Morgunblaðið - 22.01.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Það góða sem við viljum, Den goda viljan, eftir Ingmar Bergman kom út nokkrum dögum fyrir jól, í þýðingu Magnúsar Ásmundssonar. Þar fjallar Bergman um foreldra sína á hispurslausan hátt. Þetta er ein af bestu ástarsögum sem ritaðar hafa verið á sænska tungu segja fróðir menn. Skoðið hana endilega í næstu bókaverslun Orðsending til bókavina INGMAR BERGMAN Það góða sem við viljum Den goda viljan Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Kvöldverðarveitingastaður verður opnaður í Ráðhúsi Reykjavíkur fljót- lega. Reykjavíkurborg óskaði eftir aðila til að taka að sér veitinga- rekstur í kaffihúsarými á 1. hæð ráð- hússins síðasta sumar. Sjö umsóknir bárust, tvær þeirra uppfylltu öll skil- yrði og fór svo að lokum að Tjörnin veitingahús ehf. fékk reksturinn. Borgarráð samþykkti leigusamning til fimm ára við rekstraraðilann í síð- ustu viku. Lengi vel hefur verið rekið kaffi- hús á fyrstu hæð ráðhússins en rekstur þess hefur ekki gengið sem skyldi, sérstaklega vegna þess að eldhús hefur ekki fylgt kaffihúsinu. Nýr leigusamningur hljóðar þó upp á meira en aðeins kaffihúsið því leigutakinn á auk þess að reka kvöldverðarveitingastað, mötuneyt- isþjónustu við starfsmenn og sjá um aðra tilfallandi veisluþjónustu, t.d vegna funda eða uppákoma. Ansi gott leiguverð Leiguhúsnæðið er samtals 406 fermetrar og skiptist í fjögur rými. Leigugreiðslan fyrstu sex mánuði leigutímans nemur 100.000 kr, án vsk, á mánuði með hita og rafmagni. Eftir þessa sex mánuði greiðir rekstraraðili 5% af veltu á mánuði í leigu, þó aldrei lægri fjárhæð en 150.000 kr. S. Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra segir þetta vissulega ansi gott leiguverð fyrir fyrstu sex mánuðina en 5% rekstrartengda veltu eftir það telji þau vera mjög ásættanlega. „Nú er verið að athuga hvort það sé hægt að koma hérna upp blómlegum veitingarekstri. Í mötuneytinu er mikið og öflugt eld- hús en ekkert eldhús á kaffihúsinu og það hefur háð rekstri þess tölu- vert. Með þessari útfærslu gera menn ráð fyrir að þarna sé komin rekstrarhæf eining en með því að taka yfir eldhúsið þarf leigutakinn líka að sjá um mötuneyti starfsfólks því það er bannað að vera með tvo rekstraraðila í einu eldhúsi,“ segir S. Björn. Tvennt starfar nú í mötuneyti ráð- hússins og segir Snorri Steinþórsson kokkur þar ekki komið í ljós hvort þau haldi vinnunni, nýir rekstrarað- ilar taki við 1. febrúar og fái þau svör fyrir þann tíma. Í dag er ráðhúsið opið til klukkan sjö á kvöldin á virkum dögum en til sex um helgar. Með kvöldverðarveit- ingastað lengist opnunartíminn til um miðnætti. S. Björn segir að það ætti ekki að hafa aukinn kostnað í för með sér fyrir borgina því það sé nú þegar sólarhringsvarsla í húsinu. „En það á eftir að koma í ljós hvern- ig þetta verður nákvæmlega útfært, slíkur rekstur hefur ekki verið prófaður áður í húsinu.“ Opna sem fyrst Laufar Sigurður Ómarsson er einn af þeim sem eru með Tjörnina veitingahús ehf. Hann segir að þau vonist til að þau geti opnað sem fyrst í Ráðhús- inu. Kaffihúsið verði opið á dag- inn og svo taki við almennur veitingastaður á kvöldin. Þá geti þau tekið að sér veislur í einum sal hússins. Hann segir reksturinn leggjast vel í sig. Veitingastaður í ráðhúsinu  Verður opinn langt fram á kvöld  Leigutaki greiðir 100.000 krónur í leigu á mánuði fyrsta hálfa árið fyrir að reka kaffihús, veitingastað, mötuneyti og veisluþjónustu í yfir 400 fermetrum Morgunblaðið/Styrmir Kári Heitt á könnunni Kaffihúsið í Ráðhúsi Reykjavíkur stendur nú autt en búast má við að það fyllist af lífi á næstunni þegar nýir rekstraraðilar taka við því. Á kvöldin breytist það úr kaffihúsi í almennan veitingastað. Reykjavíkurborg þurfti að greiða síðustu rekstraraðilum kaffihússins í Ráðhúsinu um eina milljón króna í bætur fyrir það sem þeir töldu vera for- sendubrest í leigusamningi. Í áætlun rekstraraðila var gert ráð fyrir að pallur, eða eins- konar flotbryggja, yrði byggður út á tjörnina út frá kaffihúsinu á fyrstu hæð. Við nánari skoðun og útfærslu á því var það metið að það væri of dýrt að fara í þá framkvæmd. Rekstraraðilarnir töldu þá ekki vera grundvöll fyr- ir áframhaldandi rekstri á staðnum og að samningurinn við borgina væri brostinn. Samkomulag náðist um að þeir hættu rekstrinum og greiddi borgin þeim sanngirn- isbætur upp á um milljón. Enginn rekstur hef- ur verið í kaffihúss- rými Ráð- hússins í nokkurn tíma. Hættu við flotbryggju REKSTUR KAFFIHÚSSINS S. Björn Blöndal Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Niðurstöður atkvæðagreiðslna um nýju kjarasamningana á almenna vinnumarkaðinum munu liggja fyr- ir í dag og eiga úrslit að verða ljós um miðjan dag eða síðdegis. Gert er ráð fyrir að stéttarfélög og landssambönd ASÍ muni kynna niðurstöður sinna félaga á svipuð- um tíma í dag. Skv. samningunum á atkvæðagreiðslu að vera lokið í seinasta lagi kl. 16. Henni er víðast hvar þegar lokið en sums staðar stendur þó kosning yfir til hádegis í dag. Talning er þegar hafin í ein- stökum aðildarfélögum ASÍ. Forseti ASÍ óskaði eftir því við aðildarfélögin að niðurstöður yrðu ekki kynntar fyrr en eftir hádegi í dag svo úrslit í einstökum félögum trufluðu ekki kosningar í öðrum. Atkvæðagreiðslu meðal félags- manna í Samtökum atvinnulífsins lauk kl. 17 í gær en niðurstöðurnar eiga að liggja fyrir síðar í dag. Kosningarnar sem ýmist eru raf- rænar eða póstkosningar, hafa yf- irleitt gengið vel fyrir sig en enn sem komið er fást litlar upplýs- ingar um kosningaþátttöku. Að mati Björns Snæbjörnssonar, for- manns Starfsgreinasambandsins, hefur hún verið misjöfn eftir fé- lögum en virðist þó á flestum stöð- um hafa verið frekar dræm. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir aðspurður að verði þessi skammtímasamningur til 12 mán- aða samþykktur hefjist viðræður strax í febrúar um næsta samning. Gylfi vísar á bug gagnrýni sem fram hefur komið frá háskóla- samfélaginu um að kjarasamning- urinn eigi lítið skylt við kjara- samninga á Norðurlöndunum. „Ég man ekki eftir því að við höfum nokkurn tíma kynnt hann sem slík- an, en það segir í forsendum þessa samnings að það sé vilji okkar á vinnumarkaði að hér geti ríkt svip- að ástand og þar. Til þess að svo geti orðið þurfum við að fá nið- urstöðu um peningastefnuna, um gengið og að launamenn geti treyst því að hér ríki gengisstöð- ugleiki.“ Ef unnt sé að skapa íslensku launafólki slíka tryggingu sé hægt að semja á þeim nótum að hóflegar launahækkanir geti bæði tryggt að launafólk njóti kaupmáttaraukn- ingar með jöfnun og öruggum skrefum og að sama skapi hags- muni atvinnulífsins í samkeppni. Flugfreyjur í viðræðum Fimm verkalýðsfélög innan SGS neituðu að skrifa undir samn- ingana en þeir voru samt bornir undir félagsmenn þeirra í at- kvæðagreiðslu. Þá hefur Flug- freyjufélag Íslands, sem á beina aðild að ASÍ, ekki skrifað undir að- fararsamninginn. Sigríður Ása Harðardóttir, formaður félagsins, segir að viðræður við viðsemjend- ur félagsins standi yfir. Úrslit kosninga um samningana í dag  Vísbendingar um misjafna kosningaþátttöku eftir félögum Morgunblaðið/Golli Niðurstöður Kosningum um kjarasamningana sem gerðir voru 21. desem- ber er að ljúka og verða úrslit kunngjörð um miðjan dag eða síðdegis í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er nú stærsti flokkurinn í Reykjavík með 27,5 pró- senta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem Ríkisútvarpið sagði frá í gærkvöldi. Björt framtíð er næststærst, með rúm 25 prósenta fylgi og Samfylkingin í þriðja sæti með 20 prósenta fylgi. Píratar, sem bjóða fram í fyrsta skipti í vor, mælast með 11,4 prósenta fylgi. Þá bætir Framsóknar- flokkurinn við sig fylgi, fer úr 3,3 prósentum í 4,8. Sömu sögu er að segja af Vinstri grænum. Fylgið fer úr 9,3 prósentum í 10,8. Miðað við þessar tölur fengi Sjálfstæðisflokkurinn fimm borgarfulltrúa, Björt framtíð fjóra, Samfylkingin þrjá, Píratar tvo og Vinstri græn einn. Sé litið á Bjarta framtíð sem arftaka Besta flokksins má segja að meiri- hlutinn í borgarstjórn sé fallinn. Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn Gatnamótum Hverfisgötu og Klapparstígs verður lokað fyrir bílaumferð í dag vegna tenginga háspennustrengs, hitaveitu og snjóbræðslustofna. Áætlað er að vinnu verði lokið á föstudag. Í næstu viku verður gatan mal- bikuð og unnið við frágang nærliggjandi gangstétta. Framkvæmdirnar tengjast endurgerð Hverfisgötu frá Klapparstíg að Vitastíg, en á því svæði hafa allar lagnir verið endurnýjaðar og nú er unnið við yfirborðsfrágang. Háspenna og hitaveita á Hverfisgötu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.