Morgunblaðið - 18.12.2013, Síða 1

Morgunblaðið - 18.12.2013, Síða 1
FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Já, þetta kom kannski svolítið á óvart. Ég bjóst ekki við því að hann yrði rekinn en þessir tveir stóru skellir á móti Manchester City og gegn Liverpool um helgina hafa lík- lega ráðið mestu um að hann var lát- inn fara,“ sagði Gylfi Þór Sigurðs- son, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, við Morgunblaðið í gær en hann var þá á leið á æfingu hjá Lundúnaliðinu. Æfingunni stjórnuðu tveir gamlir leikmenn Tottenham-liðsins, Tim Sherwood og Les Ferdinand, en það kemur í þeirra hlut að stýra liðinu þar til nýr knattspyrnustjóri verður ráðinn í stað Portúgalans André Vil- las-Boas sem var rekinn frá störfum í fyrradag. Spila góðan sóknarbolta „Nú vonar maður bara að það komi einhver góður í staðinn. Alltaf þegar stór klúbbur lætur stjórann fara eru margir nefndir en þar til nýr stjóri verður ráðinn munu Sherwood og Ferdinand stjórna liðinu. Fyrsta æfingin hjá þeim var bara fín og það kemur í þeirra hlut að velja liðið í leiknum á móti West Ham. Ég held að klúbburinn sé meira en nógu góð- ur til að velja rétta þjálfarann sem lætur liðið vonandi spila góðan sókn- arfótbolta sem Tottenham er þekkt fyrir,“ sagði Gylfi en Tottenham tek- ur á móti grönnum sínum í West Ham í átta liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar á White Hart Lane í kvöld. Þjálfaraskiptin hafa verið nokkuð tíð á White Hart Lane en frá árinu 2000 hafa átta knattspyrnustjórar verið við stjórnvölinn hjá félaginu. „Það er kannski svolítið neikvætt að það hafi verið svona margir stjór- ar á undanförnum árum en það er líka jákvætt að félagið vill mikinn ár- angur. Það er mikill metnaður til staðar og félagið vill bæta sig,“ segir Gylfi. Aldrei ánægður þegar menn missa vinuna Gylfi Þór tók þátt í 12 af 16 leikj- um Tottenham í ensku úrvalsdeild- inni undir stjórn André Villas-Boas. Í sjö þessara leikja var Gylfi í byrj- unarliðinu en mörgum hefur fundist að Gylfi hafi ekki fengið næg tæki- færi undir stjórn Portúgalans. Spurður hvort hann sé ánægður með að Villas-Boas hafi nú lokið störfum fyrir félagið sagði Gylfi: „Maður getur aldrei verið ánægð- ur þegar einhver missir starfið sitt en það er nú þannig í þessu að maður vill alltaf fá að spila sem mest. Ég hef spilað svolítið lengi úti á vinstri kant- inum sem er ekki alveg mín staða. Það er allt í lagi að gera það í ein- hvern tíma en ég vona að með nýjum manni þá fái ég að spila meira inni á miðjunni. Ég fékk einn og einn leik í minni stöðu þegar Villas-Boas var við stjórnvölinn, ég hefði viljað fá fleiri í röð,“ sagði Gylfi. „Villas-Boas breytti liðinu oft mik- ið á milli leikja og var oft að breyta liðinu þrátt fyrir að liðið hefði unnið. Það komu margir nýir leikmenn til félagsins í sumar og þetta var svolítið erfitt fyrir hann. Hann þurfti að láta þá spila og það var gríðarleg pressa á honum. Þetta small ekki alveg saman hjá honum en þrátt fyrir nokkur slæm töp á tímabilinu erum við ekki langt frá toppliðunum.“ Fullkomið ef ég spilaði meira Áður en Gylfi Þór samdi við Tott- enham var hann sterklega orðaður við Liverpool en núverandi stjóri fé- lagsins, Brendan Rodgers, vildi ólm- ur fá Gylfa til félagsins eftir að hafa verið með hann undir sinni stjórn hjá Swansea. Af og til er Gylfi enn orð- aður við Liverpool-liðið og nú síðast fyrir nokkrum dögum. Gylfi var spurður hvort eitthvað væri til í þessu. „Þetta eru bara sögusagnir. Ég er mjög ánægður hjá Tottenham og þetta væri alveg fullkomið ef ég fengi að spila meira. Ég er loksins kominn í lið sem er mjög stórt á Englandi og sem spilar í Evr- ópukeppni. Nú er keppikeflið að reyna að vinna okkur sæti í Meist- aradeildinni. Við þurfum bara að þjappa okkur saman og komast aftur á sigurbraut. Það er mikið eftir af mótinu og ef við komust á gott skrið þá er vel mögulegt að enda í einu af fjórum efstu sætunum. Við erum komnir áfram í Evrópudeildinni og nú er næsta skrefið að tryggja okkur sæti í undanúrslitum í deildabik- arnum,“ sagði Gylfi, sem veit ekki hvort hann verður í byrjunarliðinu á móti West Ham í kvöld. „Maður veit ekki hvernig liðinu verður stillt upp en ég vonast auðvit- að eftir því að fá að byrja. Ég er al- veg viss um að þeir Sherwood og Ferdinand stilli upp nokkuð sterku liði enda er góður möguleiki á að fá tvo leiki á Wembley. Þetta er grannaslagur og við erum ekki búnir að gleyma leiknum í deildinni fyrr á tímabilinu þegar við töpuðum, 3:0, á heimavelli. Það er líka pressa á liðinu eftir tapið á móti Liverpool og ég trúi ekki öðru en að menn vilji svara fyrir það,“ sagði Gylfi en um helgina mæt- ir Tottenham liði Southampton á úti- velli í deildinni. Vonandi einhver góður í staðinn  Gylfi Þór Sigurðsson segist ekki hafa átt von á að André Villas-Boas yrði rekinn  Vonast til að fá að spila meira og þá í sinni stöðu með nýjum stjóra  Mikil pressa og of miklar breytingar milli leikja AFP Mark Gylfi Þór Sigurðsson skorar gegn Hull City. Hann hefur lítið fengið að spila síðustu vikur þrátt fyrir að hafa skorað flest mörk, fyrir utan vítaspyrnur, af öllum leikmönnum Tottenham í úrvalsdeildinni á tímabilinu. MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 ÍÞRÓTTIR EM 2014 Alexander Petersson spilar ekki með landsliðinu í Danmörku. Berst fyrir framtíð sinni í handboltanum. Rúnar og Ásgeir taka við keflinu. Mörgu ósvarað áður en endanlegur hópur er valinn. 4 Íþróttir mbl.is Íslendingaliðið Sundsvall Dragons hefur átt erfitt uppdráttar í sænsku úr- valsdeildinni í körfuknatt- leik í vetur og í gær tapaði liðið fyrir Uppsala, 92:79, þrátt fyrir að heimamenn hafi verið án þriggja sterkra leikmanna. Hlynur Bæringsson verður ekki sakaður um tapið en hann átti stórleik fyrir Drekana, skoraði 22 stig og tók heil 15 fráköst. Sundsvall hafði einu stigi yfir í hálf- leik en Uppsala var fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 69:64. Ægir Þór Steinarsson er enn frá keppni hjá Sundsvall vegna meiðsla en Jakob Örn Sigurðarson skoraði 6 stig og átti 4 stoðsend- ingar. Sundsvall er í 6. sæti deildarinnar með 16 stig, tveimur stigum á eftir Uppsala sem er sæti ofar. sindris@mbl.is Stórleikur Hlyns dugði ekki til Hlynur Bæringsson Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Kristinn Jónsson, bakvörðurinn skæði í liði Breiðabliks, er á leið í atvinnumennskuna en hann mun ganga í raðir sænska úrvals- deildarliðsins Brommapojkarna í næsta mánuði að lokinni læknisskoðun. Breiðablik og Brommapojkarna hafi komist að sam- komulagi um lánssamning til eins árs en sænska liðið hefur eftir þann tíma forkaups- rétt á leikmanninum. Við sama tilefni hefur Kristinn framlengt samning sinn við Kópa- vogsliðið til loka árs 2015. Kristinn var til skoðunar hjá Bromma- pojkarna í síðasta mánuði og í kjölfarið settu forráðamenn félagsins sig í samband við Blikana. Kristinn er 23 ára gamall. Hann hefur verið einn besti vinstri bakvörður landsins og verið í stóru hlutverki hjá Breiðabliki undanfarin ár. Hann hefur verið viðloðandi íslenska A-landsliðið og var í landsliðs- hópnum í síðustu leikjum liðsins í und- ankeppni HM sem og í umspilsleikjunum á móti Króötunum. Blikarnir sjá þar með á eftir enn einum leikmanni sínum út í atvinnumennskuna en í síðustu viku skrifaði miðvörðurinn sterki Sverrir Ingi Ingason undir samning við norska úrvalsdeildarliðið Viking. Á und- anförnum árum hafa margir leikmenn Breiðabliks horfið á vit atvinumennsk- unnar. Brommapojkarna er frá Stokkhólmi og var nýliði í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Lið- ið náði að halda sér uppi, hafnaði í þrett- ánda sæti af sextán liðum og náði að sleppa við umspil eftir baráttu við Íslendingaliðið Halmstad í lokaumferðinni í haust. Félagið er þekkt fyrir frábært unglingastarf og hef- ur alið af sér marga góða knattspyrnumenn. Magni Fannberg er aðalþjálfari unglinga- liðs félagsins og var annar tveggja sem komu til greina fyrr í þessum mánuði þegar nýr þjálfari aðalliðs félagsins var ráðinn. Kristinn til liðs við Brommapojkarna Lykilmaður Kristinn Jónsson hefur gegnt lykilhlutverki í liði Breiðabliks síðustu ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.