Akureyri - 01.11.2012, Blaðsíða 1
1. NÓVEMBER 2012
42. tölublað 2. árgangur V I K U B L A Ð – N O R Ð U R L A N D
Sími 856 3451 • www.vilji.is
Stuðnin
gs
stöngin
vilji.is
...léttir þér lífið
Stuðningsstöngin er hjálpar- og öryggistæki sem auðveldar fólki að vera virkt og athafnasamt við daglegt líf án þess að þurfa að reiða sig
á aðra. Margir Iðjuþjálfarar, sjúkraþjálfarar og læknar hafa mælt með stuðningsstöngunum fyrir sína skjólstæðinga.
• Auðveld í uppsetningu.
• Engar skrúfur eða boltar.
• Tjakkast milli lofts og gólfs.
• Hægt að nota við hallandi loft, 0 – 45°
timbur/gifsloft.
Stuðningsstangirnar hafa fengið verðlaun fyrir notagildi, öryggi og hönnun á alþjóðlegum hjálpartækjasýningum í USA.
• Margir aukahlutir í boði.
• Falleg og nútímanleg hönnun.
• Passar allstaðar og tekur lítið pláss.
• Stillanleg frá 225 – 307 cm lofthæð,
togátak allt að 205 kg.
Yfir 500
0 noten
dur
á Ísland
i síðan
1999
Jón Stefán Hjaltalín
Héraðsdómslögmaður
jon.stefan@logmennak.is
Lögmannsstofa Akureyrar
Hofsbót 4, 2. hæð
Sími 464 5555
Hefur þú lent í slysi?
Áttu rétt á bótum?
Hafðu samband og fáðu mat á
réttarstöðu þinni þér að kostnaðar-
lausu og án nokkurra skuldbindinga.
Hafðu samband til að kanna rétt þinn –
það kostar ekkert!
www.logmennak.is
Hótað vegna Dalsbrautar
VETUR KONUNGUR HEFUR hringað sig í kringum Akureyrarkirkju eins og aðrar stofnanir bæjarins. Starfsmaður kirkjunnar atti kappi við náttúruöfl-
in og bauð snjónum byrginn í þjónustuskyni fyrir kirkjugesti. Völundur
Oddur Helgi Halldórsson, stofnandi L-listans sem
hefur hreinan meirihluta á Akureyri hefur fengið
hótanir vegna Dalsbrautarinnar sem verið er að
leggja. Sjálfur segist Oddur í samtali við blaðið
í dag ekkert vilja tjá sig um málið en samkvæmt
heimildum blaðsins hefur málið verið litið alvar-
legum augum vegna þess að læknir á Akureyri
stendur á bak við hótanirnar. Hafa tölvupóstar
vegna málsins farið milli bæjarfulltrúa og ratað
einnig til bæjarstjóra.
Í viðtali blaðsins kemur fram að Oddur Helgi
muni berjast fyrir því með kjafti og klóm að
Blöndulína 3, sunnan flugvallarins, verði lögð í
jörð. „Meðan ég ræð einhverju í Akureyrarbæ þá
kemur þessi loftlína aldrei hér í gegn.“
Um yfirstandandi fjárlagaár upplýsir Odd-
ur að það stefni í halla hjá Akureyrarbæ sem
nemi nokkrum hundruðum milljóna. Hann boðar
hvergi niðurskurð en segir strangt aðhald verða
áfram á næsta fjárlagaári.
Þá hafnar Oddur hugmyndinni um að Akur-
eyri líti á sjálfa sig sem borg. Hann segist íhalds-
samur og telji það kost. „Sem dæmi finnst mér
að auðvitað eigum við núna að breyta heitinu á
Glerárhverfi í Glerárporp á meðan L-listinn er
við völd!“ Sjá bls. 12-13