Morgunblaðið - 30.09.2013, Page 2

Morgunblaðið - 30.09.2013, Page 2
Í EYJUM Júlíus Ingason sport@mbl.is Svavar Vignisson, annar tveggja þjálfara ÍBV, var stoltur af sínu liði eftir sigurinn á Íslandsmeisturum Fram, 26:20, í annarri umferð Olís- deildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum á laugardag. ÍBV fékk þar með sín fyrstu stig eftir að hafa tapað fyrir Val í fyrstu umferð- inni. „Við sáum leikjaprógrammið og vissum að þetta gæti orðið erfitt í byrjun. Við byrjuðum gegn Val á útivelli og áttum svo Fram hér heima en þetta hafa verið tvö lang- bestu liðin undanfarin ár. Auk þess erum við með gjörbreytt lið og ung- ar stelpur í hópnum. Fram hefur líka misst sterka leikmenn en hefur spilað vel í aðdraganda móts og er með sterkt lið. Þess vegna erum við Gulli [Jón Gunnlaugur Viggósson, hinn þjálfari ÍBV] að rifna úr stolti eftir þennan leik. Það var virkilega sætt að vinna Fram með jafnsann- færandi hætti og við gerðum enda hafa Framarar oft farið illa með okkur,“ sagði Svavar við Morg- unblaðið eftir leikinn. Ertu sáttur við spilamennskuna í þessum leik? „Já, það er ekki hægt annað. Mér fannst fínt jafnvægi á þessu hjá okkur í vörn og sókn. Við Gulli náum vel saman og það er mikill fengur fyrir ÍBV að hafa fengið jafnmetnaðarfullan og skipulagðan þjálfara til félagsins. Við erum með mikið breytt lið en spiluðum vel. Ungu stelpurnar í hópnum valda aukinni ábyrgð. Díana Magn- úsdóttir er t.d. aðeins sextán ára en er að eigna sér hægra hornið með góðri frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum. Portúgölsku stelpurnar tvær falla vel inn í liðið og Ester Óskarsdóttir hefur líklega aldrei verið í betra formi enda æfði hún stíft í sumar. En að öðrum ólöst- uðum var Dröfn Haraldsdóttir markvörður best í dag. Hún sneri aftur heim fyrir þetta tímabil og hún styrkir liðið mikið,“ sagði Svav- ar. Valur, Stjarnan og Fylkir með fullt hús stiga Þrjú lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni, Valur, Stjarnan og Fylkir, en önnur umferðin var öll spiluð á laugardaginn.  Valur var ekki í vandræðum með Selfoss á Hliðarenda og vann 28:14 eftir 12:7 í hálfleik. Karólína Bæ- hrenz skoraði sex mörk fyrir Val og Kara Rún Árnadóttir fimm fyrir Selfoss.  Stjarnan vann FH 28:21 í Mýrinni eftir 15:10 í hálfleik. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna og Steinunn Snorradóttir sjö fyrir FH.  Fylkir gerði góða ferð á Seltjarn- arnesið og vann þar Gróttu, 26:22. Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði níu mörk fyrir Selfoss en þær Anett Köbli og Þórunn Friðriksdóttir gerðu sex hvor fyrir Gróttu.  HK vann Hauka í Digranesi, 25:18, eftir 12:9 í hálfleik. Guðrún Erla Bjarnadóttir skoraði fimm mörk fyrir HK og Karen Díönu- dóttir fjögur fyrir Hauka.  KA/Þór fékk sín fyrstu stig með því að vinna Aftureldingu á Akur- eyri, 31:23. Martha Hermannsdóttir skoraði 10 mörk fyrir KA/Þór og Hekla Daðadóttir 10 fyrir Mosfell- inga. KA/Þór er nú með lið í deild- inni á ný eftir eins árs fjarveru. Morgunblaðið/Árni Sæberg Öflug Drífa Þorvaldsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Eyjakonur gegn Fram á laugardaginn. ÍBV er með tvö stig eftir að hafa mætt tveimur toppliðum. „Erum að rifna úr stolti“  Sannfærandi sigur ÍBV á meisturum Fram  Dröfn var góð í markinu 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2013 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Olís-deild kvenna ÍBV – Fram........................................... 26:20 Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 7, Vera Lopes 6, Drífa Þorvaldsdóttir 5, Díana Magnúsdóttir 3, Telma Amado 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1, Þórsteina Sigurbjörns- dóttir 1, Ásta Björg Júlíusdóttir 1. Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5, María Karlsdóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 3, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Elva Þóra Arnardóttir 1, Marthe Sördal 1, Steinunn Björnsdóttir 1. Stjarnan – FH ...................................... 28:21 Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvars- dóttir 8, Sólveig Lára Kjærnested 5, Est- her V. Ragnarsdóttir 4, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Jóna Margrét Ragnars- dóttir 2, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 2, Hild- ur Harðardóttir 1, Þórhildur Gunnarsdótt- ir 1, Andrea Valdimarsdóttir 1. Mörk FH: Steinunn Snorradóttir 7, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 5, Sigrún Jóhanns- dóttir 2, Aníta Mjöll Ægisdóttir 2, Helga S. Magnúsdóttir 2, Berglind Ósk Björgvins- dóttir 1, Rakel Sigurðardóttir 1, Hulda B. Tryggvadóttir 1. Grótta – Fylkir..................................... 22:26 Mörk Gróttu: Anett Köbli 6, Þórunn Frið- riksdóttir 6, Lene Burmo 5, Unnur Ómars- dóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Sóley Arnardóttir 1. Mörk Fylkis: Díana Kristín Sigmarsdóttir 9, Auður G. Pálsdóttir 7, Vera Pálsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 4, Hildur Karen Þorsteinsdóttir 2. HK – Haukar ........................................ 25:18 Mörk HK: Guðrún Erla Bjarnadóttir 5, Sigríður Hauksdóttir 4, Nataly Sæunn Val- encia 4, Þórhildur B. Þórðardóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 3, Fanney Þóra Þórsdóttir 2, Anna María Guðmundsdóttir 2, Anita Björk Bárðardóttir 1. Mörk Hauka: Karen Díönudóttir 4, Gunn- hildur Pétursdóttir 3, Kolbrún Gígja Ein- arsdóttir 3, Silja Ísberg 2, Áróra Eir Páls- dóttir 2, Marija Gedroit 2, Viktoría Valdimarsdóttir 1, Herdís Hallsdóttir 1. Valur – Selfoss ..................................... 28:14 Mörk Vals: Karólína B. Lárudóttir 6, Re- bekka Rut Skúladóttir 4, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4, Marinela Ana Gherman 3, Aðalheiður Hreinsdóttir 2, Kristín Guð- mundsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Bryndís Elín Wöhler 2, Vigdís Birna Þor- steinsdóttir 1, Morgan Marie Þorkelsdóttir 1, Guðrún Lilja Gunnarsdóttir 1. Mörk Selfoss: Kara Rún Árnadóttir 5, Þur- íður Guðjónsdóttir 2, Hrafnhildur H. Þrast- ardóttir 1, Hildur Einarsdóttir 1, Thelma Sif Kristjánsdóttir 1, Helga Rún Einars- dóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Tinna S. Traustadóttir 1, Dagmar Einarsdóttir 1. KA/Þór – Afturelding ........................ 31:23 Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 10, Katrín Vilhjálmsdóttir 5, Birta Fönn Sveinsdóttir 4, Simone Pedersen 3, Arna Valgerður Erlingsdóttir 3, Lilja Sif Þór- isdóttir 3, Erla H. Tryggvadóttir 2, Klara F. Stefánsdóttir 1. Mörk Aftureldingar: Hekla Daðadóttir 10, Nóra Csákovics 4, Sara Kristjánsdóttir 4, Monica Bodai 3, Vigdís Brandsdóttir 2. Staðan: Valur 2 2 0 0 55:34 4 Stjarnan 2 2 0 0 62:47 4 Fylkir 2 2 0 0 47:41 4 ÍBV 2 1 0 1 45:47 2 Grótta 2 1 0 1 43:45 2 Selfoss 2 1 0 1 39:52 2 KA/Þór 2 1 0 1 55:48 2 HK 2 1 0 1 44:39 2 Fram 2 1 0 1 41:43 2 Afturelding 2 0 0 2 42:52 0 FH 2 0 0 2 39:49 0 Haukar 2 0 0 2 44:59 0 Danmörk Tvis Holstebro – Midtjylland ............. 23:23  Rut Jónsdóttir lék ekki með Tvis Holste- bro vegna fingurbrots. Randers – SönderjyskE ..................... 31:16  Stella Sigurðardóttir skoraði sex mörk fyrir SönderjyskE, Karen Knútsdóttir eitt en Ramúne Pekarskyte ekkert. Ágúst Þór Jóhannsson þjálfar liðið sem er neðst. Noregur Fredrikstad – Levanger ..................... 25:20  Nína Björk Arnfinnsdóttir skoraði eitt mark fyrir Levanger sem er án stiga eftir þrjá leiki. Byåsen – Flint/Tönsberg ................... 36:15  Brynja Magnúsdóttir skoraði eitt mark fyrir Flint/Tönsberg en Þorgerður Anna Atladaóttir lék ekki með. Liðið er án stiga eftir þrjá leiki. Vipers Kristiansand – Storhamar..... 16:26  Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði eitt mark fyrir Vipers Kristiansand sem er án stiga eftir þrjá leiki.  Alfreð Örn Finnsson þjálfar Storhamar sem er með sex stig eftir þrjá leiki. Svíþjóð Sävehof – Skövde ................................ 31:27  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Sävehof sem er efst með átta stig eftir fjóra leiki. HANDBOLTI Valsstúlkur unnu Hauka 64:63 í úrslitaleik deildabikars kvenna í körfu- bolta í Njarðvík gær. Mestur var munurinn 20 stig en Haukastúlkur söxuðu á forskotið þegar leið á. Herslumuninn vantaði og skildi eitt stig liðin að. Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 13 stig fyrir Val og tók 10 fráköst. Lele Hardy átti stórleik hjá Haukum, skoraði 28 stig og tók 25 fráköst. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Valsstúlkur mörðu Hauka Bikarinn Þórunn Bjarnadóttir fyrirliði Valskvenna lyftir bikarnum. Keflavík vann öruggan sigur á KR í úrslitaleik deildabikars karla í körfu- bolta sem fram fór í Njarðvík í gær. Keflvíkingar höfðu tögl og hagldir all- an tímann, juku forskot sitt jafnt og þétt og unnu að lokum stórsigur, 89:58. Michael Craion var atkvæðamestur hjá Keflavík með 21 stig og 13 fráköst, en hjá KR skoraði Helgi Már Magnússon 15 stig og tók fjögur fráköst. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Öruggur sigur Keflvíkinga Bikarinn Magnús Þór Gunnarsson fyrirliði Keflvíkinga lyftir bikarnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.