Akureyri


Akureyri - 21.11.2013, Qupperneq 8

Akureyri - 21.11.2013, Qupperneq 8
8 21. nóvember 2013 AÐSEND GREIN EIRÍKUR BJRN BJÖRGVINSSON Svar við Opnu bréfi til bæjarstjóra Friðleifur Ingi Brynjarsson skrifar Opið bréf til bæjarstjóra 14. nóvember sl. og birtir í Akureyri vikublaði. Hann hefur ákveðið að bera upp opinberlega tvær spurningar til mín sem æðsta yfirmanns embættismanna Akureyrarbæjar og framkvæmdastjóra bæjarins þar sem hann telur að svörin eigi fullt erindi við alla bæjarbúa. Svar við spurningu 1 Kjörnir fulltrúar hafa ekki boðvald yfir starfsmönnum bæjarins. Kjörnir fulltrúar og nefndarmenn hlutast aðeins til um framkvæmd stefnu með samþykktum í bæjarstjórn og á nefndafundum en hafa sem einstak- lingar ekki boðvald yfir starfsmönnum bæjarins samkvæmt 5. gr. reglna um ábyrgðarmörk og starfshætti kjörinna fulltrúa. Samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaup- staðar er bæjarstjóri yfirmaður þeirra fimmtán embættismanna sem starfa skv. skipurit bæjarins og getur einn sagt þeim fyrir verkum. Bæjarfulltrúar sem og aðrir íbúar geta borið upp erindi beint við embættismenn og starfsmenn sveitarfélagsins. Það er að sjálfsögðu í valdi hvers embættismanns og starfs- manns að ákveða með hvaða hætti hann bregst við erindinu en í samræmi við lög og reglur. Svar við spurningu 2 Markmið með siðareglum kjörinna fulltrúa í Akureyrarkaupstað er að skilgreina það hátterni og viðmót sem kjörnum fulltrúum ber að sýna við störf sín á vegum Akureyrarkaupstaðar. Samkvæmt 3. gr. reglnanna eiga þeir í störfum sínum að koma fram af drengskap og háttvísi og sýna hver öðrum, íbúum, viðskiptavin- um og starfsmönnum sveitar- félagsins fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu. Þá skulu kjörnir fulltrúar gæta þess að framkoma þeirra og athafnir samrýmist starfi þeirra og þeir forðist að aðhafast nokkuð sem gæti orðið þeim til van- virðu og álitshnekkis. Samkvæmt 3. mgr. 29. gr. sveitar- stjórnarlaga nr. 138/2011 ber öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar að haga störfum sínum í sam- ræmi við settar siðareglur. Það er eðli siðareglna að þær eru ekki lagareglur. Siðareglur eru þannig almennt til leiðbeiningar um það hvern- ig æskilegt er að kjörnir fulltrúar komi fram og starfi í umboði bæjarstjórnar. Í siðareglum birtast þannig þau gildi sem eiga að einkenna samskipti og framkomu kjörinna fulltrúa. Engin viðurlög eru við því ef siðar- eglur eru brotnar en ef þær eru brotnar á fundum sveitarfélagsins getur forseti bæjarstjórnar eða formaður nefndar vítt kjörinn fulltrúa samkvæmt b. lið 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar og svipt hann málsfrelsi ef um ítrekað brot er að tefla. Hver og einn kjörinn fulltrúi verður því að taka ábyrgð á gjörðum sínum með vísan til siðareglna og mögulega taka afleiðingum gjörða sinna í kosningum til sveitarstjórnar. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LAST fá bankar sem taka of háa þóknun fyrir úttektir í öðrum bönkum. Svo mælir bæjarbúi á Akureyri. „Ég fór í hraðbanka, sem er merktur Arion banka en er sjálfur í viðskiptum við Landsbankann, og tók út 2000 kr. Ég var rukkaður um 110 kr. gjald fyrir úttektina þannig að bankinn tók 5,5% þóknun fyrir. Mér finnst það ansi mikið. 2000 krónur kostuðu mig sem sagt 2110 krónur,“ skrifar bæjarbúinn... LOF fær bæjarstjórn Akureyrar og aðrir sem urðu til þess að bæta aðgengi í Sundlaugarhúsinu á Akureyri. Þetta benda tveir lesendur á í bréfum til blaðsins. Annar lesandinn skrifar: „Vil vekja athygli á og þakka fyrir bætt aðgengi ofan í gömlu sundlaugina í kjallara Sundlaugar Akureyrar. Kominn er þægilegur stigi með handriði svo hægt er með góðu móti að ganga ofan í sjálfa laugina. Margt fólk, sem vegna aldurs og sjúkdóma á erfitt með hreyfingu, á nú auðveldara með að njóta þarna þjálfunar og heilsueflingar sem það annars færi á mis við.“... LAST fær biskup og hans fólk fyrir að amast út í fyrirætlanir ríkisstjórnar um að fækka prestembættum á landinu í sparnaðarskyni. Svo mælir karl á Eyrinni sem hafði samband við blaðið: „Óttast nú ýmsir landflótta presta og að þeir verði okkar næsta útflutningsvara til Noregs. Aðrir telja þó ekki ástæðu til ótta, ráðherrum sé í lófa lagið að senda eitthvað af aðstoðarmönnum sínum til messuhalda úti á landi, ekki síst þar sem a.m.k. einhverjir þeirra séu í sjálfboðavinnu sem aðstoðarmenn. Og vefjist þeim guðsorðið eitthvað um tönn, geti þeir ávallt gripið til stjórnarsáttmálans og lesið uppúr honum við predikanir enda þar að finna bæði fögur loforð og kraftaverk sem almættið sjálft mætti vera stolt af,“ segir karlinn... LOF fá strætóbílstjórarnir sem aka á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Svo skrifari lesandi í pósti til blaðsins. Getur lesandinn þess sérstaklega að hafa átt góð samskipti við kvenbílstjóra á þessari leið. „Konan sem ekur strætónum er bara frábær!“ AKUREYRI VIKUBLAÐ 44. TÖLUBLAÐ, 3. ÁRGANGUR 2012 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ruth Bergsdóttir, ruth @ fotspor.is 578-1193 og 694-4103. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 13.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND EIRÍKUR BJÖRN BJÖRGVINSSON Að láta börn deyja „Af hverju láta Íslendingar það gerast að börn deyi úr hungri?“ Þannig spurði fimm ára gamalt barn á Akureyri í vikunni. Rétt og siðleg spurning. Auður heimsins er miklu meiri en svo að nokkurt fólk ætti að þurfa að deyja úr hungri. Það er misskipting auðsins sem er vandamálið. Á sama tíma og börn deyja víða úr hungri rífast Íslendingar um aðild að ESB eða ekki. Það besta við alþjóðahyggjuna er að sumpart lítur hún svo á sem við, mannanna börn, séum samábyrg hvert gagnvart öðru. Það var hugsunin á bak við Evrópusambandið og fyr- irrennara þess. Sambandið vildi tryggja frið í Evrópu en ekki síður efnahagslegan stöðugleika og jöfnuð. Það sem sumir þingmenn kalla hnussandi kratisma innan sambandsins og láta líta út eins og skammaryrði eru margþættar tilfærslur á fjármunum sem leitast við að jafna lífskjör borgara þannig að allir hafi í sig og á. Kerfið er ekki gallalaust, ekkert kerfi er gallalaust, en hugsuninni á bak við samábyrgðina verður ekki tortímt með því að tala um hít báknsins, mikinn fjölda embættismanna eða upphrópunum um að heimsýn Íslands standi og falli með því að örfáir útgerðarmenn sem eiga hálft Ísland haldi áfram að maka krók sinn án íhlutana. Það eru ekki heldur gild rök að með því að fórna broti af fullveldi sínu muni Ísland fara lóðbeint til helvítis. Önnur lönd í kringum okkur hafa ekki fórnað fullveldi sínu með aukinni þátttöku í alþjóðastjórnmál- um heldur hafa þau kosið að sýna þá ábyrgð að fela örlög sínu að nokkru í hendur yfirþjóðlegra stofnana sem ekki hafa þjóðernishyggju efst á dagskrá. Ein ástæða þess að Íslendingum er samstarf við Evrópu framandi er saga tvíhliða samninga við Banda- ríkin allt frá seinna stríði. Þetta samstarf var að mörgu leyti ábatasamt fyrir okkur sem hagsmunahóp en hef- ur sumpart firrt okkur tengingum við Evrópu. Kalda stríðið spilaði um tíma mikla rullu og Guði sé lof að við skyldum ekki gangast undir hrylling kommúnískr- ar stefnu. En nú er Bandaríkjaher löngu farinn og hagsmunir af því að mæna vestur að mestu fyrir bí. Nú er lag að endurmeta hlutverk okkar, stöðu, ábyrgð og sjálfsmynd. Hvaðan kemur sú hugsun að Ísland skuli aðeins hugsa um sjálft sig eða vera ella undir verndarhendi risans í vestri? Það sem veldur fimm ára gömlu barni áhyggjum og raskar jafnvel nætursvefni þess ætti að vera hugðarefni okkar hinna fullorðnu líka. Ísland er ríkt land efnalega en hugmyndir okkar eru sumar hverjar fátæklegar. Allt tal um að leggja niður þró- unaraðstoð lýsir ekki veraldegri fátækt okkar heldur andlegri fátækt. Rétta viðbragðið til að komast út úr þessari eigin- hagsmunahyggju er ekki endilega að ganga í ESB. Fleiri leiðir kunna að vera í boði. En áður en ESB-samning- ur verður lagður fram – og hægt er að taka upplýsta ákvörðun á bæði hagsmunalegum og siðferðislegum nótum – ræður hér heimskan ríkjum. Björn Þorláksson Hver og einn kjörinn fulltrúi verður því að taka ábyrgð á gjörðum sínum með vísan til siðareglna og mögulega taka afleiðingum gjörða sinna í kosningum til sveitarstjórnar. TVEIR VORU FLUTTIR á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bíla skammt frá munna Vaðlaheiðarganga á Svalbarðsströnd í fyrradag. Mikil hálka var þá á vegum og er full ástæða til að brýna ökumenn til varúðar. Völundur

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.