Morgunblaðið - 03.09.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.2013, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013 BÍLAR Reynsluakstur Porsche 911 hefur löngum þótt með mögnuðustu sport- bílum veraldar og nýjasta gerðin svíkur ekki. Reynsluökumaður fékk að vera kóngur í einn dag. 4-5 Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is NÝ TT Tryllitæki F yrsti eigandi bílsins var sænski sendiherrann á Ís- landi árið 1956,“ segir Magnús Pétursson, ríkis- sáttasemjari um forláta BMW sem hann hefur gert upp af natni und- anfarin ár. „Árið 1960 keypti Eirík- ur Ásgeirsson, þáverandi forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur og tengdafaðir minn bílinn af sendi- herranum. Í handbók bílsins hefur Eiríkur skrifað: „Vagninn keyptur 8/8/́60 af sænska sendiherranum þá keyrður 7.821 km“. Bílinn fékk númerið R- 970, en þess má geta að það var upp- haflega á fyrsta strætisvagninum sem hóf akstur í Reykjavík árið 1931. „Bíllinn þjónaði hlutverki fjöl- skyldubíls Eiríks í rúm 11 ár, eða þar til hann fékk sér nýjan bíl árið 1971. Eftir það var bílinn minna notaður og einungis á tyllidögum.“ Sendiherra af merkum ættum Áðurnefndur sendiherra Sví- þjóðar hét Sten Hansson von Euler-Chelpin f. 1903. Sten var sonur Hans Karl August Simon von Euler-Chelpin (1873-1964) sem fæddist í Þýskalandi, ólst þar upp og lærði þar til hann hóf störf við háskólann í Stokkhólmi. Hans er meðal þekktustu vísindamanna Svía og hlaut Nóbelsverðlaun í efnafræði 1929 fyrir rannsóknir á gerjun sykurs og áhrifum vítam- ína. „Sten átti bæði alsystkini og hálfsystkini en þekktast þeirra er Ulf f. 1905 sem hlaut Nóbels- verðlaun í læknisfræði 1970,“ rek- ur Magnús um fyrsta eiganda bíls- ins. „Sendiherrann kom víða við á starfsævinni. Hann nam lögfræði, gekk í utanríkisþjónustuna og starfaði sem yfirlögfræðingur við sendiráðið í Moskvu 1938 og starf- aði í utanríkisþjónustunni heima þar til hann fór til Búkarest 1944. Síðan var hann yfirmaður lög- fræðimála í sendiráðinu í Río de Janeiro 1947-1952 og fór aftur til Moskvu og var þar á árunum 1952- 1955. Hann er fyrst „envojé“ eða sendifulltrúi á Íslandi 1955 og sendiherra 1955-1961. Þá lætur hann af störfum.“ Keyptur fyrir fimm krónur Árið 1974 eignuðust Hildur Eiríksdóttir og Magnús bílinn. „Um málamyndakaup var að ræða. Andvirði bílsins var alls 5 kr. og var greitt í fimmeyringum,“ segir Magnús. Í handbók bílsins hefur Magnús skrifað: „Vagninn keyptur af Eiríki 23/12/ ’70 þá keyrður 185.158“. Bílnum var lagt árið 1976 og settur í geymslu.“ Að sögn Magnúsar hefur bílinn verið gerður upp í áföngum frá árinu 1988. Smíða þurfti upp stór- an hluta af burðarvirki og gólfi bíls- ins. „Klæðningar allar og sæti voru færðar sem næst uppruna. Ýmsir hlutir hafa verið fáanlegir nýir úr upprunalegri framleiðslu eða framleiðslu sérstaklega fyrir gamla bíla. Í öðrum tilvikum hefur þurft að smíða hluti og í nokkrum tilvikum hefur tekist að útvega notaða hluti úr bílum sömu gerð- ar,“ segir Magnús um framvind- una. Til er partalisti „Automobil Er- satzteilliste“ fyrir bílinn sem út var gefinn í janúar 1959. „Þessi listi hefur komið að góðum notum en listinn bjargaðist illa brunninn úr stórbruna sem varð hjá SVR á Kirkjustandi 15. júlí 1970,“ segir Magnús. „Fyrirtækið Elke Theis í Iserlohn í Þýskalandi hefur þá verið einkar hjálplegt við að útvega nauðsyn- lega varahluti, ýmist nýja eða not- aða.“ Bíllinn var svo fyrst sýndur uppgerður á landsmóti Forn- bílaklúbbs Íslands (FBÍ) dagana 21.-23. júní 2013. Fágætur fákur Bílar af gerðinni BMW 501 voru framleiddir á árunum 1952 til 1958. Bílinn var fyrst kynntur á Frankfurt bílasýningunni í apríl 1951 og var fyrsta framleiðsla BMW eftir lok síðari heimsstyrjald- arinnar. „Bíllinn kostaði um 15.000 þýsk mörk sem samsvaraði fjór- földum árslaunum verkafólks,“ út- skýrir Magnús. „Meðal almennings gekk bíllinn undir nafninu „Barrok engillinn“ með vísan í mjúkar útlín- ur hans, en bíllinn var teiknaður af Peter Schimanowski. Alls voru framleiddar þrjár „kynslóðir“ af 501 bílnum sem allar byggðust á sömu grind og yfirbyggingu en með mismunandi vélum. Sá sem hér um ræðir er þriðja kynslóð bílsins. R-970 er númer 16.708 og því með þeim síðustu sem fram- leiddir voru. Framleiðslunúmer bílsins þ.e. Fahrgetstell-nr. er 46- 707.“ BMW 501 og 502 eru að sögn Magnúsar fátíðir nú orðið. „Flestir þeirra bíla sem til eru og viðhaldið eru í Þýskalandi og Bandaríkjunum NA. Fullvíst má telja að þessi bíll sé sá eini sinnar tegundar sem fluttur hefur verið til Íslands.“ Aðspurður um það hvers vegna hann hafi staðið í því að gera BMW-inn upp af jafnmikilli natni og raun ber vitni segir Magnús þetta hafi einfald- lega verið ágætis dægradvöl og til- breyting frá hinum daglegu störf- um. Afraksturinn er að sönnu aðdáunarverður. jonagnar@mbl.is Magnús Pétursson hefur gert upp gullfallegan BMW frá árinu 1956 Dýrgripur með drjúga sögu Morgunblaðið/Ómar Þetta hefur verið ágætis dægradvöl, segir Magnús sem gert hefur upp glæsilegan BMW 501 frá 1956. BMW-inn er sem nýr að sjá þó hann nálgist sextugt. Magnús Pétursson hefur staðið í uppgerð með hléum frá árinu 1988, með góðum árangri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.