Barnablaðið

Main publication:

Barnablaðið - 25.05.2013, Síða 5

Barnablaðið - 25.05.2013, Síða 5
BARNABLAÐIÐ 5 Er Andrea sem leikur Klaufa-Bárð klaufi í alvörunni? Andrea: „Já, mér tekst alveg að detta niður stiga og svona. Ég á það alveg til að vera svolítill hrakfallabálkur þó ég sé ekki alveg eins slæm og Klaufa- Bárður. Ég er örugglega mesti klaufinn af leikurunum í sýningunni.“ Sigsteinn: „Hún er alla vega með mestu marblettina.“ Eruð þið eitthvað að rífast við systkini ykkar eins og Klaufa-Bárður og Gilitrutt gera í sýningunni? Þóra: „Já, já alveg stundum.“ Andrea: „Við systkinin erum bara rosa góð hvert við annað.“ Sigsteinn: „Þegar ég var lítill reifst ég við mínar systur en það var alltaf stutt í að við sættumst. Þetta var kannski alltaf spurning um þrjósku og þá staðreynd að ég hef alltaf rétt fyrir mér en ekki þær.“ Er það þannig? Sigsteinn: „Nei, reyndar ekki en ég vildi óska þess að það væri þannig.“ Hvert er ykkar uppáhaldsævintýri sem Leikhópurinn Lotta hefur sett á svið? Sigsteinn: „Mér þykir alltaf vænt um Hans klaufa, hann á svolítið stóran hluta af hjarta mínu.“ Rósa: „Rauðhetta. Ég á svo margar skemmtilegar minningar tengdar henni.“ Andrea: „Hjá mér er það þessi sýning.“ Gilitrutt er drottning inn við beinið Geitamamma, Gilitrutt og Klaufa-Bárður bregða á leik. Gilitrutt fylgist með litla kiða kið. Búkolla og Klaufa- Bárður aðstoða Sig- stein við að draga fram Gilitrutt. Verið velkomin, gæti Klaufa-Bárður verið að segja. SIGSTEINN GILITRUTT HELGA BÚKOLLA RÓSA GEITAMAMMA ANDREA KLAUFA-BÁRÐUR STEFÁN GEITAPABBI BALDUR KIÐA KIÐ

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.