru í Kanada og búa yfir mikilli þekkingu á íþróttinni. Styrkleiki Ástralíu kemur til með að velta svolítið á því hversu margir „Kan- adamenn“ spila með liðinu að þessu sinni. Spánverjar voru mjög seigir hér heima í fyrra. Liðið varðist afar vel og var með besta markvörð keppninnar í markinu. Spánverja vantar þó líklega herslumuninn til að komast upp um deild en þeir verða erfiður andstæð- ingur fyrir Ísland enda ekki hlaupið að því að skora á móti þeim. Birkir og Ingólfur ekki með Ísland getur ekki teflt fram sínu sterkasta liði í keppninni og sérstaklega er liðið í vand- ræðum hvað varðar varnarmenn. Birkir Árnason, fyrirliði Bjarnarins, meiddist í úr- slitakeppninni og verður ekki með en hann hefur verið fastamaður í landsliðinu í mörg ár. Ingólfur Elíasson sem spilar í Svíþjóð verður heldur ekki með en hann er framtíð- armaður í vörninni og var með í síðustu tveim- ur keppnum. Þá er Snorri Sigurbjörnsson hættur og því vantar þrjá varnarmenn. Auk þess hætti baráttujaxlinn Daniel Ädel eftir keppnina 2011 og því má segja að varn- arleikur liðsins breytist töluvert frá því í Zag- reb fyrir tveimur árum þegar Ísland hafnaði í 3. sæti í sínum riðli. Enn einn varnarmaðurinn Róbert Freyr Pálsson meiddist í oddaleik Bjarnarins og SA Víkinga en hann er þó í hópnum og getur vonandi beitt sér. Snjöllustu sóknarmenn Íslands eru þó á sín- um stað, Emil Alengård og Robin Hedström. Auk þess hafa þeir Jón Benedikt Gíslason og Björn Róbert Sigurðarson spilað vel í Dan- mörku í vetur. Sóknarleikur liðsins ætti því að geta verið nokkuð góður í keppninni. Þrír nýliðar í hópnum Þrír nýliðar eru í landsliðshópnum að þessu sinni: Brynjar Bergmann, Steindór Ingason og Snorri Sigurbergsson. Þá kemur Sigurður Óli Árnason aftur inn í landsliðið eftir margra ára hlé. Einnig kemur Egill Þormóðsson aftur inn í liðið en hann gaf ekki kost á sér í fyrra. Egill var valinn besti maður Íslands í keppn- inni í Króatíu fyrir tveimur árum. Bandaríkjamaðurinn David MacIsaac er tekinn við þjálfun landsliðsins og honum til aðstoðar verður landi hans, Darren Williams Rumble. Fyrsti leikurinn er mjög mikilvægur  Karlalandsliðið í íshokkí hefur leik á HM í Króatíu á morgun og mætir Belgum  Skörð í vörn íslenska liðsins HANDBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Það er loksins komið að því. Í dag verður flautað til leiks í úrslitakeppni N1-deildar karla í handknattleik þar sem framundan er orrusta Reykja- víkur og Hafnarfjarðar á hand- boltavellinum. Í undanúrslitunum eigast við annars vegar deildarmeist- arar Hauka og bikarmeistarar ÍR og hins vegar FH og Fram. Til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslands- meistaratitilinn þarf að vinna þrjá leiki. Kl. 15 í dag tekur FH á móti Fram í Kaplakrika og klukkan 17 eig- ast við á Ásvöllum Haukar og ÍR. Úrslitakeppnin á síðustu leiktíð varð ekki eins og spennandi og vonir stóðu til. HK-ingar komu í veg fyrir það en þeir fóru hreinlega á kostum þar sem þeir sópuðu Hafnarfjarðar- liðunum Haukum og FH út með eftir- minnilegum hætti og tryggðu sér Ís- landsmeistaratitilinn í fyrsta skipti. Liðin fjögur sem leika til úrslita í ár hafa öll hampað titlinum eftirsótta. FH hefur unnið titilinn 16 sinnum, Haukar og Fram 9 sinnum og ÍR- ingar státa af einum Íslandsmeist- aratitli sem þeir unnu árið 1946 eða fyrir 67 árum. Fram fagnaði titlinum síðast árið 2006, FH varð Íslands- meistari síðast árið 2011 og Haukar urðu meistarar 2010 en Haukarnir hafa átt ótrúlegri velgegni að fagna síðustu árin en frá árinu 2000, þegar þeir urðu Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í 57 ár, hafa þeir unnið Íslands- meistaratitilinn 8 sinnum. Haukar með sigurhefðina Haukarnir, sem fögnuðu 82 ára af- mæli sínu í gær, hafa beðið lengi eftir úrslitakeppninni en eftir að hafa unn- ið 12 af 13 fyrstu leikjum sínum í deildinni var ljóst að þeir rauðklæddu kæmust í úrslitakeppnina. Haukar gáfu eftir á lokasprettinum og virtist hugarfarið spila þar inn í eftir að hafa haft yfirburði lengi vel í deildinni. Þeir töpuðu fjórum af síðustu sjö leikjum sínum en tókst engu að síður að innbyrða deildarmeistaratitilinn. Við brotthvarf Stefáns Rafns Sig- urmannssonar misstu Haukarnir mjög öflugan sóknarmann og hans skarð hefur ekki verið fyllt. Ég trúi samt ekki öðru en að Haukarnir mæti vel stemmdir til leiks og vilji ná vopn- um sínum á nýjan leik enda sig- urhefðin er orðin rík hjá liðinu. Hauk- arnir þurfa að fá stórskyttuna Sigurberg Sveinsson í gang og takist þeim það ásamt því að vörn og mark- varsla verði í lagi eins og í mestallan vetur eiga Haukar góða möguleika á að komast áfram. Í huga leikmanna Hauka kemur bara eitt til greina. Þeir vilja kveðja Aron Kristjánsson með stóra titlinum. ÍR hefur skort stöðugleika ÍR-ingar hafa sýnt í vetur að á góð- um degi standast fá lið þeim snúning- inn en þess á milli hefur liðið dottið niður í meðalmennskuna. Stöðugleik- ann hefur skort hjá Breiðholtsliðinu og það er kannski ekkert skrýtið enda liðið nýliði í deildinni. Íþrótta- húsið í Austurbergi hefur reynst ÍR- ingum afar sterkt vígi en þeir töpuðu aðeins tveimur leikjum á heimavelli í deildinni og í tvígang höfðu þeir betur á móti Haukunum á heimavelli, í deildinni og í bikarnum. Haukar höfðu betur í tveimur leikjum í deild- inni, í Austurbergi og á Ásvöllum og staðan því 2:2 í leikjum liðanna í vet- ur. Björgvin Þór Hólmgeirsson, Sturla Ásgeirsson og Ingimundur Ingimundarson eru þrír stærstu póstarnir í ÍR-liðinu og afar mik- ilvægt er fyrir Breiðhyltinga að þeir verði í góðum gír. ÍR-ingar eru varla orðnir saddir eftir bikarmeistaratit- ilinn og nái þeir upp álíka stemningu og á bikarúrslitahelginni gætu þeir vel velgt Haukunum undir uggum. Liðsheildin aðalsmerki FH FH og Fram voru jöfnustu og bestu liðin á síðasta þriðjungi deild- arinnar. Bæði lið hrukku í mikið stuð og unnu marga leiki í röð og þegar deildinni lauk voru þetta „heitustu“ lið landsins. FH-ingar fóru hægt af stað í haust og voru ekki sannfærandi til að byrja með. Ekki bætti úr skák að stórskyttan Ólafur Gústafsson hvarf á braut þegar skammt var liðið á tímabilið en FH-ingum til happs endurheimtu þeir leikstjórnandann Ásbjörn Friðriksson. Með hann í broddi fylkingar ásamt markverð- inum Daníel Frey Andréssyni náði FH-liðið góðum dampi í sinn leik og liðsheildin hefur verið eitt af að- alsmerkjum liðsins á tímabilinu. FH- ingar, sem unnu 12 af síðustu 14 leikj- um sínum í deildinni, hafa leikið til úr- slita um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár og það ætti ekki að koma neinum á óvart að þeir endur- taki leikinn í ár en til þess þurfa þeir að ryðja úr vegi öflugu liði Framara. Fram eitt besta sóknarliðið Framarar voru mjög brokkengir framan af vetri og virtust ekki líklegir til afreka. Meiðsli leikmanna settu þar nokkurt strik í reikninginn en um leið þeir gátu teflt fram sínu sterk- asta liði sýndi Safamýrarliðið styrk sinn. Fram hefur verið eitt besta sóknarliðið í ár með Róbert Aron Hostert, Sigurð Eggertsson og Jó- hann Gunnar Einarsson sem að- almenn og í vörninni er Ægir Hrafn Jónsson tveggja manna maki. Fram- arar þurfa virkilega á því að halda að þeir nái að laða fram sitt besta. Fram-liðið er vel mannað í flestum stöðum og sjálfstraust leikmanna liðsins ætti að vera í góðu lagi eftir 9 sigra í síðustu 11 leikjum sínum í deildinni. Einar Jónsson þjálfari Fram hefur náð búa til öfluga sveit í Safamýrinni sem er til alls líkleg. Útlit fyrir spennandi slag  Undanúrslitin í N1-deild karla hefjast í dag með leikjum í Kaplakrika og á Ásvöllum  Barátta á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar þegar Haukar glíma við ÍR-inga og FH-ingar við Framara Morgunblaðið/Kristinn Lykilmenn Þeir Sigurbergur Sveinsson úr Haukum, Ásbjörn Friðriksson úr FH, Björgvin Þór Hólmgeirsson úr ÍR og Jóhann Gunnar Einarsson úr Fram verða allir í stórum hlutverkum með sínum liðum í úrslitakeppninni. Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Ómar 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.