Morgunblaðið - 18.12.2013, Side 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
VINTAGE FLÍSAR
Nýkomnar
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Fyrir þá sem
elska hönnun
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 12, föstudaginn 20. desember
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað umHeilsu og lífsstíl
föstudaginn 3. janúar
Í blaðinu Heilsa og
lífsstíll verður kynnt
fullt af þeim mögu-
leikum sem í boði eru
fyrir þá sem stefna á
heilsuátak og bættan
lífsstíl á nýju ári
Heilsa & lífsstíll
FRÉTTASKÝRING
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Ákvörðun Alexanders Peterssonar í gær að
gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið í hand-
knattleik sem tekur þátt í Evrópumeistara-
mótinu í handknattleik í Danmörku í næsta
mánuði kom ekki á óvart. Hann hefur árum
saman glímt við erfið meiðsli í vinstri öxl sem
lítið sem ekkert hefur gengið að ráða bót á.
Eftir þessa þrautagöngu virðist ljóst að hann
berst fyrir framtíð sinni sem handknattleiks-
maður. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari
handknattleik karla, staðfesti það í gær í sam-
tali við Morgunblaðið.
Ekki má gleyma því að sama staða var uppi
fyrir ári. Þá gaf Alexander ekki kost á sér í lið-
ið fyrir heimsmeistaramótið. Alexander var
með á EM fyrir tveimur árum en tók þá aðeins
þátt í þremur fyrstu leikjum íslenska landsliðs-
ins í keppninni en sat á meðal varamanna í síð-
ari leikjunum þremur. Sagt var að hann væri
meiddur en væri til taks. Sannleikurinn var
e.t.v. sá að hann var ekki til taks nema að nafn-
inu til.
Eins og landsliðinu er gríðarlegur missir að
Alexander þegar hann er heill heilsu kemur
hann að litlu gagni sárþjáður vegna meiðsla
sitjandi á varamannabekknum. Þegar svo er
komið er best að menn fái að nota tímann til
þess að leita sér lækninga.
Vænlegra með heila menn
Það er vænlegra að fara með menn heila
heilsu á stórmót heldur en að vera með meidda
menn í hópnum í þeirri von að þeir geti
kannski hjálpað til.
Nú þegar þetta liggur fyrir og allar vanga-
veltur eru á bak og burt varðandi þátttöku Al-
exanders er ljóst að Ásgeir Örn Hallgrímsson
og Rúnar Kárason munu bera uppi skyttustöð-
una hægra megin á vellinum. Þá mun Ásgeir
Örn væntanlega taka hlutverk Alexanders í
varnarleiknum, í hægri bakvarðarstöðunni.
Ásgeir Örn og Rúnar eru báðir heilir heilsu.
Ásgeir Örn er reynslumikill og hefur tekið þátt
í mörgum stórmótum með landsliðinu, en oftast
nær í smærra hlutverki. Hann tók stöðu Alex-
anders á HM í fyrra en stóð ekki undir vænt-
ingum, hvorki eigin né annarra. Ásgeir Örn
hefur lært af þeirri reynslu.
Verulegur styrkur í Rúnari
Rúnar var meiddur og gat ekki verið með á
HM fyrir ári. Nú kemur hann inn af fullum
þunga með Ásgeiri. Miðað við stöðuna sem
uppi var fyrir ári er ljóst að innkoma Rúnars
styrkir liði verulega og eykur á breiddina á
hægri vængnum sé tekið mið af HM-liðinu í
fyrra þar sem Alexander var heldur ekki með,
né heldur Ólafur Stefánsson sem lék síðast með
íslenska landsliðinu á stórmóti á Ólympíu-
leikunum fyrir hálfu öðru ári.
Af þeim 21 leikmanni sem Aron Kristjánsson
valdi í gær til æfinga fyrir Evrópumeist-
aramótið kom val á engum þeirra á óvart.
Aron kýs þó að hafa aðeins tvo markverði í
æfingahópnum. Þriðji markvörðurinn úr stóra
28 manna hópnum, Hreiðar Levý Guðmunds-
son, verður til taks heima í Noregi og sá fjórði,
Daníel Freyr Andrésson, er meiddur og er úr
myndinni.
Af þessum 21 leikmanni mun Aron velja 16
leikmenn til þess að fara til Danmerkur og
leika við landslið Noregs, Ungverjalands og
Loftið hreinsað fyrir EM
Alexander berst fyrir framtíð sinni og fer ekki á EM Rúnar og Ásgeir taka
við keflinu Mörgu ósvarað áður en endanlegur EM-hópur verður valinn
Morgunblaðið/Ómar
Mikilvægur Rúnar Kárason getur orðið lykilmaður í ís-
lenska liðinu í Evrópukeppninni í Danmörku.
Ein af mínum uppáhalds-
íþróttum að fylgjast með er
skíðastökk. Ég hef fylgst ágæt-
lega með því núna í um 20 ár
eða allt síðan sjónvarpsstöðin
Eurosport var fyrst fáanleg á
fjölvarpinu. Það er bara eitthvað
við það að sjá menn fljúga 130
metra í loftinu og lenda á
tveimur skíðum. Mér finnst
þetta alltaf jafnklikkað en að
sama skapi alltaf jafn-
skemmtilegt.
Það er líka alltaf gaman að
fylgjast með svona ofur einföld-
um íþróttum þar sem sá er
stekkur lengst vinnur. Vissulega
er einkunnagjöf fyrir flugstíl og
stökkin eru tvö en í rauninni er
þetta afar einfalt. Sá sem stekk-
ur lengst hverju sinni er bestur.
Hluti af jólavertíðinni hjá
mér sem skíðastökksáhuga-
manni er auðvitað fjögurra
hæða mótið sem fram fer ár-
lega í Þýskalandi og Austurríki.
Það hefst ávallt undir lok hvers
árs og endar snemma á nýju
ári. Þar stökkva menn fram af
fjórum pöllum á einni viku. Mikil
törn og mikil stigasöfnun í
gangi í heimsbikarnum.
Byrjað er í Oberstdorf í
Þýskalandi og síðan er stokkið
fram af Grosse Olympiaschanze
í Garmisch-Partenkirchen og
eftir það er haldið til Austurríkis
og keppt í Innsbruck og
Bischofshofen.
Austurríkismenn hafa
drottnað yfir fjögurra hæða
mótinu undanfarið og unnið það
fimm síðustu ár. Gregor Schlie-
renzauer, ríkjandi heimsbikar-
meistari, hefur unnið samanlagt
undanfarin tvö ár og vann tvö af
fjórum mótunum í bæði skiptin.
Við stuðningsmenn hins 36 ára
gamla Janne Ahonen vonumst
til að hann fylgi eftir góðum ár-
angri sínum að undanförnu og
geri eitthvað óvænt.
BAKVÖRÐUR
Tómas Þór
Þórðarson
tomas@mbl.is
MARKMENN:
Aron Rafn Eðvarðsson, Guif
Björgvin Páll Gústavsson, Bergischer
AÐRIR LEIKMENN:
Arnór Atlason, St. Raphael
Aron Pálmarsson, Kiel
Árni Steinn Steinþórsson, Haukum
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer
Ásgeir Örn Hallgrímsson, PSG
Bjarki Már Elísson, Eisenach
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, Kiel
Kári Kristján Kristjánsson, Bjerr/Silk.
Ólafur Guðmundsson, Kristianstad
Ólafur Gústafsson, Flensburg
Ólafur Bjarki Ragnarsson, Emsdetten
Róbert Gunnarsson, PSG
Rúnar Kárason, Burgdorf
Snorri Steinn Guðjónsson, GOG
Stefán R. Sigurmannsson, Löwen
Sverre Jakobsson, Grosswallstadt
Vignir Svavarsson, Minden
Þórir Ólafsson, Kielce
LANDSLIÐSHÓPURINN
Spánar í riðlakeppni heimsmeistaramótsins.
Þeir fimm sem skornir verða frá eftir keppn-
isferðina til Þýskalands 6. janúar munu bíða á
hliðarlínunni.
Hverjir sitja eftir heima?
Það mun örugglega valda landsliðsþjálf-
aranum talsverðum heilabrotum hvaða fimm
leikmenn af þessum 21 hann skilur eftir heima.
Erfitt er að rýna í það í augnablikinu þar sem
enn er vel á þriðju viku þangað til. Mikið vatn á
eftir að renna til sjávar þangað til. Sem stend-
ur glíma a.m.k. tveir leikmenn við vonandi
minniháttar meiðsli, þeir Arnór Atlason og
Vignir Svavarsson. Margir leikmenn landsliðs-
ins hafa leikið of lítið með félagsliðum sínum á
keppnistímabilinu af ýmsum ástæðum. Aron á
eftir að leita svara við mörgum spurningum áð-
ur en hann velur EM-liðið eftir vináttuleikina
þrjá við Austurríkismenn, Rússa og Þjóðverja í
Þýskalandi 3., 4. og 5. janúar. Margir leikmenn
eiga líka eftir að sanna tilverurétt sinn í liðinu
á þeim tíma sem framundan er. Það er kannski
af hinu góða eins og öll samkeppni.