Morgunblaðið - 19.12.2013, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2013
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 12, föstudaginn 20. desember
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað umHeilsu og lífsstíl
föstudaginn 3. janúar
Í blaðinu Heilsa og
lífsstíll verður kynnt
fullt af þeim mögu-
leikum sem í boði eru
fyrir þá sem stefna á
heilsuátak og bættan
lífsstíl á nýju ári
Heilsa & lífsstíll
NBA
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
Gæðamunurinn á austur- og vest-
urdeild NBA-körfuboltans hefur
sjaldan ef aldrei verið meiri. Þrjú
efstu liðin, Indiana Pacers (20:4),
Miami Heat (18:6) og Atlanta Hawks
(13:12) eru einu liðin í austrinu með
fleiri sigra en töp eins galið og það
hljómar. Öll hin liðin 12 eru öll með
neikvætt sigurhlutfall. Á sama tíma í
vestrinu eru níu lið með fleiri sigra
en töp, þar af augljóslega öll átta
sem eru í úrslitakeppnissætunum.
Vegna þessa gífurlega munar
kalla sumir spekingar vestanhafs
eftir því að ekki fari lengur átta lið
úr hvorri deild í úrslitakeppnina
heldur einfaldlega 16 bestu liðin,
sama hvort fleiri komi úr annarri
deild. Eins og staðan er núna myndi
það þýða að 11 lið úr vestrinu færu í
úrslitakeppnina en aðeins fimm úr
austrinu. Sitt sýnist hverjum um
þessa hugmynd og fékk Morg-
unblaðið því þrjá NBA-spekinga
sem fylgst hafa með deildinni um
árabil til að segja sína skoðun. Þetta
eru þeir Baldur Beck, ritstjóri
körfuboltavefsins vinsæla NBA Ís-
land, Teitur Örlygsson, þjálfari
Stjörnunnar, og Svali Björgvinsson,
lýsandi á Stöð 2 Sport.
Baldur Beck:
„Þetta hefði vissulega nokkra
spennandi hluti í för með sér að
stokka þetta upp. Til dæmis ef lið
sem þekkja hvort annað lítið eins og
Chicago og Golden State myndu
mætast í fyrstu umferð. Það yrði
svolítið skondið. En ég trúi á að
þetta jafni sig allt út á endanum.
Núna erum við að horfa upp á mesta
öfgamun á deildinni sem ég hef séð
síðan ég byrjaði að fylgjast með
þessu. Vestrið er samt búið að vera
betra mjög lengi þó að austrið hafi
átt einn og einn meistara eins og
Miami, Boston og Detroit. Samt
finnst mér ekki tilefni til að fara í
róttækar aðgerðir núna því ég man
alveg eftir árunum þar sem aust-
urdeildin var sterkari. Ætli ég sé ég
ekki bara svona íhaldssamur en við
sjáum þetta ekki svona ójafnt til
lengri tíma held ég.“
Teitur Örlygsson:
„Þetta er náttúrlega búið að vera
svona í nokkur ár og kannski að
toppa núna. Þessa vegna er þetta
svona öskrandi áberandi. Maður er
sjálfur alltaf blótandi því að vera
nær austurdeildinni í tímabelti því
maður sér bara einhverja leiki sem
maður hefur engan áhuga á að sjá. Á
sama tíma eru kannski frábærir
leikir í vestrinu en þeir byrja
kannski tvö eða þrjú. Ég skil vel
þankagang manna og ég held að
þetta sé vel framkvæmanlegt. Ég
held að þetta sé bara mjög sniðugt
og þannig lagað sanngjarnara að
bara 16 bestu liðin spili til úrslita.“
Svali Björgvinsson:
„Ég held, ef við lítum til sögunnar
og heilbrigðrar dómgreindar, burt
sé frá stöðunni í dag, og horfum til
lengri tíma þá sé þetta fyrirkomulag
bara ljómandi gott. Menn þurfa að
halda vatni þó að tímabundið sé mik-
ið í blöðrunni og ekki stressa sig of
mikið þó að munur sé á milli deild-
anna núna. Það koma inn í þetta at-
riði eins og tímamismunur og það
þyrfti að breyta fyrirkomulagi á úr-
slitakeppninni ef þú ert að flakka of
mikið á milli stranda. Það er allt
öðruvísi að spila Miami á móti Bost-
on eða Miami á móti Clippers eða
Lakers. Ég held þetta sé alls ekki
góð hugmynd nema þessi munur á
deildunum verði til einhvers lengri
tíma en það þyrfti bara að breyta svo
miklu. Þetta er fyrirkomulag sem
menn þekkja og hefur virkað vel.
Það er allavega mín skoðun þó að ég
beri virðingu fyrir öðrum skoðunum
góðra manna.“
Sjaldan meiri gæðamunur
Mikill munur á austur- og vesturdeild NBA Aðeins tvö í austurdeildinni með
fleiri sigra en töp Sumir vilja 16 bestu í úrslit Íslenskir spekingar ósammála
AFP
Efstir Paul George er lykilmaður hjá Indiana Pacers sem hefur komið á
óvart og er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni í vetur.
NBA-deildin
» Í bandarísku NBA-deildinni í
körfubolta leika 30 félög.
Fimmtán í vesturdeild og
fimmtán í austurdeild. Liðin í
sömu deild mætast fjórum
sinnum og spila jafnframt
tvisvar við hvert lið í hinni
deildinni.
» Átta efstu lið í hvorri deild
að loknum 82 umferðum kom-
ast í sextán liða úrslitakeppni
um NBA-meistaratitilinn sem
hefst í lok apríl.
» Ef sextán bestu lið deild-
arinnar, eins og staðan er í
dag, færu í úrslitakeppnina
kæmu ellefu þeirra úr vest-
urdeildinni en aðeins fimm úr
austurdeildinni.
Ef veðurspáin svíkur mig
ekki þá er í dag um 23 stiga hiti
og heiðskírt í Abu Dhabi, þar
sem olíujöfrarnir spóka sig. Þó
það sé reyndar skemmtilega
jólalegt um að litast hér heima
þessa dagana þá efast ég ekki
um að í kuldanum hafi hlakkað í
nokkrum af bestu leikmönnum
Pepsi-deildarinnar í gær, þegar
ljóst varð að Ísland myndi mæta
Svíum í vináttulandsleik við
Persaflóann í janúar.
Liðið verður væntanlega nær
eingöngu byggt á leikmönnum í
Skandinavíu og þarna gefst
tækifæri til að prófa nýja leik-
menn. Reyndar er ekki víst að
mikið pláss verði fyrir leikmenn
úr Pepsi-deildinni, Íslendingar í
atvinnumennsku annars staðar á
Norðurlöndum eru jú í kringum
30 talsins.
Það verður spennandi að
sjá hverjum Heimir og Lars Lag-
erbäck gefa tækifæri til að sanna
sig. Björn Daníel Sverrisson og
Guðmann Þórisson áttu gott
tímabil hér heima og héldu svo í
víking, þeir gætu báðir fengið
„kallið“. Þá væri gaman að sjá
U21-landsliðsmenn á borð við
Guðmund Þórarinsson og Sverri
Inga Ingason fá tækifæri.
Það er grátlegt hvernig
komið er fyrir Alexander Pet-
erssyni sem þarf stífa meðhöndl-
un og mikið magn verkjalyfja til
að komast í gegnum leiki með fé-
lagsliði sínu. Á stórmótum hefur
hann alltaf verið í miklu uppá-
haldi á mínu heimili enda ávallt
gefið allt sem hann getur í lands-
leiki. Það er ekki í boði lengur
vegna hundleiðinlegra axlar-
meiðsla. Þess vegna fáum við því
miður ekki að sjá hann í Dan-
mörku nappa boltanum af bestu
sóknarmönnum Evrópu, negla
honum framhjá bestu markvörð-
unum trekk í trekk, og brosa síð-
an breitt yfir sætum sigri.
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is