Akureyri


Akureyri - 21.11.2013, Page 4

Akureyri - 21.11.2013, Page 4
4 21. nóvember 2013 Fullkomið heitt súkkulaði Hitið að suðu, setjið í bolla, skreytið með þeyttum rjóma og njótið. 3100 g Lindu suðusúkkulaði 1 l mjólk 1 2 PIPA R \ TBW A • SÍA • 123408 – ómótstæðilega gott Samherji svarar ekki fyrirspurn Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur ekki svarað fyrir- spurn frá Akureyri vikublaði um hvort honum finnist réttlætanlegt að ríkið verði jafnvel af 100 milljörð- um króna vegna gjafa á makrílkvóta. Á sama tíma skilar sjávarútvegur methagnaði og gróði Samherjafjöl- skyldunnar er 16 milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður VG, telur að ríkið gæti orðið af hundrað milljörðum á sama tíma og ríkiskassann vantar sárlega fé. Leiðarahöfundur Kjarnans er harð- orður í garð stjórnvalda ef afhenda á útgerðarmönnum makrílinn nánast frítt. Magnús Halldórsson Húsvík- ingur bendir í leiðara sínum á ofsa- gróða sjávarútvegsfyrirtækja í fyrra og árið þar áður. „Makrílveiðarnar eiga stóran hlut í þessari afkomu. Það sést á uppgjör- um stærstu útgerðarfyrirtækjanna sem hafa stundað veiðar og vinnslu á makríl, þar á meðal Samherja, HB Granda, Síldarvinnslunnar og Ísfé- lags Vestamannaeyja. Uppgjör Síldar- vinnslunnar gefur glögga mynd af því hversu arðbærar makrílveiðarnar hafa verið. Hagnaður í fyrra nam sjö milljörðum, heildartekjur voru 24 milljarðar og EBITDA-framlegðin nam 9,6 milljörðum. Hagnaður Samherja í fyrra var síðan langsamlega mesti hagnaður sem íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki hefur sýnt, um 16 milljarðar,“ skrifar Magnús. YRÐI AUGLJÓS SPILLING Leiðarahöfundur Kjarnans segir óhætt að segja að þessar rekstr- artölur séu með miklum ólíkind- um í sögulegum samanburði. „Að hluta eru þær tilkomnar vegna þess að útgerðarfyrirtækin hafa ekki greitt neitt fyrir makrílkvóta heldur fengið að veiða á grundvelli veiðireynslu sem var lítil sem engin þegar veiðarnar hófust. Síðan hafa veiðarnar aukist hratt og tekjurnar með af sölu á erlenda markaði. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins stendur nú frammi fyrir risaákvörðun. Sigurð- ur Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráð- herra segir að makrílkvótinn verði settur varanlega inn í kvótakerfi á næsta ári og mið verði tekið af afla- reynslu skipa. Þetta er sakleysisleg fyrirætlan en hefur mikið vægi. Þá liggur líka fyrir að alþjóðadeilan sem Ísland á aðild að er snýr að makríl- veiðum er enn óleyst.“ „Þetta eru gríðarleg peningaleg verðmæti sem Sigurður Ingi og rík- isstjórnin eru með í höndunum í um- boði almennings. Vonandi hvarflar ekki að neinum að gefa þessi verð- mæti. Það væri algjört glapræði í ljósi slæmrar stöðu ríkissjóðs og augljós spilling að auki, á kostnað almennings.,“ skrifar Magnús. Að Samherji svari ekki fyrir- spurnum fjölmiðla er ekki nýtt þegar kemur að málum sem tengjast rekstri fyrirtækisins beint. Þannig hefur Akureyri vikublað sent fjölda fyr- irspurna til Samherja sl. misseri án árangurs. a MÁLRÆKTARÞING UNGA FÓLKSINS fór fram í síðustu viku í tilefni Dags íslenskrar tungu. Þingið sóttu allir 10. bekkingar úr sjö grunnskólum á Akureyri og umfjöllunar- efnið var móðurmálið. Allir skólarnir voru með dagskráratriði á þinginu í formi mynd- banda, söngs og upplestrar. Á myndinni eru krakkar í Síðuskóla á góðri stundu. Veiddi sami maðurinn 190 rjúpur á tveimur helgum? Þótt verulegar takmarkanir hafi ver- ið á fjölda veiðidaga á rjúpu í vetur segja veiðimenn að veiðin hafi gengið vel. Má því fullyrða að rjúpur verði víða á jólaborðum í ár. Í eina tíð þóttu rjúpur fátækramatur en seinni ár hefur öldin verið önnur. Sölubönn hafa ekki komið í veg fyrir svartan markað þar sem á tímum góðærisins bárust fregnir af því að hver rjúpa hefði verið seld á tugi þúsunda, svo mikil var sóknin í villibráðina og varð ígildi stöðutákns að hafa rjúpu á jólaborðinu þegar minnst var til af henni. Þetta var á þeim tíma sem sumir Íslendingar snæddu gull í veislum. Veiðimönnum sem Akureyri viku- blað heur rætt við telja að hófsemi sé vaxandi dyggð meðal rjúpnaveiði- manna. Undantekningar virðast þó frá þessu. Á facebook hefur farið fram mikil umræða þar sem stað- hæft er að einn og sami veiðimað- ur hafi skotið 190 rjúpur á tveimur helgum í Bárðardal. „Ef þetta er satt þá er svona nátt- úrlega svartur blettur á annars að ég tel batnandi veiðimenningu,“ segir Þorsteinn Guðbjörnsson rjúpnabani frá Dalvík. Haraldur Sigurjónsson, Húsvíkingur og veiðifélagi Þorsteins, tekur í svipaðan streng: „Hér þurfa veiðimenn að veita hver öðrum að- hald með því að stíga fram og láta vita af svona ósvinnu. a Hluti kennara í mikilli hættu Á sama tíma og fjöldi manns byggir afkomu sína á að leigja út rödd sína eru hávaðamörk við vinnu víða að engu höfð. Það getur orðið til þess að fólk brýnir rödd sína þannig að skaði hlýst af, segir dr. Val- dís I. Jónsdóttir raddmeina- fræðingur í grein í nýju tölublaði, Skólavörðunni. Valdís fjallar ekki síst um kennara í grein sinni og bendir á að íþrótta- og leikskóla- kennarar eigi í mestri hættu að lenda í raddskaða. Þannig hafi þótt ástæða til að senda 39 af 71 íþróttakennara til læknis í kjölfar rannsóknar. Valdís telur því eðlilegt að líta á raddveilur sem at- vinnusjúkdóm en þannig sé það þó ekki samkvæmt lög- um. Hún skorar á Kennara- samband Íslands að berjast fyrir því að röddin verði viðurkennd sem atvinnu- tæki kennara. Bætur komi til hljótist skaði af. Í sama blaði lýsir Jóhanna G. Einarsdóttir hvernig hennar at- vinnutæki hafi verið rústað en hún hefur neyðst til að hætta störfum vegna raddmeina. Akureyri viku- blað fjallaði nýverið um þessi mál á forsíðu en Jóhanna var íþrótta- kennari við Lundarskóla í 20 ár og telur sig hafa misst röddina vegna óásættanlegra aðstæðna þegar henni var gert að kenna í íþróttahúsinu á sama tíma og spillandi og meng- andi vinnuframkvæmdir stóðu yfir í húsinu. Ein af spurningum Jóhönnu er: „Hvernig standa lífeyrismál kennara ef hann þarf að hætta kennslu vegna raddþrots?“ a Vanti skilning á mikil- vægi ferðaþjónustu Ferðaþjónusta á hafnarsvæðinu við Dalvík hefur verið afgangsstærð að sögn Freys Antonssonar fram- kvæmdastjóra og eiganda hvala- skoðunarfyrirtækisins Arctic Sea Tours. Hann segir hvalaskoðun fyr- irtækisins á hrakhólum aðstöðulega í Dalvíkurhöfn. Vilji Veitu- og hafna- ráðs Dalvíkurbyggðar hafi ekki verið nægur til að koma á móts við þarfir fyrirtækisins. Í nýlegri bókun Veitu- og hafna- ráðs Dalvíkurbyggðar segir að er- indi Freys um umbætur hafi borist of seint, en um ræðir 25 milljóna króna framkvæmd. Freyr bendir á að á sama tíma verði farið í fram- kvæmd á vegum bæjarins upp á 380 milljónir króna. Í vikunni fór fram fundur eft- ir að Freyr hafði skrifað harðorð- an pistil á vefsvæði sínu og sagt viðhorf Dalvíkurbyggðar kennslu- bókardæmi um lélega stjórnsýslu. Fundurinn gekk vel og er sáttahljóð í deilendum. Hefur verið tryggt að fyr- irtæki Freys verði áfram með aðstöðu fyrir hvalskoðunarbáta í höfninni. a VALDÍS INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR HVALASKOÐUN er einn þeirra þátta sem skipta greinina sköpum. Völundur

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.