Morgunblaðið - 07.01.2014, Page 21

Morgunblaðið - 07.01.2014, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2014 ✝ Þorvarður Þor-varðarson fæddist 24.7. 1927 í Hafnarfirði. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir sunudaginn 29.12. 2013. Foreldrar Þorvarðar voru Þorvarður Þor- varðarson verk- stjóri, f. 31.10. 1893, d. 1.7. 1963, og Geirþrúður Þórðardóttir, húsfreyja í Hafnarfirði, f. 31.1. 1893, d. 10.2. 1967. Systkini Þor- varðar eru: Elín, f. 13.3. 1921, Þóra Abigael, f. 20.8. 1922, d. 22.8. 2008, Kristín, f. 9.9. 1924, Þorgerður, f. 5.11. 1925, d. 3.7. 1981 og Þórður Jón, f. 28.10. 1933, d. 24.11. 1991. Þorvarður kvæntist Erlu Lýðsson Hjaltadóttur húsfreyju hinn 8.7. 1950. Hún fæddist í Reykjavík, 8.1. 1930. Foreldrar Erlu voru: Hjalti Lýðsson kaup- maður, f. 2.4. 1900, d. 16.7. 1976, og Elvira Pauline Lýðsson, f. 26.6. 1906, d. 25.10. 2005. Börn Þorvarðar og Erlu eru: 1. Hjalti Elvar matreiðslumeist- ari, f. 21.11. 1950, maki Erna Ól- skólanum í Hafnarfirði og starf- aði hjá Rafha í Hafnarfirði til 1953 þegar hann hóf störf í Stjörnubíói hjá Hjalta, tengda- föður sínum. Þorvarður lærði til sýningarmanns í Stjörnubíói og tók sýningamannapróf þar. Ásamt starfi sínu í Stjörnubíói lagði Þorvarður stund á smáiðn- að og framleiddi m.a. skápalam- ir, símaborð og margskonar leikföng. Árið 1968 tók Þorvarð- ur við starfi framkvæmdastjóra Stjörnubíós og starfaði þar til 31.12. 1983. Í ársbyrjun 1984 hóf Þorvarður sinn eigin rekstur og keypti útgáfurétti á kvikmynd- um og sjónvarpsmyndum til dreifingar á myndböndum. Þor- varður sinnti eigin rekstri, þar á meðal rekstri fasteigna á meðan heilsa entist til en hætti öllum afskiptum af rekstri og við- skiptum árið 2007. Þorvarður og Erla fluttu árið 1963 ásamt sonum sínum í Brekkugerði 19 í Reykjavik sem var heimili þeirra þar til í febrúar 2012. Þorvarður tók sjálfur mikinn þátt í byggingu hússins í Brekkugerði, sem var fyrsta hús Högnu Sigurðardóttur arkitekts sem byggt var hér á landi. Árið 1970 keyptu Þorvarður og Erla jörðina Hellu á Fellsströnd í Dalasýslu og stunduðu þau þar frístundabúskap. Útför Þorvarðar fer fram frá Grensáskirkju í dag, 7. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 15. ína Eyjólfsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 28.12. 1951. Börn þeirra: a. Eyjólfur Örn bifreiðarstjóri, f. 18.11. 1972, maki Jennifer Hjaltason kennari, 25.3. 1974. Börn þeirra: Davíð Alexander Eyjólfs- son, f. 5.6. 2005, og Michael Samuel Eyj- ólfsson, f. 14.11. 2008, b. Elvar Þór flugstjóri, f. 5.8. 1975, í sambúð með Rakel Oddsdóttur félagsráðgjafa, f. 12.4. 1978. Sonur þeirra er Hjalti Theodór, f. 18.3. 2009. Stjúpdæt- ur Elvars eru: Sara Dögg, f. 25.3. 2002, og Thelma Rut, f. 8.9. 2004. c. Erla Björk geislafræðingur, f. 2.12. 1981, í sambúð með Bjarka Ívarssyni, lækni, f. 16.5. 1983. 2. Örn Þorvarður stjórnmálafræð- ingur, f. 3.6. 1962, maki Karitas Kristín Ólafsdóttir sjúkraliði, f. 24.8. 1965. Börn þeirra eru María Lovísa, f. 26.12. 1997, og Arna Kristín, f. 27.10. 2003. Stjúpsonur Arnar er Ólafur Davíð, f. 13.11. 1984. Þorvarður útskrifaðist með sveinspróf í rennismíði frá Iðn- Nú er komið að kveðjustund. Eftir standa ljúfar minningar um góðan föður sem gaf svo mikið af sér. Pabbi sagði mér margar sög- ur. Margt kemur upp í hugann þegar ég rifja þær upp. Fyrst kemur upp í hugann sagan af því þegar hann sá mömmu í fyrsta sinn á dansleik í Rauðhólunum árið 1946 og heillaðist svo af þess- ari ungu stúlku, sem síðar átti eftir að vera lífsförunautur hans í rúm 63 ár. Svo gagntekinn varð hann að hann missti af rútunni til Hafnarfjarðar. Hér gilda sannar- lega orðin „ást við fyrstu sýn“. Pabbi var rennismiður og tók sveinpróf við Iðnskólann í Hafn- arfirði. Eftir það vann hann í nokkur ár hjá Rafha í Hafnar- firði. Árið 1953 hætti pabbi að vinna hjá Rafha og hóf störf í Stjörnubíói hjá tengdaföður sín- um Hjalta Lýðssyni, kaupmanni. Stjörnubíó var starfsvettvangur pabba í 30 ár en hann vann þar til ársloka 1983. Fyrst um sinn að- stoðaði pabbi afa við rekstur bíósins en varð framkvæmda- stjóri þess árið 1968 og sá um rekstur þess til ársloka 1983. Samhliða starfi sínu í Stjörnu- bíói var pabbi með eigin rekstur á 6. áratugnum þar sem iðnmennt- un hans kom að góðum notum. Pabbi var með tvo til þrjá menn í vinnu og aðstoðuðu þeir hann meðal annars við framleiðslu á járnlömum, símaborðum, upp- tökurum og barnaleikföngum. Mikil eftirspurn var eftir þessum vörum enda vöruinnflutningur ekki mikill á þessum tíma. Sam- hliða rak pabbi söluturn á Grett- isgötu 64. Eftir að pabbi hætti störfum í Stjörnubíói stofnað hann eigið fyrirtæki og keypti útgáfurétt af kvikmyndum og sjónvarpsmynd- um, sem dreift var í myndbanda- leigur. Þetta var starfsvettvang- ur pabba til ársins 1996. Eftir það kom hann m.a. að rekstri Kaffi Puccini sem fjölskyldan átti og rak til ársins 2001. Sumarið 1970 keyptu pabbi og mamma jörðina Hellu á Fells- strönd. Allt frá þeim tíma var Hella paradís þeirra og vörðu þau öllum frítíma sínum þar og lögðu stund á frístundabúskap. Enn á ný mátti sjá hvernig öll þau verk sem pabbi tók sér fyrir hendur léku í höndum hans. Ekki var það óalgeng sjón á Hellu að sjá pabba með logsuðutæki eða rafsuðuvél þar sem það þurfti að gera við einhverja vinnuvél í sveitinni. Pabbi var mjög mikill dýravin- ur. Þegar ég hef skoðað gamlar ljósmyndir af honum síðustu daga vekur það athygli hve glað- ur hann var í návist dýra sinna, hvort sem um var að ræða hesta og kindur á Hellu eða hunda í Reykjavík. Pabbi og mamma voru alla tíð mjög samrýnd og voru hjúskap- arárin 63 þeim afar farsæl. Nú þegar pabbi hefur kvatt þessa veröld bið ég góðan guð um að veita mömmu styrk á þessum erf- iðum tímum. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Örn. Nú er elsku besti afi okkar dá- inn. Við minnumst hans með söknuði. Þegar við hugsum um afa þá er svo margs að minnast. Við minnumst þess hvað hann var góður við dýrin og hvað hon- um þótti vænt um Mollý sína. Við heimsóttum afa og ömmu oft og fórum þá oft út að ganga með afa og Mollý. Alltaf átti afi eitthvert góðgæti sem hann bauð okkur þegar við heimsóttum hann. Það voru líka margar ferðir sem við fórum í bakaríið með honum til að kaupa snúða. Þótt hann væri orð- inn lasinn og fluttur á Eir átti hann alltaf eitthvað handa okkur í skúffunni sem hann laumaði að okkur. Þegar við vorum yngri fórum við í sveitina til afa og ömmu. Það var gaman að heimsækja þau þangað. Að gefa hestunum brauð og kemba þeim. Fara í fjárhúsið og sjá kindurnar. Stundum voru afi og amma með heimalninga og þá var gaman að hjálpa til með að gefa lömbunum að drekka og borða. Afi og amma vildu eigin- lega hvergi annars staðar vera en á Hellu. Þeim leið svo vel þar. Afi var mjög duglegur og vinnusamur og það sýndi hann bæði í störfum sínum og heima hjá sér. Þegar við komum í sveit- ina var afi alltaf að vinna. Við hjálpuðum honum til dæmis í girðingarvinnu og það var ótrú- legt að sjá hvað hann var dugleg- ur. Okkur langar til að kveðja elsku besta afa með versi sem hann kenndi pabba okkar og fór alltaf með á kvöldin með honum þegar hann var strákur og pabbi hefur kennt okkur og við förum nú saman með á kvöldin. Frá því að afi dó höfum við líka farið með versið fyrir hann. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) María Lovísa og Arna Kristín. Í dag kveð ég afa minn sem var mér ofsalega kær. Þorvarður Þorvarðarson lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnu- daginn 29.12. 2013. Afi var búinn að búa á Eir og Eirborgum frá því að hann seldi Brekkugerði 19, árið 2012. Afi byggði sér og sinni fjölskyldu fal- legt heimili að Brekkugerði í Reykjavík þar sem hann bjó í 50 ár. Helsta áhugamálið hjá afa var frístundabúskapur. Hann keypti jörðina Hellu á Fellsströnd árið 1970 og stundaði þar frístun- dabúskap með 175 fjár á fóðrum og nokkra hesta. Afi var forstjóri Stjörnubíós á sínum tíma ásamt að vera í fast- eignabraski sem hann sagði að væri sinn lífeyrissjóður og svo margt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Afi var mikill dugn- aðarforkur og var alltaf að vinna öllum stundum. Öllum sínum frí- tíma varði hann annað hvort á Hellu að sinna sínum bússkap eða að dytta að þeim fasteignum sem hann var með í útleigu. Afi var sannkallaður þúsund- þjalasmiður það var sama hvort það var að taka upp vélina í jepp- anum, sjóða brotna öxla, múr- verk, skipta um þak á húsinu, pípulagnir, trésmíði, alltaf redd- aði afi málunum sjálfur og var tilbúinn að hjálpa öðrum þegar til hans var leitað. Það var ekki furða að ég sem strákur væri svo heillaður af þessum manni sem allt gat gert og varð hann fljótt mín fyrirmynd. Vissi ég ekkert skemmtilegra en að vera með afa að bardúsa eitthvað og er það ótal margt sem ég er búinn að læra af honum afa mínum í gegnum árin. Afi var mikill fjölskyldumaður og alltaf var okkur boðið með að taka þátt í hans áhugamálum hvort sem það var í sveitinni, veiði eða fara á landsleiki í fót- bolta. Sá mikli tími sem ég varði með afa sem barn varð til þess að við bundumst sterkum vináttu- böndum sem varði allt til hans síðasta dags. Það var mér mikið kappsmál að hafa Hellu áfram í fjölskyld- unni og kemur hún vonandi til með að vera það um ókomna framtíð. Ég vona að ég eigi eftir að geta átt jafn góðar minningar þaðan með mínum börnum og barnabörnum eins og ég hef átt með þér, afi. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín og ömmu og sakna ég þess mjög mikið að geta ekki litið inn í Brekkugerði 19. Ég er svo ótrú- lega þakklátur fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og þær ótal góðu minningar sem ég á um þig, afi minn. Blessuð sé minning þín. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er svo sár En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt hann mun ávallt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Elvar. Þorvarður Þorvarðarson  Fleiri minningargreinar um Þorvarð Þorvarð- arson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sigurlín Gunn-arsdóttir fædd- ist að Eiði í Eyr- arsveit, 17. maí 1936. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 23. desember 2013. Foreldrar hennar voru Gunnar Jó- hann Stefánsson, f. 1903, d. 1980, og Lilja Elísdóttir, f. 1907, d. 1964. Systkini hennar eru Elís, látinn, Hjálmar, látinn, Sveinn Garðar, látinn, Helga Soffía, látin, Sigrún, látin, Jó- hann Leó, Snorri og Þórarinn. Sigurlín giftist, 31. desember 1954, Hallvarði Guðna Kristjáns- syni, fæddum 18. september 1928, en hann lést 14. október 1997. Foreldrar hans voru hjón- in María M. Kristjánsdóttir, hús- isdóttir. 3. Hrafnhildur, uppeld- isfræðingur og kennari, f. 18. júní 1963, gift Sumarliða Ás- geirssyni, matreiðslumeistara. Börn: Björn Ásgeir, f. 1985, Sig- urlín, f. 1989, og Fanney, f. 1991. 4. Kristján, rafmagnsverk- fræðingur, f. 4. maí 1967, sam- býliskona: Ágústa Áróra Þórð- ardóttir, hjúkrunarfræðingur. Börn með Elínu Sigurgeirs- dóttur, tannlækni: Halla f. 1992, Katla f. 1994, Embla f. 2002. Sig- urlín fór ung í vist, m.a. til Reykjavíkur, og stundaði síðar nám í hússtjórnarskólanum að Staðarfelli. Sigurlín og Hall- varður hófu búskap sinn í Grundarfirði 1954 en fluttust til Þingvalla 1958 og hófu þar bú- skap í samvinnu við foreldra Hallvarðar. Eftir að hafa hætt hefðbundnum búskap rak Sig- urlín ferðaþjónustu undir heit- inu Ból og Biti. Síðustu árin bjó hún á Dvalarheimili Stykk- ishólms. Útför Sigurlínar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag 7. janúar 2014, og hefst at- höfnin klukkan 14. freyja, f. 10. ágúst 1898, d. 15. desem- ber 1987, og Krist- ján Jóhannsson, bóndi á Þingvöllum, f. 7. maí 1891, d. 3. ágúst 1984. Hall- varður og Sigurlín eignuðust fjögur börn: 1. Kristín María, lyfjatæknir, f. 2. júní 1956. Börn: Hallvarður Guðni, f. 1982, sambýliskona Birna Ármey Þorsteinsdóttir, börn: Hafdís Birta, Ármann Guðni og Lilja María, og Alda Rún, f. 1991. 2. Hilmar, rafvirkjameistari, f. 10. júlí 1957. Sambýliskona, Astrid Göllnitz. Börn með Hönnu Jóns- dóttur, þroskaþjálfa: Kári, f. 1983, sambýliskona Gréta María Árnadóttir og Ísak, f. 1988, sam- býliskona Gréta María Birg- Þegar vinir sem við höfum átt árum saman kveðja verða mikil þáttaskil í lífi okkar. Að okkur sækja minningar um dýrmæta og góða samveru, þakkir og söknuð- ur. Þannig er hugur minn staddur núna þegar Sigurlín Gunnarsdótt- ir, Silla, tengdamóðir mín til 25 ára hefur kvatt. Ég kynntist þess- ari mætu konu fyrst þegar við Kristján, sonur Sillu og Hallvarðs Kristjánssonar, bænda á Þingvöll- um í Helgafellssveit, felldum hugi saman og gengum í hjónaband. Við, unga fólkið, vorum oft fyrir vestan á Þingvöllum við leik og störf bæði á landi og sjó og nutum þess að vera í námunda við Sillu, njóta vits hennar, myndarskapar og ljúflyndis. Á þessum árum þróaðist kunn- ingsskapur okkar í vináttu sem aldrei bar skugga á. Þegar svo barnabörnin komu, þrjár dætur okkar Kristjáns var hún hin góða amma, félagi barnanna með hlýj- an og opinn faðm. Fyrir allt þetta vil ég þakka af einlægum huga. Ég vil þakka hlýjuna sem ég naut, alla uppörvun og þátttöku hennar í lífshlaupi mínu, í gleði og sorg. Ég gat alltaf reitt mig á tengdamóður mína og styrk hennar og rætt við hana um hvaðeina. Þessi fáu orð eru sett á blað til að þakka. Þau verða ekki annáll um líf Sigurlín- ar. Til að skrifa þann annál þyrfti stóra bók. Það þyrfti líka stóra bók til að tjá þakklæti dætra minna og mín og söknuðinn þegar við nú kveðjum kæran vin, ömmu og tengdamóður. Elín Sigurgeirsdóttir. Sigurlín Gunnarsdóttir ✝ Ástkær eiginkona, móðir, amma og lang- amma, ERNA GUÐBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR, Knarrarstíg 1, Sauðárkróki lést föstudaginn 27. desember á Heilbrigðis- stofnun Sauðárkróks. Útför hennar verður frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 11. janúar kl. 14.00. Guðmundur Helgason og fjölskylda. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, AUÐUR R. GUÐMUNDSDÓTTIR, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, andaðist á Droplaugarstöðum laugardaginn 4. janúar. Útför hennar verður auglýst síðar. Kristinn B. Sigurðsson, Gylfi Kristinsson, Jónína Vala Kristinsdóttir, Hilmar Kristinsson, Margrét Hauksdóttir, Snorri Kristinsson, Kristjana Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær unnusti minn og sambýlismaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RÚNAR GEORGSSON hljómlistarmaður, Vesturgötu 4, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans 30. desember, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 9. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á minningarkort Karitas eða líknardeildarinnar. Arndís Jóhannsdóttir, Björg Rúnarsdóttir, Sigurður Örn Hektorsson, Ketill Niclas Rúnarsson, Teresa Payne, Elfa Björk Rúnarsdóttir, Fróði og Guðmundur Guðmundssynir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.