Morgunblaðið - 30.09.2013, Qupperneq 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2013
manna hrundi til grunna. Sókn-
arleikur heimamanna var
tilþrifalítill og Patrekur Jóhann-
esson, þjálfari Hauka, hafði greini-
lega fundið réttu leiðina í gegnum
framliggjandi vörn ÍBV. Sig-
urbergur Sveinsson fór fyrir sínum
mönnum í seinni hálfleik og skoraði
mörg glæsileg mörk. Ekki skánaði
ástandið fyrir Eyjamenn þegar
sterkasti varnarmaður þeirra,
Sindri Haraldsson fékk að líta rauða
spjaldið fyrir brot á Sigurbergi um
miðjan síðari hálfleikinn.
Allt of mörg mörk
„Ég veit ekki alveg hvað gerðist.
Ég fór upp á móti Sigurbergi og fór í
andlitið á honum. En þetta var al-
gjört óviljaverk,“ sagði Sindri í
leikslok.
Hvað olli þessu hruni hjá ykkur í
seinni hálfleik?
„Ég veit ekki hvað skal segja. Við
fáum á okkur 20 mörk í seinni hálf-
leik og það á ekki að þekkjast, sér-
staklega ekki fyrir framan fullt hús.
Það er klisja að segja að þetta sé
eðlilegt hjá nýliðum, að brotna svona
í einhverjum leikjum. En ég tel okk-
ur vera með betra lið en flest önnur í
deildinni. En deildin er jöfn og lið
munu reyta stig hvert af öðru.“
Haukar keyrðu yfir ÍBV
Jafnt í hálfleik en Haukar unnu samt með 12 marka mun Sigurbergur frá-
bær í seinni hálfleiknum Sindri fékk rauða spjaldið, segir brotið óviljaverk
Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja, Olís-
deild karla, laugardag 28. sept.
2013.
Gangur leiksins: 1:0, 1:4, 5:6, 8:10,
10:10, 11:11, 13:16, 14:18, 15:20,
16:24, 18:30.
Mörk ÍBV: Andri Heimir Friðriksson
4, Filip Scepanovic 3, Agnar Smári
Jónsson 2, Matjaz Mlakar 2, Theodór
Sigurbjörnsson 2/2, Grétar Eyþórs-
son 2, Magnús Stefánsson 1, Róbert
Aron Hostert 1, Guðni Ingvarsson 1.
Varin skot: 10 (þar af 4 aftur til
mótherja).
Utan vallar: 12 mínútur
Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson
11/4, Árni Steinn Steinþórsson 4,
Þórður Rafn Guðmundsson 4, Tjörvi
Þorgeirsson 3, Elías Már Halldórsson
3, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2,
Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Ein-
ar Pétur Pétursson 1.
Varin skot: Giedrius Morkunas 21
(þar af 7 aftur til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og
Jónas Elíasson.
Áhorfendur: 494.
ÍBV – Haukar 18:30
arfjórðunginn á meðan samherjar
hans svöruðu með níu mörkum hin-
um megin vallarins á sama tíma.
Lokatölur 27:23, fyrir ÍR eftir að
liðið hafði verið með eins marks for-
skot að loknum jöfnum fyrri hálf-
leik, 14:13, þar sem sjaldnast mun-
aði meira en einu marki á liðunum.
„Ég er bara hundsvekktur yfir að
hafa tapað þessum leik,“ sagði
Heimir Örn Árnason, annar þjálfara
Akureyrar, í leikslok. Hann mátti
sannarlega vera það þar sem leik-
menn hans höfðu í fullu tré við ÍR-
inga í nærri 50 mínútur. Allt virtist
stefna í jafnan og spennandi loka-
kafla þegar Kristófer Fannar tók til
sinna ráða og varði allt hvað af tók.
Alls varði hann 21 skot, þar af
nærri helming á síðasta stund-
arfjórðungnum.
Talsverðar breytingar hafa átt
sér stað á liði Akureyrar. Ungir
menn eru komnir með stærra hlut-
verk en áður s.s. Valþór Guðrún-
arson og Sigþór Heimisson. Þá hef-
ur hornamaðurinn Kristján Orri
Jóhannsson styrkt liðið mikið. Hann
nýtir færi sín vel. Markvörðurinn
Jovan Kukobat hefur sótt í sig veðr-
ið frá síðustu leiktíð. Í heildina lítur
Akureyrarliðið vel út og haldist
hópurinn heill verður það ekki í fall-
baráttu.
ÍR-ingar hafa styrkst frá síðustu
leiktíð. Hópurinn er fjölmennari en
áður og koma Arnars Birkis Hálf-
dánarsonar hefur aukið til muna
ógnun liðsins á hægri vængnum.
Björgvin Hólmgeirsson var frábær í
leiknum með níu mörk, öll með
þrumuskotum utan af velli.
Borið saman við Fram og HK
sem undirritaður sá á fimmtudag-
inn þá standa ÍR-ingar og Akureyr-
ingar þeim liðum talsvert framar
um þessar mundir.
Kristófer skellti í lás
ÍR-ingar tapa ekki tveimur heima-
leikjum í röð Björgvin fór á kostum
Bæði lið lofa góðu fyrir leiktíðina
Morgunblaðið/Eggert
Drjúgur Björgvin Hólmgeirsson skoraði 9 mörk fyrir ÍR og sækir hér að vörn Akureyrar þar sem Gunnar Þórsson og Hreinn Hauksson eru til varnar.
Austurberg, úrvalsdeild karla, Olís-
deildin, laugardaginn 28. sept. 2013.
Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:3, 5.6,
8:7, 11:10, 14:13, 15:13, 17:15, 17:18,
18:19, 20:20, 23:20, 24:22, 27:23.
Mörk ÍR: Björgvin Hólmgeirsson 9,
Sturla Ásgeirsson 6/1, Arnar Birkir
Hálfdánarson 5, Jón Heiðar Gunn-
arsson 4, Sigurjón F. Björnsson 2,
Guðni Már Kristinsson 1.
Varin skot: Kristófer F. Guðmunds-
son 21/1 (þar af 9 til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jó-
hannsson 6, Valþór Guðrúnarson
6/2, Þrándur Gíslason 4, Bjarni Fritz-
son 4, Sigþór Heimisson 2, Gunnar
Malmquist Þórsson 1.
Varin skot: Jovan Kukubat 16/1 (þar
af 7 til mótherja). Tomas Olason 3.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Svavar Pétursson og Arn-
ar Sigurjónsson.
Áhorfendur: 250.
ÍR – Akureyri 27:23
Í AUSTURBERGI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Eftir að hafa tapað á heimavelli í
fyrstu umferð Olís-deildarinnar í
handknattleik karla voru leikmenn
ÍR-inga ákveðnir í að slíkt end-
urtæki sig ekki þegar þeir tóku á
móti leikmönnum Akureyrar hand-
boltafélags á nýparketlögðum
keppnisvellinum í íþróttahúsinu í
Austurbergi á síðasta laugardag.
Lengi, lengi leit þó út fyrir að gest-
irnir gætu alveg eins og heimamenn
hirt sigurinn. Svo fór þó ekki því
síðustu 12 til 14 mínútur leiksins
voru heimamenn sterkari. Vörn
þeirra var góð og markvörðurinn
Kristófer Fannar Guðmundsson
varði allt hvað af tók, fékk aðeins á
sig fjögur mörk síðasta stund-
Olís-deild karla
ÍBV – Haukar ........................................ 18:30
ÍR – Akureyri......................................... 27:23
Staðan:
FH 2 1 1 0 46:43 3
Haukar 2 1 0 1 52:45 2
Valur 2 1 0 1 48:46 2
Akureyri 2 1 0 1 48:45 2
ÍR 2 1 0 1 49:53 2
ÍBV 2 1 0 1 48:52 2
Fram 2 1 0 1 47:48 2
HK 2 0 1 1 45:51 1
1. deild karla
ÍH – Fjölnir ............................................ 26:21
Hamrarnir – Þróttur ............................. 28:26
Staðan:
Afturelding 2 2 0 0 53:33 4
ÍH 2 2 0 0 55:44 4
Selfoss 1 1 0 0 34:25 2
Stjarnan 1 1 0 0 23:17 2
Grótta 2 1 0 1 52:48 2
Hamrarnir 1 1 0 0 28:26 2
Fjölnir 2 1 0 1 51:51 2
KR 1 0 0 1 17:23 0
Þróttur 2 0 0 2 49:57 0
Fylkir 2 0 0 2 48:67 0
Víkingur 2 0 0 2 39:58 0
Þýskaland
A-DEILD:
Flensburg – Füchse Berlín.................. 26:26
Ólafur Gústafsson skoraði ekki fyrir
Flensburg.
Dagur Sigurðsson þjálfar Füchse.
Minden – Bergischer............................ 29:29
Vignir Svavarsson skoraði ekki fyrir
Minden.
Björgvin Páll Gústavsson ver mark Berg-
ischer en Arnór Þór Gunnarsson er frá
keppni vegna meiðsla.
Göppingen – Emsdetten ...................... 41:41
Ernir Hrafn Arnarson skoraði eitt mark
fyrir Emsdetten en Oddur Gretarsson ekk-
ert. Ólafur Bjarki Ragnarsson lék ekki með.
Eisenach – N-Lübbecke ...................... 29:32
Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyr-
ir Eisenach og Hannes Jón Jónsson þrjú.
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar liðið.
Staðan:
Kiel 7 7 0 0 224:182 14
RN Löwen 7 5 2 0 215:167 12
Füchse Berlín 7 5 1 1 201:170 11
Bergischer 7 4 1 2 206:196 9
Flensburg 7 4 1 2 179:173 9
H.Burgdorf 7 4 1 2 196:203 9
Hamburg 6 4 0 2 191:183 8
Melsungen 8 4 0 4 242:241 8
Lemgo 7 3 2 2 218:221 8
Magdeburg 7 3 1 3 210:204 7
N-Lübbecke 6 3 0 3 169:167 6
Göppingen 7 2 1 4 202:202 5
Gummersbach 8 2 1 5 216:229 5
Balingen 7 2 0 5 199:215 4
Wetzlar 7 1 1 5 175:189 3
Minden 7 0 3 4 173:196 3
Eisenach 7 1 1 5 183:214 3
Emsdetten 7 1 0 6 172:219 2
B-DEILD:
Empor Rostock – Grosswallstadt....... 30:28
Fannar Þór Friðgeirsson skoraði fimm
mörk en Sverre Jakobsson fyrirliði ekkert
fyrir Grosswallstadt.
Leutershausen – Aue ........................... 24:30
Árni Þór Sigtryggsson skoraði þrjú mörk
fyrir Aue, Bjarki Már Gunnarsson og Daði
Rúnarsson ekkert. Sveinbjörn Pétursson
ver mark Aue og Rúnar Sigtryggsson þjálf-
ar liðið.
Hüttenberg – Tarp-Wanderup ........... 27:19
Bjarni Aron Þórðarson skoraði ekki fyrir
Tarp-Wanderup.
Danmörk
Skanderborg – Nordsjælland ............ 34:25
Anton Rúnarsson skoraði tvö mörk fyrir
SönderjyskE og Atli Ævar Ingólfsson tvö.
Ribe-Esbjerg – GOG............................. 26:36
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fimm
mörk fyrir GOG.
Noregur
Arendal – Runar ................................... 22:27
Einar Ingi Hrafnsson skoraði fjögur
mörk fyrir Arendal.
Svíþjóð
Önnered – Kristianstad ...................... 23:41
Ólafur A. Guðmundsson skoraði fimm
mörk fyrir Kristianstad.
Meistaradeild Evrópu
Veszprém – RN Löwen ........................ 30:29
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði þrjú
mörk fyrir Löwen en Rúnar Kárason og Al-
exander Petersson ekkert. Guðmundur Þ.
Guðmundsson þjálfar liðið.
Löwen er með eitt stig eftir tvo leiki í A-
riðli.
Kiel – Kolding ....................................... 29:26
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði ekki
fyrir Kiel og Aron Pálmarsson lék ekki með
vegna meiðsla. Alfreð Gíslason þjálfar liðið.
Kielce – Porto ....................................... 35:23
Þórir Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir
Kielce.
Kielce og Kiel eru bæði með fjögur stig
eftir tvo leiki í B-riðli.
Metalurg Skopje – París Handball .... 28:26
Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hall-
grímsson skoruðu ekki fyrir PSG.
París Handball er með tvö stig eftir tvo
leiki í C-riðli.
HANDBOLTI
Í EYJUM
Júlíus Ingason
sport@mbl.is
Haukar unnu sinn fyrsta sigur í Ís-
landsmótinu þegar þeir sóttu ÍBV
heim til Eyja á laugardaginn. Eyja-
menn, sem eru nýliðar í úrvalsdeild-
inni, unnu ÍR í fyrstu umferðinni á
meðan Haukar töpuðu fyrir Val.
Leikurinn var mjög kaflaskiptur en
jafnt var í hálfleik, 10:10 en Haukar
unnu að lokum, 30:18.
Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn
en gestirnir úr Hafnarfirðinum
höfðu undirtökin. Þeir náðu þó aldr-
ei að hrista Eyjamenn af sér, sem
börðust eins og ljón og náðu að jafna
metin áður en flautað var til leikhlés.
Í síðari hálfleik var hins vegar allt
annað uppi á teningnum. Haukar
spiluðu fína vörn og fengu þar af
leiðandi nokkur auðveld hraðaupp-
hlaupsmörk en spilaborg Eyja-