Morgunblaðið - 07.01.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.01.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ávöxtun einstakra lífeyrissjóða árið 2013 liggur ekki fyrir, en Gunnar Baldvinsson, formaður Landssam- taka lífeyrissjóða, segir allt benda til að ávöxtunin verði almennt góð. Hann vill ekki nefna neinar tölur en segir að búast megi við að með- altal sjóðanna verði yfir vaxtaviðmiði þeirra annað árið í röð. Meðalávöxtun var 7,3% Viðmið um raunávöxtun er 3,5% en meðalávöxtunin árið 2012 var 7,3%. Að sögn Gunnars er þó ólíklegt að ávöxtunin fari yfir þá tölu að jafn- aði. Það geti gerst hjá einstaka sjóð- um, enda sé eignasamsetning þeirra mismunandi. Gunnar segir ýmsar tölur af mark- aðnum styðja það að ávöxtun sjóð- anna verði góð. Þannig hafi úrvals- vísitala hlutabréfa hækkað um 18,9% á árinu 2013 og heildarvísitalan um 27,9%. Þá hafi heimsvísitala hluta- bréfa hækkað um rúm 13% í íslensk- um krónum. Skuldabréf einnig upp „Búast má við að skuldabréf líf- eyrissjóðanna, sem eru metin á kaupkröfu, hafi hækkað um rúm 7% á árinu. Séreignarsjóðir meta skuldabréf á markaðsverði. Skulda- bréf þeirra hækkuðu minna vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu á mark- aði,“ segir Gunnar og tekur sem dæmi að ríkisskuldabréfavísitala Gamma hafi hækkað um rúm 3% á árinu. Ávöxtunin 2013 yfir viðmiði  Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir stefna í góða raunávöxtun lífeyr- issjóða árið 2013  Fer þó ekki yfir ávöxtunina 2012  Mikil hækkun hlutabréfa Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna 2002-2013 15% 10% 5% 0% -5% -10% -15% -20% -25% 3,5% viðmið um ávöxtun 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 (á æ tl. ) -3,0% 11,3% 10,4% 13,2% 10,2% 0,5% -22,0% 0,3% 2,7% 2,5% 7,3% 3,5- 6,0% Fyrstu skipin héldu fyrir helgi til loðnuleitar og -veiða er Vilhelm Þor- steinsson, Börkur, Aðalsteinn Jóns- son og Guðmundur héldu norður fyrir land. Vart varð við loðnu austur af Kolbeinsey um 60 mílum vestan við hólf þar sem heimilt er að nota troll við loðnuveiðar. Öll voru skipin búin slíkum veiðarfærum og héldu því til hafnar í gær og bíða þess að loðnan gangi austar og inn í troll- hólfið. Búast má við að skipum fjölgi á miðunum er líður á vikuna. Á Hafrannsóknastofnun verður fylgst með fréttum af göngum loðn- unnar, en ekki er búist við að rann- sóknaskip fari út fyrr en eftir ein- hverja daga. Útgefinn upphafskvóti í loðnu er 160 þúsund tonn og kemur liðlega helmingur hans í hlut ís- lenskra skipa, en tæpur helmingur í hlut Norðmanna, Grænlendinga og Færeyinga samkvæmt samningum. Tvö íslensk skip eru byrjuð á kol- munnaveiðum, Jón Kjartansson og Hoffell, og voru í gær 90-100 mílur suður af Færeyjum ásamt sex fær- eyskum skipum. Íslenska sumargotssíldin hefur lítið gefið sig í Breiðafirðinum síð- ustu daga, en Jóna Eðvalds og Ás- grímur Halldórsson frá Hornafirði leituðu m.a. við Stykkishólm. Haf- rannsóknastofnun bíður veðurs til að hægt sé að kanna vísbendingar um að verulegan hluta stofnsins sé að finna í Hvammsfirði. Heimaey og Álsey fengu smærri síld vestan við Vestmannaeyjar og Birtingur hafði reynt fyrir sér í Breiðamerkurdýpi. aij@mbl.is Fyrstu skipin eru byrjuð á loðnu- og kolmunnaveiðum Ljósmynd/Börkur Kjartansson Loðna Fyrstu skipin reyndu fyrir sér fyrir norðan land um helgina.  Síldin er erfið og enn lítill afli „Þetta eru ansi myndarlegir skaflar,“ sagði Róbert Schmidt sem býr á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann fór um í gær og tók myndir af sköflum í þorp- inu. Róbert sagði að mikill snjór væri í bröttum fjalls- hlíðum og í brúnum norðan fjarðarins, gegnt þorp- inu. Hætt er við að þar eigi ófá snjóflóð eftir að falla fram í sjó. Mikill snjór er í Súgandafirði og hefur víða dregið í skafla Ljósmynd/Róbert Schmidt Stórir skaflar á Suðureyri Björgunarsveitir Slysavarna- félagsins Landsbjargar björguðu erlendum ferðamanni upp úr gjótu við Öxarárfoss á Þingvöllum í gær. Slysið átti sér stað þegar snjóbrú yfir gjótunni gaf sig, með þeim af- leiðingum að maðurinn hrapaði og lenti á syllu á um 20-30 metra dýpi. Ekki sást til mannsins ofan í gjót- unni en samferðafólk hans gat talað við hann á meðan hann beið að- stoðar. Björgunarsveitir frá Selfossi, Hveragerði og Mosfellsbæ voru kallaðar til og var maðurinn hífður upp, heill á húfi, um klukkan hálf- fjögur. Alls tóku 25 björgunarmenn þátt í aðgerðinni. Bjargað úr gjótu Við sprunguna Björgunarsveitarmenn búa sig undir að ná manninum upp. Karlmaður á þrítugsaldri, Rui Manuel Mendes Lopes, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjaness fyrir tilraun til manndráps og hótanir. Hann var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 900 þúsund krón- ur í miskabætur. Lopes var fundinn sekur um að hafa lagt til frænda síns með hnífi í júní 2009, stungið hann marg- sinnis í brjóst, kvið og útlimi, með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut alls ellefu skurði. Fórn- arlambið hlaut að auki blæðingu í kviðvöðva og sár inn í vöðvann, loft í vinstri nárabláæð, skaða á slagæð í hægri úlnlið, auk þess sem sin sem stýrir hægri þum- alfingri fór í sundur. Lopes var úrskurðaður í gæslu- varðhald og farbann 2009 en rauf farbannið í ágúst sama ár. Hann var handtekinn í Þýskalandi fjór- um árum síðar og framseldur til Íslands 8. nóvember síðastliðinn. Morgunblaðið/Ómar Fimm ár fyrir mann- drápstilraun  Flúði en var fram- seldur til Íslands Komugjöld heilsugæslunnar hækkuðu um 15-20% um áramótin og er almennt gjald fyrir komu á heilsugæslustöð á dagvinnutíma nú 1.200 krónur en var áður 1.000 krónur. Gjald fyrir komu á heilsu- gæslustöð utan dagvinnutíma var 2.600 krónur en hefur hækkað í 3.100 krónur. Gjöld vegna vitjana lækna hækkuðu sömuleiðis og kostar vitjun læknis á dagvinnutíma nú 3.400 en áður 2.800 krónur. Vitjun læknis utan dagvinnutíma, sem kostaði áður 3.800 krónur, kostar nú 4.500 krónur. Komu- og vitj- anagjöldin höfðu fyrir breytinguna staðið í stað frá 2009. Komugjöldin hækkuð Draga á smám saman úr vindi á landinu í dag og verður víðast hvar orðið skaplegt veður á morgun, að sögn Veðurstofunnar. Í gærkvöld var enn óvissustig vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum. Enn óvissustig vegna snjóflóða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.