Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang
augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Þýskaland
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Flensburg – Hamburg ........................ 26:25
Ólafur Gústafsson skoraði ekkert mark
fyrir Flensburg. Arnór Atlason er frá
keppni vegna meiðsla.
Melsungen – Kiel ................................. 23:35
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk
fyrir Kiel og Aron Pálmarsson 4. Alfreð
Gíslason þjálfar liðið.
Úrslitaleikur:
Flensburg – Kiel .................................. 30:33
Ólafur Gústafsson náði ekki að skora fyr-
ir Flensburg.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk
fyrir Kiel og Aron Pálmarsson 5.
B-DEILD:
Henstedt – Bergischer ....................... 30:30
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 3 mörk
fyrir Bergischer.
Eisenach – Leutershausen ................. 34:30
Hannes Jón Jónsson skoraði 5 mörk fyr-
ir Eisenach. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar
liðið.
Aue – Hüttenberg................................ 25:29
Sveinbjörn Pétursson ver mark Aue og
Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið.
Danmörk
Úrslitakeppni:
Bjerringbro-Silkeborg – Skjern.........25:29
Guðmundur Árni Ólafsson skoraði skor-
aði ekkert mark fyrir Bjerringbro-Silke-
borg.
Mors-Thy – Aarhus ............................. 22:20
Einar Ingi Hrafnsson skoraði ekkert
mark fyrir Mors-Thy.
Umspil karla:
SönderjyskE – Tvis Holstebro........... 22:31
Hvorki Anton Rúnarsson né Atli Ævar
Ingólfsson skoruðu fyrir SönderjyskE.
Umspil kvenna:
Skive – Aalborg DH ........................... 31:27
Arna Sif Pálsdóttir skoraði ekkert mark
fyrir Aalborg DH.
Svíþjóð
8-liða úrslit, oddaleikur:
Kristianstad – Alingsås ...................... 25:24
Ólafur A. Guðmundsson skoraði 2 mörk
fyrir Kristianstad.
Kristianstad vann einvígið 3:2.
Pólland
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Kielce – Chobry Glogów..................... 41:22
Þórir Ólafsson skoraði 4 mörk fyrir
Kielce.
Bikarkeppnin, úrslitaleikur:
Kielce – Wisla Plock............................ 27:26
Þórir Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir
Kielce.
EHF-bikar kvenna
Undanúrslit, síðari leikur:
Tvis Holstebro – Midtjylland ............. 18:24
Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði 3
mörk fyrir Holstebro, Rut Jónsdóttir 1 en
Auður Jónsdóttir ekkert.
Holstebro í úrslit, 47:46 samanlagt.
HANDBOLTI
Stefán Stefánsson
Tómas Þór Þórðarson
Stjörnukonur bitu í skjaldarr-
endur eftir að hafa látið vaða yfir
sig í fyrsta undanúrslitaleik Ís-
landsmótsins í N1-deild kvenna
við Val á föstudaginn. Þær létu
Valskonur finna fyrir því með
28:24 sigri í Garðabænum í gær.
Þar með er staðan í einvígi þess-
ara tveggja liða jöfn, hvort þeirra
hefur unnið einn leik og á mið-
vikudaginn verður blásið til orr-
ustu að Hlíðarenda.
„Mér fannst ekki alveg kveikt í
kollinum á okkur fyrstu mín-
úturnar þegar við vorum seinar til
baka en bættum fyrir það og ég er
mjög ánægð með liðsheildina því
það skipti ekki máli hver kom
inná, allir leikmenn voru tilbúnir,“
sagði Hanna G. Stefánsdóttir, sem
skoraði 5 mörk í gær, 4 af þeim
eftir hraðaupphlaup.
„Við áttum ágætis þrjátíu mín-
útur í fyrri leiknum á föstudaginn
en svo mættum við hauslausar í
seinni hálfleikinn þegar stemm-
ingin datt niður og munurinn á
þeim leik og núna er að við héld-
um haus því við vorum með leik-
gleðina og ekkert að svekkja okk-
ur þegar tókst ekki að skora
svona eða svona.“
Næsti leikur liðanna er á mið-
vikudaginn. „Dagsformið skiptir
miklu máli, það verður að hugsa
vel um allt eins og mataræði og
svefn. Mestu skiptir samt að berj-
ast, halda haus, hlaupa til baka,
stöðva hraðaupphlaupin og skora
úr færunum. Annars finnst mér í
dag að Þorgerður Anna Atladóttir
sé allur sóknarleikur Vals og ef
maður nær að stöðva hana þá eru
hinar ekkert að gera neitt mikið.
Ég bara krossa fingur og vona að
næsti leikur verði eins skemmti-
legur.“ Miðað við fyrsta leik lið-
anna mátti alveg búast við sigri
Stjörnunnar en þó ekki nema að
margir leikmenn legðu hönd á
plóg. Það gerði Hanna Guðrún,
Rakel Dögg Bragadóttir og fleiri
auk þess að Sandra Sif Sigurjóns-
dóttir stökk fram á sviðið og skor-
aði 3 mörk, þar af tvö eftir hraða-
upphlaup.
Vandræðalaust hjá Fram
„Þetta var bara mjög góður
leikur af okkar hálfu. Einn af okk-
ar betri leikjum í vetur,“ sagði
Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoð-
arþjálfari Fram, við Morgunblaðið
eftir tíu marka sigur Safamýr-
arstúlkna, 28:18, á ÍBV í Eyjum í
gær. Með sigrinum náði Fram 2:0
forystu í einvíginu og getur kom-
ist í lokaúrslitin með þriðja sigr-
inum á heimavelli á miðvikudag-
inn.
„Ég held að síðasti leikur hafi
bara verið smá spark í rassinn
fyrir okkur,“ sagði Guðríður en
Fram rétt marði ÍBV í fyrsta leik
liðanna. Þá skóp sterkur 3:2:1-
varnarleikur liðsins sigurinn á
endanum.
„Við byrjuðum strax í 3:2:1 í
dag og spiluðum hann út leikinn.
Við vorum bara miklu ákveðnari
og skoruðum svolítið úr seinni
bylgju í hraðaupphlaupum. Við
vissum að það þýddi ekkert að
mæta til leiks eftir korter heldur
strax frá fyrstu mínútu,“ sagði
Guðríður.
Stella Sigurðardóttir, stórskytta
Fram, meiddist í fyrsta leiknum á
fingri og var óttast um framhaldið
hjá henni. En það þarf ekkert að
óttast. Stella spilaði í gær og var
markahæst með sex mörk.
„Hún var í meðferð hjá sjúkra-
þjálfara. Puttinn bólgnaði mikið
og er marinn en bólgan er að
hjaðna. Í hreinskilni sagt vissum
við ekki hvort hún gæti verið með.
Við létum bara á það reyna í upp-
hitun en svo spilaði hún bara mjög
vel,“ sagði Guðríður Guðjóns-
dóttir.
Morgunblaðið/Eva Björk
Fögnuður Stjörnukonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir fagnar vel eftir góðan sigur á Val í Mýrinni í gær.
Ekki kveikt í kollinum
Stefnir í langt einvígi eftir 28:24 sigur Stjörnukvenna á Val í undanúrslitum
Íslandsmótsins Fram vann ÍBV aftur og þarf einn sigur til að komast í úrslit
Íþróttahúsið í Vestmannaeyjum,
undanúrslit í N1-deildinni, annar leik-
ur, sunnudaginn 14. apríl 2013.
Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 2:7, 5:9,
5:12, 7:15, 8:18, 11:21, 14:25, 16:27,
18:28.
Mörk ÍBV: Drífa Þorvaldsdóttir 5,
Simone Vintale 3, Guðbjörg Guð-
mannsdóttir 2, Sandra Dís Sigurðar-
dóttir 2, Grigore Ggorgata 2, Ester
Óskarsdóttir 2, Rakel Hlynsdóttir 1,
Ingibjörg Jónsdóttir 1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 6,
Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 5, Sig-
urbjörg Jóhannsdóttir 4, Ásta Birna
Gunnarsdóttir 4, Sigurbjörg Jó-
hannsdóttir 4, Elísabet Gunn-
arsdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Arnar Sigurjónsson og
Svavar Pétursson.
Áhorfendur: 300.
Staðan er 2:0 fyrir Fram.
ÍBV – Fram 18:28
KR – Snæfell 68:67
Undanúrslit kvenna, 4. leikur:
KR: Shannon McCallum 40/13 fráköst/5
stoðsendingar/7 stolnir, Guðrún Gróa Þor-
steinsdóttir 8/4 fráköst, Sigrún Sjöfn
Ámundadóttir 6/4 fráköst, Helga Einars-
dóttir 6/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir
5/6 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3.
Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 21/8 frá-
köst, Berglind Gunnarsdóttir 18/4 fráköst,
Hildur Björg Kjartansdóttir 17/7 fráköst/5
stoðsendingar, Kieraah Marlow 9/16 frá-
köst/7 stoðsendingar, Helga Hjördís
Björgvinsdóttir 2/8 fráköst.
KR vann, 3:1
Valur – Keflavík 59:66:
Undanúrslit kvenna, 4. leikur:
Valur: Jaleesa Butler 17/14 fráköst, Krist-
rún Sigurjónsdóttir 13/5 fráköst/, Ragna
Margrét Brynjarsdóttir 12/11 fráköst,
Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8, Hallveig
Jónsdóttir 6, Þórunn Bjarnadóttir 3.
Keflavík: Jessica Ann Jenkins 18/6 fráköst,
Ingunn Kristínardóttir 12/6 fráköst, Sara
Rún Hinriksdóttir 11/10 fráköst, Birna I.
Valgarðsdóttir 9/7 fráköst, Bryndís Guð-
mundsdóttir 8/9 fráköst, Pálína Gunnlaugs-
dóttir 6/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2.
Staðan er 2:2.
Spánn
Unicaja – Zaragoza ............................. 68:88
Jón Arnór Stefánsson skoraði ekki fyrir
Zaragoza.
Manresa – Murcia.............................103:100
Haukur Helgi Pálsson skoraði ekki fyrir
Manresa.
Þýskaland
Alba Berlín – Mitteldeutscher ............82:81
Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 10
stig fyrir Mitteldeutscher.
KÖRFUBOLTI
„Ég er mjög ánægð með þetta. Snæ-
fell er með gott lið og flotta leik-
menn þannig að þetta var erfið bar-
átta,“ sagði Sigrún Sjöfn
Ámundadóttir, leikmaður KR sem
sló Snæfell út í undanúrslitum Dom-
inos-deildarinnar í körfuknattleik
um helgina. KR vann einvígið 3:1 en
liðið vann Snæfell tvívegis í Stykkis-
hólmi og tryggði sér svo sigur í ein-
víginu í Vesturbænum, með eins
stigs sigri, 68:67. Lokaleikurinn var
hnífjafn og spennandi en KR komst í
68:62 þegar 2 mínútur og 18 sek-
úndur voru eftir og sá tími dugði
Snæfelli ekki til að jafna.
Shannon McCallum, sem kom til
KR snemma árs, fór á kostum eins
og áður og skoraði 40 stig en enginn
annar KR-ingur náði 10 stigum.
„Þetta var jafn leikur og við þurf-
um að fá betra framlag frá fleiri leik-
mönnum í okkar liði. Þær gátu ekki
stoppað Kanann okkar [McCallum],
hún hélt bara áfram að skora, en við
þurfum að passa í næstu leikjum að
fá framlag frá fleirum,“ sagði Sigrún
Sjöfn.
„Það eru sjálfsagt einhver lið sem
geta stöðvað hana en þá verðum við
hinar að vera tilbúnar. Hún er fárán-
lega góð og gaman að spila með
henni. Hún leiðbeinir okkur og ber
sjálfstraust í okkur, og ég er viss um
að hún fer í mun betri deild á næstu
leiktíð,“ sagði Sigrún.
Keflavík nældi í oddaleik
Keflavík tryggði sér oddaleik
gegn Val með öðrum sigri að Hlíð-
arenda, 66:59, í hinni undanúrslita-
rimmunni. Þar hafa allir leikir unn-
ist á útivelli en oddaleikurinn er í
Keflavík annað kvöld.
„Við verðum að vera klárar í mikla
baráttu hvort sem það verður gegn
Val eða Keflavík. Þetta eru hnífjöfn
lið með sína styrkleika og veikleika,“
sagði Sigrún Sjöfn sem segir KR-
inga staðfasta í ætlun sinni að landa
Íslandsmeistaratitlinum.
„Það er alltaf stefnan í KR að
vinna titla þannig að það var mark-
miðið í upphafi tímabils þó að deildin
hafi gengið illa. Eftir að Shannon
kom höfum við svo verið á góðri sigl-
ingu og stefnum á titilinn eins og
flest lið gera held ég. Það reiknuðu
kannski ekki margir með að við gæt-
um barist um titilinn en það var
fljótt að breytast þegar Shannon
kom,“ sagði Sigrún Sjöfn sem skor-
aði sjálf sex stig á laugardag og tók
fjögur fráköst. sindris@mbl.is
Þær gátu ekki stoppað McCallum
Mýrin, undanúrslit í N1-deildinni,
annar leikur, sunnudaginn 14. apríl
2013.
Gangur leiksins: 0:3, 5:3, 5:6, 7:9,
11:9, 11:10, 12:10, 15:12, 18:16,
21:18, 21:20, 23:20, 25:21, 27:24,
28:24.
Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg
Bragadóttir 8, Jóna Margrét Ragn-
arsdóttir 7/1, Hanna Guðrún Stef-
ánsdóttir 5, Esther V. Ragnarsdóttir
3, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 3,
Kristín Clausen 2.
Varin skot: Sunneva Einarsdóttir 11
(þar af 4 til mótherja).
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk Vals: Þorgerður Anna Atla-
dóttir 10, Dagný Skúladóttir 5/1,
Karólína Lárusdóttir 3, Hrafnhildur
Skúladóttir 3, Ragnhildu Rósa Guð-
mundsdóttir 2, Sonata Viunatje 1.
Varin skot: Guðný Jenný Ásmunds-
dóttir 15 (þar af 3 til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Magnús Björnsson og
Hilmar Ingi Jónsson.
Áhorfendur: 230.
Staðan er 1:1.
Stjarnan – Valur 28:24