Morgunblaðið - 07.01.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2014 ✝ Ágústa Guð-jónsdóttir fæddist á Eiríks- bakka í Biskups- tungum 1. nóv- ember 1921. Hún lést á Landspít- alanum 17. desem- ber 2013. Foreldrar Ágústu voru hjónin Ingibjörg Júlíana Ingvarsdóttir, f. í Miðdalskoti í Laugardal 7.7. 1884, d. 16.12. 1933, og Guðjón Eyjólfsson, f. í Efra-Hrútafells- koti, A-Eyjafjallahreppi 27.7. 1890, d. 2.10. 1966. Þau hófu bú- skap í Úthlíð í Biskupstungum en festu fljótlega kaup á Eiríks- bakka í sömu sveit og bjuggu þar æ síðan. Systkini Ágústu voru: Þor- björg Hulda, f. 10.6. 1917, d. 14.10. 1995, Ólafur, f. 30.6. 1918, d. 27.11. 1918, Ingvar, f. 26.9. 1919, d. 17.5. 2008 og Sigríður, f. 1.12. 1920, d. 28.8. 1983. Eiginmaður Ágústu var Skarphéðinn Kristjánsson frá Hólslandi í Eyja- og Miklaholts- hreppi, f. 17.5. 1922, d. 7.9. 1984. Hann starfaði þorra sinnar starfsævi hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga. Börn Ágústu og Skarphéðins eru: 1) Ingibjörg, f. 16.9. 1942, gift Hafliða Benediktssyni. Þau eiga þrjár dætur: Sofie (skírn- arnafn Ágústa), Kristjönu og Selmu og fimm barnabörn. 2) Sigvalda Lóa, f. 27.9. 1948, d. 6.2. 1949. 3) Sigfinna Lóa, f. 19.7. 1951, gift Magnúsi Krist- inssyni. Þau eiga fjögur börn: Þóru, Elfu Ágústu, Héðin Karl, Magnús Berg og sjö barnabörn. 4) Danfríður Krist- ín, f. 3.3. 1953. 5) Guðjón, f. 25.10. 1955, d. 18.1. 2005. 6) Kristján, f. 10.10. 1957, kvæntur Guð- rúnu B. Ein- arsdóttur og þau eiga þrjú börn: Skarphéðin, Ein- ar og Margréti Önnu. Ágústa ólst upp á Eiríks- bakka en að lokinni skólagöngu í Reykholtsskóla aðstoðaði hún við bústörfin heima fyrir og var eitt ár í vist við Íþróttaskólann í Haukadal. Árið 1940 fluttist hún til Reykjavíkur og vann við heimilishjálp. Þar kynntist hún eiginmanni sínum. Þau bjuggu alla sína búskapartíð í Reykja- vík, lengst af í Sólheimum 32. Eftir andlát Skarphéðins fluttist Ágústa í Ofanleiti 11 þar sem hún bjó til æviloka. Ágústa var fyrst og fremst húsmóðir en í áranna rás sinnti hún ýmsum aukastörfum, m.a. við ræstingar og umönnun aldr- aðra. Hún var gædd ríkri sköp- unargáfu og hafði ánægju af handavinnu af ýmsu tagi. Hún var glaðlynd og lagði ríka áherslu á að rækta samband við vini og fjölskyldu. Heimili henn- ar var ávallt opinn vettvangur slíkra samskipta. Útför Ágústu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 7. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 15. Við fráfall mömmu er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir mömmu sem alltaf var til staðar fyrir hópinn sinn, mömmu sem vakti okkur í skól- ann og var þá búin að vinna við þrif í fjölbýlishúsum á meðan við sváfum og alltaf var hún heima þegar við komum úr skólanum. Á æskuheimili okkar í Sólheim- um var mjög gestkvæmt. Þar áttu vinir okkar, leigjendur, inn- lendir og útlendir alltaf skjól hjá mömmu. Hún hafði einstaka hæfileika til að hlusta, hvetja og styðja. Það var líka gott að fá skjól á æskuheimilinu þegar við hjónin þurftum að fara frá Eyj- um vegna eldgossins í Heimaey. Á meðan við dvöldum þar kom Þóra dóttir okkar í heiminn og fékk einstakt atlæti frá afa sín- um og ömmu. Þegar yngsti son- ur okkar valdi að fara í Versl- unarskólann var gott að eiga ömmu í Ofanleiti sem tók dreng- inn að sér. Mamma hafði einstaklega gott geð og aðlögunarhæfni. Það kom sér vel þegar hún þurfti að takast á við áföll lífsins. Eftir fráfall pabba flutti hún sig um set og fór í Ofanleiti þar sem heimili hennar stóð til dauða- dags. Þar leið henni vel og hafði hún oft orð á því hversu heppin hún væri með staðsetninguna þarna alveg í alfaraleið þannig að gestir og gangandi héldu áfram að koma í heimsókn. Hún naut einstakrar tryggðar margra samferðamanna sinna. Fyrir það var hún mjög þakklát. Þegar halla tók undan fæti hjá mömmu og líkaminn fór að gefa sig tók nýr kafli við. Hún var mjög þakklát fyrir þá aðstoð sem hún fékk og fannst gott að fá innlit frá Félagsþjónustunni kvölds og morgna og naut sam- vista við konurnar sem sinntu henni. Þegar ég var hjá henni síð- ustu helgina hennar í Ofanleiti talaði hún um að þetta yrðu nú örugglega síðustu jólin. Hún var orðin lúin, flestir samferðamenn- irnir farnir og líkaminn farinn að gefa sig. Við fórum saman í bíl- túr til að njóta jólaljósanna í borginni og ókum um Sólheim- ana og rifjuðum upp góðar minningar og áttum ánægjulega stund saman. Sú stund yljar núna ásamt mörgum góðum minningum um einstaklega já- kvæða konu sem allstaðar sáði því góða. Blessuð sé minning hennar og hjartans þakkir til allra sem styttu henni stundir síðustu árin. Lóa Skarphéðinsdóttir. Ágústa Guðjónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ágústu Guðjónsdótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Bróðir okkar og föðurbróðir, PÁLMI HARÐARSON vélfræðingur, Asparfelli 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 10. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill. Kristín Harðardóttir, Viðar Harðarson, Ingibjörg Ósk Birgisdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRA KJARTANSDÓTTIR, Strikinu 10, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju 8. janúar og hefst athöfnin kl. 15.00. Karl Guðmundsson, Þuríður Saga Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Unnur Guðmundsdóttir, Bjarni Þór Óskarsson, Kjartan Ísak Guðmundsson, Erna Vigdís Ingólfsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, aðrir aðstandendur hinnar látnu. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINN ÁSGEIR ÁRNASON hárskerameistari, sem lést að kvöldi nýársdags á hjúkrunar- heimilinu Ísafold, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. janúar kl. 15.00. Brynhildur Sveinsdóttir, Hörður Guðjónsson, Íris Sveinsdóttir, Jón Guðmundsson, Eva Björg Harðardóttir, Sigrún Harðardóttir, Daði Sigursveinn Harðarson, Natalie Kristín Hamzehpour, Helena Hamzehpour, Ísak Theodórs Jónsson. ✝ Ástkær bróðir okkar, JÓN GUNNARSSON fv. mjólkurbílstjóri frá Morastöðum í Kjós andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. janúar kl. 15.00. Bergmann Gunnarsson, Sigþrúður E. Jóhannesdóttir, Stella E. Gunnarsdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Bjarni E. Gunnarsson, Gróa Gunnarsdóttir, Ragnar Þ. Halldórsson, Ragnar Gunnarsson, Sveinn Gunnarsson, Hólmfríður Friðsteinsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Þorsteinn Gíslason, Guðrún Gunnarsdóttir, Pétur H.R. Sigurðsson, Hallbera Gunnarsdóttir, Kristinn E. Skúlason. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall ástkærrar eiginkonu, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, HEIÐRÚNAR FRIÐRIKSDÓTTUR, Birkihlíð 33, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Sveinn R. Sigfússon, Alda S. Ellertsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Stefán Friðriksson, Ingibjörg Sveinsdóttir, Ingólfur Ingólfsson, Rúnar Sveinsson, Efemía Rún Sigurbjörnsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR frá Miklaholti, Stórateig 42, Mosfellsbæ, sem lést á Landspítalanum á nýársdag verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 13. janúar kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hennar láti Barnauppeldissjóð Thorvaldsensfélagsins njóta þess. Kristín Magnúsdóttir, Sigurjón Bragi Sigurðsson, Jón Magnússon, Elín Helga Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir minn, sonur okkar, bróðir, mágur, barnabarn og sambýlismaður, GEORG ÞÓR STEINDÓRSSON, lést af slysförum fimmtudaginn 26. desember. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ, fimmtudaginn 9. janúar kl. 15.00. Tinna Georgsdóttir, Steindór Steinþórsson, Anna Marie Georgsdóttir, Margrét Lind Steindórsdóttir, Björgvin Guðjónsson, Steinlaug Sigurjónsdóttir, Sigrún Þorvaldsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur vegna andláts systkina minna, ÞÓRÐAR MÓFELLS VILMUNDARSONAR sem lést 31. júlí 2013 og MARGRÉTAR VILMUNDARDÓTTUR sem lést 30. nóvember 2013. Bjarni Vilmundarson, Mófellsstöðum. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi, JÓN DAHLMANN, Torfufelli 6, Reykjavík, andaðist mánudaginn 30. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Dagný Kristjánsdóttir, Davíð Anderson og afabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANS RAGNAR SIGURJÓNSSON skipstjóri, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 30. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. janúar kl. 13.00. Anna Scheving Hansdóttir, Tryggvi T. Tryggvason, Ása Björk Hansdóttir, John S. Berry, Ágústa Hansdóttir, Halldór Pétursson, Unnur Björg Hansdóttir, Pjetur Einar Árnason, Sigurjón Hansson, Kristín Guðbrandsdóttir Jezorski, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts systur okkar og mágkonu, SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR kjólameistara, Hæðargarði 35. Guðmundur Bjarnason, Bergdís Kristjánsdóttir, Þóra Bjarnadóttir, Jón Sverrir Dagbjartsson. ✝ Ástkær faðir minn, afi og langafi, HAUKUR H. JÓNSSON, Víðilundi 20, Akureyri, lést fimmtudaginn 2. janúar. Útför hans fer fram frá Möðruvallaklausturs- kirkju laugardaginn 11. janúar kl. 13.30. Eyþór Hauksson, afabörn og langafabarn. ✝ Ástkær bróðir okkar og mágur, ÁSGEIR GUNNLAUGSSON frá Syðri Sýrlæk, Suðurengi 1, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugardaginn 4. janúar. Útför hans fer fram frá Villingaholtskirkju laugardaginn 11. janúar kl. 13.30. Sigrún Gunnlaugsdóttir, Ingvar Gunnlaugsson, Óttar Gunnlaugsson, Sigríður Þorgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.