Monitor - 27.06.2013, Blaðsíða 20

Monitor - 27.06.2013, Blaðsíða 20
David Guetta - Play Hard Work hard, play hard Work hard, play hard. We work hard, play hard Keep partyin’ like it’s your job Some pressure that we can push Ladies can’t get enough Got my fitness, I’m looking buff And all my people with me, I trust Holdin’ down for my suit k If they askin’ you, I’m not guilty All the thing that I’m guilty of is making you rock with me (work it out) ------------------------------------------- Vinna hörðum höndum, spila hart Vinna hörðum höndum, spila hart. Við vinnum hörðum höndum, spila hart Halda partyin eins og það er starf þitt Sumir þrýstingur sem við getum ýta Ladies getur ekki fengið nóg Fékk hæfni mín, ég er að leita Buff Og allt mitt með mér, treysti ég Holdin‘ niður fyrir k mitt mál Ef þeir Askin‘ þér, ég er ekki sekur Allt sem ég er sekur um er að gera þér klettur með mér (vinna það út) Takk, Google Translate! 20 MONITOR FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 EINTÓM ÞVÆLA Hundurinn Kisi hefur rekið lúgusjoppu í Hlíðunum með góðum árangri svo árum skiptir. Svitna kettir? Kettir svitna mjög lítið þar sem þeir hafa einungis örfáa svitakirtla en kettir og hundar eiga það sameiginlegt að svitna aðeins neðan á loppunum. Kettir eru hins vegar þannig úr garði gerðir að þeir eiga alls ekki erfitt með að eyða heilum degi úti í sólinni þótt þeir séu einungis með örfáa svitakirtla. Í stað þess að svitna á sólrík- um og heitum dögum þá anda kettir hraðar, taka andköf og reka jafnvel út úr sér tunguna líkt og hundar. Við öll andköfin og hraðan andardrátt- inn gufar munn- vatnið upp þegar þeir kyngja. Þannig geta kettir kælt sig niður. Ef köttum verður of heitt og þeir ná ekki að kæla sig leita þeir í skjól og hvíla sig þar á meðan þeir kólna niður. Það er því mikilvægt að kettir hafi aðgang að góðu skjóli, auk þess að hafa vatn að drekka. VÍSINDAVEFURINN Perraskapur Þegar menn neyta matar sem er á öndverðum meiði við allt það sem maður þekkir. Perraskapur í mat er í jákvæðu sambandi við matarklám (foodporn). Lýsir einhverju skrýtnu. Dæmi: „Jón pantaði sér bara hvítlauksbrauð með bræddum Gorgonzola í forrétt“. „Það er nátturlega bara perraskapur.“ „Já mér fannst þetta hálf-dónalegt.“ FRASAKÓNGARNIR Í hverri viku munu frasakóngarnir Brynjar Ásgeir og Viktor Örn kenna okkur nýjustu frasana og orðin svo við getum verið fersk í umræðunni hverju sinni. VIKTOR OG BRYNJAR ERU ALLTAF SLAKIR Á KANTI í belg & biðu ÍSL-ENSKUR TEXTI Skipuleggðu daginn Evernote er stórkostlegt skipulagn- ingartæki. Þú glósar, tekur myndir eða skrifar hjá þér minnismiða og það vistar öll skjölin þín svo þau eru þér aðgengileg á hvaða tölvu eða tæki sem þú kýst að nota Evernote á hverju sinni. Evernote er fáanlegt fyrir stýrikerfi Apple og Andreoid. APPAÞRENNAN Brennir maður meira í hettupeysu? Það sem ákvarðar brennsluna, þ.e.a.s fjölda kaloría sem við eyðum, er hjartslátturinn. Hjartað sér vöðvunum fyrir súrefnisríku blóði og því hraðar sem hjartað slær því meiri vinna er í gangi. Við þurfum orku fyrir þeirri vinnu og brennum því meira eftir því sem hún eykst. Þegar þú ert í hettupeysu hækkar hitastig líkamans og hjartað þarf að vinna meira við að kæla hann niður og þar af leiðandi hækkar púlsinn örlít- ið. Þetta er þó algjörlega í lágmarki og ekkert til að eltast við, sérstaklega af því að ofhitnun getur átt sér stað. Líkaminn er mun næmari fyrir ofhitnun frekar en ofkólnun. Mun sniðugara væri að vera í léttari fötum sem “anda” og frekar að auka ákefðina eða lengdina. Fjöldi hita- eininga sem þú brennir er tengdur tveimur breytuþáttum, ákefð og tíma. Við mikla ákefð ríkur púlsinn upp en við getum ekki haldið slíkum átökum til lengri tíma. Við lægri ákefð er hjartslátturinn lægri en við getum haldið henni lengur. Hettupeysan gæti gert það að verkum að þú þyrfir að hætta fyrr en ella og þar af leiðandi brennt færri hitaeiningum. Þ.e.a.s þú værir hugsanlega að stytta tíman sem þú værir “að brenna”. Hitt er hins vegar annað mál að í hettupeysu ertu líklegri til að svitna töluvert meira. Það að svitna er þó ekki það sama og að brenna (þótt það gerist að hluta til útaf auknum hjartslætti). Þyngdartapið sem kemur af því að hlaupa vel dún- aður kemur að mestu sem vatnstap í gegnum svita. Það er einungis tímabundið þyngdartap og fer aftur upp um leið og viðkom- andi drekkur aftur. Við sjáum oft boxara eða glímumenn skokka í hettupeys- um, sveiflandi höndunum í rocky-stíl. Það eru jafnvel til fréttir af glímuköppum fara í “kraft-gallann” í saunu á þrekhjóli. Þetta eru menn að keppa í íþróttum sem hafa þyngdarflokka. Þeir vilja því vera eins þungir og þeir geta innan markana. Fyrir vigtun fara þeir því oft í 10 km skokk í hettupeysu, saunu, svitna vel og fasta jafnvel. Þannig tapa þeir helling af vatni og glycogen-birgðir vöðv- anna tæmast. Þeir stíga síðan upp á vigtina helköttaðir og flottir, fá staðfestingu að þeir megi keppa í þyngdarflokknum, stíga af og stúta í sig Gatorade og annarri næringu. Vatnsbirgðir líkamans jafnast, glycog- enbirgðir vöðvans fyllast og þeir þyngjast uppfyrir flokkinn og hafa þá ákveðið forskot á andstæðinginn. Bergur er fyrrverandi frjálsíþróttakappi og starfar sem ÍAK-einkaþjálfari hjá Reebok Fitness. Kynntu þér málið nánar á www.facebook.com/ baeting 10 týpur sem þú hittir í sundi Þegar hlýnar í veðri flykkjast lands- menn allir í sund til að sýna sig, sjá aðra og sleikja sólina. 1 Heitu potta-karlarnir. Þessir herramenn taka daginn snemma og henda sér í heitustu pottana þar sem þeir ræða um ríkisstjórnina, veðrið og gömlu góðu dagana. Þurftir hvort eð er að vera úti svo þú gast tanað í vinnunni. 2 Rennibrautadólgarnir. Renni-brautadólgar eru á öllum aldri en eiga það allir sameiginlegt að finna hjá sér mikla þörf til að famkvæma stór- kostleg áhættuatriði í rennibrautinni. 3 Stífmálaða stúlkan. Líklega er hún á deiti eða í makaleit en eitt er víst, hún er ekki komin til að bleyta á sér hárið með sundtöktum. Þú fékkst að eyða sumrinu í að vinna með öllum vinum þínum. 4 Spéhræddi ferðamaðurinn. Hann klæðir sig í sundfötin inni á klós- etti og hleypur í gegnum sturtuklefann svo hann eyði sem minnstum tíma með kynfærum annars fólks. 5 Skvettukrakkarnir. Á meðan þeir kafa humma þeir Jaws-stefið og svo stökkva þeir upp og reyna að kaf- færa allt sem hreyfist með tilheyrandi skvettum og látum. 6 Brúnkufíkillinn. Brúnkufíkillinn mætti á sundlaugarbakkann baðaður í olíu, með eggjaklukku á kantinum og gulrætur í nesti. Stundum lentir þú í beði með sætasta stráknum í hverfinu. 7 Reiða foreldrið. “Styrmir Brimar Starkaðarson, viltu hætta að pissa í laugina á stundinni.” Þú fékkst alltaf langt og gott sumarfrí. 8 Ástfangna parið. Þau kúra heima, þau kúra í strætó og þau kúra í bíó. Núna kúra þau í sundi og þeim er alveg sama þó sleikurinn þeirra fari í taugarnar á þér. 9 Loðfíllinn. Stór karlmaður í brúnni lopapeysu? Nei, þetta eru bringu- hár og hann er stoltur af þeim. Þegar þreytan sótti að var hægt að skríða inn í næsta beð og dorma í skugganum. 10 Kempan. Kempan kemur ask-vaðandi út úr klefanum íklædd rauðri speedoskýlu og silfurlitaðri sundhettu með nefklemmu í annarri og sundgleraugun í hinni. Kempan stingur sér í laugina og sést svo ekki næsta klukkutímann. Má bjóða þér eitthvað fleira? Spá Norð- menn sól? Einhverra hluta vegna er hægt að ræða endalaust um veður. Kannski er það vegna þess að það er síbreytilegt hérlendis. Á að rigna á morgun? Hvenær kemur þetta sumar eiginlega? Ef þú vilt geta svar- að þessum spurningum, eða allavega gert tilraun til þess, er tilvalið að ganga um með appið frá yr.no. Flippaður spegill Ef þú hefur ekki flippað með appinu Talking Funny Mirrors þá hefurðu ekki flippað nóg um dag- ana. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða app sem virkar eins og spegill sem brenglar andliti manns með skemmtilegum hætti. Flippaðu smá og deildu myndunum svo á netinu svo aðrir fái að njóta með.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.