Morgunblaðið - 03.09.2013, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
BÍLAR 3
Þ
rátt fyrir alla kostina – afköst, ör-
yggi, þægindi og eldsneyt-
issparnað – þá er Tesla Model S
stimplaður af mörgum bílablaða-
manninum sem leikfang eins prósentsins
sem hefur efni á bíl af því tagi.
Vissulega gerir grunnverð bílsins það
að verkum að hann er ekki á færi margra;
63.570 dollarar þegar búið er að draga frá
endurgreiðslur vegna ívilnana. En nýjar
upplýsingar um bílasölu frá Kaliforníuríki í
Bandaríkjunum koma á óvart, sérstaklega
fyrir þá sem hafa efast um að bíllinn skír-
skoti til venjulegs fólks og meðaljóna.
Meiri salan en við Buick,
Fiat, Land Rover,
Á fyrri helmingi ársins var hlutdeild
Tesla í markaði fyrir fólksbíla og léttra at-
vinnubíla undir 4,5 tonnum í Kaliforníu
0,6%. Svo það sé sett í annað samhengi
þá seldi Tesla fleiri bíla í ríkinu en öllu
þekktari merki á borð við Buick, Fiat,
Land Rover, Lincoln og Mitsubishi.
Og sé bara litið á júnímánuð einan og
sér, en nýrri tölur eru ekki til, skaut Tesla
einnig Cadillac, Chrysler og Porsche ref
fyrir rass. Það þykir einkar athyglisverð
staðreynd í ljósi þess, að af þeim merkj-
um eru til margar útgáfur af bílum meðan
Model S er eini bíllinn sem Tesla fram-
leiðir.
Mikil sala í Kaliforníu
Vissulega er Kalifornía ekkert með-
altalsríki fyrir Bandaríkin þegar bílasala er
annars vegar. Það sem af er ári er Toyota
Prius-tvinnbíllinn söluhæsti einstaka bíl-
gerðin í ríkinu það sem af er ári og skerfur
tvinnbíla í markaði fyrir nýja bíla er 7%,
sem á sér engin fordæmi. Var hún 6,2% í
fyrra og 4,8% árið 2011.
Á landsvísu var hlutdeild tvinnbíla 0,7%
og hlutdeild hreinna rafbíla 1,1%. Er það
einnig hærri hlutdeild en nokkru sinni fyrr.
Seldust fleiri hreinir rafbílar en tvinnbílar,
þökk sé fyrst og fremst Tesla Model S.
Tæplega helmingur allra Tesla-bíla sem
seldur var í Bandaríkjunum á fyrri helming
ársins var seldur í Kaliforníu.
Hugsanlega vísbending
Og sé þetta einhver vísbending um það
sem koma skal gæti svo farið, að Model S
sé á leiðinni að verða vinsælli bíll en flesta
hafði órað fyrir. Á landsvísu selst hann nú
þegar betur í lúxusbílaflokki en keppi-
nautar og í Kaliforníu selst hann betur en
miklu ódýrari bílar á borð við Ford Taurus,
Dodge Challenger og Chevy Tahoe.
Kalifornía er fjölmennasta ríki Banda-
ríkjanna og þar býr einn af hverjum átta
íbúum landsins. Þar hefst venjulega þró-
un sem fylgir í kjölfarið í öðrum ríkjum
landsins. Þannig má nefna að á sínum
tíma var eitt módel Ferrari-bíla nefnt eftir
ríkinu, mörgum árum áður en til dæmis
íbúar Miðvesturríkjanna vissu hvað Ferrari
var.
agas@mbl.is
Tesla slær traustum merkjum við
Ekki lengur leikfang auðkýfinga
AFP
Orka sett á ofurbílinn. Í draumalandinu Kaliforníu, sem er sem heill heimur út af fyrir sig innan Bandaríkjanna, nýtur Tesla vinsælda.