Monitor - 12.12.2013, Blaðsíða 18

Monitor - 12.12.2013, Blaðsíða 18
18 Monitor fimmtudagur 12. desember 2013 Fyrir hverja er bókin STRÁKAR og hvernig kom til að þið Kristín ákváðuð að skrifa hana? Ég fékk óvænta símhringingu frá Kristínu þar sem hún kynnti hugmyndina að strákabók fyrir mér. STRÁKAR er eins og nafnið gefur til kynna bók fyrir stráka.Við höfum verið mikið spurð fyrir hvaða aldur bókin er og það er erfitt að segja vegna þess að það fer mikið eftir þroska einstaklingsins. Bókin er líka góð fyrir foreldra stráka. Hafið þið fengið góð viðbrögð? Svo sannarlega, betri en ég þorði að vona. Ég gleðst sérstaklega mikið yfir því þegar ég heyri af strákum sem eru farnir að panta bókina í jólagjöf. Þá líður mér eins og við höfum gert eitthvað rétt. Hvað er það erfiðasta við að gefa út bók? Ætli það erfiðasta við að gera svona bók fyrir mig persónulega sé ekki að kynna hana en það hafa allir gott af því að fara aðeins út úr sínum þægindahring og ég lít bara á þetta sem skemmtilega áskorun. Það skemmtileg- asta var án vafa að fá fyrsta eintakið í hendurnar. Í PISA-könnuninni sem birt var fyrir skemmstu kom fram að 30% íslenskra drengja geta ekki lesið sér til gagns. Bent er á þróun í þessa átt í bókinni, kom þetta þér á óvart? Ég get ekki sagt að þetta komi mér á óvart en þær eru vissulega mjög alvarlegar og nú þarf að vinna markvisst að því að vinda ofan af þessum vanda. Það er nú yfirleitt þannig að maður nær bestum árangri í því sem maður hefur áhuga á og ánægju af. Held að það væri góð byrjun að gera lestur meira spennandi fyrir stráka og kynna fyrir þeim bækur sem gætu vakið áhuga þeirra. Af hverju er þörf á sérstakri „stelpu“-bók og annarri „stráka“-bók og hvað með þá sem finna sig ekki innan slíkra skilgreininga? Auðvitað er mjög margt sem sameinar unglinga, bæði stelpur og stráka en kynin eru t.d. líkamlega ólík og í bókinni okkar er mikið komið inná kynþroska, líkamlega heilsu, útlit ofl. Til þess að þrengja efnið byrjaði Kristín á sínum tíma að skrifa bækur fyrir stelpur. Bókin okkar er sambærileg þeirri bók nema nú með áherslu á stráka. Það væri örugglega hægt að koma þessu efni á framfæri án þess að kynjaskipta því en þá yrði niðurstaðan líka öðruvísi. Það er aldrei að vita nema við stefnum í þá átt einn daginn. Þeir sem skilgreina sig óháð kyni ættu samt að geta fundið ýmislegt áhugavert í bókinni okkar. Af hverju eru bara karlmenn nefndir sem fyrirmyndir í bókinni? Okkur fannst mikilvægt að hafa mikið af flottum og fjölbreyttum fyrirmyndum í bókinni, aðallega til þess að sýna strákum að það er fullt af öðrum strákum að gera frábæra hluti og vonandi virkar þeirra árangur sem hvatning á aðra stráka.Við ákváðum að hafa bara stráka sem fyrirmyndir af því að þetta er strákabók og við vildum taka það þema alla leið. Í bókinni segir: „Vissulega eyða strákar minni tíma í að tala um tilfinningar sínar en stelpur...,“ (bls.99) Er þetta ekki mikil staðalímynd og alhæfing? Í bókinni er farið vel yfir stöðu stráka í íslensku samfélagi í dag. Þar er notast við tölfræði og rannsóknir sem gefa ákveðna mynd af því hvernig þessi hópur fetar sig í samfélaginu. Það hefur sýnt sig að strákar tala öðruvísi um tilfinningar sínar og ekki í jafn miklum mæli og stelpur. Það er þó alls ekki algilt en þegar þessir tveir samfélagshópar, unglingsstelpur og unglingsstrákar, eru bornir saman þá sýna meðaltöl þessar niðurstöður.Vegna þessa reynum við í bókinni að hvetja stráka til þess að láta ekki staðalmyndir hafa áhrif á hegðun sína né koma í veg fyrir að þeir tjái sig. Við reynum að hvetja þá til þess að gera sitt besta, taka ákvarðanir sem henta þeim sjálfum, ræða opinskátt um líðan sína, leita sér aðstoðar og meta gaumgæfilega hvaða leiðir þeir þurfi að fara til þess að hafa jákvæð áhrif á sjálfsmynd sína. Í síðustu viku bar mikið á grein sem ekki var hægt að skilja öðruvísi en svo að allir karlmenn ógnuðu öryggi kvenfólks á einhverjum tímapunkti. Ert þú sammála þeirri fullyrðingu? Nei, ég er það svo sannarlega ekki, í raun finnst mér orðræða eins og þessi afskaplega leiðinleg og auðvitað hefur svona áróður ekki jákvæð áhrif á sjálfsmynd stráka.Vissulega var verið að reyna að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi en ég tel þetta ekki vera rétta leið. Karlmenn eru ekki ofbeldismenn. Ofbeldismenn eru ofbeldismenn. Okkur þótti mikilvægt að fjalla um ofbeldi í bókinni okkar. Bæði vegna þeirrar sorglegu staðreyndar að það eru til strákar á Íslandi í dag sem verða fyrir of- beldi og einnig vegna þess að strákar geta verið gerendur í ofbeldismálum. Lærðir þú mikið af skrifunum? Já, ég lærði ýmsilegt, t.d. að typpi séu frekar hol og sam- sett af þremur rörum sem liggja eftir þeim endilöngum, það þótti mér afar áhugavert. En auðvitað var þetta mikil reynsla að skrifa sína fyrstu bók og ég var og er alltaf að læra eitthvað nýtt bæði um efni bókarinnar og síðan um allt ferlið. En ég hef haft frábæran kennara í henni Kristínu og hún hefur leitt mig í gegnum þetta. Munt þú skrifa fleiri bækur? Ég veit það ekki, verður að spyrja mig aftur eftir jól. En án spaugs þá er ég er alltaf að opin fyrir nýjum verkefn- um og áskorunum. Hvort sem það verður ný bók eða bara eitthvað allt annað. bjarni Fyrstu sex: 120980 Lag á heilanum: Það er lagið Up með Steinari. Hrikalega grípandi lag og virkilega spennandi tónlistarmaður þar á ferð. jólalegasta smákakan: Mér finnst jólin fyrst vera að koma þegar mamma býður mér upp á Sörur. Uppáhalds Disney-persóna: Ég hef frá blautu barnsbeini verið mikill Andrésar Andar- maður og þegar ég var yngri þá kom sjaldan sá morgunmatur sem ekki var lesið gott Andrésblað yfir. Bjarni Fritzson og Kristín tómasdóttir taka þátt í jóla- bókaflóðinu með bókinni StrÁKAr. Monitor ræddi við Bjarna um skrifin, stöðu íslenskra stráka og staðalímyndir. Farið yfir stöðu stráka Mynd/Golli

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.