Monitor - 27.06.2013, Blaðsíða 8

Monitor - 27.06.2013, Blaðsíða 8
8 MONITOR FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 stíllinn Hvað er mest áberandi í sumartískunni í ár? Í kvenfatnaðin- um er mikið um litrík og skrautleg print, bæði í neðri-og efri pörtum og þá er mjög flott að blanda saman mismunandi printum. Það er mikill 90’s fílingur í gangi með smá-hippa- ívafi, stuttir bolir, mynstraðir síðir kjólar, bomber-jakkar, þröng upphá pils í allskonar printum og stuttir toppar við og hvítt og aftur hvítt. Í raun er svo margt í gangi og nánast allt leyfilegt, annaðhvort grípur það þig eða ekki. Hjá strákunum eru stutterma skyrtur mjög sýnilegar, bæði í einlit og skemmtilegum printum, bomber-jakkar eru einnig áberandi og stuttbuxur í skemmtilegum litum. Mjög flott að dressa upp stuttbuxurnar með fínum blazer og skyrtu og jafnvel slaufu eða bindi. Hvað einkennir úrvalið í búðinni? Dömumegin er mikið af litríkum stuttum bolum, stuttbuxum í skemmtilegum hippa- mynstrum, kögurbolum, bomber „floral“ jökkum, skræpóttum skyrtum, rokkuðum innan undir toppum og pilsum í skraut- legum printum. Rokk og ról með 90’s ívafi, getur ekki klikkað. Í herradeildinni er gott úrval af bolum og hlýrabolum í hressandi litum og printum, stutterma skyrtum, léttum sumarjökkum og stuttbuxum í björtum litum. Sumarlegur „retro-fílingur“ í gangi. Hvað er vinsælasta flíkin í búðinni þessa dagana? Hjá stelpunum eru það stuttu bolirnir, kögurtopparnir og bomb- er-jakkarnir. Herra megin eru það hlýrabolirnir, stutterma skyrturnar, stuttbuxurnar og sumarjakkarnir. Hvaða flík er gjörsamlega ómissandi í sumar? Það er „möst“ fyrir alla drengi að eiga að minnsta kosti eina stutterma skyrtu. Svo er léttur jakki og góðar stuttbuxur hin vænsti staðalbúnaður fyrir sumarið því auðvelt er að dressa sig upp fínt þótt þú sért í stuttbuxum. Hjá stelpunum er gott að eiga einn skrautlegan bomberjakka enda hægt að nota þá við svo mörg tilefni og svo er síður, hippalegur kjóll algjörlega ómissandi sem hægt væri að dressa upp með hælum og skarti og niður með grófum stígvélum og biker- jakka. SUZIE Q Rokk og ról og retro- fílingur Hvað kom til þess að þið vinkonur ákváðuð að opna bloggsíðu? Í Garðabæ er starfandi hópur hjá bænum sem kallast Skapandi sumarstörf. Þar býðst ungu fólki að vinna að eigin verkefnum. Oftast eru þessi verkefni listatengd og má þar nefna tónlist, myndlist, vöru- og fatahönnun og margt fleira. Við komum með þá hugmynd af hafa virkt blogg í sumar þar sem við fjöllum um allt á milli himins og jarðar, í rauninni allt sem okkur dettur í hug og höfum gaman af. Hvert er markmiðið með síðunni? Halda uppi lifandi og skemmtilegu bloggi á vegum Garðabæjar þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fá útrás fyrir tjáningarþörf okkar og deila með lesendum því sem við höfum áhuga á. Hvað bloggið þið einna helst um? Það er erfitt að nefna eitthvað eitt ákveðið. Við reynum að hafa það sem fjölbreyttast en auðvitað er hægt að nefna atriði eins og tísku, förðun, íþróttir, eldamennsku og bakstur. Við erum einnig duglegar við að taka viðtöl við áhugaverða Garðbæinga og gera svokallað „diy“ eða gerðu það sjálfur og margt fleira. Hefur hver ykkar sérstakt hlutverk innan síðunnar? Nei, í rauninni ekki. Við vinnum nánast að allri síðunni í sameiningu en auðvitað koma þess á milli mismunandi færslur frá hverri og einni. Við erum þrjár vinkonur sem erum allar með okkar mismunandi skoðanir, það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt. Hverju mega lesendur búast við frá ykkur í sumar? Við lofum mikilli virkni og ætlum að halda áfram að koma með skemmtilegar og áhugaverðar færslur. Stíllinn ræddi við Guðlaugu Elísu Einarsdóttur og Magnús Má Lúðvíksson eigendur Suzie Q. Stíllinn hitti á þær Fanney Ingvarsdóttur, Kötlu Þorgeirsdóttur og Þórhildi Gunnarsdóttur en þær halda úti bloggsíðunni 210 blog. Lifandi og fjölbreytt bloggsíða ÞESSA BLÓMAKRANSA GERÐU STELPURNAR SJÁLFAR STELPURNAR ERU DUGLEGAR AÐ BAKA OG LEYFA LESENDUM AÐ SJÁ AFRAKSTURINN FANNEY UPPÁHALDS TÍSKUTRENDIÐ ÞESSA DAGANA: FLOTTIR SOKKAR, DERHÚFUR, SÍÐIR KJÓLAR, FLOTT MYNSTUR, LÉTTARI KLÆÐNAÐUR OG SUMARTÍSKAN ALMENNT. 210-BLOG.BLOGSPOT.COM ÞÓRHILDUR UPPÁHALDS TÍSKUTRENDIÐ ÞESSA DAGANA: FÍN SÓLGLERAUGU, LITAGLEÐI OG FLOTTIR SKÓR. KATLA UPPÁHALDS TÍSKUTRENDIÐ ÞESSA DAGANA: LITIR, SKEMMTILEG MYNSTUR OG FLOTT SÓLGLERAUGU.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.